Vísir - 07.10.1981, Síða 27

Vísir - 07.10.1981, Síða 27
Miövikudagur 7. október 1981 r Nú vilja menn láta binda veiöarnar ( leyfi. vtsm Nýtingin og vöruvöndun munu aukast hægt og keppinautarnir munu sækja fast á. Þröun sjávarútvegs: L Þegar sðknin hefur minkað niður í 41% verður 33% hagnaður á liskveiðum „Taliö er aö núverandi að- feröir við stjórnun fiskveiöa nægi hvorki til aö tryggja æski- legt aflahámark né til aö stuðla aö lágmörkum sóknar- kostnaðar.” Þessi orð er aö finna i nýútkomnu riti frá Rann- sóknaráöi rikisins sem ber nafnið „Þróun sjávarútvegs, á- iitsgerð um stööu og horfur i sjávarútvegi — helstu rann- sóknarverkefni.” Rit þetta er skýrsla starfs- hóps um sjávarútveg, sem sett- ur var á fót af Rannsóknaráði I nóvember 1979. 1 starfshópnum störfuöu Björn Dagbjartsson formaöur, Jakob Jakobsson, Jón Armann Héöinsson, Jónas Blöndal, Páll Guömundsson og Þorkell Helgason. Skýrslan kemur viða viö og fjallar um flesta þætti veiða og vinnslu, stjórnun og stefnu- mörkun og söluhorfur sjávar- afurða. 1 kaflanum um afraksturs- getu fiskstofnanna segir að i öllum aðalatriðum verði að telja að skoðanir á afrakstursgetu fiskistofnanna séu enn hinar sömu og fram voru settar i Bláu skýrslunni árið 1975. Þó hafi á- ætlanir um afla áranna 1975- 1980 reynst allt of lágar, af þrem ástæðum. Nýliðun varð miklu betri en gert var ráð fyrir. Nýt- ing stofnsins hefur gerbreyst til batnaðar og veldur þar mestu að möskvi i botnvörpu og flot- vörpu var stækkaður um 20 mm á árinu 1977. Ásamt. svæðalokun til verndar smáfiski hefur þetta orðið til þess að þriggja ára fiskur en nú litið veiddur og sókn i fjögra ára fisk hefur verulega minnkað. Þa hefur komið i ljós að þyngdartölur eftir aldri voru of lágar, þannig að hver fullorðinn þorskur reynist yera þyngri en menn reiknuðu með áður. Tímabundin fórn er nauðsynleg Starfshópurinn telur að þorskaflinn geti þó tæpast orðið meiri en 400-450 þúsund tonn á ári en þeim afla megi ná með verulega miklu minni til- kostnaði. Settar eru fram ýmsar töflur, sem sýna á hvern hátt megi draga úr kostnaði við veiðarnar smám saman og gera þær um leið arðbærari. En til þess að sá árangur megi nást, telur starfshópurinn einsýnt að timabundin fórn verði að koma til. Orðrétt segir um þetta i skýrslunni: „Að loknum aðlög- unartima, verður hagnaður um 33% af tekjum 1979 og svipað hlutfall af samtimatekjum, en sókn 41% af sókninni 1979.” Frumskilyrði að leyfis- binda fiskveiðar Til þess að ná þessum markmiðum telur hópurinn að til þurfi að koma mun virkari stjórnun á sjávarútvegsmálum en verið hefur. Og i skýrslunni segir að engar stórvægilegar umbætur hafi verið gerðar á opinberri stjórnun fiskveiða fra dögum Bláu skýrslunnar. „Frumskilyrði bættrar stjórn- unar,”segirþarenníremur, „er að leyfisbinda allar fiskveiðar. Leyfishafar gætu verið ein- stök skip, útgerðir, vinnslu- stöðvar eða hafnir. 1 fyrstu mætti úthluta kvótum ókeypis. Sveigjanleiki er þó nauðsyn- legur t.d. með þvi móti að fram- sal leyfa sé heimilað eöa auka- kvótar séu boðnir til kaups. Hagkvæmni útgerðar byggist á þvi að draga megi úr út- gerðarkostnaði. Bætt fiskveiði- stjórnun er afgerandi i þessum efnum.” Svigrúm til sölu- aukningar Um fiskvinnsluna segir að af- kastageta sé þar illa skilgreint og illmælanlegt hugtak, m.a. vegna blandaörar starfsemi fyrirtækja. Þo er getan áætluð um 400 þúsund tonn af bolfiski á ári, miðað við átta stunda vinnudag i 250 daga á ári. Þessi tala er þó talin muni hækká um fjórðung á næstu árum. Ýmis- legt bendir til að fiskiðnaðurinn standi nú á timamótum, að þvi er varðar tæknivæðingu og vél- búnað. Talið er að á næstu árum muni nýting batna nokkuð i hús- unum, en hinsvegar er tæpast að vænta stökkbreytinga á af- urðagæðum, þó horfi heldur til bóta, sé til langs tima litið. Og búist er við að framleiðendur sjálfir muni taka meiri þátt i gæðaeftirliti en verið hefur. Almennt er talið að svigrúm sé til söluaukningar á Banda- rikjamarkaði og reyndar lika i Evrópu, þótt þar sé erfiðara um vik. Þá er talið að saltfisk- markaðir verði nokkuð hag- stæðir á næstu árum en hættara við sveiflum á skreiðarmark- aðnum. Ekki er gert ráð fyrir umtalsverðri hækkun á fiskaf- urðum i heild. - Dauöí Mozarfs. Ludendorl og Olfar Kunuur blaðamaður viö Þjóð- viljann, Úlfar Þormóðsson, hefur skrifað tveggja binda verk um frimúrararegluna á islandi. Hér er um alþjdðlega hreyfingu að ræða, sem er þó mjög misjafnlega skipuð eftir löndum. Ekki er Ijóst aö hún hafi nokkur bein afskipti af stjórnmálum, en helst mun þar að finna menn sem eru jafn- framt i Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokknum, þótt eitthvað af mönnum úr öðrum flokkum séu i hinum einstöku stúkum. Gott ef fjórtán Fóstbræöur voru ekki teknir inn ieinu af þvisam- tökin vantaði söngkrafta. En Úlfar Þormóðsson er ekki aö skrifa um slík meinlaus og á- hrifalaus samtök heldur ein- hvern undirheim i þjóöfélaginu, sem enginn veithaus ná sporö á, en mætti samkvæmt úlfars- bindum helstlikja viö mafiuna á Sikiley. Nú hefur fjöldi bóka veriö skrifaður um frimúrararegl- una, og þvi auðvelt að afla upp- lýsinga úr þeim um hina ýmsu siði hennar. Félagatalið er aftur á móti einhvers konar heima- vinna. Svo virðist sem áhugi mauna á þessu „bókmennta” verki se' fremur takmarkaður, enda virðist fólk láta sig litlu skipta hvað áhrifalaus félags- skapur er að bauka á bak viö læstar dyr. Eitthvað af áhrifa- mönuum hefur veriðog er tengt frimúrarareglunni, en þeir komust ekki i röð reglubræðra fyrr en þeir voru orðnir býsna voldugir fyrir, og þess eru ekki dæmi að þeir hafiorðið voldugir af þvi einu að vera frlmUrarar. Frægasta aðför að frímUrur- um var gerð I bók, sem þýski herforingiim Ludendorf geröi i bók um regluna. Bók hans varö til þess aö Hitler bannaði fri- múrararegluna i Þýskalandi, en þess ber þá að gæta að Hitler trúði á himintungl og forspár og lifði á grænmeti. Ekki kann Svarthöfði að greina frá ástæö- unni fyrir örlagarikum bóka- skrifum Ludendorfs, en eitthvaö mun hann hafa taliö sig hafa orðið fyrir barðinu á reglunni. Hinn islenski Ludendorf getur ekki vænst þess að frimUrara- reglan verði bönnuö í bili vegna bókarskrifa hans. Hann verður að bíða þess að Hitlerar i flokki hans nái hinum endanlegu völd- um. Þá má búast við að reglan verði bönuuð, og bannið verði byggt á óljósum upplýsingum Úlfars Þormóðssonar. Á ritdómi i rauövinspressunni sést, aö flest er tint til fri- múrarareglunni til ófrægingar, m.a. að hún heföi látið drepa Mozart á eitri eftir aö hann samdi óperu sniðna eftir siöa- reglum friniúrara. Þetta er auðvitað nokkuö langt aftur ( söguuni, þótt hius vegar megi notast við það i hallæri, ef það erþá ekki hugsað sem ábending vegna hiima fjölmörgu tón- skálda, sem nú gera garðinn frægan á tslandi. Svarthöfða minnir að dauðamein Mozarts hafi verið berklar, en það skiptir auðvitaö engu máli fyrir þá sem þurfa aö nota söguna, eða endurkenna hana, eins og nú er gert undir eftirliti yfir- stjórnar skólamála. Úlfar Þormáösson er glöggur áróöursmaður, sem hefur eitt- hvaö komið viö sögu kosninga. Hingaö til hefur veriö álitið aö slikt veraldarvafstur sjóaöi menn þannig aö þeir lytu ekki aö hindurvitnum. En raunin varö önnur bæöi hjá Ludendorf og Úlfari. Kannski hefur hinn gamli vopnabitur móögast þeg- ar Hindanburg varö kanslari og kennt frimúrurum um aö hann var ekki valinn, og kannski þarf Úlfar einhverra harma aö hefna þótt ekki sé hann hershöfðingi. Viö smáf Ólkiö látum okkur fátt um finnast, enda ekki á eftir viröingarstööum i þjóöfélaginu hvorki fyrir tilstilli frimúrara- reglunnar eöa Þjóöviljans. Viö biöum hins vegar eftir þeim manni sem i raun getur gert Úlfar aö umtalsveröum höfundi um frimúrararegluna. Hitler geröi Ludendorf greiöa og 1 bannaöi regluna. Þeir voru vinir og bræöur i trúnni. A Úlfar einhvern vin? Svarthöföi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.