Vísir - 10.10.1981, Blaðsíða 10

Vísir - 10.10.1981, Blaðsíða 10
Nitjánhundruð og áttatiu var árið þeirra. Eftir fimm ára streð, ósamkomulag, frama á núlli og misskildar músiknýjungar slógu þeir i gegn. í ársbyrjun nitjánhundruðogáttatiu var hljómsveitin að leysast upp, enda virtist öllum sama um hana, þar á meðal plötuútgáf- unum. I árslok nitján- hundruðogáttatiu voru þeir komnir á tindinn með plötuna ,,Vienna” og gagnrýnendur bleyttu buxurnar i hrifn- ingu. Strákarnir nefndu sig Ultravox. Laugardagur 10. október 1981 VÍSIR Og brátt tóku Ultravox-C-in og Ure að nálgast enn frekar. Midge Ure hafði starfað með ýmsum hljómsveitum frá 15 ára aldri og var orðinn eftirsóttur gitarleik- ari. Um það leyti sem hann hitti Ultravox hafði opnast fyrir hon- um braut til frægðar og frama þegar hann tók við stöðu Gary Moore i hljómsveitinni Thin Lizzy. En Ure féll bókstaflega fyrir Ultravox og tveimur mánuðum siðar gekk hann i hljómsveitina og Thin Lizzy sat eftir með sárt ennið. Hin nýeflda Ultravox hélt aftur yfir Atlantsála og nú voru við- tökurnar ólikt betri. Þegar heim til Bretlands kom höfðu veður heldur beturskipast i lofti. Ultra- vox gat valið á milli nokkurra plötusamninga og kusu að skrifa undirhjá Chrysalis. Ctgafan vildi ólm gefa út plötu með það sama og þau lög tilbúin voru brennd á plast og platan skýrð „Vienna”. „Vienna” fór beint á vinsældar- lista og hið sama er að segja um „Rage In Eden”. Og nú er lagið „TheThin Wall” af Rage In Eden að fikra sig upp sömu lista. Framtiðin er þvi björt hjá Ultra- vox. . />;)r- »'<■ i ■ Ultravox hafa nýverið látið frá sér fara aðra breiðskifu sina frá þvi að frægðin helltist yfir hljóm- sveitina. Afkvæmið nefnist „Rage In Eden” og er hún tón- listarlega séð beint framhald af „Vienna”. Og gagnrýnendur halda áfram að pissa undir, meira að segja af auknum krafti. Tónlist Ultravox hefur af sum- um verið nefnd „nýrómantisk popptónlist” og af öörum „futuristapopp” og þótt Ultravox sé ekki eini fulltrúi þessarar tón- listarstefnu má fullyrða að þeir séu útverðir hennar og það verðugir að auki. Þeir hafa tekið rafeindatæknina i sina þjónustu og ber mikið á „synthesizer- hljóöum” með þungum og reglu- legum takti á bak við. „Við höfum verið kallaðir — hinir nýju Roxy Music — — Kraftawerk Breta — og við vitum ekki hvað. Afhverju bara ekki hinir fyrstu Ultravox?” spyrja piltarnir. Hljómsveitin kom fyrst saman i april 1974 og þá samanstóð hún af þeim Chriss Cross (bassi, hljóm- borð, söngur), Warren Cann (trommur, söngur), John Fox (söngur) og Simon nokkrum (git- Moody Blues/ Long Distance Voyager/ Threshold 6399-142. Einkunn: 7.5 Eftir þriggja ára þögn hafa gömlukempurnar i Moody Blues látiö aftur til sin heyra með plötunni „Long Distance Voy- ager”. Liðsskipan hljómsveitarinnar hefur verið nær óbreytt frá árinu 1965 með hléum en nú hefur hljómborðsleikarinn Mike Pinder hætt og i staðinn kemur enginn annar en svissneski pianistinn Patrick Moraz (Strawbs, Yes). 1 stórum dráttum má segja að hér sé á ferðinni dæmigerð Moody Blues-platá. Fallegar melódiur i yfirþyrmandi út- setningum og ljúfur og hnökra- laus söngur. Textar eru af rómantiskara taginu og flestir mátulega innihladslausir. Ef eitthvað er þá er platan of flöt og keimllk en aðdáendur Moody Blues sjá væntanlega lítið athugavert viö þá staðreynd. Semsagt: ágætis Moody Blues plata þótt mennirnir verði vart vændir um frumlegheit. Bob James/ Sign Of The Times/ CBS 85226 Einkunn: 6.0 Bob James er afkastamikill tónlistarmaður. Hann er einn af frumkvöðlum hinnar nýju tón- listarstefnu, sem gjarnan er nefnd „jass-rock” eða „fusion” (bræðsla) og hefur sjálfur gefið út fjöldann allan af plötum, ýmist einn eða með öðrum. Þá hefur James stjórnað upptökum á fjöldamörgum bræðslu- plötum. Nýjasta plata Bob James nefnist „Sign Of The Times” og þvi miður virðist kappanum hafa orðiðá i messunni. A plöt- unni eru sex fremur löng og ein- hæf lög: þrjú þeirra eru eftir James en hin þrjú eftir Rod Temperton. Og þó valinn aðstoðarmaður sé i hverju rúmi nægir þaðekki til. Og þegar litið er til platna eins og „Heads” og „One One One” er augljóst að Bob James hefur verið annars- hugar þegar hann vann Timans merki. ar). Nokkru siðar bættist fimmti meölimurinn við en það var Billy Currie (hljómborð, fiðla). Hljómsveitinni tókst að komast i stúdió og fyrsta breiðskifa henn- ar leit dagsins ljós árið 1976. Um það leyti skall pönk-bylgjan yfir Bretland og Ultravox tók henni opnum örmum, alíavega fyrst um sinn. En ekki leið á löngu þar til leiðir skildu með pönkinu og Ultravox. Þaö var fámennur aðdáenda- hópur, sem safnaðist i kringum hljómsveitina á þessum árum og gagnrýnendur kepptust við að gefa þeim slæmar einkunnir. Og ekki leið á löngu þar til böndin innan hljómsveitarinnar tóku að bresta. Ultravox tókst þó að koma út tveimur hljómplötum á næstu þremur árum. „Ha! Ha! Ha!” hét önnur og „Systems Of Romance” hét hin. En strákarnir höfðu engan fast- an plötusamning og næsta skref var að fara vestur um haf i hljóm- leikaferð á eigin reikning. En þá var ósamkomulagið orðið það slæmt að allt var að sjóða upp úr. Um sumarið yfirgáfu þeir Fox og Simon herbúðirnar en Cann, Currie og Chris voru ákveðnir i að láta ekki deigan siga. Þeir hófu að koma fram með hinum og þessum köppum og gerðu meðal annars demo-upptökur með þeim Midge Ure og Rusty Egan. Tómas Tómasson skrifar: ULTRAVOX HALDA SfNU STRIKI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.