Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JANÚAR 2001 7
En seinast, þegar eyðublöðin entust mér ei lengur,
hvað átti ég þá framar við skrifstofu að gera?
Með kærri þökk fyrir viðskiptin ég kunngerði eins og
gengur,
að cand. jur. Tómas Guðmundsson væri hættur
að praktisera.
Í gamankvæðunum hendir Tómas einna
helst gaman að sjálfum sér og lítur þá gjarnan
til baka og gerir góðlátlegt grín að ungæð-
ishætti sjálfs sín og vina sinna, ekki síst í ást-
armálum og háleitum skáldadraumum.
Í Stjörnum vorsins er einnig að finna ljóð
sem jafnvel má flokka sem pólitísk ádeilu-
kvæði, þótt Tómas hafi yfirleitt verið frábrugð-
inn því að gera ljóðlistina að vettvangi dæg-
urþrassins og stjórnmálanna. Hér má nefna
kvæðið „Jerúsalemsdóttir“ þar sem ráðist er
að kynþáttahyggju nazismans. Gegn sömu
mannhatursstefnu snerist hann víða í óbundnu
máli.
Áður hefur verið minnst á ljóðabókina Fljót-
ið helga (1950) en í þeirri bók kveður við dekkri
tón en áður í ljóðum Tómasar og mun það hafa
orsakast öðrum þræði af þeirri trú hans að
bókin yrði hans síðasta, enda hafði heilsa hans
verið í hættu á þeim tíma sem hann vann að
bókinni. Feigðargrunurinn er áleitinn í mörg-
um ljóðanna, sem sum hver eru máttug og
djúphugul íhugun um tímann og eilífðina sem
eru tákngerð í hinni yfirskipuðu mynd bók-
arinnar: Fljótinu sem vísað er til í titlinum.
Þá er enn ónefnd gullfallegur ljóðabálkur
Tómasar sem hann orti út frá Mjallhvítaræv-
intýrinu og gaf hann sögunni almenna skír-
skotun í ljóðum bálksins sem er snilldarlega
ortur í alla staði.
Það fór þó ekki svo að Fljótið helga yrði síð-
asta ljóðabók Tómasar. Hann fékkst þó að-
allega við skrif í óbundu máli næstu tvo áratug-
ina og birti ótal sögulega þætti og ritgerðir um
skáld og listamenn, skrifaði ævisögu Ásgríms
Jónssonar málara og fékkst við þýðingar. Árið
1977 kom síðan út síðasta ljóðabók hans, Heim
til þín, Ísland. Bókin hefur meðal annars að
geyma fjölda hátíðarljóða, svo og ættjarðar-
ljóða og er það mat manna að í þeim ljóðum
Tómasar hafi íslenska ættjarðarljóðið gengið í
endurnýjun lífdaga. Titilljóð bókarinnar er ort
í tilefni af þjóðhátíðarárinu 1974 og flutti
skáldið ljóðið á þjóðhátíðinni á Þingvöllum í
júlí 1974.
„Fegurðardýrkandi án samnínga“
Þeir sem ritað hafa um ljóðlist Tómasar
Guðmundssonar hafa flestir lagt áherslu á þá
miklu endurnýjun ljóðmálsins sem skáldskap-
ur hans býr yfir og þarf enginn að velkjast í
vafa um réttmæti þeirrar áherslu. Einnig hef-
ur verið bent á sterkt innra samhengi höfund-
arverks hans sem lesendur geta sannreynt
með því að lesa heildarsafn ljóða hans frá upp-
hafi til enda. En þótt samhengið sé sannarlega
fyrir hendi vekur ekki síður eftirtekt sú mikla
fjölbreytni sem ljóðasafnið í heild býr yfir og
ég vænti að hafi komið fram í þessari sam-
antekt.
Tómas Guðmundsson ræktaði íslenskt mál á
nýskapandi hátt og náði í þeirri viðleitni sinni
einstökum árangri. Matthías Johannessen (og
aðrir) hafa líkt honum við Jónas Hallgrímsson
því báðum tókst þessum skáldum að laga
skáldmál sitt að málfari síns tíma með ein-
stökum árangri. Matthías segir: „Og báðir lað-
ast að nýjum viðfangsefnum, slá nýja tóna á
gamla hörpu. Uppruni þeirra, viðhorf og
menntun er af sama toga. Og þá ekki sízt virð-
ingin fyrir vönduðum vinnubrögðum. Mestar
kröfur gera þeir báðir til sjálfs sín. Milli þess-
ara ljóðskálda liggur silfurþráður tveggja alda:
fegurðin ofar hverri kröfu, listræn vinnubrögð,
nýsköpun. Halldór Laxness setur fram svip-
aðar skoðanir á ljóðagerð Tómasar í dómi sín-
um um Fögru veröld: „Hann er fegurðardýrk-
andi án samnínga, form hans er inntak hans,
heimur hans alt það sem samrýmist kröfum
ljóðsins, og það eitt, – jafnvel svo að skynjunin
nálgast dulhygli. Mál hans er yfirleitt vandað
og hreint, stundum svo dýrt að undrum sætir.“
Á aldarafmæli skáldsins hvet ég lesendur til
að endurnýja kynni sín af ljóðum Tómasar eða
láta verða af því að kynnast þeim í fyrsta sinn;
af þeim kynnum ættu flestir að hafa mikla
ánægju.
Morgunblaðið/Ólafur K. MagnússonBorgarskáldið í hjarta borgar sinnar, við gatnamót Lækjargötu, Austurstrætis og Bankastrætis.
Höfundur er bókmenntafræðingur og gagnrýnandi
á Morgunblaðinu.
„Það sem Tómas hefir fyrst og fremst gert
til endurnýjunar íslenzku skáldamáli er að
skapa töluðu máli, eins og það er borgarleg-
ast, persónulegan skáldskaparstíl og í ann-
an stað að gæða rómantískt, hefðbundið
skáldamál mýkt, hrynjandi og nálægum tón
talaðs máls. Hvort tveggja er ómetanlega
mikils virði, en þó er hið fyrra enn nýstár-
legri uppgötvun í íslenzkum skáldskap.
Borgarbúar tala öðruvísi en sveitafólk og
jafnvel smábæjafólk. Því valda augljóslega
ólíkir lifnaðarhættir, náin samvinna mikils
fjölda manna, fjölbreytt líf og einkum meira
samkvæmislíf. Sú sérstaka siðmenning, sem
skapast í borgum, átti ekki fyrr sjálfstæða
rödd í íslenzkri ljóðagerð, nema sem berg-
mál frá erlendum stórborgum, þar sem ís-
lenzk skáld höfðust við.
(Kristján Karlsson, „Um ljóðagerð Tóm-
asar Guðmundssonar 1961“.)
Nálægur tónn talaðs máls
„Við, sem höfum lært að líta á Fögru veröld
Tómasar Guðmundssonar og önnur ljóð
hans sem þátt í listrænu uppeldi okkar, allt
frá því að við vorum í barnaskóla, eigum
kannski erfitt með að átta okkur á, hve ný-
breytni hennar var í raun og sannleika mik-
il, þeim hlýja blæ, sem hún bar með sér inn í
íslenzkt menningarlíf. Þess vegna verðum
við líka að gera okkur ljóst, að það þurfti
hugrekki til að yrkja eins og Tómas gerði á
fjórða tug aldarinnar og síðar. Þau skáld
eiga, þegar á allt er litið, mestan heiður skil-
inn, sem ekki gleyma listrænu hlutverki
sínu, hvernig sem vindarnir láta; hve fljótt
fyrnist ekki eða brennur í eigin eldi það, sem
háværast er og trúast þjóðfélagslegum kröf-
um um þjónustu ljóðsins við stundarkenn-
ingar stjórnmálanna.“
(Jóhann Hjálmarsson, Íslenzk nútíma-
ljóðlist 1971.)
Hugrekki
„Í stað þess að yrkja um sögu Reykjavík-
ur og afsaka nútíð hennar, yrkir Tómas
bæði fagnandi lofsöngva og ástúðlega
gagnrýni um borgina eins og hún er. Og
hann yrkir ekki einungis um þá nýju ís-
lenzku fegurð, sem stræti hennar, höfn,
malbik og garðar hafa að geyma, heldur
einnig um athafnalíf hennar, örlög og
hætti bæjarbúa. Segja má, að tími hafi
verið til kominn og að Tómas hafi komið á
réttum tíma. Reykjavík var um það bil
orðin borg og þurfti að mynda sér hug-
myndir um sjálfa sig. Eins og hjá ung-
lingi á gelgjuskeiði voru hugmyndir henn-
ar um útlit sitt dálítið óvissar. Hvað var
þá meira virði en uppgötva hreina nýja
fegurð í því sem helzt þótti ábótavant í
nýrri stórborg?
(Kristján Karlsson, „Um ljóðagerð
Tómasar Guðmundssonar 1961“.)
Tómas kom á réttum tíma