Vísir - 18.07.1981, Page 23
Laugardagur 18. júll 1981
23
VÍSIR
Þeir lögðu i hann um kl. 10 að
kvöldi dags. Þeir hlupu að girö-
ingunni, klifruðu upp staurana
og hlupu sem fætur toguöu sið-
asta spölinn. Engin jarö-
sprengja, ekkert byssuskot,
ekkert rafmagn. Austur Þjóð-
verjarnir vissu ekkert um flótt-
ann fyrr en þegar fór aö birta aö
degi, þá sáu þeir sporin i jarð-
veginum. Flugmaður I
vestur-þýskri eftirlitsþyrlu
skemmti sér við að horfa á
verðina austan megin hlaupa
sitt á hvað eins og maura þegar
þeir voru aö lagfæra þetta gat á
varnarveggnum.
En stundum ótrúlega
óheppnir
En slik heppni er ekki alltaf
fyrir hendi. Arinu fyrr, 1978,
reyndu tveir strákar að komast
vestur, þeir Frank og Ralf,
báðir 16 ára. Þeir þekktu
gamlan landamæravörð sem
sagði þeim frá svæði, þar sem
óhætt virtist aö freista flóttans.
Landamæravöröurinn vissi
ekki, aö siðan hann fór þaðan,
hafði verið komið fyrir SM70 svo
tugum skipti til aö tryggja varn-
irnar.
Strákarnir lögöu land undir
fót, þeir gengu eins nótt i norður
og komu á staðinn undir
morgun. Þarna var aðeins ein
girðing, aðalgirðingin. Frank
fór yfir, ekkert gerðist, fyrir
undraverða heppni nægði hreyf-
ingin á virnum ekki til að virkja
neitt. Hann kom niður hinum
megin, hljóp yfir auða svæðiö
yfir á vestur-þýska grund og
sneri sér við til að fylgjast með
félaga sinum.
Rolf komst aldrei alla leið.
Stálflisar SM70 tvistruðust og
hann hékk hjálparvana og hróp-
andi i netinu. Frank stóð og
horfði á hann, innan tveggja
minútna var kominn hópur
austur-þýskra landamæravarða
á staðinn og þeir stóðu og virtu
drenginn fyrir sér án þess að
hreyfa legg né lið. Siöan fóru
þeir. Vestur-þýskir hermenn
komu og fluttu Frank á brott,
nokkrir urðu eftir til að fylgjast
með afdrifum Ralfs. Hann féll
niður úr girðingunni og lá i 2 og
hálfan tima i sárum sinum, þá
komu nokkrir verðir i jeppabil,
drösluöu honum upp i og óku á
brott með hann. Samkvæmt
heimildum sem tókst að fá frá
Austur Þjóðverjum, lést hann
skömmu siðar á sjúkrahúsi.
Lagalegu hliðarnar.
Flótti þessara tveggja
drengja kom af stað viðkvæmu
deilumáli milli stjórnvalda i
Bonn og Berlin. Faðir Franks,
krafðist þess að sonurinn, sem
enn var undir lögaldri, yrði
framseldur. Faðirinn er með-
limur i austur-þýska sósialista-
flokknum og hafði enga hug-
mynd um fyrirætlanir sonar
síns. Dómstólar hafa enn ekki
komist að neinni niöurstöðu um
máliö og virðast raunar ekkert
vera að flýta sér við það.
Komu fljúgandi
Flestar flóttatilraunir eru
ævintýri likar..
A flóttanum reynir ekki
aöeins á kjark, og heppni, það
reynir oft á hugkvæmni og
frumleika. Einn flótti, þar sem
þetta allt fór saman, er fólkinu á
svæöunum næst og vestan
landamæranna, minnisstæður.
Þegar þrir menn komu fljúg-
andi á höktandi, landgræöslu-
vél.
Þremenningarnir hétu Wei-
land, Brommer og Pfutzen-
reuter. Weiland er flugmaður að
mennt og hafði fyrir atvinnu að
dreifa áburði úr flugvél.
Brommer hafði þegar setið inni
i 22 mánuði fyrir misheppnaða
flóttatilraun. Pfutzenreuter var
læknir i þorpinu þar sem þeir
áttu heima.
Þeir komu „yfir” i júni 1979.
Weiland lagði upp i það sem
haldiö var að væri reglubundiö
landgræðsluflug, en hann lenti
nokkrum minútum siöar á
gömlum og ónotuðum herflug-
velli, losaði sig viö áburðinn og
lagði af stað til Wundersleben, á
annan gamlan herflugvöll. Þar
biðu hinir tveir. Þeir skriðu inn i
eldsneytishólf vélarinnar, sem
annars er fullt af áburði, og
vélin skreiö i loftiö. Hún var of
M •
A aðeins 2 órum
hefur Helgarpósturinn
brotið ísinn
ó flestum sviðum
íslenskror bloðomennsku
! lengi. Einn flóttamaður hafði
verið 48 klst. i sjónum áöur en
sænska ferjan Peter Pan
bjargaði honum. En öðru hverju
rekur bólgin og afskræmd lik á
strendur Vestur-Þýskalands og
þaö er sjaldnast vafa undirorpið
I hvaðan þau koma.
Bónuskerfi
Landamæraverðir Aust-
ur-Þýskalands eru vel launaðir,
og fyrir aö skjótaflóttamann eða
koma á annan hátt fyrir undan-
komu, frá þeir verðlaun. Þeir fá
aukafridaga, orður og peninga-
laun. En sleppi einhver i gegn
um varnirnar, er yfirmanni
svæöisins refsaðþunglega. Aður
fyrr kom fyrir aö landamæra-
veröirnir sjálfir strykju úr vist-
inni, en það gerðist nú æ sjaldn-
ar.
Þaö er stefna stjórnvalda i
Vestur-Þýskalandiaðsegja sem
minnst um flóttafólkið sem
leitar þangað. Kemur þar
tvennt til. Móttökuhátiðir
myndu veikja möguleika hinna,
sem kunna að vera á leiðinni og
svo er hitt, að fingert stjórn-
málasamband Vestur- og
Austur-Þýskalands þolir þaö
varla. Samningar eru til um
ýmsar undanþágur til handa
ibúum Austur-Þýskalands, og
þær undanþágur eru árangur
samningaviöræðna um árabil.
Slikar viðræður eru nær alltaf i
gangi og litið þarf út af að
bregða til að árangur fyrri ára
sé máður út. Meðal undanþága
sem um ræöir, er leyfi fyrir elli-
lifeyrisþega Austur-Þýskalands
til að gerast útflytjendur. Þeir
eiga þá kost á að eyða ellinni
meðal fjölskyldu og gamalla
vina. t einstaka tilfellum er
hægt að heimta fjölskyldu-
meðlim úr austri gegn greiðsl-
um til austur-þýsku stjórnar-
innar. En um vopnahlé er ekki
aö ræöa á þessu landssvæði og
þega siðasta 28 milljón króna
milan er fullgerð, verður varla
nokkur undankomuleið eftir.
Ms þýddi og samdi.
1. Sjalf landamærin vörðuð. 2. Frekari landamæramerking. 3. Merki Vestur-Þýska sambandslýðveldis-
ins, svart-rautt-gult. 4. öll umferð er bönnuð á þessu svæði. 5. Tvöföld gaddavirsgirðing. Jafnan jarð-
sprengjur á milli 6. Virnet — tvöföld giröing jarðsprengjur oft á inilii. Girðingin er um 2.4 m há. 7. Ein-
föld virgirðing, oft sett sjálfvirkum skotfærum Hæð: 3.2 m. 8. Gryfja. 9. Sex m breitt bannsvæöi, einatt
ný-plægt. 10. Vegur fyrir eftirlitsbifreiðar. 11. Varöturn byggður úr viði. 12. Steyptur varöturn. 13. Skot-
birgi. 14. Ljóskastarar. 15. Fjarskiptalinur landamæragæslunnar. 16. Lögregluhundur. 17. Uinferðar-
eftirlit. 18. Steyptur veggur umhverfis nálægt þorp. 19. Ysta girðingin, með viðvörunarkerfi.
þung og ætlaði varla aö hafa það
en Weiland tókst að halda henni
hóstandi ofan jarðar. Þeir rétt
skriðu yfir landamærin og voru
þá I innan við 100 m hæð. Wei-
land segist aldrei gleyma furðu-
lostnum svip landamæravarð-
anna þegar þeir gláptu á
hikstandi vélina rétt fyrir ofan
kollana á sér. Þeir voru of undr-
andi til að muna eftir að skjóta.
Flugvélin komst rúman kiló-
metra inn i Vestur-Þýskaland,
þá lenti Weiland henni á ný-
slegnu túni. Flugvélin var siðar
send aftur til heimahúsanna.
Að synda burt.
Þótt margar hættur steðji aö
ef landleiðin óg flugleiðin er
farin, er þó sú þriöja hættumest,
sjóleiðin. Noröurströnd landsins
liggur að Noröursjó, og þar
sigla frjáls skip um höfin.
Austur-Þjóðverjar hafa fyrir
löngu hreinsaö þessa strönd af
öllum smáskipum og bátum,
sem annars mætti stela og
stinga af á. Eina leiðin er að
synda, sumir negla saman ein-
hverja bátsmynd og komast
furðulangt. En Norðursjórinn er
kaldur og viðsjárverður og
óteljandi sögur segja frá afdrif-
um flóttafólksins. Leitarbátar
austur-þýsku lögreglunnar eru
einatt á feröinni og gripa suma,
aðrir einfaldlega krókna og
drukkna.
Arið 1977 drukknaði maöur
eftir að hafa komið sér, konu og
barni út i bauju. Aöeins tvo
komust á baujuna og maðurinn
hékk i kaöli þangað til að hann
króknaði og hvarf i hafið.
Vestur-þýskur fiskibátur,
bjargaði konunni og barninu.
Sumir haldast þó við furðu-