Vísir - 25.07.1981, Page 36
síminn er86611
■
I
í
■
i
I
■
1
I
i
I
veörið her ■
09 har i
i
Akureyri skýjaö 18, Bergen
þrumur 16, Helsinki þrumur 18,
Kaupmannahöfn hálfskýjaö 18,
Osló léttskýjaö 19, Reykjavík
skýjaö 16, Stokkhólmur hálf-
skýjaö 20, Þórshöfn skýjaö 11,
Aþena heiörikt 28, Feneyjar
þrumur 19, Nuuk skýjaö 10,
London skýjaö 14, Luxembourg
skýjaö 13, Róm heiðrikt 25.
t
I
fl
8
Loki í
seglr
Hvaö skyldi veröa sagt um ||
heimsmeistaraeinvfgiö i skák i m
sovéskum sagnfræöiritum (f
seinna meir? Sjálfsagt lftiö h
Veöurspá
dagsins
i
i
■
Gert er ráö fyrir fremur hægri
suölægri eöa suö-vestlægri átt.
A sunnan- og vestanveröu land-
inu veröur skýjaö og viöa súld
eöa rigning, en noröaustanlands
léttskýjaö. Hlýtt veröur i veöri
um allt land, en þó sérstaklega i
sólinni noröaustanlands.
Norskur bankaræningi:
Teklnn höndum meö
íslenskt vegabrél
Norski bankaræninginn,
William Knudsen, var hand-
tekinn i Aþenu í Grikklandi
siðastliðinn miövikudag, þar
sem hann var á ferð meö stoliö
islenskt vegabréf. Knudsen
framdi stærsta bankarán sem
sögur fara af i Noregi. Hann
strauk úr fangelsissjúkrahúsi
fyrir um hálfu ári siöan.
íslenskur feröamaöur á Spáni
glataöi vegabréfi þvi sem fannst
i fórum Knudsen en talið er aö
Knudsen hafi keypt þaö á svört-
um markaöi á Spáni.
Knudsen er 26 ára gamall en á
sér litrikan feril aö baki og er
hann einn eftirlýstasti afbrota-
maður i Noregi. Hann var að-
eins tvitugur að aldri þegar
hann rændi um 103 milljónum
norskra króna úr banka. Þetta
rán er mesta bankarán sem
framiö hefur verið i Noregi.
1 nóvember 1979 var hann enn
á ferðinni og rændi um 100
þúsund norskum krónum úr
banka. 1 þvi ráni skaut hann á
mann úr haglabyssu og særði
hann. Varð aö taka aöra
höndina af manninum en hann
situr enn uppi með 80 högl i
skrokknum.
Knudsen var handtekinn fyrir
um ári siöan. Hann geröi sér
upp veikindi i fangelsinu og var
fluttur á sjúkrahús þaöan sem
hann strauk fyrir 5—6 mán-
uðum. Interpol hefur verið á
hælum hans siöan þar til griska
lögreglan handtók hann.
—KS/JEG,Osló
mmmsam
■
Vinnuskóla Kópavogs var slitiö meö pomp og pragt i gær er kveikt var I 32 bálköstum i Fifuhvamms-
landi. Krakkarnir höföu undanfarna viku veriö aö laga til á svæöinu og uppistaöan i báiköstunum voru
gamlir skreiöarhjallar sem nú hafa lokiö hlutverki sfnu. — Visism. EÞS
iscargo:
Stendur til
aö kaupa
Boeing 727
í haust
,,Það stendur til aö kaupa eða
leigja Boeing 727 100 með haust-
inu,” sagði Guðni Þórðarson, i
samtali við Visi, en félagið at-
hugar nú tilboð og kaupleiðir á
slikri þotu, sem ætlað er að sinna
áætlunarfluginu milli Reykjav-
ikur og Amsterdam, bæði sem
farþega- og vöruflutningavél.
Iscargo hefur hingað til haft
Electra skrúfuþotu i vöruflutn-
ingaflugi til Rotterdam og er
fyrirhugað að selja hana. Þá mun
vera að renna út leigusamningur
á Boeing 737 200, sem Iscargo
hefur leigt af Transavia, en hún
hefur verið notuð i sumar i far-
þegafluginu til Amsterdam.
„Það er ætlunin, að þessi nýja
vél verði komin i gagniö i októ-
ber og stefnt er að tveimur
ferðum i viku til Amsterdam i
vetur, blandað farþega- og vöru-
flutningaflug, en vél af þessari
stærð tekur um 60 manns i sæti
auk 10 tonna af vörum. Okkur
hefur borist tilboð um skipti á
skrúfuþotunni og vél af 727 100
gerð og er ekki óliklegt að við
tökum þvi boði,” sagði Guðni
Þóröarson.
—KÞ
Elnvigið fært fram:
í trausti pess aö mál-
efni Kortsnojs leysist
FIDE gefur eftir 5% af verðlaunafénu
„Ég hef fengið yfirlýsingu frá
Sovétmönnum og gögn frá þeim
um aö málefni fjölskyldu Korts-
nojs leysist og i trausti þessa hef
ég fært einvigið fram” sagði
Friðrik Olafsson forseti Alþjóða
skáksambandsins i samtali við
Visi i gærkvöldi.
Friðrik vildi ekki fara út i það
efnislega hvaö i yfirlýsingum
Sovétmanna fælist en sagði að
þær fælu að sinu mati i sér full-
komlega réttlætingu á þessari
ákvörðun hans. Einvigið hefur i
orði kveðnu verið fært fram til 19.
september en þá verður mótið
sett eins og Sovétmenn höfðu
óskað en fyrsta skákin verður
ekki tefld fyrr en 1. október vegna
óska einvigishaldaranna á Italiu.
Þeir töldu sig ekki geta fært ein-
vigiö framar. Friörik Ólafsson
sagði að engin dagsetning lægi
fyrirum brottfarardag fjölskyldu
Kortsnjos frá Sovétrikjunum
enda væri það ekki það sem máli
skipti heldur hitt að þau fengju að
fara.
„ttalarnir höfðu lagt i mikinn
undirbúning sem miöaðist allur
við dagsetningu 19. október. Það
hefur þvi nokkurn kostnaðarauka
i för með sér fyrir þá að færa það
fram. Ég hef þvi lagt til að FIDE
gefi eftir þá upphæð sem það á að
fá af verðlaunafénu en sú upphæð
nemur 5% af þvi og ég vænti þess
að það verði samþykkt” sagði
Friðrik. „Það er vissulega mikill
léttir að þetta mál skuli vera
leyst. Það kemur i veg fyrir
deilur og væringar á þinginu”
sagði Friðrik Ólafsson.
—ÓM