Vísir - 25.07.1981, Qupperneq 8
8
Laugardagur 25. júli 1981
VlSIR
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoóarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen-
drup, Arni Sigfússon, Friða Astvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna
Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena
Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.
Blaðamaðurá Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig-
mundur ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
son. Utlitsteiknun: Magnús Ölafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eirikur
Jónsson.
Auglýsíngastjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur.
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Áskrif targ jald kr. 80 á mánuði innanlands og verð í lausasölu
5 krónur eintakið.
Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
MUNADUR NUTIMANS
Þess verður vart að (slending-
ar eru í sumarfríi þessa dagana.
Skrifstofur og fyrirtæki eru víða
lokuð, á opinberum skrifstofum
er engan mann að finna og ein-
hvernveginn virðist þjóðarskútan
vera rétt á hálfri ferð. Sjónvarp-
ið er lokað og það er jaf nvel lokað
fyrir alla umræðu manna á
meðal. Menn leggjast í dvala.
Oþarf i er að kvarta undan þessu.
Langur vetur og kalt veður hrjáir
okkur ærið nóg. Við þurf um á því
að halda að hvílast og létta okkur
upp þegar sólin er hæst á lofti.
Islendingar ferðast í vaxandi
mæli til annarra landa. Ferða-
skrifstofur og flugfélög hafa
unnið lofsvert starf í skipulagn-
ingu slíkra ferða og opnað augu
landans fyrir nýjum og skemmti-
legum áningarstöðum, hvort
heldur f sólarlöndum eða á sögu-
frægum slóðum. Fyrir fjöldann
allan af fólki, sem áður hefur
ekki lagt land undir fót, ýmist
vegna vankunnáttu í tungumál-
um , lítilla efna eða hræðslu við
ókunnar slóðir hefur nýr heimur
opnast. Tilveran verður ánægju-
legri, sjóndeildarhringurinn
víkkar og forvitni er svalað.
Annað hef ur einnig gerst í kjöl-
far ferðalaga til útlanda. For-
dómar gagnvart því sem útlent
er víkja, vanmáttarkenndin
hverfur og einhvernveginn
breytast mannasiðir til hins
betra. Það má ekki skilja þessi
ummæli svo að íslendingar hafi
ekki verið húsum hæfir, en auð-
vitað þroskar það hvern mann að
komast út fyrir landsteinana og
kynnast líferni og umgengnis-
venjum annarra þjóða.
l'sland er einangrað land í land-
fræðilegum skilningi og það er
dýrt að ferðast héðan. Af þeim
sökum þóttu ferðalög utan mun-
aður til skamms tíma. Það var
aðeins á færi hinna efnuðu,
broddborgara og ríkisbubba. Nú
er öldin önnur og er það vel.
Enda þótt við sækjum tilbreyt-
ingu, fróðleik og endurnæringu í
heimsóknir til annarra landa, þá
segir enginn að fsland standist
ekki samanburð við hvaða land
sem er. Meðan önnur lönd bjóða
upp á sól og sumarhita, þá höf um
við tært loft. Ef við hrífumst af
grænum skógum og stórbrotnum
byggingum annars staðar, þá
eigum viðóbrotna náttúru og sér-
stætt landslag. Og ef okkur þykir
mikið til mannfjöldans og fjöl-
breytileikans koma í öðrum lönd-
um, þá erum við laus við þéttbýli
og félagsleg vandamál milljón-
anna.
Meðan óeirðir og hermdar-
verk, mannrán og glæpir herja
aðrar þjóðir, þá getur hver mað-
ur gengið um óhultur og frjáls
hér á landi. útlendir ferðamenn
undrast og dást að friðsemd og
öryggi, sem þeir verða varir við á
íslandi. Hvar í heiminum gæti
forsætisráðherra gengið einn og
óvarinn til vinnu sinnar að
morgni? Hvar annars staðar er
mögulegt að aka heim að dyrum
þjóðhöfðingjans, án þess á leið
manns sé her lögreglu og
öryggisvarða?
Margur útlendingurinn vill
gefa mikið fyrir slíkt frelsi og
f rið.
Það er til lítils að brjótast
áfram til efna, njóta skemmtana
eða búa við sól og sumaryl, ef
ekki er þorandi út fyrir hússins
dyr, vegna ræningja eða
skemmdarverkamanna. Hér á
landi lifum við manneskjulegu
líf i, laus við ótta, sátt við náung-
ann.
Það er munaður nútímans.
íslendingar geta margt lært af
öðrum þjóðum. Við erum ekki
einir í heiminum og það er engin
minnkun í því að temja sér góða
siði af öðrum. En ferðalög til út-
landa leiða okkur fyrir sjónir,
umfram allt, hversu dýrmætt
það hlutskipti er að eiga sér
heimili og átthaga á íslandi.
Heima er best, svo framarlega
sem við kunnum að meta það
sem lífið og búsetan á íslandi
hefur upp á að bjóða.
Sumarfríin eru hvíld, upplyft-
ing og tilbreyting. En þau eiga
,einnig að vera til að safna þreki
til nýrra verka, tími til að staldra
við og minna á, að íslenskt sam-
félag með öllum sínum hvers-
dagsleika og vinnustriti er sam-
félag sem gott er að tilheyra.
..Dagblöðin finna kvenna-
listanum það mest til for-
áttu, að hann hafi enga
stefnuskrá.”
,,Það eru mannúðarkröf-
urnar, sem alls staðar liggja
konunum ríkast á hjarta. Og
þó að konur hafi auðvitað
sinar ákveðnu skoðanir á
öðrum málum verða þær
kröfur þó fyrst um sinn
þeirra aðaláhugamál.” (19.
júni, mai 1922)
,,Það eru áhugamál vor
kvenna, aö bætt verði og
byggð upp ný og réttlát lög-
gjöf i öllum þeim málum,
sem nefnd eru social mál —
vér getum kallað þau vel-
ferðarmál. — Vér eigum
margs konar þekkingu og
reynslu, er karlmenn skort-
ir, en eru nauðsynleg á þess-
um sviðum.” (19. júni, april
1922)
„Sérmál kvenna” ýmis
konar munu prýöa stefnu-
skrá hins nýja framboðshóps
og undir það verða flokkuð
ýmis félagsleg baráttumál,
svo sem dagvistunar- og
skólamál, einnig menningar.
og skipulagsmál.” (Visir,
júli 1981)
1 grein á bls. 4 og 5 i þessu
blaði er gripið niður i sögu
kvenna i stjórnmálum og
baráttunnar fyrir kosninga- og
kjörgengisrétti. 1 lok greinar-
innar er varpað fram þeirri
spurningu hvort konur hafi
breyst. Hafa konur breyst sam-
hliöa þeim breytingum sem orð-
ið hafa á réttarstöðu þeirra?
Hefur meðvitund þeirra um
kúgun vaxið, hafa þær nýtt sér
réttindi sin, hefur áhugi þeirra á
þjóðfélagsmálum aukist og þá
um leið þátttaka þeirra i þeim
málum? Ef dæma má af tölum
einum saman, viröist sem litil
breyting hafi orðið á áhrifaleysi
kvenna við stjórnvölinn. Hvað
veldur?
Kvennalisti
já eda nei?
Á laugardegi
Magdalena
Schram skrif-
Nú ris upp hreyfing kvenna og
skipuleggur sérstakan kvenna-
lista til framboös i bæjarstjórn-
arkosningum á Akureyri. Svip-
uö hreyfing mun uppi i Reykja-
vik og jafnvel viðar. „Vegna
þess hve konur eiga erfitt upp-
dráttar innan flokkanna, veröa
þær að bjóða fram sérstak-
lega”. „Konur verða að standa
saman.” „Það þarf að virkja
konur.” „Það er vonlaust aö fá
nokkru framgengt eins og málin
standa nú.” „Viö munum vinna
að „manneskjulegum málefn-
um, svo sem skipulags og
menningarmálum, dagvistun-
armálum”. „reynsluheimur
kvenna má ekki missa sin i
stjórnmálum.” Á þessa leið
hljóma forsendur kvennalist-
anna. Þetta er þaö sama og kon-
ur sögðu áriö 1922. Enn er þaö
tekið sem vist, aö konur séu
öðru visu, ekki bara sumar kon-
ur öðru visi en sumir karlar,
heldur allar. Þær eiga sameig-
inlegan reynsluheim, sameigin-
lega menningu, sameiginleg
■ m
markmiö. Þess vegna hljóti þær
að standa saman.
Ég neita þvi ekki aö konur eigi
margt sameiginlegt. Við eigum
sameiginlega reynslu af kúgun
og niðurlægingu. Ég er þvi lika
sammála að allt of fáum konum
er sú sameign ljós. Frá minum
bæjardyrum séö er það höfuð-
markmið kvennahreyfingarinn-
ar nú eins og áður, aö gera grein
fyrir þvi i hverju þessi sameign
er fólgin. Fyrr veröur engu af-
létt. Ekki heldur óvirkni kvenna
i félagsmálum. Frá þessum
sömu bæjardyrum séð, er annað
markmið kvennahreyfingar aö
gera endanlega út af við öll fyr-
irmæli um hlutverk, ekki aöeins
kvenna, heldur karla lika. Að
losa einstaklinginn úr settum
viöjum samfélagsins. Margt er
svo sinnið sem skinniö. Orð að
sönnu, ekki aðeins um karla,
heldur konur lika. Markmiðið er
aö hverj fái aö iða i sinu skinni
eftir eigin sinni.
Þess vegna kemur þaö mér á
óvart, að kvennréttindakonur
skuli nú setja konum svo þröng-
an ramma, sem þær gera meö
hugmyndum sinum um kvenna-
framboð. Allar þær tuggur, sem
karlmenn hafa um aldaráðir
talið okkur trú um að ætti við
konur einar eru nú orðnar að
forsendum kvennalista. Sú
sjálfsmynd, sem margar okkar
hafa verið að leita að (m.a. i
skrifum og útgáfum bók-
menntafræðings úr okkar eigin
röðum) á nú að vikja endanlega
fyrir mynd af konunni, sem
hluta af heild — með einn flokk
áhugamála, nefnum þau „ýmis
félagsmál” „social mál”, hvort
heldur sem viö viljum. Allt
vegna þess hve hlutur kvenna er
litill i áhrifastöðum þjóðfélags-
ins.
Kann ekki að vera að karl-
veldið sé afleiöing þátttöku-
skorts kvenna fremur en orsök
þess? Nema hvort tveggja sé.
Er ekki nær að taka höndum
saman við þá einstaklinga,
hvort sem það eru konur eða
karlar, sem eru reiðubúnir til að
halda áfram við að grafa undan
gömlum, hefðbundnum úreltum
hugmyndum um stööu konunn-
ar. Hefðbundin hugmynd nr. 1:
Konur eru heild, ekki einstak-
lingar. Og til að þrengja dæmið:
væri ekki nær aö uppræta sekt-
artilfinningu mæðra, gagnvart
manni og börnum ef þær vikja
sér af heimilinu lengur en eitt
augnablik. Hvers virði er dag-
vistun sakbitinni mömmu? Og
væri ekki nær að halda áfram að
reyna að koma konum og körl-
um i skilning um hvers vegna
nektarmyndir af konum upp á
punt eru niöurlægjandi. A þess-
um sviðum eru konur enn þá
heild — ekki einstaklingar. Þar
er verk að vinna. Kvennafram-
boðbreyta þar engu og lagasetn-
ingar um jafnrétti hafa þar litlu
breytt. Þess vegna hafa konur
ekki breyst. Þótt öll bæjarstjórn
höfuðborgarinnar verði skipuð
konum, þótt allt Alþingi veröi
skipaö konum, er verkiö aðeins
hálfunniö heima hjá okkur, ef
konur halda áfram að þjást af
sakbiti og skilja ekki eigin ni&-
urlægingu. MS