Vísir - 25.07.1981, Qupperneq 9

Vísir - 25.07.1981, Qupperneq 9
9 Laugardagur 25. jlili 1981 « t ' t \ ' \ » * vtsm Umræður á Islandi geta oft oröið sérkennilegar. AB undan- förnu hafa átt sér stað itarlegar umræður um súrál og súra mjólk, og má ekki á milli sjá hvort hefur vinninginn. Sand- korn Visis hitti naglann á höfuð- ið þegar það talaði um „súra sumariö”! En á sama tima sem menn vita nokkurn veginn hvenær mjólkin er súr eða ekki, þá má telja vist að almenningur sé löngu hættur að gera sér grein fyrir þvi hvað snýr upp og hvað niöur i súrálsmálinu. Þá fer það gjarnan svo, aö þvi flóknari sem málin eru, þvi ein- faldari veröa niBurstööurnar og fullyröingarnar. Hjörleifur er annað hvort góður eða slæmur, Alusuisse er annað hvort pott- þéttir eöa svikahrappar, þing- flokkur sjálfstæðismanna er bandamaður erlendra hags- muna. Einfaldasta leiðin getur þó verið sú að flýja á bak við þá fullyrðingu að ekki megi skerða Islenska hagsmuni. Sú háleita yfirlýsing er gefin út af öllum flokkum og stjórn- málaforingjum, sem sagt hafa álit sitt á súrálsmálinu. Menn eru sammála um að „standa fast á rétti fslendinga” og „gæta islenskra hagsmuna”, en siðan gleymist að útskýra eða skilgreina hvernig það skuli gert. „Heitt mál" Strax og iönaðarráöherra lýsti þvi yfir á blaöamannafundi i desember siðastliðnum að grunur léki á að tæpar 50 milljónir dollara heföu „horfið i hafi” vegna hækkunar á súráls- verði miðað við útflutningsverð i Ástraliu og innkaupsverð I Straumsvík, var ljóst, að þetta yröi „heitt mál”. Um þaö mundu spinnast harðvitugar pólitiskar deilur. Það hefur og komið á daginn þessa siðustu daga. Það er auðvitað alvarlegt mál, þegar ráöherra I ríkis- stjórn íslands ber fram þær sakargiftir á erlent fyrirtæki, að það hafi brotið samninga gagn- vart islenska rikinu upp á tugi milljóna dollara. Það er risavaxin ásökun, sem varðar alla Islendinga og hefur viðtæk áhrif i pólitiskum skiln- ingi. Ekki sist á þeim tima, þegar þjóðin stendur frammi fyrir stefnumörkun i orkunýt- ingarmálum og er aö gera upp hug sinn til samstarfs viö erlend stóriöjufyrirtæki. Haukur í horni 1 ljósi þeirra upplýsinga sem fram höföu komið og þeirrar staöreyndar, að súrálsdeilan mundi snúast um annað og meira en hráefnisverðið eitt sér, SURA er ekki sama hvernig á þvi er haldið á hinum pólitiska vett- vangi. Ef sök sannaðist á Alu- suisse mátti enginn flokkur eða stjórnmálamaður loka sig af, eða spilla þeirri samstöðu, sem nauðsynleg væri. Af þessum sökum hefur Visir hvað eftir annað lagt áherslu á, að enginn ástæða væri til að hlifa Alusuisse viö frekari rann- sókn, né heldur að bera blak af Svisslendingunum. Þaö er rétt sem sagt hefur veriö að Alusuisse er enginn góðgerðarstofnun. Meöal annars var stjórnar- andstaðan vöruö við þvi, að láta andstöðu sina gegn Hjörleifi Guttormssyni og rikisstjórninni villa sér sýn. Hún mætti ekki reynast Alusuisse haukur i horni með þvi' aö beina spjótum sinum að röngum sökudólgi. Pólitískar hvatir Ekki hafði þingflokkur sjálf- stæðismanna fyrr samþykkt ályktun um súrálsmálið, en iðn- aðarráðherra og Þjóðviljinn gripu aðvörunarorð Visis á lofti og sökuðu flokkinn um svik við islenska hagsmuni. Hann heföi gerst bandamaður erlendra hagsmuna, reynst Alusuisse, einmitt sá haukur i horni, sem varað hafði verið við. . Þvi er ekki að neita aö ályktun sjálfstæöismanna er fyrst og fremst gagnrýni á iðnaðarráð- herra og vinnubrögö hans. Þá gagnrýni á hann skilið. Ráðherrann hefur hagað vinnu- brögðum sinum á þann hátt að tortryggni og deilum veldur. Hann stjórnast af pólitískum hvötum, enda öllum kunnugt um fjandskap hans gagnvart ál- verksmiðjunni. Afstaða hans ræðst af flokkspólitiskum hags- munum, miklu fremur en já- kvæðri viöleitni til að laða að og efla orkufrekan iðnað. Ráðherr- ann stefndi að þvi aö koma höggi á Alusuisse og honum hefur tekist það. Það má hins vegar ekki gleymast að Alu- suisse hefur sjálft boðið upp I þennan dans. Agreiningur um súrálsverð er ekki út i loftiö, fyrirtækiö hefur hindrað birt- ingu gagna og það hefur áður oröið uppvist um samningsbrot. Ekki ruglastá sökudólgn- um A þetta atriöi, hlut Alusuisse, var ekki nægilega minnst i ályktun sjálfstæðismanna. Hvaö sem liður innræti og ritstjórnar pistill Ellert B. Sctfram ritstióri skrifar magni sem fjærst íslands- ströndum, að bægja frá sam- starfi viö erlend stóriðjufyrir- tæki. Aörir flokkar i meira eöa minna mæli telja þaö aftur á móti mikilsvert að eiga sam- starf viö erlenda aðila, ef nýta á þá auölind sem I vatnsföllunum býr. Báöir telja sig gæta is- lenskra hagsmuna. Þaö eru auðvitaö islenskir hagsmunir að upplýsa um samningsbrot gagnvart is- lenska rikinu, en það eru einnig islenskir hagsmunir að halda svo á málum i skiptum við erlenda aðila, aö þeir beri til okkar traust og sækist eftir við- skiptum. Otlendingar eru ekki glæpamenn og viðskipti við þá þurfa ekki aö vera af hinu illa. Þaö er undir okkur sjálfum komið, hvernig til tekst. Stál í stál Málatilbúnaður iðnaðarráð- herra i súrálsmálinu hefur verið með þeim hætti, að þar mætast stálin stinn. Ráöherrann grunar Alusuisse um græsku, Sviss- lendingar tortryggja ráðherr- ann. Viöræðurfara fram i næsta mánuði, en á þessu augnabliki eru sáralitlar llkur til þess, að þær skili einhverjum árangri. Breytingar á raforkuveröi, skattgreiöslum, framleiöslu- gjaldi eða eignaaðild eiga enn langt i land. Þetta eru þó þau atriöi sem rikisstjórnin hefur lagt megináherslu á. Þessu til viðbótar hefur súr- álsmálið þróast út I flokkspoli- tlskt karp og illvigar deilur. Sjálfstæðismenn hafa sett það skilyröi fyrir þátttöku sinni i viöræðum, að viðræöunefndin verði skipuö fagmönnum og henni stýrt af manni, sem allir geti sætt sig við. Gunnar taki forystuna Ékki er sennilegt aö iðnaöar- ráðherra fallist á þessi skilyrði, SUMARIÐ hegðan alþýðubandalagsráð- herrans, þá hefur rannsókn beinst að meintum samnings- brotum Alusuisse og sú rann- sókn á rétt á sér. Ef sök sannast, þá er það alvarlegt brot á is- lenskum hagsmunum, og þá er sökudólgurinn ekki uppi I iðn- aöarráðuneyti heldur niðri i Sviss. Þessu mikilvæga atriði mega menn ekki gleyma hvað svo sem liður ákafa og áhuga á að draga vígtennurnar úr einum alþýöu- bandalagsráðherra. Það má ekki ruglast á sökudólgum Hitt er annað að þrátt fyrir rangar áherslur, þá er það viðs- fjarri að þingflokkur sjálf- stæðismanna hafi gerst banda- maður erlendra hagsmuna. 1 Morgunblaðinu 22. júll síöastliö- inn svarar Geir Hallgrimsson þessum ásökunum og segir: „Ef þaö er málsvörn fyrir Alusuisse að krefjast þess að samningar við Alusuisse séu haldnir i' hvívetna, að gengið sé úr skugga um það á fullnægj- andi hátt með alhliða rannsókn og síðan gerðar viðeigandi ráð- stafanir til að fullnægja rétti Is- lendinga, ai allt þetta felst I d- lyktun þingflokks sjálfstæðis- manna, þd hefur Hjörleifur Guttormsson ekki mikla trú á eigin staðhæfingum og sakar- giftum gegn Alusuisse”. Varla verða þessi orð skilin sem vörn fyrir Alusuisse. Miðað við þann landsfööur- lega tón, sem iðnaðarráöherra hefur tamið sér aö undanförnu og þá áherslu sem hann leggur á samstöðu stjórnmálaflokkanna, þá eru ásakanir hans um svik Sjálfstæðisflokksins harla furðulegar og sjálfum sér ósam- kvæmar. 1 rauninni veröur ekki önnur ályktun dregin en aö ráð- herrann hafi fyrirfram viljað dæma sjálfstæðismenn úr leik —- hann hafi viljað draga upp þá mynd, að stjórnarandstæöingar væru á mála hjá Alusuisse, meöan hann sjálfur væri vörslu- maöur islenskra hagsmuna. Þaö þjónar þeim pólitlska til- gangi, sem áður hefur verið greint frá. islenskir hagsmunir Þegar rætt er um Islenska hagsmuni, verða menn að átta sig á þeirri pólitisku staöreynd, að hver lltur slnum augum á hagsmunina. Alþýðubandalagiö er þeirrar skoðunar, að Islensk- um hagsmunum sé best borgið, með þvl að halda erlendu fjár- eftir þaö sem á undan hefur gengið. Vlsir hefur hins vegar sett fram þá tillögu, að Gunnar Thoroddsen taki forystu I þessu deilumáli. Gunnar var iðnaöarráöherra, siöast þegar gerðar voru breyt- ingar á samningum viö Alu- suisse. Þar beitti hann lagni en festu sem leiddu til lagfæringa. Hann hefur þvi reynsluna og væntanlega einnig traust jafn flokksbræðra sinna sem iön- aöarráðherra. Slðast en ekki sist væri þeirri tortryggni og óvild eytt, sem rikir milli iðn- aöarráöherra og Alusuisse. Forsætisráðherra er 1 sam- starfi við Alþýöubandalagiö en varla hefur hann áhuga á því, að sá flokkur stjórni alfarið ferð- inni I orkunýtingarmálum framtiöarinnar. Nú hefur hann tækifærið til að reka þaö slyöru- orö af sér, að hann sé taglhnýt- ingur kommanna, enda ekki vist aö allir stuðningsmenn hans séu alls kostar ánægöir með aöfarir Hjörleifs. Forsætisráðherra getur slegið tvær flugur i einu höggi. Hann getur sett ofan I viö Alþýðu- bandalagið og leitt viðkvæmt mál til farsælla lykta. Ellert B. Schram

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.