Vísir - 18.07.1981, Side 17
17
Stjórn Kjarvalsstaða hefur
ákveöið að breyta nafni hússins
þar sem áður hétu gangar.
Framvegis ber að kalla það
svæði forsali. Þetta kann að
hljóma undarlega en reyndin er
þó sú að öllu smekklegra er að
sýna listavcrk i forsölum heldur
en á göngum, sem hefur ofurlit-
inn litilsvirðingarblæ og mótar
jafnvei afstöðu gestanna til
iistamannsins. Gangarnir hafa
raunar verið prýðilegir sýn-
ingarstaðir, bæði hvað varðar
gildi sýningargripa og umhverf-
ið sjálft. Og sem sagt, framveg-
is verða sýningar í forsöl-
unum en ekki á göngunum. Og
svona i iokin er full ástæða til að
benda á listiönaöarsýninguna,
sem nú fyiiir hálfa Kjarvals-
staði með mikilli sæmd...
Einstæð — sjálfstæð
Orð eru til alls fyrst eins og
Kjarvalsstaðastjórnin viður-
kenndi og þá dettur mér annað i
hug! Hvers vegna i ósköpunum
kalla einstæöir foreldrar sig
ekki sjálfstæöa foreldra? Vist
standa þeir einir, en þeir standa
lika sjálfir að framfærslu og
uppeldi barnanna sinna og flest-
ir þeirra eru stoltir af þvi sjálf-
stæði. Einstæður tengist ein-
stæðingur, einstæöingsskapur
og er eiginlega vorkunnarvert
ástand. En sjálfstæö móðir er
stolt móöir — ekki satt? Ms
?rá sýningunni, sem nú stendur
fir á Kjarvalsstöðum.
Laugardagur 18. júli 1981
'1
Nú er kjöirid aö
Þau verða ekki í vandræðum með þvottinn, Gréta og
Þorleifur. Við höfum skýrt frá því að þau fengu for-
láta þurrkara fyrir gjafverð (1800 kr.) — Og nú erum
við líka búin að fá Electrolux-þvottavél, sem er eins
og ný fyrir aðeins 5000 kr.", sagði Gréta harðánægð
með kaupin. — Þorleifur var auðvitað búinn að kynna
sér hvað þessar vélar kosta nýjar : „Rétt tæpar 11.000
krónur. Þessi þvottavél er ekki tveggja ára og
óþekkjanleg frá nýrri."
Nú þegar aðeins vika er til giftingardagsins hafa
þau Gréta og Þorleif ur eytt alls 9.000 krónum af 20.000
krónunum, sem þau fengu i brúðargjöf frá Vísi til að
kaupa til f ramtiðarheimilis sins í gegnum smáauglýs-
ingar Vísis fyrir giftingardaginn 25. júlí.
Hvaö kaupa þau fyrir -m -m *
afganginn af peningunum? I.1.UUU KT.
Eins og við höfum skýrt f rá hafa þau þegar keypt:
Þvottavél (5.000 kr.), þurrkara (1800 kr.), saumavél
(1500) kr.) og fimm bambusgluggatjöld, straubretti
og fatahengi úr bambus (700 kr.) — Fyrir þessar 9.000
krónur hafa þau fengið hluti, sem kosta nýir úr versl-
un rúmar 21.000 krónur. — Allir eru þessir hlutir sem
nýir að sjá og sumir hafa meira að segja aldrei verið
notaðir. — Gréta og Þorleif ur eru kröf uhörð og vanda
vel valið til framtiðarheimilis síns.
En tapa ekki þeir, sem selja svona ódýrt? Hreint
ekki. Hlutur, sem ekki er not fyrir er einskis virði
nema hann sé seldur eða geymdur til seinna brúks.
Hann þvælist aðeins fyrir meðan tímans tönn vinnur á
honum.
Þessi kynningarleikur er til þess gerður að sýna,
hversu auðvelt er að gera góð viðskipti gegnum smá-
auglýsingar Vísis. Því ekki taka þátt í leiknum, —
hjálpa Grétu og Þorleifi og hafa sjálfur gagn af. —
Ennþá eru þau á f ullri ferð við að kaupa í íbúðina sína.
Og svo eru auðvitað allir hinir.
Þú þaxft aðeins að lyfta tólinu og hringja í
smáauglysingasíma
Vísis 86611