Vísir - 07.10.1981, Síða 1

Vísir - 07.10.1981, Síða 1
Sjö ára stúlka beið bana í Keflavík: varað leik undir vagni Hörmulegt slys varð i Keflavik i gærkvöldi. Sjö ára gömul stúlka varð undir dráttarvagni og beið bana. Slysið varð á Birkiteig i Keflavík um klukkan 19:40. Litla stiílkan var að leika sér undir stdrum dráttarvagni, sem not- aður er til að flytja ýtur og önnur þungavinnutæki. Bilstjórinn fór inn i bilinn i þessum svifum og ók af stað, en hann hafði ekki orðið var við stúlkuna og vissi ekki af slysinu. Krakkar voru að leika sér i nágrenninu og gerðu aðvart um stúlkuna. HUn var flutt i sjúkra- húsið i Keflavik og þaðan a Borgarspitalann i Reykjavik, þar sem hún lést i gærkvöldi. —ATA Fjórir plltar bðrðu á einum Fjdrir sautján til átján ára gamlir strákar réðust á fimmtán ára gamlan pilt í Arbæjarhverf- inu í gærkvöldi. Pilturinn hafði verið að skemmta sér i félagsmiðstöðinni Árseli i Árbæjarhverfi og var á leið heim til sin á reiðhjóli, en hann býr i Breiðholti. Fjórir strákar, sem voru á Volkswagen bifreið, stoppuðu piltinn og kröfðust þess, að hann gæfi þeim barmmerki, sem hann bar. Þegar pilturinn neitaði þvi, börðu fjórmenningarnir hann hvað eftir annað i andlitið og fóru siðan. Pilturinn meiddist ekki mikið en er skrámaður i andliti. Fjór- menningarnir hafa ekki fundist. —ATA ep bíll í binum vísi? - sjá bls. 14 Ríkisstiórnln hefur ekki tekiö afstððu til beiðni Flugleiöa: Frumvarp lagt fyrlr Alpingl um stuðning „Afstaðan til Flugleiða hf. er i skoðun ennþá. Við höfum fengið flestar uppiýsingar frá félaginu, sem óskað var eftir, og ég held fund með fulltrúum þess nú á eftir. Þeir hafa fengið vilyrði um ákveðinn stuðning, en endanleg afstaða i þviefni liggur ekki fyrir. Það verður lagt fram sérstakt lagafrumvarp um þetta mál i byrjun Alþingis, en þa tel ég œski- legt, að jafnframt liggi fyrir stefna i skipulagi flugmálanna, sem nú er mjög i deiglunni”, sagði Steingrimur Hermannsson, samgönguráðherra, i morgun. „Það sem Flugleiðamenn vita, er að ég tel rétt að félagið fái að minnsta kosti styrk, sem nema myndi töpuðum tekjum rikisins, ef það yrði að hætta Norður- Atlantshafsfluginu”, sagði Stein- grimur. Samkvæmt fyrri fréttum er þetta metið um 1.8 milljónir dollara. „Hins vegar hefur fjármála- ráðherra talið sig tilbúinn til þess að fallast á sambærilegan stuðning og Flugleiðir eiga að fá frá Luxemborg.” Sú upphæð er talin vera nálægt 1.2 milljónum doilara. „Einnig teljum við eðlilegt, að fargjöld á innanlandsleiðum verði leiðrétt svo að þau standi undir þeim þætti”, sagöi Stein- grimur ennfremur. „En ég legg áherslu á, að reynt verði að koma á samstöðu um steínuna i ílugmálunum og vona, að viðræður milli fluglélaganna nú leiði til þess, þannig að steínan liggi fyrir um leið og ákvarðanir i Flugleiða m álunum verða teknar.” HERB rramKvæmair vio eystri hluta gangstigsins, sem leggja á undir Reykjanesbraut á móts viö Fáksheimilið eru nú hafnar. Er áætlað að það taki um mánaðartfma að ljúka verkinu og verður þá komin samfelld göngubraut ofan jarðar og neðan, meöfram allri Miklubraut og beygjunni niður hjá hesthúsum Fáks, yfir Reykjanesbrautina og upp i Breiðholt. Nokkrar tafir urðu á umferð I morgun vegna framkvæmdanna cn baö verður leyst með lagningu malbikaðs framhjáhlaups upp á eyjuna sem anna á umferðarþunganum meðan á verkinu stendur. JB/myndEÞS „Eiga yiip- menn ekki að stjópna”? Kosníngar lll varaformanns Slálfslæðlsllokkslns: Verða Friðrík og Matthías í kjöri? Miklar bollaleggingar eru uppi manna á meðal hver eða hverjir verði i kjöri til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins. Hafa einkum þrfr menn verið nefndir, Friðrik Sophusson, Matthias Bjarnason og Þorsteinn Pálsson. Nú er hins vegar ljóst, að Þorsteinn gefur ekki kost á sér. Þegar Visir ræddi við Þorstein I morgun, neitaði hann þvi ákveðiö að framboð af sinni hálfu væri i deiglunni. Slikt kæmi ekki til greina. Visi tókst að ná tali af Friðrik Sophussyni, þar sem hann var staddur i Vestmannaeyjum og spurði hvort hann gæfi kost á sér sem varaformaður. „Það er ekki endanlega ákveðið”, svaraði Friðrik, en bætti þvi við að þess væri ekki langt að biöa að ákvörðun lægi fyrir. Ekki tókst að ná tali af Matthiasi Bjarnasyni I morgun og mun hann vera utanbæjar. Eftir þvi sem Visir kemst næst verður fundur i þingflokki Sjálfstæöis- flokksins á föstudag og þá er ætlunin að ræöa kjör varafor- manns. Eftir þann fund veröur þá ljóst, hvort Friðrik og Matthias munu báðir gefa kost á sér i em- bættið eða bara annar þeirra. —SG „Þetta er bara þessi venjulega óánægja meö mannaráöningar og annaö i þeim dúr. Spurningin er að minu mati fyrst og fremst, hvort yfirmenn eigi á annað borö að fá að stjórna eöa að upp verði tekin einhver Samstöðu-fyrir- mynd hér innan veggja”, sagði Hörður Frimannsson yfirverk- fræðingur sjónvarpsins um þá deilu sem þar er komin upp og Visir sagði frá i gær. „Þaö er engin óánægja hjá mér og nær aö þeir sem eru aö kvarta láti sinar skoðanir i ljós. Ég er ekkert spenntur fyrir að ræða þetta”, sagði Höröur. —JB

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.