Vísir - 10.11.1981, Page 9

Vísir - 10.11.1981, Page 9
Þriöjudagur 10. nóvember 1981 VÍSIR FurOuiegum vinnubrðgðum f viiiandi skýrslu mótmæn Herra ritstjóri I tilefni af velviljaöri forystu- grein blaös yöar s.l. laugardag, gefst tækifaeri til aö koma hér á framfæri athugasemdum um skýrslu sem Rúnar B. Jóhanns- son hefur gert á vegum ríkis- endurskoöunar um Þjóöleikhús- iö, nefnt „stjórnsýsluendur- skoöun”. I forystugreininni eru nefnd flest þau atriöi, sem túlk- uö hafa verið sem „hörö gagn- rýni” á Þjóðleikhúsiö og fjöl- miölar hafa hent á lofti i góöri trú um. aö allt sé meö felldu i opinberu plaggi eins og hér um ræöir, og skal þetta nú rakið. ósæmileg vinnuaöstaða 1. „Fyrirhyggjuleysi um niöurrööun á æfinga- og sýningartimum”. Staöhæfingin er ekki studd rökum, hvorki aö þvi er varöar sýningar né æfing- ar. Tengist annars spurningu um mannahald. en i skýrslunni kemur fram, aö skrifstofufólk Þjóöleikhússins er hlutfallslega of fátt og vinnuaöstaöa þess ósæmileg. Niöurrööun æfinga og sýninga er fyrst og fremst verk- efni skipulags- eöa fram- kvæmdastjóra. Óskaö var eftir. aö til þess embættis væri stofnaö 1972, likt og er i flestum leikhúsum erlendis af svipaöri stærö og starfsemi en fékkst fyrst nú i ár, niu árum siöar. Arangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. 2. „Ekkert samræmi milli starfsáætiana og fjárhagsáætl- ana”. Þessi fullyröing lætur manni bjóöa i grun, aö skýrslu- höfundur hafi ekki kynnt sér fjárhagsáætlanir leikhússins vandlega. A þeim hefur t.d. ævinlega komið fram hlutfall hinna ýmsu starfsþátta sem er grundvallandi fyrir fjárþörfina, sömuleiðis i stórum dráttum hvert einstakt verkefni, sem fyrirhugað er. Aætlunum þess- um er skilaö á vorin og siöasti hluti þeirra kemst i gagniö tæp- um tveimur árum siöar! Þaö leiöir þvi af likum. aö ekki er hægt að gera nákvæma fjár- hagsúttekt á öllum verkefnum, áður en listræn tök leikstjórans hafa mótast og afstaöa hefur veriö tekin til þeirra krafna sem hannseturfram af þeim sökum, allra sist i þjóðfélagi óöaverö- bólgu. Stóryrðar ásakanir 3. „Stöðuigildi eru langt um- fram heimildir og lltið sem ekk- neöcminals I síðustu viku var f jallað í leiðara Visis um „stjórn- sýsluendurskoðun" rikis- endurskoðunar um Þjóð- leikhúsið. Ennfremur voru birtar fréttir úr skýrslunni. v Sveinn Einarsson þjóð- leikhússtjóri hefur sent blaðinu athugasemdir sínar um skýrsluna, sem hann telur villandi í meira lagi. Hrekur hann lið fyrir lið ýmsar full- yrðingar skýrslunnar. ert eftirlit er meö mætingum og vinnuafköstum”. Hvað stööu- Igildin snertir. getur þaö veriö skráningaratriði, hvaö telst stöðuigildi eöa ekki. Hvort rit- höfundur, sem kemur til starfa á launum i húsinu i hálft ár eöa eitt ár telst hafa stöðugildi, er ekki aöalatriöi, ef fyrir honum er ráöherraleyfi og þar fylgt eftir ákvæöi I landslögum. Ef 5 C-samningsleikarar fá um ákveöinn tima fastakaup, vegna þess þeir hafa þá á hendi fleiri en eitt hlutverk, þá er þaö bók- haldsatriði, hvort þeir teljast vera I stööugildi: þeir eru hvaö sem tautar og raular til vinnu komnir samkvæmt gildandi kjarasamningum, sem fjár- málaráðuneytiö hefur staðiö aö og meö fullri samþykkt þess. Einhver ókunnugur kann aö spyrja, hvaö leikhúsiö hafi viö C-samningsleikara aö gera. Þó ekki sé nema aö hafður sé i huga meðalaldur fastráöinna leikara, er augljóst aö þörf er t.d. fyrir yngstu leikarana. C-samningar hafa veriö viö leikhúsiö frá upp- hafi, likt og A- og B-samningar. Sjö starfsmenn eru á árs- samningi, gerðum meö sérstöku samkomulagi BSRB og fjár- málaráöuneytisins fyrir einum þremur árum, og hvers vegna sú samþykkt felur ekki I sér stöðuheimildir er mér ókunnugt um: þeir eru jafnfullgildir starfsmenn hússins fyrir þvi og hefur launamáladeild aö sjálf- sögöu aldrei borið á þaö brigöur. Einn starfsmaöur kom til vinnu i fyrra I veikindafor- föllum, en hefur nú látiö af starfi enda sá, sem veikur var kominn til starfa á ný. Hvers vegna leikstjórar hússins hafa ekki talist eiga stööugildi er mér ókunnugt um, en heimild til aö hafa leikstjóra á launum kom i samningum 1973. Tveir starfs- menn hafa fyrir vangá eöa at- huganaleysi tölvu falliö út, þó aö um heimilaöar stööur sé aö ræöa, en um þrjá starfsmenn er þaö aö segja, aö sótt hefur verið um stööugildi fyrir þá á hverju ári, eöa frá þvl litla sviöiö tók til starfa og er tilvera þeirra ekk- ert launungarmál, en ekki hefur veriö bætt viö einu einasta stööugildi þó aö þarna kæmi til nýtt leikhús eins og lögin frá 1978 segja til um. Ég furöa mig á þvi. aö skýrsluhöfundur skyldi ekki kanna betur máliö áöur en hann hóf á loft stóryrtar ásakanir. Hvaö mætingar og vinnuaf- köst snertir, þá lit ég svo á aö hér sé um ómakleg og móögandi ummæli 1 garö starfsfólks Þjóö- leikhússins aö ræöa. Og hvaö eftirlit meö mætingum áhrærir, þá gildir I leikhúsi þaö eftirlit, sem tekur fram hvaöa stimpil- klukku, sem er: leiksýning og leikæfing getur ekki fariö fram nema hver einasti hlekkur sé á sinum staö og meö vakandi og þá óvenjulegu einbeitingu. sem þessi sérstæði vinnustaöur krefst. Skemmtilegur vinnustaður 4. Skýrsluhöfundur eltir upp sögur um óánægju og firringu meöal starfsfólksins. Þeim, sem eitthvaö þekkja til leikhúsa, er ljóst, aö starfsandi og starfs- hugur gengur þar i bylgjum og hefuralltaf gert: meira aö segja getur veriö feikna góöur andi kringum eitt verkefni meöan á sama tima er minni innblástur I öðru verkefni og getur margt ráöiö. Skoðun flestra I leikhús- inu hygg ég vera þá.þó aö alltaf komi upp deilumál ööru hverju aö starfsandi I leikhúsinu sé oft- ast góöur og stundum ágætur, en sumum þykir leikhúsiö „mjög skemmtilegur vinnu- staöur” og fátitt menn leiti þaöan, séu þeir á annaö borö farnir aö vinna I húsinu. Þessi staöhæfing min er aö sjálfsögöu huglæg og ekki studd neinum rökum, fremur en staöhæfing skýrsluhöfundar sem ég skil þvi ekki aö hafi átt neitt erindi i skýrslu af þessu tagi.sem ætlaö er aö hafa hlutlægni aö leiöar- ljósi. Nema hún hafi veriö tekin meö til aö styrkja þá pólitik skýrsluhöfundar sem skýrslan snýst um I áróöursrit fyrir: svo- kallaö atvinnulýöræöi innan- hússfólks.sem menn eru nú viöa aö hverfa frá erlendis, t.d. á Noröurlöndum, vegna misjafnr- ar reynslu. 5. Um „einræöi þjóöleikhús- stjóra” er þetta aö segja: Af- staöa i öllum stefnumarkandi málum, öllu sem til nýbreytni horfir, öllu er snýr aö hlutföllum hinna ýmsu starfshátta, svo og verkefnaskrá er tekin i Þjóö- leikhúsráöi og er samstaöa um. Ekki er heldur valiö i verkefna- valsnefnd eitt einasta verkefni sem ekki er samstaöa um. 1 viku hverri eru a.m.k. þrir fundir til aö skipuleggja starfiö og útvikka grundvöll fyrir ákvaröanatöku. Þetta fyrir- komulag varö til I embættistiö undirritaös. Leiksýningar 6. Leikhús er sérstæöur og viökvæmur vinnustaöur og skýrsluhöfundur kemst á hálan is, þegar hann slær þvi fram, aö verkefni á stóra sviöi 1980 hafi verið „mjög illa valin eöa upp- færslurnar mislukkast”. Enn er ástæöa til aö spyrja, hvert skýrslugeröarmaöur hafi haldið aö væri hlutverk sitt? A árinu 1980 voru frumsýnd eftirfarandi verkefni: Astórasviöi: Náttfari og nakin kona, tveir einþáttung- ar eftir Feydeau og Dario Fo, Sumargestir eftir Gorkij, Smalastúlkan eftir Sigurö Guö- mundsson og Þorgeir Þorgeirs- son (frumflutningur) Snjór eftir Kjartan Ragnarsson (frum- flutningur), Könnusteypirinn pólitiski eftir Holberg, Nótt og dagur eftir Stoppard og Blindis- leikur (ballett) eftir Jón As- geirsson og Jochen Ullrich (frumflutningur). Alitla sviði: I öruggri borg eftir Jökul Jakobs- son (frumflutningur). ötaldaf eru svo tvær danssýningar Is- lenska dansflokksins, dagskrá á aldarafmæli Jóhanns Sigurjóns- sonar (á listahátiö), gestaleikir o.fl. Aöeins ein af þessum sýn- ingum fékk mjög vondar viötökur. einar þrjár þaö. sem mætti kalla misjafnar eöa þokkalegar, en allar hinar lof og sumar frábærar viötökur. Treystir skýrsluhöfundur sér aö kasta fram huglægum stór- oröum áfellisdómi á þeim grundvelli aö aösókn hafi ekki veriösú sama og áriö áöur (sem var metár: Stundarfriöur, Óvitar, A sama tima aö ári)? Ef svo er, veit hann minna um leik- hús en leyfilegt er þeim, sem faliö er aö útbúa svona skýrslu. Yfiryrmandi þrengsli Hér skal látiö staöar numiö. Af skýrslunni má einnig lesa aö fjárframlög til rekstrar leik- hússins hafa farið hlutfallslega lækkandi og ekki haldið I viö veröbólgu. þó aö þvi sé minna haldiö á lofti. Sömuleiöis heföi veriö i staö barnalegra full- yröinga um hiö listræna sviö fróölegt aö fá úttekt um þaö hvernig ný ákvæöi um vinnu- vernd og vinnutilhögun I lögum og kjarasamningum hafa áhrif á skipulag á svo sérstæöum vinnustaö sem leikhúsi, og hvernig skynsamlegt sé að mæta þeim breytingum, þaö heföi þó átt aö vera i verkahring skýrsluhöfundar. Loks er svo full ástæöa til aö taka undir orö leiöarahöfundar Vísis um fjár- svelti Þjóöleikhússins og hversu ósæmilegt sé aö láta hana drabbast niöur. Akveönar breytingar á byggingunni sjálfri sem stjórnvöldum hefur oft veriö bent á, myndu og gera reksturinn allan hagkvæmari og kaup t.d. á iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar myndu bæta úr þeim yfirþyrmandi þrengslum, sem nú rikja. Meö þökk fyrir birtinguna Sveinn Einarsson Brýnu hagsmunamáli slegiö á fresl aö óbörfu neöanmŒls Þaö hefur lengi verið baráttu- mál Hverfasamtaka fram- sóknarmanna i Breiöholti að fá tengingu milli Breiöholts og Ar- bæjarhverfis. Sá draumur er nú i sjónmáli þar sem bygging Höfðabakkabrúar er lokiö. En sá galli er á gjöf Njaröar aö borgaryfirvöld hafa slegiö á frest endanlegum frágangi viö vegarstæöi að brúnni og er ekki fyrirhugað aö ljúka þeim fram- kvæmdum fyrr en einhvern tima á næsta sumri. Meö þeirri ákvörðun frestast um nokkurt skeiö aö fólk i mannflestu hverf- um Reykjavikur fái notiö þeirr- ar samgöngubótar sem brúin óneitanlega veröur. Aö mati undirritaös er þessi töf bæöi ónauösynleg og óskyn- samleg. Ef þaö eru fjárhags- vandræöi sem tefja endanlegan frágang, má vel hugsa sér aö geröur veröi bráöabirgöavegur, sem nota mætti I vetur og þyrfti slik vegalagning ekki aö taka nema örfáar vikur. Ástæöur fyrir þvi aö undir- ritaöur leggur mikla áherslu á þessa framkvæmd eru einkum tvær. Sú fyrri stafar af öryggis- ástæöum og hin siöari af hrein- um hagkvæmnisástæöum. Umferðaröryggi A þaö hefur veriö réttilega bent, aö ekki megi mikiö út af bera til aö Breiöholtshverfi ein- angrist aö miklu leyti. þegar vetrarveöur skellur á meö litl- um eða engum fyrirvara. Er þá illt til þess að vita. aö útgöngu- og aökomuleiöir i Breiöholt skulu vera jafnlélegar og nú er. Eru mörg dæmi þess, aö örfáar vanbúnar bifreiðir stöövi alla umferö þúsunda fólks um lengri eða skemmri tima. Höföa- bakkabrú myndi veita mikiö öryggi undir slikum kringum- stæöum og m.a. gera borgar- starfsmönnum kleift aö annast snjóruöning viö góö skilyröi meö þvi aö beina umferö um Höföabakkabrú meðan snjó- ruöningur ætti sér staö á aöaj- leiöum. Um hagkvæmnisatriöiö er þaö aö segja.aö hundruö ef ekki þúsundir Breiðhyltinga þurfa á hverjum degi aö sækja vinnu I iðnaöarhverfin I Arbæ. Eins og sakir standa nú verður þetta fólk aö taka á sig óþarfa krók og aka fleiri kílómetra umfram þaö, sem þaö þyrfti, vegna þess að brúna vantar. A timum orku- sparnaöar þarf ekki aö tiunda hagkvæmni þess aö flýta fyrir þvfaö brúin veröi tekin i notkun. Vegna þeirra deilna.sem uröu um brúna á sinum tima, er rétt aö leggja áherslu á, aö borgar- yfirvöld tryggi ibúum Arbæjar- hverfis umferöaröryggi eins og mögulegt er. Þaö er skoöun undirritaös, aö brúin veröi i framtiöinni álitin mikil sam- göngubót fyrir bæöi hverfin, Breiöholt og Árbæ. Aitreð Þorsteinsson fyrr- um borgarfulltrúi gerir Höfðabakkabrúna í Reykjavík að umtalsefni og kvartar undan seina- gangi í þessu brýna hags- munamáli Breiðholts- og Árbæjarhverfis. Vekur hann athygli á þeirri miklu umferð sem nú er til og frá Breiðholti og telur brúna af fjöl- mörgum ástæðum vera mál málanna í umferð Reykvíkinga.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.