Vísir - 25.07.1981, Qupperneq 26

Vísir - 25.07.1981, Qupperneq 26
26 Laugardagur 25. júll 1981 vtsm Stjörnubíó: Slunginn bilasali (Used Cars) Leikstjóri: Robert Zemickis. Höfundur handrits: Robert Zemickis og Bob Gale. Kvikmyndatökumaöur: Donaid M. Morgan. Tónlist: Patrick Williams. Aðalleikarar: Kurt Russel, Jack Ward- en, Gerrit Graham, Frank McRae og De- borah Harmon. Bandarísk, árgerð 1980. Hver hlær í betri bíl? Rudy Russo (Kurt Russet) selur skrjóAana meöbros á vör Flest öllum Vesturlandabúum þætti óvitlaust aö kalla tuttugustu öldina öld bilsins. Bíleigendur njóta hvers konar forréttinda fram yfir þá sem kiósa önnur farartæki en einka- bilinn og bilaviöskipti hafa ævinlega þótt einkar blómleg. í Ameriku er bilasalan öll i anda frjálsrar samkeppni og i kvik- myndinni „Slungircn bilasali” er óspart gert grin aö baráttuaö- feröum bilasalanna. Jack Warden leikur bræöurna Roy L. Fuchs og Luke Fuchs, en þeir lifa báöir af sölu bifreiöa. Samkeppnin milli þeirra er harla óvægin og Roy tekst að lokum að sálga Luke. Rudy Russo (Kurt Russel) starfs- maöur Lukes er hins vegar ekki á þvi að láta Roy komast yfir bilasölu bróðurins á mjög auð- veldan hátt, heldur beitir öllum brögðum sem sjónvarpsauglýs- ingar og aörar misvandaöar söluaðferöir hafa uppá ab bjóöa. Russo er enginn miölungs- maður þegar sölumennskan er annars vegar. Luke segir skömmu fyrir andlátiö að svo svikulan og útsmoginn sölu- mann hafi hann aldrei haft i þjónustu sinni og maðurinn sé þvi liklegur til frama á vigvöll- um stjórnmálanna. Bilaeltingaleikir, árekstrar og sprengingar i bifreiöum eru að verða æriö hversdagslegir viö- buröir i kvikmyndum. Slikir atburðir eru lika aukaatriöi i „Slunginn bilasali” þar sem gamansöm ádeila á siöleysiö i verslun og viðskiptum situr i fyrirrúmi. Kærur, auglýsinga- svik, leigumorðingjar og mútu- þægir embættismenn eru á hverju strái og viöskiptamenn jafnt sem samkeppnisaöilar fá aö kenna á prettum bilasalanna. Carter fyrrum forseti og óbreyttir kaupendur bifreiöa fá sinn skammt af háöi og alls staöar trónir sjónvarpiö sem hinn eini sanni fjölmiðill. I „Slunginn bilasali” hafa þeir Robert Zemickis og Bob Gale hellt gömlu vini á nýja belgi og beitt viö þaö aöferð sem er ansans ári skemmtileg. Myndin er ætluð öllum aldurs- hópum en þó einkum miöuö við hláturþarfir fullorðinna. —SKJ hvad, hvar...? ■ ....Regnboginn sýnir kvikmynd Fassbinders, Lili Marleen, en myndin er sannast sagna hiö ágætasta listaverk. Amerikanar sýndu myndinni ákaflega litinn skilning þegar hún var frum- sýnd vestra nú á dögunum, eða svo var aö skilja á gagnrýnanda Time. tslendingar hafa hins vegar tekið þessu þýska nýmeti feginsamlega........Myndin Cruising hefur veriö flutt úr Hafnarbió i Regnbogann en i henni er sett fram ærið reifara- leg mynd af samfélagi kynvill- inga i ameriskri stórborg... Apocalypse Now I Tónabiói hefur hlotiö næsta einróma lof hvar sem myndin hefur verið sýnd, og raunar á hún mestan partinn af þvi lofi skiliö. Myndin er oft og tíöum stórfengleg á að horfa og sem frásögn af Viet Nam striöinu er hún eftirtektar- verð.......Darraöardans I Laugarásbiói má meö sanni kalla kvikmynd Walters Matthau þvi þessi mikli grinisti ber myndina algerlega uppi. Matthau leikur spæjara sem lendir upp á kant viö yfirmenn sina hjá CIA og fer aö átökum Roger Daltrey loknum með sigurorð af hólmi....Nýja Bíósýnir mynd- ina Lokaátökin Fyrirboöinn III. Myndin er beint framhald af^ Omen I og Damien-Omen II.' Einhverjir hljóta að hafa áhuga á imynduðum heimsóknum Fjandans til jarðar, ella hefðu ekki veriö geröar svo margar myndir um Damien litla sem haldinn er illum anda, vex úr grasi og vill að lokum næla i for- setaembætti...Kanadamaður- inn David Cronenberg þykir snjall I gerð hryllingsmynda en mynd hans Skyggnarer einmitt til sýnis i Gamla Biói. Myndin snýst um eflingu hugarorku og eyðingarmátt hennar. Sannköll- uö hugvisindamynd.... McVicar i Háskólabiói segir frá harðsviruöum glæpamanni en Roger Daltrey söngvari The Who fer með hlutverk hans. Liösmenn The Who standa að framleiöslu myndarinnar en þaö framtak þeirra hefur ekki mælst illa fyrir hjá gagnrýn- endum.... Messa, samkoma, söngur og ræöur veröa I Skálholti á Skálholtshátiö- inni 1981. Skálholts- hátídin 1981 Haldin 26. júli Hin árlega Skálholtshátið verð- ur i Skálholti á morgun, sunnu- daginn 26. júli. Messa veröur um morguninn og munu biskup Is- lands, herra Sigurbjörn Einars- son og séra Guðmundur Óli Ólafs- son þjóna fyrir altari. Dr. Henrik Frehen, biskup predikar og meö- hjálpari er Björn Erlendsson. Skálholtskórinn syngur en for- söngvari er Bragi Erlendsson. Trompetleikarar meö söng kórs- ins eru Jón Sigurösson og Lárus Sveinsson. Organleikari er Hauk- ur Guölaugsson og söngstjóri Glúmur Gylfason. Róbert A. Ottóson raddsetti og hljómsetti alla þætti messunnar. Klukkan 16.30 verður samkoma i kirkjunni og munu kórar og organistar úr Árnes- og vestur- hluta Skaftafellsprófastsdæmis flytja sálmalög i tilefni þúsund ára afmælis upphafs kristniboðs á tslandi, fyrri hluta efnisskrárinn- ar. Siöan mun séra Eirikur J. Ei- riksson, prófastur halda ræðu. bá tekur við siöari hluti efnis- skrár kóra og organista. Þá er ritningarlestur og bæn, séra Heimir Steinsson, rektor. Samkomunni siödegis i kirkj- unni lýkur meö almennum söng. Ingiberg Magnússon hefur haft opna um nokkurt skeiö myndlist- arsýningu i Bókasafninu á Akra- nesi. Hann sýnir þar 33 grafik- myndir og er þetta sjötta einka- sýning hans en hann hefur tekið þátt i fjölda samsýninga hérlend- is og erlendis. Sýning Ingibergs er opin virka daga á opnunartima safnsins en klukkan 14-20 nú um helgina sem er siöasta sýningar- helgi. Sýningin stendur til mán- aöamóta. t dag opnar Guömundur Björg- vinsson myndlistarsýningu I Djúpinu. Sýningin opnar klukk- an 13.30. Á Mokkaer sýning á verkum ital- ansiLicato. t Norræna húsinu er sýning á verkum Jóns Stefánssonar og stendur hún yfir I allt sumar. Einnig er i Norræna húsinu yfir- litssýning á verkum Þorvaldar Skúlasonar og er þaö sumarsýn- ing hússins. Nú stendur yfir sýning á ljós- myndum af leikmunum Alþýðu- leikhússins siðast liöin ár. Sýn- ingin er i Torfunni. Galleri Langbrók sýnir verk safnsins og er þetta sumarsýning. Sumarsýning K jarvalstaöa: Leirlist.gler, textill, silfur, gull og sýning á verkum meistarans sjálfs. Magnús Þórarinsson sýnir verk sin I Nýja Galleríinu Laugavegi 12. Galleriiö er opiö frá klukkan 14-18 alla virka daga. Kirkjumunir: Sigrún Jónsdóttir er meö batiklistaverk. 1 Listasafni tslandser litil sýning á verkum Jóns Stefánssonar og einnig eru sýnd verk i eigu safns- ins. t anddyri er sýning á grafik- gjöf frá dönskum listamönnum. ,,t kvöld klukkan 20 veröa tveir listamenn með uppákomu i Ný- listarsafninu Vatnsstig 3b. Þaö eru danski listamaöurinn Jens Tordsen og Sviinn Nette Arre. Að sögn ólafs Lárussonar forsvars- manns Nýlistasafnsins er allt á huldu meö þaö hvernig uppákoma þetta er, aö þvi kemst fólk ef þaö mætir I Nýlistasafniö klukkan 20 i kvöld. LICHT \ *s NIGHTS í I m ■d FRIKIRKJU- M y; 1 VEDUR II Lt Sýningar á hinum sivinsælu Light Nightseru aö Frikirkjuvegi 11 á fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöldum og hefjast sýningarnar klukkan 21. Efnið i Light Nights er allt is- lenskt, en flutt á ensku að undan- skildum þjóölagatextum og kveönum lausavisum. Meöal ann- ars má nefna: þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagnir og einn- ig er lesiið úr Egilssögu. Allt talað efni er flutt af Kristinu G. Magnúsdóttur leikkonu. Ýmsar sumarsýningar standa yfir viösvegar um landið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.