Vísir - 10.10.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 10.10.1981, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 10. október 1981 _______VÍSIR___ Ónaudsynlegir fródleiksmolar Læknar hafa í gegn um tíðina dundað sér við ýmislegt annað en lækna fólk. Þeir hafa m.a. fundið upp hluti, sem virðast með öllu óskyldir. sjúkdómum og liknar- störfum. Enskur læknir, Timothy Bright fann t.d. upp hraðskriftina á 16. öld. Annar enskur læknir lét sér fyrst detta f hug eldsvoðatryggingu. Hann fékk hugmyndina eftir brunann mikla f London árið 1666 og opnaði þá tryggingar- fyrirtæki, sem gerði það gott. Annar læknir, frá Skot- landi, James nokkur Syme, fann upp á þvi að smynja baðmullarefni með gúmmíblöndu svo það yrði vatnshelt. Hon- um datt þó ekki i hug að skrá einkaleyfið heldur þurfti til þess annan lækni, Charles Mac- Intosh. En Bretar kalla regnkápur AAackintosh enn þann dag í dag, eins og þeir hafa gert alveg síðan læknirinn skráði uppfinningu kollega síns á siðustu öld. Það var líka læknir sem fann upp á því að kæla matvæli. John Gorrie frá Florida í Bandaríkjunum hét sá og gerði tilraunir með klælingu iofts, sem ruddi brautina fyrir alla ísskápa og frystikistur nútimans. Gorrie var uppi á fyrri hluta síðustu aldar. Landi hans og starfsbróðir, Richard Jordan Gatling gerði bæði aðbjarga lífum og deyða, því hann fann upp hríð- skotabyssuna um alda- mótin siðustu. En Willi- am Francis Canning frá Boston bætti um betur og bjó til fyrsta elds-aðvör- unarkerfið, líka um siðustu aldamót. ... og vissir þú... að kengúra getur ekki stokkið ef skottið á henni er ekki niðri við jörðina? að það er alls ekki rétt að Benjamin Franklin hafi fundið upp tæki til að forða húsum frá því að vera lostin eldingum. I hebreskri bók, sem skrif- uð var 1000 árum fyrir fæðingu Benjamins stendur: „Þeirsem hafa járnstaur í garðinum sínum á helgi- dögum hafa vissulega til þess leyfi ef staurarnir eru þar í þeim tilgangi að vernda húsið f yrir elding- um." að drottningin af Mada- gascar, sú sem lést árið 1878, var grafin í kistu, sem var búin til úr 30.000 silfurdollurum! aö Bing Bang, Bong Dong, Ding Dong og Ding Bang eru heiti á stöðum i Indókína? að fyrsta og líklega eina kornabarn sögunnar, sem mælti með flengingum á sjálfu sér og vaidi sér barnfóstru var Hinrik VI af Englandi. Þegar hann varð konungur níu mánaða gamall þ. 1. september 1422 var það hans fyrsta verk að undirskrifa, með fingra- fari þumalfingurs, skip- un Alice barnfóstru sinnar. Samkvæmt skip- uninni hafði Alice þessi heimild til að „refsa oss á skynsamlegan hátt öðru hverju." að ítalski tenorsöngvar- inn Giovanni Battista Rubini (1795-1854) söng einu sinni af þvílíkum krafti í Scala operunni í Milanó, að hann viðbeins- brotnaði? að eiginmaður í Pachai-héraði á Indlandi, getur skilið við konu sína með því einu að taka upp strá og brjóta það í tvennt?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.