Vísir - 25.07.1981, Blaðsíða 16
lil í'íí
16
Laugardagur 25. jiílí 1981
JJT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIP
Úr afmælisdaqabókinni
W&l,
fcZTUIZ £V~K\
/T8 LA& V/^> v
AM/
/
líKÍfTA 4 KA
£y$rug. Ai'VA//-
Hámark
Brúðkaup rikiserfingjans i
Bretlandi stendur fyrir dyrum.
Þaö hefur varla farið fram hjá
neinum. Minjagripabransinn i
erföalöndum prinsins lætur ekki
svo gott mál fara fram hjá sér
og allt siðan trúlofun Karls og
Diönu var opinberuð hafa hinir
makalausustu hlutir ruöst inn á
markaðinn. A ferö i London
fyrir skemmstu, fór ég ekki var-
hluta af þessu, sá minjagripur
sást ekki sem ekki hafði nafn
eða myndir skötuhjúanna ein-
hvers staðar á yfirborði sinu.
Það eina sem ég heföi getað
hugsað mér að kaupa var aldeil-
is stórkostleg maskina til aö
festa innan á bilhurð:
pappalikneski af parinu sem
mátti trekkja upp svo að þau
sýndust veifa vegfarendum. Ég
hefði getað skipt um andlit og
skellt ráöherrum, jafnvel for-
seta i aftursætiö á bíldruslunni
minni. Þetta var þó a.m.k. fynd-
ið en fokdýrt leikfang, og ég lét
það ekki eftir mér. Allt annað
var skelfing frumleikasnautt
drasl.
Einkunn fyrir smekk-
leysi.
Enskt timarit sem ég var aö
fletta er greinilega sömu skoð-
unar, þvi þaö telur upp það al-
gengast á markaðnum og gefur
þvi einkunn fyrir smekkleysi,
einkunnin 10 er hæsta stig, þ.e.
mesta „Kitschið.” Viskustykki,
veggteppi, könnur og bolir fá
lægstu einkunn. Hæstu einkunn
fær Bibliustandur, sem kostar
eitt pund og fimmtiu: Tvær
krossviðarplötur negidar sam-
an meö mynd af brúðhjónunum
væntanlegu og plastlfking af
bókinni helgu. „ótrúlegt” hróp-
ar timaritið og gefur standinum
heila tíu i einkunn.
Einn annar minjagripur um
daginn stóra fær lika tiu: Lykla-
kippa og naglakippur saman á
keöju meö — auðvitaö — mynd
smekkleysunnar?
af Karli og Diönu. „Ég sé i anda
þennan dæmigeröa, velhirta
japanska bisnissmann klippa á
sér táneglurnar með næsta kon-
ungi Bretaveldis og drottningu
hans” segir timaritið glottandi
og gefur hugmyndinni ágætis-
einkunn fyrir smekkleysuna.
A ég annars aö þora að upp-
lýsa að ofan af eldhúshillunni
heima hjá mér brosa þau bæöi
saman framan i mig, af tedós,
sem vinur minn færði heimilinu
til minningar um dvöl i höfuð-
borg Bretaveldis nýlega? Og
hún á eftir að vera þar um aldur
og ævi, kinnroðalaust.
Ms
„Heyannir byrja”
Þessa dagana eru hundadag-
ar i algleymi. Þeir Guðbrandur
biskup og Arngrimur lærði
nefndu júll maðkamánuð *en
þetta er nafn á u.þ.b. sex vikna
skeiði sem venjulega er talið
heitasti timi sumarsins” segir
Arni Björnsson ifeók daganna'
Nafnið hundadagar mun sótt til
Forngrikkja, sem settu sumar-
hitana i samband viö hunda-
stjörnuna Sirius sem um þetta
leyti tók að sjást á morgun-
himninum. Seinna kom fram sú
alþýöuskýring „aö hundaæði og
aörar pestir gripu hvað helst um
sig á þessum tima ársins.”
Hérlendis skýröi alþýðan
nafnið hundadagar á þann hátt
að um þetta leyti bitu hundar
helst gras. Onnur var sú, að
höfrungar, sem einnig nefnast
hundfiskar, yröu oft svo feitir
um hundadaga, að fitan rynni
fyrir augu þeirra, svo þeir villt-
ust á land. En nú tengjast
hundadagar nafni Jörundar,
sem tók sér konungsnafn á
tslandi þ. 25. júni 1809 en hrakt-
ist frá völdum 27. ágúst sama
ár.
Vikan sem nú er að liða hafði
það annars sér til ágætis að hafa
i fórum sinum bæði messu
Mariu Magdalenu og Margrétar
og að auki voru i vikunni „auka-
nætur” en á þeim kann ég enga
skýringu — og liklega orðið of
seint að benda fólki á svo ágætt
fyrirbæri nú. t dag er messa
Jakobs, á morgun er Skálholts-
hátiö og miðsumar og „heyann-
ir byrja” segir i almanakinu.
Þess væri óskandi, að svo yröi
raunin á.
Ms
Kristján Daviösson, listmálari.
Afmælisbarniö okkar að þessu
sinni er Kristján Daviösson,
listmálari, en hann á afmæli þ.
28. júli.:
„Fólk fætt þennan dag hefur
sterka göfuga skapgerð. Það er
bjartsýnt og fært um aö yfir-
buga hvaða erfiöleika, sem á
vegi þess verða, sakir hins
óvanalega viljastyrks sins. Það
er m jög öfundað af öðrum og oft
afflutt og misskilið. Það er mjög
elskt að heimilum sinum og
leggur metnaö sinn i aö gera
þau sem veglegust.”
! UT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — UT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — UT UM HVI