Vísir - 25.07.1981, Page 23

Vísir - 25.07.1981, Page 23
Laugardagur 25. júli 1981 VISIR 23 Þaö virtist ljóst hvað hafði gerst. Buick strákanna hlaut að hafa bilað, Sam hefur boðist til að hjálpa og þeir skutu hann, tóku bilinn hans traustataki og flýttu sér á brott. Vitniö að morðinu, Doris, varð að deyja lika. En hvers vegna höfðu þeir myrt Sam? Þær rannsóknir og leit lögregl- unnar, sem hér hefur verið skýrt frá, gerðist á þremur dögum. Nótt var lögð við dag, öll tækni nýtt og vel skipulagt samstarf var á milli lögreglunnar i Cheyenne við nálægar borgir. Hún hafði litið til að rekja sporin eftir i byrjun — krumpaður miði með tima hjá tannlækni var allt og sumt. Það var vegalögreglumaður, sem kom auga á hvitan Chevrolet Impala aka i suðurátt á hrað- brautinni US 1-15. Vegalögreglan hafði heyrt lýst eftir bifreiðinni og hann lét þegar vita af henni. Sið- an fylgdi hann henni eftir, án þess þó að vekja athygli ökumannsins eða hinna tveggja, sem voru i bilnum. Hann vissi sem var, að saklaust fólk getur farið illa út úr eltingaleikjum á hraðbraut, slikt væri of hættulegt. Honum barst liðsauki. Kollegar hans lokuðu brautinni nokkuðsunnar og þegar Chevrolettinn kom þar að, biðu hans fjórir lögreglubilar. öku- maðurinn reyndist vera Robin Sands, með honum i bilnum voru þeir Roady og Dean. Þeir sýndu enga mótspyrnu, heldur létu handjárna sig umyrðalaust. Sið- an var þeim ekið á stöðina i Chey- enne i sitt hvorum bilnum. Hún er i ræsi Þar voru þeir yfirheyrðir og sögðu söguna eins og hún var. Þeir voru allir hættir i skóla og unnu við hitt og þetta. Siðast þegar þeir fengu útborgað, ákváðu þeir að leggja i púkk og fara að heiman. Þeir höfðu bilinn frá föður bræðranna, byssurnar áttu þeir sjálfir, þeir höfðu stoliö einni en safnað saman fyrir hin- um. Billinn þeirra bilaði skammt fyrir utan Cheyenne og þá skemmtu þeir sér við þá tilhugs- un að ef einhver kæmi og byðist til að hjálpa þeim, þá myndu þeir skjóta hann. Þessi leikur virtist spennandi og þeir ákváðu að setja þrjá bréfsnepla i húfu, á ein- um stóð stórt X. Sá sem dregur X-miðann á að kjóta — þaö var leikurinn. Þegar Sam, kunnur i sinum heimabæ fyrir vingjarnleika sinn, sá þessa þrjá stráklinga standa við greinilega bilaðan bilinn, stöðvaði hann og kom til þeirra. Bauðst til að kikja á vélina. Hann haföi ekki fyrr opnað húddiö en Robin, sem hafði dregið miöann meö stóra X, skaut hann i bakið. — Og Doris, spurði lögreglufor- inginn. Hvað um hana? „Hún sat i Blazernum og glápti á okkur, við skutum hana. Svo kom hundurinn og réðist að okkur svo við skutum hann lika. Og svo hinn”. Dreng- irnir buðust til að sýna lögregl- unni hvar þeir höfðu látið lik Doris. Eftir moröin, skrúfuðu þeir númerin af Buicknum og keyröu burt á Blazer hjónanna. Lik Doris var enn i framsætinu hjá bilstjóranum. Eftir um klukkustundar akstur stoppuðu þeir, Dean fór út úr bilnum og opnaði hurðina, likiö valt niður á götuna. Þeir hjálpuðust allir við að koma þvi inn I stórt ræsisrör. Kassinn með ýlfrandi hvolpunum fór inn i ræsiö lika. Lögreglan fann ræsið, lik Doris og hvolpana. Þeir voru enn á lifi en illa farnir af hungri og kulda. 1 réttarhöldunum sem fylgdu, lýstu bræðurnir Robin og Roady sig seka aö morði og hlutdeild i morði. Reynt var að verja Dean á þeirri forsendu að hann væri and- lega vanheill, en það fékkst ekki staðfest. Þá lýsti hann sig einnig sekan. Kviðdómurinn sat hljóður undir hrollvekjandi lýsingum bræöranna á þvi hvernig þeir drógu um hver ætti að myröa þann fyrsta sem birtist og hvernig þeir skutu hjónin og hundana. Enginn efaðist um að þeir höföu gert þetta með köldu blóði. Robin, Roady og Dean fengu allir lifstiðarfangelsi, sem þeir afplána i Rikisfangelsi Wyoming. Þýtt Tíl hamingju með daginn! Nú er runninn upp hinn stóri dagur í líf i Grétu og Þorleifs, sjálf ur gif t- ingardagurinn. Upp úr klukkan 15 í dag í Bústaðakirkju, mun séra ólaf- ur Skúlason líta einarðlega á þau Grétu og Þorleif og spyrja: „Vilt þú, Þorleifur Valdimar Stefánsson, ganga að eiga konuna Grétu Garðars- dóttur, sem stendur þér við hlið...?" Við vitum fyrir víst að þau fá margar góðar brúðargjafir, sem þau munu meta mikils, en við erum samt ánægðastir með, hvað þeim hef ur tekist að gera mikið úr brúðargjöfinni frá okkur. Grétu og Þorleif i tókst að meira en tvöfalda brúðargjöf ina frá Vísi. Við gáfum þeim 20.000 kr. til að kaupa til búsins í gegnum smáauglýs- ingar Vísis. Fyrir þessa peninga hafa þau fengið hluti, sem á búðarverði mundu kosta um 45.000 kr. Flestir þessarra hluta eru sem nýir að sjá og sumir hafa meira að segja aldrei verið notaðir. Þegar Gréta og Þorleif ur koma heim í kvöld bíða þeirra allir þeir hlut- ir, sem þau haf a keypt í þessum kyningarleik Vísis: Hornsóf i, þvottavél, þurrkari, saumavél, segulbandstæki, fimm bambusgluggatjöld, strau- bretti og fatahengi úr bambus. Auðvitað gátu Gréta og Þorleifur fengið miklu fleiri hluti fyrir pen- ingana, en þau voru kröfuhörð og vandlát. Allir þessir hlutir munu því eflaust fylgja þeim um langa framtíð. En þann dag, sem þau vilja breýta til, þá vita þau, hvert þau eiga að leita. Þau vita að dag hvern lesa mörg þúsund manns smáauglýsingar Vísis.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.