Vísir - 17.09.1981, Page 8

Vísir - 17.09.1981, Page 8
8 Fimmtudagur 17. september 1981 vtsm Útgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoöarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen- drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- marssön, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaöur á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, SigmundurO. Steinarsson. Ljósmynd-' ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Utlitsteiknun: Magnús Ólafsson, Þröstur Haraldsson. Safnvöröur: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stetansson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Ritstjórn: Siðumúli 14, sími 86611, 7 línur. Auglýsingar og skrif stofur: Siðumúla 8, símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, sími 86611. Áskriftarqjald kr. 85 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 6 krónur eintakið. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. ER SÍS HEILÖG KÝR? < Forsvarsmenn Sambands íslenskra samvinnufélaga hafa borið hönd fyrir höfuð sér eins og skiljanlegt er, eftir þá gagn- rýni sem SfS-veldið hefur mætt að undanförnu. Morgunblaðið átti mikið og ítarlegt viðtal við Erlend Einars- son,forstjóra SÍS á þriðjudaginn. Formaður Sambandsins, sem var ranglega nefndur varafor- maður í forystugrein Vísis á laugardaginn hefur brugðið sér í hlutverk fréttamanns fyrirtæki sínu til sjálfsvarnar. Tíminn hneykslast á árásum á sam- vinnuhreyfinguna og Halldór Kristjánsson, sá vígamóði en eitilharði framsóknarmaður með meiru lætur í sér heyra á síðum Vísis í dag. Sjálfsagt á fleira eftir að fylgja og ekkert við því að segja. Hinsvegar er rétt, áður en lengra er haldið.að benda mál- svörum SIS á þá staðreynd, að SIS er eitt, og samvinnustefnan annað. Samvinnustefnan hefur margt til síns ágætis, og í öllum stjórn- málaflokkum er að finna ágæta og einlæga samvinnumenn, einn- ig í Sjálfstæðisflokknum. Slíkur rekstur getur haf t marga kosti og á fullan rétt á sér engu síður en einkarekstur. Saman hafa þessi rekstrarform ýmissa hagsmuna að gæta og eru i eðli sinu byggð upp á sama grundvelli. Saman geta þau veitt ríkisrekstri mót- vægi og sannað að atvinnustarf- semin er betur komin í höndum einstaklinga og samtaka þeirra, heldur en ríkisvaldsins, opin- berra aðila. Hinsvegar hafa mál þróast á þann veg hér á landi, að i krafti samvinnustefnunnar hefur risið upp stór og sterk samsteypa samvinnuféiaga þar sem SÍS er. Það mikla fyrirtæki hefur oln- bogað sig áf ram, teygt anga sína út fyrir öll takmörk eðlilegrar samkeppni og fengið á sig stimpil auðhringsins og einok- unarinnar í fjölmörgum tilvik- um. Sambandið er orðið ríki í ríkinu. Því er stjórnað ofan frá, völdin eru í höndum fámenns hóps og viðskipta- og f jármála- umsvif þessáöðru og hærra plani en hinn almenni félagsmaður í samvinnuhreyf ingunni er í minnstu tengslum við. Sú staðreynd, að SÍS hefur spyrt sig saman við Fram- sóknarflokkinn, gert hann að pólitískri deild í hringamyndun sinni, hef ur leitt til þess, að sam- vinnustefnan hefur ekki ítök i öðrum f lokkum eins og hún verð- skuldar. Samasemmerkið milli Framsóknar og Sambandsins hefur ekki verið samvinnu- hreyfingunni til framdráttar, nema þá á þann veg að tryggja SfS-veldið í sessi. Ef ástvinir Sambandsins telja þessar fullyrðingar enn eina á- rásina á sína heilögu kú, þá loka þeir augunum f yrir staðreyndum — þá láta þeir framsóknar- mennskuna blinda sér sýn. í viðtalinu í Morgunblaðinu slapp Erlendur Einarsson vel. Þar var mörgum spurningum ó- svarað, og það sem verra var: mörgum spurningum sleppt. Ætlar Sambandið sjálft að ger- ast eignar- og rekstraraðili að frystihúsum og nota til þess fé, sem þeir hafa undir höndum í sérsjóðum, sem myndaðir eru af greiðslum viðsemjenda þess? Hver eru umboðslaun SÍS erlendis, hvernig er söluþóknun Sambandsins af útfluttum land- búnaðarvörum reiknuð út? Er það rétt, að þóknun sé lögð á verðið áður en útflutningsupp- bæturnar eru dregnar frá? Hversu mikið fé af afurðalánum bænda hefur SíS í veltu sinni, hversu lengi og á hve háum vöxt- um? Er það rétt, að SIS fái ótak- markaða lánafyrirgreiðslu í ríkisbönkum, meðan innláns- reikningar þess eru allir í Sam- vinnubankanum? Af hverju lækkaði vöruverð i KEA-verslun- um eftir að Hagkaup opnaði verslun á Akureyri? Það er mörgum spurningum enn ó- svarað um SÍS. Ævintýri senn á enda? Magnús Bjarnfreðsson skrifar meðal annars um Sjálfstæðisf lokkinn og segir: „Fyrir því mun mikill áhugi að Matthías Bjarnason verði kjörinn varaformaður flokksins. Satt að segja myndi kjör hans líklega mjög hættu- legt ríkisstjórninni fyrir ýmissa hluta sakir". Ævintýri senn á enda? Óneitanlega bendir ýmislegt til þess nii aö á eftir lygnu sumri i íslenskum st jórnmálum sé von á rysjóttu haustiog stormasöm- um vetri. Þess sjást nokkur merki aö stjórnarandstaöan sé farin aö brýna kutana. Fyrst veröa þeir notaöir til þess aö gera út um málin heima fyrir, en aöþvlloknu kunna sveröin aö veröa dregin úr sliörum. Enda þótt litill vafi sé á þvf aö ráö- herrar kjósi aö sitja Ut kjör- timabiliö, svo sýnilegur árangur af baráttunni viö verö- bólguna sjáist, þá kan svo aö fara aö stólarnir hitni undir þeim, er kemur fram um miöjan vetur, svo þeir þurfi aö standa upp. RassakÖst hiægri pressu. Hægri pressan hefur fariö meö nokkrum rassaköstum undanfariö. Aö nafninu til hefur sii átylla veriö notuö aö StS, eöa fyrirtæki þess, keypt hlutabréf i frystihúsi á Vestfjöröum. Varö sumum svo mikiö um þetta aö þeir birtu myndir af vestfirsk- um f jöllum meö StS-merkinu og fundu I snarheitum út aö SIS væri aö sækja um ríkisaöstoö fyrir iönaöardeild sina, þegar forráöamenn hennar staöfestu kvartanir iönrekenda einka- framtaksins um aö illa væri aö atvinnurekstri búiö. I raun er • hér um svo mikiö smámál aö ræöa aö jafnvel pólitisk „agúrku”-tiö geturvarla krafist svo mikilla láta, sem raun ber vitni. Miklu sennilegast er aö hér sé um liöskönnun aö ræöa, veriö sé aö heröa menn upp fyrir kom- andi landsfund, en þar kunnu iklög rikisstjórnarinnar i raun aö ráöast. Margt bendir raunar til þess aö þá kunni aö bætast i æöstu forystu flokksins maöur, sem kann þvi vel aö vopn séu brýnd og notuö og i þokkabót er hann sennilega sá maöur sem hefur oröiö æfastur, þegar hlutabréfakaupin fóru fram. Matthías varafor- maður? Fyrir þvi mun nú mikill áhugi aö Matthias Bjarnason veröi kjörinn varaformaöur flokks- ins. Satt best aö segja myndi kjör hans ltklega mjög hættu- legt rikisstjórninni fyrir ýmissa hluta sakir og skal þaö rökstutt nokkuö. Matthias er kempa mikil, bardagamaöur og vopn- fimur. Hann er iengum vafa um aö blátt sé blátt, grænt sé grænt og rautt sé rautt. Hann hefur veriö óhress meö linkuna i flokksforystunni i garö „flokks- svikaranna” og komiö hreint til dyranna meö þá skoöun sina eins og hann er vanur. Matthias sækist sennilega ekki eftir vara- formannssætinu metoröanna vegna heldur vegna þess aö hann telur þörf fyri.r sig þar, ef til kemur. Margt bendir til þess aö hrifn- ing mikils hluta Sjálfstæöis- flokksins yfir framtaki dr. Gunnars Thoroddsen sé aö minnka. Hans menn biöu mik- inn ósigur á þingi Sambands ungra sjálfstæöismanna á dög- unum og ljóst er aö fylgismenn hans veröa heilhim horfnir á landsfundi. Enda þótt fram farl nú viöræður um „sættir” vita allir aö þær eru hrein sýndar- mennska. Jafnvel þótt bæöi Geir og Gunnar vildu sættast er þaö nú of seint fyrir landsfund- inn. Þetta veit Matthias allt manna best og hann mun varla hafa á móti þvi aö róa, þegar hann finnur lag. Hvaðaáhrif? Hvaöa áhrif hefur þaö svo ef Matthias veröur varaformað- ur? A þvf er enginn vafi aö hann mun krefjast þess aö þingmenn skipi sér skilyröislaust i aðra hvora sveitina, meö rikisstjórn eöa móti. Hann lætur ekkert Ioö- mullutal villa sér sýn. Sá sem ekki er meö mér, hann er á mdti mér, mun hann geta gert að sin- um kjöroröum. Ekki er þar meö sagf að meirihluti stjórnarinnar sé fall- inn. Ráðherrarnir Pálmi og Friöjón munu óhræddir bjóöa þeim Geir og Matthiasi byrginn, enda næsta öruggir um þingsæti sitt, hvernig sem mái skipast. Aftur á móti veröa þeir Eggert Haukdal og Albert Guömunds- son aö stiga öriagarik skref, ef rikisstjórnin á aö lifa. Albert hefur aö visu svo mikiö per- sónufylgi aö hann kæmist á þing, þótt hann byöi sig einan fram, en enginn vafi er á þvi aö hann ætlar sér fyrst og fremst stóran hlut innan Sjálfstæöis- flokksins. Um Eggert er allt óvissara. Enda þótt hann kæm- ist inn á þing utanflokka siöast mmu ekki allir þeir sem þá kusu hann, styðja hann I nýju klofningsframboöi. Forsætisráöherrann gerir sér mæta vel grein fyrir öllu þessu og þvi lætur hann nú aö þvi liggja aö ekkert sé óhugsandi nýtt framboð komi fram, ef á hans mönnum veröi niöst I flokknum. Þetta er sterkt tromp sem spilaö er út á réttu augna- bliki, þegar menn .eru að gera upp hug sinn varöandi varafor- mann. Liklega er Matthias Bjarnason eini maöurinn sem Gunnar er reglulega hræddur viö sem varaformann, og þvi er nauösynlegt fyrir hann aö hræöa þá, sem ekki vilja leggja út I hörku, áöur en þeir greiöa atkvæöi sitt á landsfundinum. Hæpiö er þö aö honum takist þaö. Hvenær verður þá lag? Veröi Matthias varaformaður veröur ekkium neinar sættir aö ræöa. Þaö veit Gunnar Thor- oddsen. Þvi er vel sennilegt aö hann telji þá ekki eftir neinu aö biöa. Aö ýmsu leytiliggur land- iö vel fyrir hann að fara út I kosningar næsta vor. Hann mun geta haldið veröbólgunni I skef j- um þangað til og hefur þvi stóra rós I hnappagatinu. Hann mun njóta samúöar til aö byrja meö vegna aögeröa gegn hans mönn- um innan flokksins og margt bendirtilþess aö fjöldikjósenda sé reiöubúinn til þess að prófa eitthvaö nýtt. Þess vegna kann vel svo aö fara aö dr. Gunnar telji réttaö draga ekki of lengi aö fara út I kosningar. Hann eygir möguleika á þvi aö nýtt framboö hans manna og Alþýðu- bandalag og Framsókn haldi meirihluta á alþingi, og þá koma fjögur ár til viöbótar. Það skyldi nu aldrei fara svo aö þaö yröi kosiö til alþingis næsta vor?

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.