Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JANÚAR 2001 V ÍNARBORG tók vel á móti rýninum óguðlega árla morguns og á upplýsinga- miðlun járnbrautarstöðvar- innar var honum strax út- veguð gisting á Mariahilfe- strasse. Þangað skundað með töskuna í eftirdragi sem var lítill labbitúr og létt verk. Óvanir eru iðu- lega dálítið eftir sig að lokinni næturlangri lestarferð þótt svefnvagn sé tekinn og síður undirbúnir í skoðunaferðir. Er þá bagalegt að komast ekki inn í herbergi sitt fyrr en klukkan 2 eftir hádegi, klukkutíma svefn og sturtubað gerir hér kraftaverk. Að loknum árbít á hót- elinu ákvað ég því að rölta óskipulega um borg- ina og átta mig á henni. Kortið sagði mér að Maríuhjálparstræti gengi þvert í gegnum hana með Schönbrunn-höllina lítinn spöl frá enda hennar ofan til en safnahverfið, Hofburg og Stefánsdóminn í næsta nágrenni neðan til, einfaldara gat það trauðla verið. Ákvað að halda í átt til safnahverfisins og það var langur gangur þar sem margt bar fyrir augu enda um eina aðalverslunargötuna að ræða. En engin smáatriði hér, einungis mögu- legt að tæpa á því markverðasta er fyrir augu bar. Dónárborgin vitaskuld nafnkenndust sem borg tónanna en enginn skyldi vanmeta hana þegar sjónmenntir eru annars vegar, hún er ekki einasta fögur heldur þróaðist þar á tíma- bili merkilegur skóli í myndlist og listiðnaði og áhrifa hans sér víða stað í Evrópu. Vínarverk- stæðið svonefnda, sem arkitektinn Josef Hoff- mann og málarinn Koloman Moser stofnuðu með fulltingi iðnaðarfurtans Fritz Wärndorfer 1903 og starfrækt var fram undir seinni heims- styrjöldina, eitt hið markverðasta í myndlist, hönnun og listhandverki á tímabilinu. Þessi mjúki skreytikenndi liststíll aftur kominn á oddinn eftir að hafa verið í bakgrunni lengi, gott ef ekki útskúfað, markar skil nákalds tækniheims og gerviefnaiðnaðarins. Hin skyn- ræna háþróaða fagurfræði sem menn kepptust við að afneita risin upp úr öskustó. Tíminn læt- ur ekki að sér hæða hvað breytilegt mat á list- um áhrærir, hvernig sem allir kenningarsmið- ir hamast og ólmast, og er tuttugasta öldin sú umbrotamesta frá því sögur hófust. Hin snjalla rökfræði Adolfs Loos, höfuðandstæðings skreytistílsins, sem hafði trausta kjölfestu þegar hún kom fram og menn geta enn dáðst að fyrir röksnillina, hefur misst flugið þótt í sjálfu sér hafi hún engan veginn tapað gildi sínu. Ekki hafði ég alveg lokið mér af varðandi Gustav Klimt í grein minni sem birtist í Les- bók 18. nóvember, af gnótt heimilda að sækja í, en hyggst litlu bæta við hér. Hins vegar virðist ég hafa ratað í öfugsnúna frásögn varðandi samband hans við þá nafntoguðu konu Ölmu Mahler-Werfel þótt í þeim kunni að leynast sannleikskorn, hér mun móðir hennar örlaga- valdur. Til að ýta ekki undir ranghugmyndir þykir mér rétt að birta hér nær orðrétta tvo smákafla úr æfisögu hennar sem ég var að fletta í yfir hátíðirnar. Efalaust traustari heim- ildagrunnur auk þess að bregða réttara ljósi á aðstæður og listamanninn. …Hann var bundinn í báða skó á hundrað stöðum: af konum, börnum, jafnvel systrum sínum, sem af ást til hans urðu óvinir. Og þó hélt hann á eftir mér þegar hin svonefnda fjöl- skylda mín dvaldi á Ítalíu 1897. Hann skaut upp kollinum alstaðar þar sem við héldum til. Og svo vorum við öll í Genúa, fjölskyldan, og eltingarmaður minn Klimt. Þar var ást okkar á grimmilegan hátt fyrirgerð af móður minni. Hún braut drengskaparorð og rannsak-aði daglega dagbækur mínar, þarsem gat meðal annars að lesa aðKlimt hafði kysst mig! Nú var Klimt stranglega fyrirboðið að mæla yfirhöfuð við mig orð. Í mannmergðinni og ysnum á Mark- úsartorginu í Feneyjum tókst okkur þó að skiptast á nokkrum, og þar sór hann að fórna öllu fyrir mig, það var líkast leynilegri trúlof- un. Svo vorum við aftur í Vínarborg og ég var mánuðum saman komin á fremsta hlunn með að fremja sjálfsmorð og tók að lifa lífinu sem kona. Klimt reyndi hvað eftir annað að nálgast mig en lífsvilji minn var brotinn. Honum get ég þakkað mörg tárin sem féllu en siðgæði tím- anna og hið svonefnda góða uppeldi mitt hafði fyrirgert fyrsta ástarundri mínu. Hlustaði ekki á beiðnir hans um að koma á vinnustofuna en svo oft sem við sáumst sagði hann töfra mína stöðugt hafa sterkari áhrif á sig, sjálf tók ég að skjálfa er ég sá hann. Mörgum árum seinna mæltist honum svo, að við hefðum allt lífið ver- ið að leita hvort að öðru en í raun aldrei fundið. Gustav Klimt dó 3. febrúar 1918. Meðhonum hverfur stór hluti æskuminnar úr lífi mínu. Hve ég skildihann á árum áður! Og ég hef aldrei hætt að elska hann – sannast sagt í mjög breytilegu formi… Í dag, 6. febrúar, liggur hann stilltur og nár – ekkert hrærist meira í honum né í kringum hann. Að hann skuli vera dáinn fæ ég ennþá ekki skilið. Hann var óend- anlega fínn litameistari. Stóru myndunum fyr- ir háskólann var hafnað. Þær voru of nútíma- legar, of öðruvísi, í einu orði: of mikilvægar. Þessar risamyndir eru það markverðasta sem hann málaði. Menntun hans var lítil. Hann kom frá örsnauðu heimili en gekk alltaf með Guðlega gamanleikinn og Fást í frakkavasan- um. Listskilningur hans var mikill. Landslagið hjá honum varð með tímanum flatt, það er að segja svipað glitvefnaði og loftlaust, þó líkast eðalsteinum í litbrigðum… Eftir að hafa þrætt Maríuhjálparstræti á enda og reikað um stund í nágrenni aðseturs- hallarinnar (Hofburg) stóð ég skyndilega fyrir dyrum Listsögusafnsins. Freistingin var of stór og fyrr en varði var ég farinn að skoða hið mikla og víðfræga safn. Eftir að hafa dáðst að málverki Rafaels, Madonna á enginu, í hægri álmunni sem hafði firna sterk áhrif á mig, ásamt mörgu öðru, flutti ég mig yfir í þá vinstri og þar voru Bruegel-feðgarnir þeir miklu hrif- valdar sem allt yfirgnæfðu. Alla tíð hefur mér þótt málverk Pieter Bruegel eldri (1425/30- 1569), Veiðimenn á heimleið, janúar 1565, 117x162, eitt af undrum málaralistarinnar, er líkast sem hún þrífi skoðandann með sér inn í myndrýmið einn bjartan vetrardag fyrir margt margt löngu. Og tali maður um tíma og rými er af mikilli auðlegð að taka, myndbygg- ingin og fjarvíddarskynið snilld. Þó brá mér nokkuð, myndin til muna stærri en ég átti von á og áhrif hennar til muna kynngimagnaðri en í litmyndum í bókum, ekki síður en hvað Madd- onnu á enginu varðar. Bruegel-snillingarnir þrír voru þarna allir ríkulega kynntir innst í álmunni og þótt ekki væri fleira til sýnis í allri þessari miklu byggingu stæðu þeir einir undir ferð til Vínarborgar. Og þrátt fyrir að gnótt væri um verk eftir snillinga málaralistarinnar í bak og fyrir á safninu er þetta mér minnis- stæðast, en vel að merkja eftir bara eina yf- irferð, og að auki var ein hæðin lokuð. Það er ekki oft sem ég hitti á landann á söfn- um ytra og verð alltaf jafnhissa. Er hér til frá- sagnar, að er ég, hálfringlaður eftir þess yf- irþyrmandi upplifun, var á vakki á göngunum kemur kunnuglegt par á móti mér, Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og Valgerður Dan leik- kona, og ræddi við þau smástund. Það fyrsta sem Þorsteinn segir við mig og er mikið niðri fyrir var; ertu búinn að sjá Bruegel! Daginn eftir urðum við enn meira hissa er fundum okkar bar saman á Klimt-sýningunni, hvað þá þriðja daginn á Listiðnaðarsafninu en þá lá við að hárin færu að rísa á höfði mér. Það er skemmtilegur gangur niður hall-argarðinn frá efri til neðri Belvedere enþar er til húsa merkilegt safn af aust-urrískri barrokklist þótt ekki sé það viðamikið. Vekja tíu svipbrigðamyndir þýska myndhöggvarans Franz Xaver Messerscmidt (1736-1783) óskipta athygli en ég hafði þó séð þær allar áður á sýningu í Frankfurt. Mess- erscmidt, sem var menntaður í Vín og vann þar að verkefnum fyrir hirðina, var margt til lista lagt en er þekktastur fyrir áherslur sínar á andlitsföll, þar var hann í sérflokki hvort held- ur það væru kostulegir karikatúrskúlptúrar eða styttur af kóngafólki, til að mynda hinnar blíðlegu Maríu Teresíu sem drottningu Ung- verjalands. Annað sem ég tók eftir á safninu voru margir árgangar af listtímaritunum Belvedere og Parnass sem til sölu voru í korta- og minjagripasölunni og veglegri hef ég naum- ast séð slík um dagana. Allt í senn fín hönnun, prentuð á úrvals pappír, prýdd mörgum frá- VÍNARBORG Pieter Bruegel, Heimferð veiðimannanna, olía á léreft 117 x 162, (janúar) 1565. Gersemar Vínarborgar eru margar eins og allir vita sem til þekkja. Hallirnar Belvedere og Schön- brunn víðfrægar fyrir reisn og fegurð. Listasöfnin mörg og rómuð, gnægtarbrunnur fagurkera, og ekki er húsagerðarlistin síðri. Stefánsdómurinn, þó einkum hverfið umhverfis hana, segull sem dregur fjöldann til sín og aldrei sefur. BRAGI ÁSGEIRSSON drepur hér á eitt og annað sem fyrir augu bar á flandri um borgina á liðnu hausti. Minnismerki um tónskáldið Robert Stolz í Borgargarðinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.