Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JANÚAR 2001 13 væntanlega við tölustafinn „0“, þar sem talan núll kom vissulega ekki inn í tilveruna árið 1740, heldur hefur hún alltaf verið til, sé hún á annað borð til. Tölustafurinn „0“ eða jafngilt tákn var notað skv. mínum heimildum meðal Forn-Egypta og Súmera og sennilega ann- arra fornra menningarþjóða eins og Kínverja og Maja, og var þá notað til að fylla upp í eyðu í nöfnum talna eða stærða (t.d. til að greina 101 frá 11). Varðandi upphaf orðsins „núll“ segir Gunn- ar það komið úr miðaldalatínu. Jafnvel þótt latínukunnátta mín sé ekki upp á marga fiska veit ég ekki betur en að orðið „nullus“ (sem er leitt af „ne“-, þ.e. ekki og „ullus“, þ.e. einhver) hafi verið til í klassískri latínu, þ.e. þeirri lat- ínu sem Rómverjar hinir fornu töluðu. Skv. heimildum mínum er orðið „núll“ dregið af ítalska orðinu „nulla“, sem er aftur dregið af latneska orðinu „nullus“, og innleitt sem þýð- ing, er náði útbreiðslu í Evrópu frá 12. öld, úr arabísku (sumir telja að Arabar hafi fyrstir orðið til að nota tölustafinn núll eða jafngildan tölustaf). Gunnar segir stærðfræðinga hafa sýnt fram á, hvorki meira né minna, að „stærðfræðilega séð geti núllið verið einn og einn verið núll“: „Fimm í fyrsta veldi er að sjálfsögðu fimm. Hvað er fimm í núllveldi? Að sjálfsögðu fimm. Er þá ekki einn sama sem núll? Jú, stærð- fræðilega séð.“ En „stærðfræðilega séð“ er fimm í „núllveldi“, þ.e. 50, ekki fimm, heldur einfaldlega 1. Það væri líka léleg stærðfræði, sem gæti sýnt að 0 og 1 séu ein og sama talan. Gunnar varpar fram þeirri spurningu, hvort tölur geti verið „takmarkaðar“. Ekki er ljóst hvað hann á við með þessu, en sennilega á hann við það hvort tölur séu óendanlega margar, vegna þess að hann segir „En hvað gerist eftir að við höfum notað tölu um allar þekktar stærðir, jafnvel þær stærstu? Er þá ekki enn hægt að margfalda þá tölu með tíu og svo áfram endalaust?“. Hvað er „þekkt stærð“? Sennilega er það einhver stór tölu- stafur sem einhver hefur hugsað sér. En segja má, að allar „stærðir“, þ.e. allar tölur, séu alltaf „þekktar“ (hvað nú sem átt er við með því), þ.e. við vitum um allar náttúrulegar tölur (þ.e. 1, 2, 3, ...) að þær eru til (við vitum að við getum alltaf bætt einum við hvaða stærð sem er, og haldið áfram eins lengi og við viljum). Í sjálfu sér er núll sem tala í rauninni ekk- ert leyndardómsfyllra en aðrar tölur, t.d. 1 eða -3 eða 2̂. Það sem er kannski leynd- ardómsfullt er hvað tölur almennt eru: um það hafa heimspekingar lengi deilt. En núll er aðeins einn liður í talnaröðinni ...-3, -2, -1, 0, 1, 2, 3, ..., og um það gildir það sama í stórum dráttum og um aðrar tölur. Núllið er ekki „upphaf allra talna, allra stærða, allra vega- lengda“, eins og Gunnar segir (þessi talsmáti gerir ráð fyrir einhvers konar „framleiðslu“ núllsins í tíma), alveg eins mætti segja að aðr- ar tölur séu upphaf núllsins (eða allar tölur séu upphaf hver annarrar), þar sem núllið er í rauninni rökrétt framhald þegar maður telur niður á við t.d. frá 3: 3, 2, 1, 0, -1, -2,... Auk þess gegnir tölustafurinn núll því hlutverki að gefa öðrum tölustöfum gildi í tíundarkerfinu, þ.e. t.d. til að greina gildi tölustafsins „1“ í „10“ (þar sem „1“ táknar tíu einingar) frá gildi hans í „100“ (þar sem „1“ táknar hundr- að einingar). Núll sem tala er í rauninni ekkert annað en stærðfræðileg sértekning, búin til í því skyni að uppfylla ákveðnar reglur stærðfræði (t.d. að 0+a=a, og 0*a=0, þetta er kannski það sem Gunnar á við með „núll og stærðfræði eiga samleið“) og talnakerfis þess sem við notum. Heimspekingar hafa deilt um það, hvort tölur séu til; sumir segja að þær séu ekkert annað en tákn sem lúta ákveðnum reglum (þó að ekki sé þar með sagt að tölu- stafurinn „0“ og talan 0 sé eitt og hið sama), aðrir segja að þær séu sértækir hlutir, t.d. mengi, og enn aðrir segja að þær séu form- gerðir er við notum til að koma skipulagi á veruleikann (þeim sem áhuga hafa á stuttri greinargerð um núllið sem mengi er vísað á grein mína um núll á vísindavef Háskóla Ís- lands). Ekki hafa þeir enn sæst á neina eina niðurstöðu. En „við erum alltaf á leiðinni“. Hér er ég sammála Gunnari. ER NÚLL NÚLL? E F T I R E R L E N D J Ó N S S O N Höfundurinn er heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands. S ÖR, SÖR, monní sör,“ segja þau og benda á magann. Krakkarnir hópast í kringum mig. Fríðleik- inn skín í gegnum skítug andlit- in. Augun eru biðjandi og aum- kvunarverður svipurinn kallar fram samúð. Þau grípa í hönd- ina á mér, toga í fötin eins og afæturnar sem stelast í agnið í djúpum árhyl. „Sör, sör, monní sör.“ Konur með ungbörn á handleggnum bætast í hópinn. Þær rétta fram höndina, benda á litlu börnin og upp í sig. Litlu krílin, varla nema nokkurra mánaða, eru líka farin að betla. Skyldi hjartað bresta og láta undan? Þegar litið er yfir hópinn er ekki hægt annað en velta því fyrir sér að láta nokkra rúpía af hendi. „Sorrí, nó monní, nó monní.“ Látiði mig í friði. Þau líta biðjandi á mig. Söngurinn heldur áfram. Það er farið að suða í eyrunum á mér. Mig fer að sundla. Ég harka af mér og loka augunum. Þetta er ekki raunveruleikinn. Mig hlýtur að vera að að dreyma. Suðið heldur áfram. Veruleikinn er ekki svona. Jú reyndar, það var búið að segja mér að þetta væri svona. Sjáðu það eru rikksjoar, hjól og bílar út um allt. Ökumennirnir flauta hver í kapp við annan til að komast áfram. Það eru köll og hróp. Það er verið að kalla á mig. Veifa til mín. Komdu til mín segja ökumennirnir. „Gúdd præs, gúdd præs.“ Hvert sem þú vilt fara. Ég bít á jaxlinn. Hristi höfuðið eins og til að losa meðaumkv- uninina úr kollinum. Horfi með ísköldum aug- um á hópinn sem hefur safnast í kringum mig. „Snautiði í burtu,“ segi ég hastarlega og banda frá mér með hendinni. Ég held áfram göngunni. Það er eins og hvíli ský yfir götunni. Lyktin er öðruvísi en ég á að venjast. Ég átta mig ekki alveg á því hvaðan hún kemur. Hún er bara ein- hvern veginn yfir öllu. Sambland af útblæstri frá bílum og rotnunarlykt. Hlandlykt. Getur það verið? Ég loka munninum og reyni að anda eins grunnt og ég get. Úff, er þetta hægt? Er hægt að lifa hérna? Þurfa ekki allir að fá súr- efni? Hvað nú? Ávaxtalykt, appelsínur, papaya, melónur, bananar. Rétt, það er verið að selja ávexti á gangstéttabrúninni. Við hliðina er sölu- maður búinn að raða bókum á teppi. Þar næst við, aðeins lengra, eru slæður, dúkar og fatn- aður til sölu. Allt lítur þetta mjög vel út og það er mikið um að vera. Karlar og konur, vel til fara, eru að skoða vörurnar og sumir eru að kaupa. Vá, þetta er svo sannarlega öðruvísi en allt annað sem ég hef séð fyrr. Ætli Guð hafi látið fólkið, bílana, vörurnar og allt það sem er þarna detta niður af himninum og það hafi fyrir tilviljun lent þarna? Samt er það svo skrýtið að það er eins og einhver skipulagning sé í allri óreiðunni. Miðað við svipbrigði fólksins er eins og flestir þarna séu ánægðir með sitt hlutskipti. Og þó. Þarna er fatlaður maður sem skríður um á fjórum fótum. Með sandala á hnjánum. Hann réttir fram hendina. Segir ekki neitt. Það fer ekki á milli mála hvers hann óskar. Skyldi ég vera sú félagsmálastofnum sem fátækir og illa komnir einstaklingar á Indlandi þurfa á að halda? Nei, það gagnast lítið og skammt að rétta fram nokkra rúpía til biðjandi fólksins. Það þarf miklu meira til og það þarf örugglega meira til en góðan vilja, samúð og nokkra rúpía. Skyldi ég halda það út í viku? Efinn læðist að mér. Af hverju var ég að koma hingað? Er ein- hver þörf á því að upplifa það með þessu fólki hvað lífið getur verið napurt og kuldalegt? Líka í þessari þægilegu veðráttu. Það er gott að koma til baka inn á hótelið. Í verndað umhverfi þar sem veröldin sýnist allt önnur en sú sem ég upplifði þarna úti á götu. Verðirnir við hliðið passa upp á að enginn óviðkomandi fari inn á hótellóðina. „Afternún sör,“ segja þeir og heilsa með því að lyfta hendinni upp að enni. Dyrnar eru opnaðar fyrir mig. Þjónarnir bugta sig og beygja. Á herbergisganginum eru tveir í „úní- formi“. Þeir eru svo dökkir á hörund að andlitin hverfa í rökkrinu. Þeir brosa og heilsa, „aftern- ún sör“, er allt í góðu lagi? Ég fer inn á her- bergið ánægður með að fá loksins að vera einn með hugsunum mínum. Ég verð að fá smátíma til að melta allt það sem ég hef upplifað í dag. Einn, loksins einn. Ekkert áreiti. „Ding, dong.“ Við dyrnar stendur annar þjónninn af gang- inum með blóm í vasa. „Blómin, herra. Ég set þau á borðið fyrir þig. Er ekki annars allt í lagi?“ „Jú, allt í góðu,“ segi ég og rétti honum tíu rúpía um leið og hann lokar dyrunum. Ég hengi merkið, „vinsamlegast truflið ekki“ utan á dyrnar. Skyldi það virka? Það er tími til kom- inn að fara í bað, skola af sér svitann og götu- rykið. En hugsanirnar og sumar óþægilegu til- finningarnar skolast ekki niður í bráð. SVIPMYND FRÁ INDLANDI Morgunblaðið/RAX Gamla Delhi. Dögun. Móðir og barn. E F T I R B I R G I F I N N B O G A S O N Höfundur er endurskoðandi. É G VIL byrja á því að þakka Gunnari Dal fyrir stór- skemmtilega og fróðlega grein um núllið í Lesbók Morgun- blaðsins 2. des. 2000, bls. 13. Í henni fer hann á flug í skáld- legum hugleiðingum um núllið og hlutverk þess í sögu manns- andans í gegnum tíðina og bendir á mörg at- hyglisverð atriði sem hafa mikið heimspeki- legt og hugmyndasögulegt gildi. En þótt ég hafi haft gagn og gaman af grein Gunnars fannst mér það draga mjög úr gildi hennar (eða er það kannski það sem gefur henni gildi, sveipar hana dulúðugum bjarma eða öllu heldur skugga?) að mér sýnist höfundurinn gegnumgangandi rugla saman fimm eða sex hlutum eða hugtökum: a) tölustafnum núll, þ.e. „0“ (eða samsvarandi tákni), b) tölunni núll, þ.e. 0, c) hugtakinu núll, d) hugtakinu „ekkert“ eða „enginn“, e) orðinu „núll“, f) því sem kallað er „tóm“ (þ.e. „ekkert“, á latínu „nihil“). Ég vona að Gunnar taki það ekki illa upp þótt ég geri grein fyrir þessari skoðun minni og leiðrétti mig ef hann telur tilefni til, en telji mig ekki aðeins „þrætuspeking“. Gunnar talar um núllið sem „tómið“ (sem getur verið í eðlisfræðilegum skilningi, þ.e. tómarúm, eða frumspekilegum, einhvers kon- ar „ekkert“). Sem tala er núll auðvitað ekki „tóm“, þar sem hún er eitthvað (hvað er hún? Sjá neðar). Hins vegar er núll fjöldatala (þ.e. sú tala sem segir til um fjölda staka eða ein- inga mengis eða hóps) allra hópa eða mengja sem hafa ekkert stak, eru „tóm“. Reyndar er aðeins til eitt slíkt mengi, nefnilega tóma- mengið, sem mætti kannski með réttu kalla „tóm“. „Núllið er ekki neitt“, „núllið er ekki- veran“, segir Gunnar, en hér ruglar hann saman tölunni núll og því mengi, þ.e. tóma- menginu, sem talan núll er fjöldatala á. Núllið kom „afar feimnislega inn í tilveruna árið 1740“, segir Gunnar líka, en þar á hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.