Vísir


Vísir - 17.09.1981, Qupperneq 1

Vísir - 17.09.1981, Qupperneq 1
Svlptingar í Otvarpsráði vegna meintra trúnaðarbrota fréttamanna: VAR SPÓLU STOLKI A FRETTastofu útvarps? Allsnarpar umræður hafa orðið á fundum út- varpsráðs að undanförnu og bókanir gengið á vixl um gagnrýni ýmissa full- trúa þar á meint trúnaðar- brot starfsmanna á Fréttastofu hljóðvarps. Máliö kviknaöi út frá tilvitnun Vilmundar Gylfasonar i samtal Gunnars E. Kvaran fréttamanns' viö Kjartan Jóhannsson, formann Alþýöuflokksins, en þetta viðtal var aldrei birt og að áliti Kjartans var þarna um trúnaðarsamtal aö ræða. Ýmis gögn hafa verið lögö fram um mál þetta, meðal annars skýrsla fréttamannsins þar sem hann telur, aö hugsanlega geti veriö um þjófnað á persónulegum gögnum hans á fréttastofunni aö ræöa. Gengurhann þar út frá full- yrðingum Vilmundar fyrr i sum- ar, aö hann hafi undir höndum segulbandsspólu meö upptöku á umræddu samtali. Ekkert hefur veriö upplýst um, hvernig upp- lýsingar þessar bárust út. ,.Það hefur ekkert verið sann- að, hvort einhverju var stolið eða ekki og Vilmundur Gylfason hef- ur aldrei staðfest við mig, aö hann hafi nokkurn tima haft um- rædda spólu undir höndum”, sagði Hörður Vilhjálmsson, sett- ur útvarpsstjóri, i samtali við Visi. Hefur það komiö fram, hvern- ig Vilmundur komst yfir spól- una? „Nei, og ég reikna ekki meö aö nánar verði farið út i það, en þó hefur hann staðfest við mig, að upplýsingar þessar séu ekki komnar frá fréttastofunni.” — Kanntu þá einhverjar skýr- ingar á þvi, hvernig hann fékk að- gang að oröréttum ummælum Kjartans? „Það eru fjölmargir möguleik- ar opnir. Þegar tveir menn tala saman i sima, má hlusta samtal þeirra beggja vegna linunnar, ekki bara fréttastofu-megin.” Hörður bætti við, að hann teldi Gunnar ekki hafa brotið trúnað á Kjartani, þó hann hefði spilaö umrædda upptöku af samtali þeirra fyrir samstarfsmenn sina, þar sem hann hefði sagt Kjartani fyrirfram, að það yrði gert. Markús örn Antonsson, fulltrúi i útvarpsráði, hefur óskað eftir þvi, að athugasemdirGunnarsum mögulegan þjófnað verði kannað- ar nánar og fleiri atriði úr skýrslu hans. „Ég held, að Markús hafi mis- skilið þessa skýrslu, þvi að málið liggi fullkomlega hreint fyrir”, sagöi Hörður. Markús kvaðst, i samtali við Visi, una þessum ummælum Harðar illa og skora á hann að birta greinargerð Gunnars i heild, þar sem þar kæmu fram ýmsar athyglisverðar staðhæf- ingar, til dæmis um aðild Vil- mundar að máli þessu. A fundi starfsmannafélaga út- varps og sjónvarps i gærkvöldi var gerð ályktun, þar sem mót- mælt er harölega siendurtekinni gagnrýni útvarpsráösmanna og annarra á störf fréttamanna út- varps, þar sem hún sé hvorki byggðámálefnalegum grundvelli né fullnægjandi rökum, og flokk- ist þvi undir hreinan atvinnuróg. —JB m- Guðmundur Steinsson lengst til vinstri hefur sent knöttinn I netiö hjá frsku bikarmeisturunum Dundalk i Evrópukeppninni á Laugardalsvellinum I gærkvöldi. Fram sigraði I leiknum 2:1 og er það fyrsti sigur hjá Islensku liði á heimavelli f Evrópukeppni i knattspyrnu slöan Akranes vann Omonia frá Kýpur 4:0árið 1975. t kvöld verður annar Evrópuleikur á Laugardaisvellinum, nýbakaðir islandsmeist- arar Vikings leika þá við eitt besta knattspyrnulið Frakklands, Bordeaux. Sjá nánar iþróttir á bls 6 og 7... klp/VIsismynd Friðþjófur. SEMENTIÐ GIRT AF EKKI FANGARNIR - seuir Heigl Gunnarsson tangelsisstlóri á Lltla-Hrauni „Þeir hjá Sementsverksmiðju rikisins eru búnir að girða i kring hjá sér uppá Artúnshöfða og sú girðing er algerlega mannheld. Hvaöa þörf er á þvi á meðan við höfum svolélega? Reyndin er sú, að hluti af okkar starfsemi er ut- an girðingarinnar. Við þurfum þvi nauösynlega girðingu, en stjórnvöld virðast ekki hafa neinn skilning þar á.” Svo segir Helgi Gunnarsson forstjóri vinnuhælisins að Litla- Hrauni meðal annars i samtali við VIsi. - Athafnasvæði Litla-Hrauns ut- anhúss, hefur um nokkurt skeið valdið töluverðum áhyggjum, bæði starfsmönnum fangelsisins og Ibúum Eyrarbakka, en fangelsið er nánast við húsvegg grunnskólans þar i þorpinu. Litið hefur verið hirt um að stækka at- hafnasvæöið utan húss á sama tima og byggt er við fangelsiö sjálft. Er nú svo komið aö fang- arnir þurfa aðsækja eitt og annað utan girðingar. Þar er til dæmis hluti vinnuaöstöðu þeirra, svo og Iþróttavöllurinn, en hann er alveg við þjóðveginn. Samt hafa ekki nema tveir fangar strokið þaðan, það sem af er árinu. Sjá nánar viðtal við Helga og ibúa Eyrar- bakka á blaðsiðu 14 og 15. —KÞ tþróttavöllur fanganna er rétt við þjóðveginn er liggur framhjá Litla Hrauni. (Visism.EÞS)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.