Vísir - 18.07.1981, Síða 35

Vísir - 18.07.1981, Síða 35
Laugardagur 18. júll 1981 .V.4 V,' < VtSIR „Þetta er vandræðamál og samgöngumálaráðuneytiö hefur orðið að hafa afskipti af þvi,” sagði Steingrimur Ilermannsson, þegar Visir spurði hann um ástæður þess að ráðuneytið breyt- ir urskurði Siglingamálastofnun- ar um skilin milli skemmti- og fiskibáta, eins og Visir hefur skýrt frá. Steingrimur sagði að fram- leiddir væru plastbátar, sem not- aðir eru til handfæraveiða og eru raunar mjög likir skemmtibát- um. Siglingamálastofnun hafi hinsvegar engar ákveðnar út- géfnar reglur um þetta, þær séu þó i undirbúningi og muni Hjálm- ar R. Bárðarson gera tillögur um þær. ,,Ég verð að segja að mér finnst þetta ákaflega vandræðalegt hjá Siglingamálastofnun, þegar einn maður þar er að mæla með bát sem fiskibát og annar á móti.'' sagði ráðherrann. Hann sagði einnig að menn hefðu, að tillögu stofnunarinnar, sett 145ha. dieselvélar i báta, ,,og ég hef ekki trú á að menn geri það ætli þeir að nota þá i sport." Steingrimur var spurður um, eftir hverju ráðuneytið fari, þeg- ar það breytir úrskurði Siglinga- málastofnunar. Hann svaraði að viðkomandi aðili væri beðinn um sönnun þess að hann noti bátinn sem fiskibát, t.d. með nótum fyrir innlögðum fiski og öðrum gögn- um, sem sýndu að báturinn væri fyrst og fremst notaður til veiöa. Siglingamálastofnun er siðan beðin um álit á hvort þetta geti staðist og svarið hefur alltaf verið að það gæti verið rétt, að þvi er ráðherrann sagði. „Það heíur aldrei verið breytt neinum úr- skurði, nema það þætti sannað að þetta væri atvinnutæki," sagði Steingrímur Hermannsson. — SV Kannski hefur verið bræia fyrir utan, daginn sem Visismenn voru á ferðinni I Sandgerði fyrir stuttu. Að minnsta kostilá fjöldibáta inni og siglutrjáaskógurinn var þéttur. (Vlsismynd Þó.G.) Samdráltur í bifreiða- kaupum landsmanna Löggæsla I Reykjavlk um heigina: Obreytt eins og um aðrar belgar” - segir Blarki Eliasson ytirlögregluDJónn Bifreiöakaup landsmanna hafa dregist nokkuð saman á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tima i fyrra. Munar það rúmum sex hundruð bifreiðum. I fyrra á timabilinu janúar til júni, keyptu landsmenn 5752 bif- reiðar, er þá átt við bæði notaðar og nýjar, en i ár 5147. Hlutfalliö milli bensinknúinna bifreiða og dieselknúinna var i fyrra 5433 af þeim fyrrtöldu, en 319 af þeim siðartöldu. 1 ár eru þaöhins vegar 4806 bensinknúnar og 341 diesel- knúinna. —KÞ Sementsverksmiðjan: Fékk 14% hækkun „Löggæslan er óbreytt eins og aðrar helgar” sagöi Bjarki Elias- son yfirlögregluþjónn aöspurður um það hvernig löggæslu væri háttað nú um helgina. „Viö höfum dregið flr gæslunni á virkum dög- um, en aukum hana þegar þörfin er mest”. Eins og kunnugt er hefur lög- gæsla i Reykjavik verið meö minnsta móti siðan fyrir siöustu helgi vegna þess að samkomulag hefur ekki náöst milli fjármála- og dómsmálaráðuneytisins ann- ars vegar og Lögreglufélagsins hins vegar um það hvernig beri að leysa vöntun á löggæslu sem myndast vegna laga um lág- markshvildartima lögreglu- manna. „í miðri viku er breytingin lit- il” sagði Hrafn Marinósson lög- reglúþjónn i samtali við Visi, en hann er I samninganefnd Lög- reglufélagsins. „Enn er hálf gæsla a virkum dögum en hún er það litil að við teljum þaö engan veginn viðunandi, sjálfra okkar vegna og öryggis borgaranna”. Að sögn Hrafns hafa ráðuneyt- in ekki viljað ræða viö Lögreglu- félagið sérstaklega sem starfshóp heldur viljað eingöngu ræða viö BSRB i heild um reglugeröina um lágmarkshvildartima. Visis hafði samband við Harald Stefánsson hjá BSRB og spurðist fyrir um það hvernig umræður við ráöuneytin gengju? „Þetta mál hefur ekkert veriö rætt i vikunni, vegna sumarleyfa, en það verður fundur á mánudag- inn hjá Samstarfsnefnd sem hef- ur haft þetta mál með höndum, og þá veröur reglugerðin um hvild- artima tekinn fyrir. En ég efast um að sérstaklega verði rætt um ástandið hjá lögreglunni vegna hvildartimalaganna” sagði Har- aldur. — HPH. Sementsverksmiðju rlkisins hefur verið veitt heimild til 14 prósent hækkunar á sementi, en verksmiðjan haföi farið fram á 29 prósent hækkun. Verksmiðjan hefur átt i miklum fjárhagserfiðleikum undanfariö og hafa bankar verið tregir til að lána nema rekstrargrundvöllur veröi tryggður. Rikissjóður hljóp þó undir bagga meö láni upp á nokkrar milljónir i vor, en það dugði skammt. Einnig fékkst þá 19 prósent hækkun á veröi sem- ents, en sótt hafði verið um 30 prósent hækkun. _ Kþ Vísisbíó „Tossabekkurinn” hcitir kvik- myndin sem Visisbörnum verður sýnd i Regnboganum klukkan 1 á sunnudaginn. Myndin er i lit og meö Islenskum texta. Nýr Tomma-borgari á Laugavegi Tómas Tómasson eigandi Tomma-hamborgara hefur opn- að nýjan hamborgarastað, að Laugavegi 26 i Verslanahöllinni. Allt er þar með sama sniöi og I Tomma-borgurum á Grensás- vegi en staðurinn er iviö minni. 1 tilefni af þvi að búið er að selja yfir 110.000 Tomma-ham- borgara og einnig vegna opnun- ar nýja staðarins ákvað Tommi að gefa Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra myndsegulbands- tæki. Videomiðstöðin Laugavegi 27 gaf svo ársnotkun af mynd- seguibandsspólum, eina spólu á dag.Siðan mun 1% af veltu fyr- irtækisins renna til Styrktarfé- lags vangefna og Blindravinafé- lagsins. — HPH Tomma-hamborgarar hafa opnað nýjan stað á Laugaveginum og I þvi tilefni var öllum gefnir ókeypis hamborgarar i gær en staðurinn opnar formlega á mánudaginn. Visism. Friðþjófur „Engu breytt - nema sannaö sé að bálarnir séu atvinnuiæki”. segír steingrimur Hermannsson akið friáJs umEvrópu! Vegna hagstæðra samninga við bilaleigu i Hollandi getum við boðið sérstakt kynningarverð sem gildir til 14. ágúst. Aðeins fá sæti til ráðstöfunar á þessu ótrúlega lága kynn- ingarverði. Flugferðir og bill með ótakmarkaðri akstursnotkun i heila viku, allt fyrir aðeins kr. 2.239.- Það opnar ótal hagstæða ferðamöguleika. ISCARGO Austurstræti 3 Simar 12125 — 10542

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.