Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JANÚAR 2001 11
kubbaturn og endar í tveimur matarprjónum sem
stinga á hitamistrið.
En borgarlandslagið er ekki síður þekkt fyrir
breytileika sinn, því eins og áður sagði er Hong
Kong bæði ósýnileg og horfin: ósýnileg að því
leyti sem gegnsæi glerkljúfanna gerir þá óraun-
verulega, eins konar hillingar sem endurspeglast
í endalausu speglagleri glugganna og skapa til-
finningu fyrir speglasal þarsem ekkert fyrir-
finnst annað en spéspeglanir annarra spegla:
horfin að því leyti sem þetta er borg umbreytinga
og umbrota. Byggingar eru rifnar og nýjar rísa í
staðinn og á sinni skömmu ævi (miðað við aldur
borga) hefur borgin gengið í gegnum svo róttæk-
ar breytingar að hún er gersamlega óþekkjanleg
á myndum frá fyrri hluta síðustu aldar og ég geri
ráð fyrir að myndir sem birtast af henni í dag lýsi
borg sem verður horfin að bragði.
Þannig er borgin á stöðugri hreyfingu, ekki að-
eins hvað varðar landslag, heldur einnig milli ‚eig-
enda‘, landa, heimshluta, valdakerfa og efnahags-
kerfa. Menningarfræðingurinn Ackbar Abbas
skrifaði ákaflega skemmtilega grein um Hong-
Kong þar sem hann lýsir einmitt þessari hreyf-
ingu borgarinnar og síbreytingum hennar. Hann
ræðir hugmyndir um friðun borga og verndun
menningarverðmæta og bendir á að fyrir Hong
Kong getur það verið nokkuð flókið mál að ætla
að standa fyrir hvers kyns vernd á borgarlands-
laginu: hvað er þá nákvæmlega verið að vernda?
Borgin er byggð upp sem nýlenda og því er það
nýlendusagan sem er saga Hong Kong og er saga
nýlenduveldisins eitthvað sem Hong Kong-búar
vilja endilega minnast? Í borginni eru ekki nema
örfá hús sem standa eftir nýlendutímann, það er
kannski táknrænt að það helsta sem minnir á ný-
lendutímann er ferjan, Star Ferry, sem siglir á
fárra mínútna fresti milli Hong Kong-eyjar og
Kowloon-skaga: Hong Kong er ekki bara breyti-
leg borg, hún er líka tvöföld og stendur báðum
megin sunds og yfir þetta sund skýst hundgömul
nýlenduferjan, agnarsmá og sjúskuð miðað við
glæstu glampandi skýjakjúfana sem einhvern
veginn samt halda yfir henni hlífiskildi eða slá um
hana skjaldborg. Nýlenduarfurinn er því bók-
staflega á hreyfingu og í ferjunni sitja allir jafnir,
Kínverjar, verðbréfauppar og vér túristar.
Stöðugar andstæður í borgarlandslaginu sem
auka á hreyfinguna. Upp að spegilgljáandi skýja-
kljúfum halla sér flagnaðir íbúðakljúfar, rykugir
og kaótískir fyrir það að fyrir neðan hvern glugga
er ólíkur loftkælingakassi og á bambusprikum
hangir þvottur til þerris, allt fá lökum til nær-
buxna. Í miðborg Hong Kong, dýrasta lóðasvæð-
inu, eru saman komnar nokkrar verslunarmið-
stöðvar sem sérhæfa sig í merkjafatnaði. Á svæði
sem spannar líklega um það bil tuttugu Kringlur
og Smára, vínarbrauð og fífla, var ekkert að finna
nema merkjabúðir: Calvin Klein, Chanel, Helmut
Lang, Donna Karan.
Og milli þessara himnaríkja ríka fólksins
smeygja sér þröngar og snarbrattar götur –
Hong Kong er byggð að hluta utan í fjall – og þar
blómstraði hvílíkt líflegt markaðslíf. Í Hong
Kong fékk ég staðfestingu á því sem ég reyndar
alltaf vissi: borgin er ekki líflaus fasti heldur er
hún á stöðugri hreyfingu, hún stækkar og minnk-
ar, brotnar niður og byggist upp aftur.
(Þessi grein er unnin upp úr fyrirlestri um Reykjavíkur-
borg sem ég hélt í vor. Um sumarið brast á Suðurlands-
skjálfti.)
lóðrétt borg.
R SIGLA YFIR LÖND
Höfundur er bókmenntafræðingur.
„Hong Kong
er fræg fyrir
arkitektúr og
skýjakljúf-
arnir eru hver
öðrum brjál-
æðislegri,
einn er með
gluggum
eins og kýr-
augu, annar
með glugga
eins og sjón-
vörp, einn
búngar út á
ótrúlegustu
stöðum og
einn mjókkar
upp eins og
hálfhruninn
kubba-
turn ...“
„... því ég er borgarbarn með steinsteypuhjarta og ofnæmi fyrir frjósemi náttúrunnar.“organna ...“ „Með minn rómantíska farangur.“