Vísir - 25.07.1981, Qupperneq 12
VfSIR
Laugardagur 25. júH 1981
JANIS
PETER
TOSH
„Ég sem tónlist til þess aö gera fólk meövitaö”,
segir Peter Tosh og lætur hjá liöa aö skilgreina þaö
nánar. Þaö er enda ef til vill óþarfi þvi i lögum sinum
lætur hann sitthvaö fjúka um menn og málefni, sem
rennir stoöum undir þessa „meövitund”. Hann er dá-
litill bardagamaöur hann Peter Tosh, hvetur á stund-
um til þess aö fólk spyrni kröftuglega viö fótum og
oröin „jöfnuöur” og „réttlæti” koma gjarnan fyrir i
textum hans. Enginn skyldi þóhaldg,sist af öllu konur
— að hann berjist fyrir jöfnuði kynjanna á milli þvi
ófagrar eru sumar lýsingar hans á stööu konunnar
svona frá sjónarmiöum okkar Islendinga, sem búum
viö þaö að i annaö hvert sinn sem kvenmanni er
hafnað i opinbera stööu þá er klagaö i jafnréttisráö.
Nei. Þaö er baráttan fyrir jöfnuði hvitra og svartra
(karla) sem fær Peter Tosh til þess að taka sér þessi
þvældu orð i munn. Peter talar einlægt mikið um
samvinnu og bræöralag og trúlega væri hann mikill
kaupfélagsmaður hefði hann fæðst i i'slensku dalverpi
Hann fæddist á hinn bóginn á eyjunni Jamaiku fyrir
röskum þrjátiu árum eða svo og stóö fyrir stofnun
hljómsveitarinnar Wailers ásamt Bunny (Living-
ston) Wailer og Bob heitnum Marley uppúr 1960. Sú
hljómsveit geröi Jamaika-garðinn frægan svo um
munaöi og óvist hvort reggae-tónlist stæöi i jafn mikl-
um blóma heföu þessir þrir kónar ekki krukkað sig
saman.
Tosh mun, að þvi er annálar herma, hafa byrjaö aö
fikta viö hljóðfærj þriggja ára gamall, um svipaö
leyti mun hann hafa rekið upp nokkur gól, sem slöari
tima spekingar hfa flokkað undir söng. Af hljóö-
færum sem sveinninn ungi hafði mest dálæti á má
nefna gitar, pianó, munnhörpu og svo ýmiss konar
slagverk.
Wailers varð strax forkunnar vel tekiö á heima-
slóðum. Fyrsta lagið þeirra „Simmer Down” small i
eyjaskeggja og lög eins og „Put It On”, „Soul Rebel”
og „Small Axe” fylgdu fast á eftir uns þar kom að
reggae-tónlistin barst yfir til hins vestræna heims.
Tosh er maöur sérlundaður. Hann telur að maður-
inn með ljáinn muni ekki koma i sitt hús þó Bob
Marley hafi orðið að láta i minni pokann. „Nei, ég
mun ekki deyja”, segir hann. „Dauðinn og ég munum
ekki sameinast, aldrei. Sjáðu til, dauðinn er oröinn
svo venjulegur aö fo'lk trúir þvi að þaö muni deyja”.
„En er það nú ekki það sem yfirleit gerist?” er
spurt.
„Fólkdeyr, en ekki allir sem búa þessa jörö er tólk,
þú skilur. Hér eru englar sem lifa og dauðinn gerir
þeim ekki mein”.
„Og þú ert engill?”
„Auövitaö, þvi aðeins englar komast i gegnum þaö
sem ég hef gengið i gegnum”. Hér ýjar Tosh að þeim
atburöum er óvinafjöldi baröi hann hrottalega á sið-
asta ári og lögreglan gekk i lið meö þeim. Tosh ber
þeim illa söguna og segir að á ennum þeirra boröa-
klæddu hafi verið merki dauöans! Kappinn er lika
heldur illa farinn i andliti eins og sést á myndinni hér
að ofan. Þessir atburöir breyttu talsvert viðhorfum
hans til lifsins. „Nú syng ég ekki um annað en ást-
ina”, segir hann.
Gunnar Salvarsson skrifar.
Linx — Intuition/
Chrysalis CHR 1332
David Grant og Skecth (Pet-
er Martin) sem eru mennirnir
á bak viö Linx-nafnið, hafa
verið fastagestir á fóninum
minum i hartnær þrjá mánuði.
Tóniist þeirra kallast fönk á
fagmáli, en þetta er svona in-
dæl fingerð tónlist sem á viö
hvenær sem er, — og i þvi felst
styrkur hennar. Grant og
Sketch slá heldur ekki feilnótu
á þessari plötu, hvert og eitt
einasta lag er pottþétt. Slikt er
einsdæmi að kalla. Þeir fétag-
arnir tveir eru fæddir i vestur-
indiska eyjaklasanum, en
uppaldir i Lundúnum, — og
það þarf vart að taka fram að
hörundslitur þeirra er i
dekkra lagi. Þrjú lög af þess-
ari plötu hafa vcrið gefin út á
smáskifum, gengi þeirra hef-
ur verið allgott, einkum lag-
anna „You’re Lying" og „Int-
ution" og „Throw Away The
Key" er nýlega komið út og
virðist ætla að standa hinum
citthvað að baki. Fáar jafn-
góðar plötur hafa komið frá
nýliðum, til hainingju Grant
og Sketch.
Moody Blues — Long
Distance Voyager/
VThreshold 6399 142
Þessi gamalkunna breska
hljómsveit hefur heldur betur
komiö á óvart, á timum nýrra
strauma i popptóniist, hver
hefði þá getað imyndað sér að
Bandarikjamenn tækju gamla
breska poppjálka og settu á
toppinn? En þetta hefur nú
gerst með þessa piötu, hún
telst söluhæsta platan i
Bandarikjunum i dag. Moody
Blues hefur verið starfandi frá
árinu 1964, á siðustu árum
hafa þó verið áhöld um það
hvenær hljómsveitin hefur
vcrið með lifi og hvenær ekki,
þvi sólóplötur hafa komið frá
liðsmönnum hennar, — og ein-
hverntima var sungið yfir gröf
Moody Blues. Tónlistin á þess-
ari nýju plötu er ákaflega
syipuð og áður frá hennar
hendi, silkimjúk lög með silki-
mjúkri áferð, sem á stundum
minnir á ofskreytt jólatré.
Hayward verður þó að teljast
einkar lunkinn lagasmiður,
hann semur ágætustu lög
þessarar plötu „Gemini
Dream" og „The Voice”. En
var ELO fyririnyndin?
„Núna fannst mér vera rétti timinn til þess að leita
uppsprettunnar á nýjan leik,” sagði Janis Ian þegar
hún hóf að vinna að gerð plötu sinnar, Restless Eyes
sem nýkomin er á markaðinn. Uppsprettan er auðvit-
að þjóðlagatónlistin, þar sem hljóðfæraleikurinn
skiptir ef til vill ekki höfuðmáli heldur lagið og ljóðið,
fögur saga ellegar sorgleg, sem gripur hlustandann
og skilur hann ekki við sig.
Samt er þetta ekki svona einfalt. Merking orðsins
„þjóðlagatónlist” er svo mjög á reiki, einsog raunar
obbinn af hugtökum i tónlist. Og Janis Ian hefur ekki
gert plötu sem er stórlega frábrugðin siðustu plötum
hennar, sterki persónulegi stillinn er svo yfirgnæf-
andi að þér finnst þú einlægt vera að hitta gamlan vin
þegar ný plata kemur frá hennar hendi.
Mörgum okkar er eflaust þannig farið að við öfund-
um poppstjörnuna af frægð hennar og þeirri athygli
sem hún verðuraðnjótandi, aukinheldur öfundum við
hana af „frelsinu” sem fæst keypt fyrir peninga, en
skuggahliðarnar gleymast. Janis Ian hefur bæði séð
ljósu og dökku hliðar lifsins og ef til vill í rikara mæli
en flestir aðrir. Kornung höndlaði hún heimsfrægðina
með öllum þeim látum og umstangi sem þvi fylgir.
Hún kunni ekki með hana að fara, lenti utan vegar
einsog bill án bilstjóra, en komst þó að lokum á beinu
brautina aftur.
Þriggja ára gömul er Janis sögð hafa byrjað að
leika á pianó og ellefu ára kunni hún flest aigengustu
gitargripin. Hún byrjaði lika snemma að yrkja bæði
lög og ljóð, leika sjálf undir á gitar eða pianó og
syngja sérkennilega texta sina, einkar fullorðinslega.
Árið 1967 féll sprengjan. Hún söng þá eigið lag og ljóð
inná plötu, „Society's Child", þá sextán vetra, — og
heimurinn vildi gleypa þessa ungu stúlku. Sjónvarp,
útvarp og blöð létu hana ekki i friði, Life timaritið
gerði sér mikinn mat úr henni og kallaði hana mót-
mælasöngkonu.
Hörmulegt ár fylgdu á eftir plötur hennar fengu
hrottalega dóma i blöðum og tveimur árum siðar
virtist ferill hennar frekar vera á enda kominn en rétt
að hefjast. „Þegar ég var sautján ára, sagði ég skilið
við allt”, segir Janis. „Ég gleypti i mig goðsögnina
um einmana vitskerta listamanninn, — og reyndi að
lifa mig inni hlutverkið. Auövitað brást mér boga-
listin eins og öðrum sem ætla þessa leið”. Hún kveðst
hafa lent i „skrýtnum félagsskap og eiturlyfjum” og
verið á leiðinni i dauðann undir þvi yfirskyni að dauð-
inn tæki þá til sin unga, sem miklum hæfileikum væri
gæddir. Þessi ár eru nú i huga Ian sem alger eyða”.
Arið 1971 settist hún að i Los Angelos og rétti úr
kútnum, brúaði bilið á milli uppvaxandi mótmæla-
söngvara og þroskaðs listamanns. Tveimur árum
siðar kom út platan „Between The Lines” og lagið
„At Seventeen” sem fleygðu á land tveimur
Grammy-verðlaunum.
Tónlist Janis Ian fylgir ekki tískubylgjum, hún
semur ekki lög fyrir vinsældalista. Hún málar ein-
göngu hrífandi tónlist með frjórri hugsun.