Vísir - 25.07.1981, Síða 13

Vísir - 25.07.1981, Síða 13
Laugardagur 25. jiill 1981 VISIR 13 Jersy Kosinski: FRAM í SVIÐSLJÓSIÐ. Björn Jónsson islenskaði. Almenna bókafélagið 1981. Þessi stutta skáldsaga sem heitir á ensku Being there kom ilt i Bandarikjunum 1971 og vakti ekki mikla athygli þá, en við nánari skoðun dró hún menn að sér og krafðist nánari lestr- ar. Þannig eru skáldsögur þessa ævintýralega höfundar, sem óx úr grasi á vergangi austan tjalds en komst vestur með hug- vitsamlegum brögðum og hóf þar fjölbreytilega lifsreisu. Fyrstu skáldsöguna The Paint- ed Bird ritaði hann um flökku- dreng austan tjalds á striðsár- unum og studdist þar við eigin lifsreynslu. Þann söguvettvang þekktu margir eystra en fáir vestra, og sagan varð lesendum þvi ýmist kunnugleg samsvörun eða forvitnileg sýn i annan heim. Kozinski er pólskur að ætt og lifði af miklar hrakningar og áföll á barnsárum. Hann hefur hlotið margvíslegan bók- menntasóma og verðlaun fyrir bækur sinar. Hann ritar oftast stuttar sögur, styðst við atvik úr eigin lifsreynslu eða fréttum af atburðum og reynir að skyggn- ast til persónanna að baki. Styrkur hans er atferlislýsing sem speglar sárarástand, upp- lausn eða tilfinningarek. Þessu marki er sagan um Sjans — Jerzy Kosinski, höfundur bókarinnar Fram i sviðsljósið. Eftir þeirri bók var gerð eftirminnileg kvik- mynd þar sem Peter Seilers lék eitt sitt siðasta hlutverk. A furduvegum Fram i sviðsljósið — brennd. Hún er háðbeisk lýsing á for- ystuvalinu i nútima samfélagi, slembilukkunni, og afkáralegri framvindu sem verður spor- braut. En hann hugar þó fyrst og fremst að rótum slikra ávaxta, skyggnist i einkalif fólksins, sem er og verður samt við sig og fer sina eðlisleið undir grasverðinum. Hann bregður ljósi á furðuvegi framans, hvernig innhverft fálæti og van- mætti i samskiptum verður i augum hinna úthverfu tákn og vitni um styrk og vitsmuni, svo að nafnlaus skuggabaldurinn dregst fram i sviðsljósið nauð- ugur viljugur. ósjálfrátt hlýtur manni að koma i hug að Kos- inski hafi með nokkrum hætti sjálfan sig i huga, þótt sviðið og viðburðarásin sé ekki leið hans. Þótt innviðir sögunnar um sjónvarpsglugga heimsins — séu með nokkrum hráviðssvip, sálarfræðin ekki ávallt rökvis- leg og sagan drepist alloft á dreif skýtur alltaf upp skýrum myndum og skotum beint i mark og þá gefst jafnan sýn til kunnuglegra heimsatvika — eða leiksýninga — en ætiö að tjalda- baki. Lesandinn er aldrei á neinni sporbraut og er stundum ráðvilltur, oftast staddur á ein- Andrés Kristjánsson skrifar Sjans — munk nútlmans við hverjum krossgötum og veit ógjarnan hvert leiðsögumaður- inn bendir næst. Það er eins og söguþráðurinn sé á villugötum timum saman, en áður en varir er komið að leiöarsteini, sem lesandinn þekkir, en blasir þó við frá nýju sjónarhorni. Aö lestri loknum er maður hálfráö- villtur, jafnvel óánægður með leiðsögn höfundarins, manni finnst hann hafa brugöist, verið hirðulaus og duttlungafullur, jafnvel leiðinlegur. En það er samt undarlega margt sem eltir mann út úr bókinni og heldur áfram að vera áleitið ihugunar- efni. Ég held að þýðing þessarar bókar sé býsna góð og komi andrúmi sögunnar furðu vel til skila. Þó er sagan vandþýdd og viðkvæm. Höfundarkynningin i bókarlok er góður fylginautur sögunnar og gerir ýmislegt i henni hug- tækara þeim sem ekki kann skil á lifsferli mannsins sem skrifar. Andrés Kristjánsson. Sumorskór í úrvali Teg: l Litur: rautt leður á korksóla Stærðir: 36—41 Verðkr.: 245.- Teg: 2 Litir: svart og brúnt leður skinnfóðraðir Stærðir: 36—41 Verð kr.: 295.- Teg: 3 Litur: svart og brúnt leður skinnfóðraðir Stærðir: 36—41 Verð kr.: 240.- Teg: 4 Litur: ijósdrapp Nubuk m/hrágúmmisóla Stærðir: 36—41 Verð kr.: 290.- Forvitin raud Forvitinn rauð, 2. tbl. 1981 hefur komið út. Timaritið er 24 siður og efnismikið. Meðal stærri greina má nefna ræðu Hildar Jónsdóttur um Timabundin forréttindi og sagt er frá fundi Rauðsokka- hreýfingarinnar og KvenréW- indafélagsins um það mál, þá er greinaflokkur um kynlif og er það aðalviðfangsefni Forvitinnar rauðrar i timaritinu, sagt er frá Hite skýrslunni um kynlif kvenna. Margt margt fleira er i ritinu, bæði þýtt og frumsamið. 1 leiðara segir svo m.a.: „Alls staðar blasir við áhrifaleysi kvenna, hvort sem um er að ræða bæjar- eða sveitastjórnir fram- kvæmda- eða löggjafarvald, svo ekki sé minnst á launþegahreyf- ingarnar, þar sem karlveldið trónar sem hani á haug. Valda- leysið viðheldur kúguninni en tii þess að konur fái völd til að breyta samfélaginu, þurfa þær að hafa aðstæður til þátttöku i kvennabaráttunni. hvar sem hún fer fram! ’ og litlu siðar: „Baráttu sem byrjar á okkur sjálfum og okkar aðstæðum, fyrst þarf að skilja og skilgreina svo hægt sé að ráðast á meinið, skilgreina frá rótum. Kannski hefur starf okkar einkennst of af frösum, hrópum og köllum og við höfum vanrækt að rannsaka og leiða baráttuna i nógu ákveðinn farveg”. titgefandi Forvitin rauð er Rauðsokkahreyfingin og að blað- inu vinnur blaðhópur. Timaritið fæst i bókaverslunum og sölu- turnum. Teg: 5 Litur: Ijósbrúnt leður m/hrágúmmisóla Stærðir: 36—41 Verð kr.: 290.- Teg: 6 Litur: Ijósdrapp Nubuk m/hrágúmmisóla Stærðir: 36—41 Verð kr.: 290.- * Teg: 7 Litir: rautt og blátt leður Stærðir: 36—41 Verð kr.: 260.- Teg: 10 Litir Ijósdrapp lcður m/gúmmisóla Stærðir: 41—45 Verð kr.: 250.- Teg: 11 Litur: Ijósbrúnt leður m/gúmmisóla Stærðir: 41—45 Verð kr.: 250.- Teg: 12 Litur: blátt/drapp leður vinrautt/drapp leður skinnfóðraðir Stærðir: 41—45 Verð kr. 250.- Teg: 14 Litur: ljósbrúnt leður Stærðir: 41—45 Verð kr.: 250.- Teg: 15 Litir: Ijósdrapp og hvitt leður skinnfóðraðir á léttum Vibrain sóla Stærðir: 41—45 Verð kr.: 250.- Póstsendum Skóbúðin Snorrabraut 38 Simi 14190 Verslunin Lipurtá Hafnargötu 58 - Keflavík Ms

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.