Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JANÚAR 2001
MYNDLIST
Árnastofnun, Árnagarði: Handrita-
sýning opin þri.–fös. kl. 14–16. Til 15.
maí.
Borgarbókasafnið, Grófarhúsinu,
Tryggvag. 15: Handrit og bækur Tóm-
asar Guðmundss. Til 27. jan.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Íslensk
myndlist um aldamót. Bragi Ásgeirs-
son, Daði Guðbjörnsson, Guðbjörg
Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjáns-
dóttir, Karólína Lárusdóttir, Pétur
Gautur Svavarsson, Soffía Sæmunds-
dóttir, Tryggvi Ólafsson og Þorgerður
Sigurðardóttir, Guðrún Halldórsdóttir,
Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir,
Kristín Guðjónsdóttir og Magnús Þor-
grímsson. Til 28. jan.
Gallerí Reykjavík: Myndbönd mánað-
arins. Til 28. jan.
Gallerí Sævars Karls: Pétur Halldórs-
son. Til 15. feb.
Gerðarsafn: Ljósmyndasýning Ljós-
myndarafélags Íslands og Blaðaljós-
myndarafélags Íslands. Til 11. feb.
Gerðuberg: Eggert Magnússon næf-
isti. Til 18. feb.
Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugs-
dóttir. Til 19. feb.
Kooks 00, Bankastræti 0: Finna B.
Steinsson. Til 31. jan.
Listasafn Akureyrar: Margmiðlunar-
sýningin DETOX. Til 2. mars.
Listasafn ASÍ: Ásmundarsalur og
Gryfja: Anna Jóa. Arinstofa: Úr eigu
safnsins. Til 28. jan.
Listasafn Íslands: Gerhard Richter,
Rúrí og Jón Stefánsson. Til 18. feb.
Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar-
safn: Páll Guðmundsson og Ásmundur
Sveinsson. Til 29. apr.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús:
Frásagnarmálverkið. Verk frá 1961–
1999. Valerio Adami, Peter Klasen,
Jacques Monory, Hervé Télemaque,
Bernard Rancillac og Erró. Sófamál-
verkið. Til 25. mars. Roberts Dell í úti-
portinu. Til 20. mars.
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstað-
ir: Gullpensillinn – samsýning 14 lista-
manna. Til 24. mars. Austursalur.
Myndir úr Kjarvalssafni.
Norræna húsið: J.P. Gregoriussen
arkitekt. Til 12. feb.
Nýlistasafnið: Samræður við safneign.
Til 18. feb.
Skálholtskirkja: Teikningar Katrínar
Briem. Til 1. feb.
Stöðlakot: Hörður Jörundsson. Til 28.
jan.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur Grafarvogskirkja: Sam-
eiginlegar kórar Reykjavíkurprófasts-
dæmis eystra, kammersveit og ein-
söngvarar Grafarvogskirkju. Kl. 18.
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstað-
ir: Mozart. Kristján Stephensen, Ás-
hildur Haraldsdóttir, Laufey Sigurðar-
dóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og
Richard Talkowsky, ásamt Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur og Önnu Guðnýju Guð-
mundsdóttir. Kl. 12.
Sunnudagur
Hallgrímskirkja: Dagsöngvar um frið.
Frumflutt verður samnefnt tónverk
eftir Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld
við texta eftir Böðvar Guðmundsson
skáld. Kl. 17.
Hlégarður, Mosfellsbæ: Vínartón-
leikar. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigrún
Eðvaldsdóttir og Veislutríóið. Kl. 17.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Antígóna, fös. 26. jan.
Horfðu reiður um öxl, lau. 27. jan. 2.
febr. Blái hnötturinn, sun. 28. jan. Með
fulla vasa af grjóti, sun. 28., mið. 31.
jan. Fim. 1. febr. Já, hamingjan, lau.
27. jan. Fös. 2. febr.
Borgarleikhúsið: Öndvegiskonur, fim.
1., fös. 2. febr. Skáldanótt, lau. 27. jan.
Móglí, sun. 28. jan. Fjandmaður fólks-
ins, fim. 1., fös. 2. febr.
Loftkastalinn: Á sama tíma síðar, lau.
27., sun. 28. jan.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysing-
arnir, lau. 27. jan. Fös. 2. febr.
Möguleikhúsið: Lóma, mán. 29., mið.
31. jan. Fös. 2. febr. Völuspá, mán. 29.,
þrið., 30., mið. 31. jan. Fim. 1., fös. 2.
febr. Snuðra og Tuðra, lau. 27. jan.
Langafi prakkari, sun. 28. jan.
Kaffileikhúsið: Háaloft, þrið. 30. jan.
Eva, lau. 27. jan.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti Íslands
opnar árlega samsýningu Ljósmyndarafélags
Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands í
Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í dag, laug-
ardag kl. 16.03. Þetta er þriðja samsýning
félaganna, en á sýningunni eru um 150 mynd-
ir.
Á sýningu Ljósmyndarafélagsins eru 32
sýnendur með tæplega 100 myndir frá ýmsum
sjónarhornum samfélagsins, auk hefðbund-
inna ljósmyndastofumynda. Á Blaðaljósmynd-
arasýningunni, sem er hluti af árlegri sam-
keppni félagsins, eru um 145 myndir. Í
undangengnu forvali valdi þriggja manna
dómnefnd myndirnar á sýninguna, en alls bár-
ust um 600 myndir í keppnina.
Fjórir aðalflokkar
Samkeppnin skiptist í fjóra aðalflokka,
fréttir, íþróttir, mannamyndir og opinn flokk.
Undir opna flokkinn falla landslagsmyndir,
tískuljósmyndir, skoplegar myndir, myndraðir
og myndir úr daglega lífinu.
Alls tóku 35 ljósmyndarar þátt í samkeppn-
inni og eru flestir þeirra þátttakendur í sýn-
ingunni í Gerðarsafni.
Í tengslum við þessar sýningar verða í Saln-
um, Tónlistarhúsi Kópavogs, tveir fyrirlestrar
í dag, laugardag. Ívar Brynjólfsson frá Þjóð-
minjasafni Íslands heldur fyrirlestur um ljós-
myndir á fyrri tímum kl. 13 og verður einn
ljósmyndari tekinn fyrir sérstaklega. Þýski
ljósmyndarinn Gerhard Vornwald heldur fyr-
irlestur kl. 14.15.
Sýningin stendur til 11. febrúar og er opin
alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17.
Morgunblaðið/Þorkell
Jóhann Torfason vinnur að uppsetningu sýningarinnar í Gerðarsafni.
LJÓSMYNDARAR SÝNA
Í GERÐARSAFNI
ÞESSI demantskreytta næla er umgjörð
um þekktasta demant Þýskalands,
grænan rúmlega 40 karata stein er
nefnist Græni Dresdensteinninn.
Demanturinn, sem nýlega var skilað
aftur til Þýskalands eftir að hafa verið í
sýnisferð um Bandaríkin, varð hluti af
skartkripasafni þýsku krúnunnar árið
1741 og þykir væntanlega ómetanlegur.
AP
Græni
Dresden-
steinninn
PÉTUR Halldórsson opnar sýn-
ingu í Galleríi Sævars Karls í dag,
laugardag. Ferill hans er orðinn
alllangur, en hann tók þátt í sinni
fyrstu samsýningu árið 1977 og
fyrstu einkasýninguna hélt hann
árið 1986.
Á sýningu Péturs nú eru sex
verk, þrjár olíumyndir og þrjú
tákn, en Pétur segir að í sýning-
arskrá séu framlengingar á þeim
verkum og táknin verði varla
skoðuð nema að hafa sýningar-
skrána við höndina.
Olíumyndirnar eru unnar fjög-
ur síðustu árin, en táknin hafa
verið fimm ár í smíðum. Hafa
verkin öll verið í „rólegu þróun-
arferli“, eins og listamaðurinn
segir.
Pétur segir að hér sé sennilega um bestu sýn-
ingu sína að ræða. Hann heldur áfram: „Hún er
heildstæð vegna þess að hún sættir fullkomna
sundrung sem í henni felst. Ég vinn sem alhliða
myndasmiður, þ.e. ég hef unnið með öll form
myndgerðar í öllum miðlum fyrir alla fjölmiðla.
Sambræðsla alls þess og einhvers konar mynd-
verka er sennilega rökrétt því ég
er myndlistarmaður. Í mínu lífi fá
málverkin sífellt lengri umönnun-
artíma því í þeirri vinnu er mesti
vöxturinn, mest gaman. Tákn eru
mér líka hugleikin sem form með
merkingu. Að hanna einfalt form
sem er tákn langrar orðræðu um
félag eða starfsemi er ögrandi
verkefni,“ segir Pétur.
Auk þess að vera myndlistar-
maður starfar Pétur í auglýsinga-
geiranum. Hvernig fer það sam-
an?
„Auglýsingafagið er mjög víð-
feðmt, til eru ýmis sölufræði og
fjölmiðlafræði sem ég kann ekki.
Ég vinn hins vegar í litlum afkima
fagsins við að búa til myndir og að
myndgera hugmyndir. Það er auðvelt að vinna í
blandaðri tækni. Það lærist. Hvort að ég fái
hugmyndir úr auglýsingafaginu er því að svara,
að hugmynd að listaverki er samruni margra
þátta og alls þess er kemur fyrir mig á óskil-
greindum tíma.“
Sýningin er opin á verslunartíma og lýkur 15.
febrúar.
Pétur Halldórsson í Galleríi Sævars Karls
Sættir fullkomna
sundrung
Pétur Halldórsson
myndlistarmaður.