Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JANÚAR 2001 MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýn- ing opin þri.–fös. kl. 14–16 til 15. maí. Borgarbókasafnið, Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15.: Handrit og bækur Tómasar Guðmundssonar og fleiri Reykjavíkurbækur og útprentuð borg- arljóð. Til 27. jan. Galleri@hlemmur.is: Hekla Dögg. Til 7. jan. Gallerí Geysir, Hinu húsinu, Ingólfs- torgi: Jólasýning. Til 6. jan. Gallerí Sævars Karls: Helgi Þorgils Friðjónsson. Til 25. jan. Gallerí Tapas: Haukur Dór. Til 10. jan. Gerðarsafn: Samsýning sex málara. Birgir Snæbjörn Birgisson, Ed Hodg- kinson, Jóhann Ludwig Torfason, Peter Lamb, Sigríður Ólafs- dóttir og Þorri Hringsson. Til 21. jan. Hafnarborg: Jólakortasýning grunn- skólabarna. Sýning 6–10 ára barna úr Litla myndlistarskólanum í Hafnarfirði. Til 7. jan. Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugs- dóttir. Til 19. feb. Ingvar Helgason hf.: Ljóðmyndasýn- ing. Ólafur Oddsson ljósmyndari og Sig- mundur Ernir Rúnarsson skáld. Til 10. jan. Listasafn Íslands: Úr safnaeign. Til 15. jan. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Verk í eigu safnsins. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Samsýning. Undir bárujárnsboga. Til 7. jan. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstað- ir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. AREA 2000. Samsýning á samtímalist frá Suður Afríku. Til 7. jan. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Sigríð- ur Ólafsdóttir. Til 16. jan. MAN-sýningarsalur, Skólavörðustíg 14: Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttr frá Munkaþverá. Til 15. jan. Skaftfell, Seyðisfirði: Jón Óskar. Til 15. jan. Skálholtskirkja: Teikningar Katrínar Briem. Til 1. feb. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Laugardalshöll: Vínartónleikar. Kl. 17. Sunnudagur Hafnarborg: Arnaldur Arnarson, gítar, Sif Tulinius, fiðla, Júliana Elín Kjart- ansdóttir, fiðla, Margrét Hjaltested, lág- fiðla og Ásdís Arnarsdóttir, selló. Kl. 17. Salurinn, Kópavogi: Við slaghörpuna. Jónas Ingimundarson Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Sesselja Krist- jánsdóttir mezzósópran, Garðar Thór Cortes tenór og Ágúst Ólafsson baritón. Kl. 22. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Eva Mjöll Ingólfs- dóttir, fiðla og Svetlana Gorokhovich, pí- anó. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Horfðu reiður um öxl, lau. 6., sun. 7., fös. 12. jan. Borgarleikhúsið: Abigail heldur partí, lau. 6. jan. Skáldanótt, lau. 6. j an. Móglí, sun. 7. jan. Öndvegiskonur, fim. 11. jan. Loftkastalinn: Á sama tíma síðar, fim. 11. jan. Iðnó: Sýnd veiði, lau. 6., fös. 12. jan. Trúðleikur, sun. 7., fim. 11. jan. Kaffileikhúsið: Missa Solemnis, lau. 6. jan. Eva, þrið. 9. jan., fös. 12. jan. Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysingarn- ir, fös. 12. jan. Leikfélag Akureyrar: Gleðigjafarnir, lau. 6. jan. Tveir misjafnlega vitlausir, lau. 6. jan. Möguleikhúsið: Lóma...., þrið. 9. jan. Völuspá, þrið. Snuðra og tuðra, fim. 11. jan. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvu- pósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING/ LISTIR N Æ S T U V I K U ÞESSA skemmtilegu veggmynd af konu að dusta brauðmylsnu úr dúk má sjá utan á byggingu í bænum Clermont l’Herault í Frakklandi. Bærinn er í Languedoc-héraðinu, norður af Miðjarðarhafshafnarbænum Sete, en þar má oft á tíðum sjá svipaðar veggmyndir af fólki í fullri stærð utan á veggjum húsa. AP Hússtörf unnin á húsvegg BREKKUKOTSANNÁLL Halldórs Laxness var nýlega tekinn til umfjöllunar í Times Liter- ary Supplement (TLS), bókahluta breska dag- blaðsins Times. Verkið sem út kom á ensku í þýðingu Magnúsar Magnússonar undir heitinu „The Fish Can Sing“ hlýtur ágætis dóma hjá gagnrýnanda blaðsins sem segir bókina ekki síður fjalla um tengsl Íslendinga við umheim- inn á miðri 20. öldina en á þeirri 19. sem er sögusvið verksins. „Halldór Laxness gerir sér efnivið úr ein- angrun Reykjavíkur á 19. öldinni. Íslendingar eru gamaldags, bráðlyndir og skortir tilfinn- ingasemi. Þeir bera virðingu fyrir gömlum gildum en gera sér á sama tíma grein fyrir að heimurinn er að breytast,“ segir í umfjöllun blaðsins. Þýðing Magnúsar er að mati gagn- rýnandans góð og telur hann enska heiti Brekkukotsannáls, Fiskarnir geta sungið, þá vera lýsandi fyrir þær breytingar sem eigi sér stað í íslensku þjóðfélagi á þessum tíma. „Áherslan er á þróun Íslands frá fiskveiðiþjóð yfir í menningarþjóð og er alþjóðlegt orðspor einnar sögupersónunnar, Garðars Hólms, lýs- andi fyrir þetta.“ Brekkukotsannáll einkennist þá að mati Times af þeirri íróníu og gamansemi sem gjarnan einkenni verk Laxness. Höfundurinn skemmti sér gjarnan á kostnað þeirra sem klífa upp metorðastigann og leitast við að vera í náðinni hjá Dönum. „Þessi litli heimur sem hann skapar er minni en smábærinn Reykjavík og er staður þar sem ótrúlegir atburðir eiga sér stað – þar sem fisk- arnir geta í raun og veru lært að syngja. Þessir atburðir virðast þó með öllu trúverðugir og er það að hluta til vegna frásagnarstíls aðalsögu- persónunnar Álfgríms og sökum þeirrar elsku sem einkennir frásagnir af ýmsum sérvitring- um sem söguna skreyta,“ segir gagnrýnandi Times og lýkur dómi sínum á orðunum „fisk- arnir verða að læra að syngja því allar framfar- ir kosta sitt.“ BREKKUKOTSANNÁLL TIL UMFJÖLLUNAR HJÁ TIMES Í BRETLANDI LÍTILL HEIMUR ÓTRÚLEGRA ATBURÐA Halldór Laxness Magnús Magnússon NATHALIE Jacqueminet hefur verið ráðin sérfræðingur lista- verka- og sýningadeildar Lista- safns Íslands frá 1. janúar, 2001. Nathalie er fædd í Frakk- landi, en er íslenskur ríkisborg- ari og hefur búið hér og starfað í rúman áratug. Hún hefur meðal annars starfað sem forvörður við Lista- safn Íslands og kennt varð- veislu listaverka við Listahá- skóla Íslands. Einnig hefur hún kennt listasögu við Alliance Francaise í Reykjavík. Nathalie hefur B.A. próf í listasögu, auk masters-gráðu í forvörslu, með málverk sem sér- grein, frá Sorbonne-háskólanum í París. Einnig hefur hún lokið Dipl- ome d’etudes superieurs de l’Ecole du Louvre í Paris, með listasögu 19. og 20. aldar og safnfræði sem sérgrein. SÉRFRÆÐINGUR LISTA- VERKA RÁÐINN TIL LÍ Nathalie Jacqueminet ZADIE Smith, höfundi skáldsögunnar White Teeth, eða Hvítar tennur, voru nú í vikunni veitt Whitbread- verðlaunin fyrir bestu frum- raun rithöfundar. Bók Smith, sem ekki er nema 25 ára gömul, hefur vakið umtalsverða athygli og var hún m.a. einnig tilnefnd til Booker verðlaunanna. „White Teeth“ þykir veita góða mynd af lífi sögupersónanna – tveggja fjölskyldna sem flust hafa til London frá Indlandi og Jamaica. Að mati dómara Whitbread verðlaunanna skaraði „White Teeth“ fram úr og sögðu þeir bókina, „ef til vill þá bestu er skrifuð hefur ver- ið um London í lok 20. aldar.“ Auk Smith hlaut Matthew Kneale, sem einn- ig hafði verið tilnefndur til Booker verð- launanna, viðurkenningu fyrir skáldsögu árs- ins „English Passengers“ – sögu um leit að aldingarðinum Eden á 19. öld. Þá var John Burnside verðlaunaður fyrir Ljóðabók ársins „The Asylum Dance“ og Lorna Sage hlaut ævi- söguverðlaunin fyrir æviminningar sínar. Verk höfundanna fjögurra koma nú öll til greina sem Whitbread-bók ársins og verða þau verðlaun veitt 23. janúar n.k, en sl. fjögur ár hafa verðlaunin verið veitt fyrir ljóðabækur. Zadie Smith hampað Whitbread-verðlaunin London. Daily Telegraph. LÖGREGLAN í Svíþjóð handtók nú í vikunni fimm menn er grunaðir eru um að eiga aðild að þjófnaði á þremur málverkum er stolið var úr listasafni í Stokkhólmi 22. desember sl. Fjórir mannanna voru handteknir á mið- vikudag, en sá fimmti seint á fimmtudags- kvöldið og að sögn sænsku lögreglunnar er eins manns enn leitað í tengslum við ránið. Verkin sem eru eftir franska listamanninn Auguste Renoir og hinn hollenska Rembrandt eru metin á hundruð milljóna króna. Þau eru þó enn ófundin þótt sænska lögreglan kveðist þess fullviss að verkin séu enn í Svíþjóð. Málverkaþjóf- arnir fundnir? ♦ ♦ ♦

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.