Vísir - 05.11.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 05.11.1981, Blaðsíða 1
SeOlabankínn reiknar .vísitölu gengisaölögunar’ Veröur genglð fellt á allra næstu dögum? en Superman Sjá DIS. 14-15 Seðlabankinn hefur undanfarið reiknað „visitölu gengisaðlög- unar” og er nú ljöst, að skammt er að biða þess að gengi krón- unnar gagnvart Bandarikjadoll- ara verði fellt enn á ný. Gengis- fellingin frá 25. ágúst er svo til öll gengin til baka, og má þvi reikna með minnst 5% gengisfellingu nú eins og þá. Ekki náöist samband við við- skiptaráðherra i morgun en Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra sagði Visi að augljóslega yrðu útflutnings- atvinnuvegirnir að fá hækkun til samræmis við innlendar kostn- aðarhækkanir og að þvi marki sem verðhækkanir erlendis eða hagræðing innanlands koma ekki til. Visir hefur áreiöanlegar heimildir fyrir þvi, að Seðlabank- inn sé að ganga frá tillögu til rikisstjórnarinnar um þessa nýju gengisaðlögun/gengisfellingu. HERB Sja bls. 18-19 Sjómenn tortryggja embættismenn Ef lár væru guii Sja bis. 12 ■ ■ Hið nýja skip tsbjarnarins Asþór RE 10 kom til heimahafnar I nótt i fyrsta sinn. (Visism. ÞL) Nýl isbjarnartogarinn kom i nótt: Kaupverðið sex miiiiónír króna Asþór RE-10, nýi togari ts- bjarnarins, lagðist að bryggju i Reykjavík i nött i fyrsta sinn. Eins og fram hefur komið I fréttum fyrr i Visi, er Ásþór smiðaður árið 1970 i Kristjans- sund. Hann er sagður vera þvi sem næst eins og Sveinn Jónsson KE-9, sem áöur hét Dagstjarnan. Leyfi fyrir innflutningi á Asþóri var veitt á þeirri forsendu, að hann var staðgreiddur, en sam- kvæmt upplýsingum frá Jóni Ingvarssyni hjá tsbirninum, var kaupveröhans nkr. 5,45milljónir, eöa þvi sem næst 6,1 milljón isl. krónur. Ásþór er skráður 297 tonn að stærð og er með 1500 ha. Mannheim vél. Skipstjóri er Þor- steinn Einarsson. Að sögn Jóns Ingvarssonar er skipið að mestu tilbúið til að halda á miöin, og fer væntanlega eftir fáa daga. —SV Hótel- og veitlngaskólinn á hrakhólum: KENNARAR HÚTA AD SEGJA UPP OG NEMENDUR HÆTTIR AÐ MÆTA „Ekki staðið leíkara að vlnnusvlkum” Sjá bls. 11 Þaö eru fleiri nemcndur en þeir lír Fjölbraut, sem kvarta þessa dagana og hafa uppi mótmæii. t gærdag stormuðu nemendur Hótel- og veitingaskóla tslands i ráðuneyti menntamála og af- hentu þar kröfugerð um bætta aö- stöðu skólanum til handa. Að sögn Ingvars Guömunds- sonar, formanns nemendaráðs, er skólinn að kalla húsnæöislaus, en fær leigða aðstöðu til sex mán- aða i senn á annarri hæð Hótel Esju. Er það húsnæöi alltof Htið, tækjaskortur mikill og aðstöðu- leysi nemenda við verklega kennslu óviöunandi. Nemendur feugu að sögn ágætarmóttökur hjáStefáni Ölafi Jónssyni, deildarstjóra, sem taldi núverandi menntamálaráðherra mun skilningsrikari á málefni skólans en forvera hans. Boðuðu nemendur ráðherra til fundar við sig næstkomandi mánudag. en þá hyggjast þeir hætta aö mæta i verklega kennslu i mótmæla- skyni. Allir þrir fagkennarar skólans, J»r á meöal skólastjórinn, hafa tilkynnt ráöuneytinu, að þeir muni leggja niöur vinnu næsta vor, verði ekkert aö gert. Muni þeir líta á áframhaldandi að- gerðaleysi sem uppsögn af hendi ráöuneytisins. -JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.