Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Qupperneq 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JANÚAR 2001 17 leituðust þær við að heimsækja fólk á öllum aldri og í öllum stéttum þjóðfélagsins. Yngsti sófa- og málverkseigandinn er 19 ára og sá elsti á tíræðisaldri. Ólöf segir að þeim hafi alls staðar verið mjög vel tekið og þeim hafi verið sýnt mikið traust. Sumir létu þær meira að segja fá lykla að íbúðum sínum og leyfðu þeim að athafna sig að vild meðan þeir voru ekki heima – og víða buðu húsráðendur upp á kaffi og pönnukökur. Anna segir að það hafi verið mjög skemmtilegt og lærdóms- ríkt að sjá svo mikið af íslenskri myndlist og margar myndir sem sjást allajafna ekki inni á söfnum. „Við fengum líka að heyra allskonar sögur tengdar málverkunum,“ segir Ólöf og bætir við að þeim hafi þótt gaman að sjá hversu sterk sófamálverkshefðin sé þó að myndlistin sjálf þróist áfram. „Okkur finnst auðvitað gaman að sjá hvað málverkið skipar veglegan sess á heimilum fólks,“ segir Anna. Þær segja sýninguna tilraun til að gera eins konar sjálfsmynd af þjóðinni á 20. öldinni þar sem leitast er við að sýna þann fjölbreytileika sem ríkir innan sófamálverkshefðarinnar, þar sem hin svokallaða x-kynslóð sé enginn eft- irbátur forfeðra sinna. Gengið inn í málverk Þórarins B. Þorlákssonar Sófamálverksljósmyndunum, sem á endan- um urðu á annað hundrað talsins, verður varpað upp á sýningartjald í fjölnotasal auk þess sem hægt verður að sjá þær á pappír í myndamöppum sem gestir geta flett. Uppi í sal D eru þær Anna og Ólöf með tvískipta innsetningu. Fyrst er gengið inn í eftirmynd af stofu Þórarins B. Þorlákssonar listmálara. „Þar studdumst við við mynd sem hann málaði sjálfur af stofunni sinni,“ segir Anna og bætir við að þær hafi að undanförnu verið eins og gráir kettir í antikversl- unum borgarinnar í leit að hús- gögnum og munum í líkingu við innbú Þórarins. „Með því að horfa á þessa stofu gengur fólk í raun og veru inn í málverkið hans – stofuna hans – og í leið- inni er það að fara hundrað ár aftur í tímann og setja sig í fót- spor listamannsins.“ Úr stofunni er svo gengið inn í landslags- innsetningu. „Við fórum á Þing- völl á dæmigerðum svolítið muskulegum degi, stóðum í Al- mannagjá og mynduðum 360 gráður í kringum okkur með gömlu fermingarmyndavélinni minni,“ segir Anna. Þegar heim kom létu þær stækka myndirnar, skeyta þær saman og búa til renninga sem þær límdu upp á veggi – í hring. Þannig á áhorf- andinn að geta ímyndað sér að hann standi sjálfur á Þingvöllum. „Svo skerum við út ferningslaga hluta af ljósmyndinni, skiljum þar eftir eyðu, og setjum mynd- ina í ramma fyrir ofan sófa Þór- arins í stofunni.“ Sófamálverkið einskonar helgimynd Þær segjast hafa valið Þingvelli vegna þess að þar dvaldi Þórarinn löngum stundum og málaði, sem og Kjarval og margir aðrir mál- arar síðar. Þær benda á að um leið og Þing- vellir séu helgireitur þjóðarinnar sé sófa- málverkið einskonar helgimynd á heimilinu. „Tengingin er sú að sýna hvernig Íslendingar hafa tekið landslagið með sér inn í borgina og bæina og heim í stofu. Það er svo stutt síðan að þjóðin kom úr sveitunum að okkur er ennþá nauðsynlegt að hafa landslagið ein- hvers staðar inni hjá okkur,“ segir Ólöf. Blaðamaður getur ekki skilið við þær Ólöfu og Önnu án þess að spyrja hvers konar myndir hangi yfir þeirra eigin stofusófum. Og ekki stendur á svörunum. „Ég er með stórt málverk eftir Tolla fyrir ofan sófann minn,“ segir Ólöf og viðurkennir að það sé lands- lagstengt, meira að segja frá Siglufirði. Hún leggur þó áherslu á að hún sé ekki ættuð frá Siglufirði. „Ég er nú bara úr Reykjavík,“ segir hún. Anna leitar hins vegar ekki langt yfir skammt, því hún er allajafna með mál- verk eftir sjálfa sig fyrir ofan sófann en á því er ekki landslag úr íslenskri sveit. „Sem fyr- irmynd nota ég hárið á sjálfri mér í rytmískri sveiflu,“ segir Anna, sem er hárprúð mjög. Um þessar mundir er sófamálverkið á sýn- ingu Önnu í Ásmundarsal og í staðinn hefur hún hengt upp málverk eftir móður sína, Hönnu Gunnarsdóttur. En svo skemmtilega vill til að það er einmitt mynd af einu fjallinu í fjallahring Þingvalla; Hrafnabjörgunum. Morgunblaðið/Jim Smart Stofa Þórarins B. Þorlákssonar í endurgerð Önnu og Ólafar eftir málverki hins fyrstnefnda. Morgunblaðið/Jim Smart Þannig málaði Þórarinn B. Þorláksson stofu sína. Endur- prentun eftir málverkinu – sem er fyrirmynd innsetningar þeirra Önnu Jóa og Ólafar. Sumir létu þær meira að segja fá lykla að íbúðum sínum og leyfðu þeim að athafna sig að vild meðan þeir voru ekki heima – og víða buðu húsráðendur upp á kaffi og pönnukökur. listaverksins notfæra þeir sér vel þekkt myndefni úr fjölmiðlum, stjórnmálum og neyslusamfélaginu, eins og sjá má í mál- verkum, ljósmyndum og myndum gerðum með blandaðri tækni og tölvutækni, auk ann- ars. Listamennirnir sem verk eiga á sýning- unni eiga það sammerkt, þrátt fyrir ólíkan uppruna og hugsunarhátt, að franskir gagn- rýnendur og safnstjórar spyrtu verk þeirra saman sem „fígúratífa frásagnarlist“. „Fígúratíf frásögn“ var ekki hreyfing í hefðbundnum skilningi, heldur miklu frekar hópur vina og kunningja með nokkur sam- eiginleg áhugamál, en fá sameiginleg mark- mið. Þeir höfðu gagnrýnið viðhorf til þess veruleika sem þeir voru hluti af, veruleika sem þá var orðinn leiksoppur vitundariðn- aðarins og auglýsingaaflanna.“ Talsverð samsvörun við Gullpensilinn Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýning á verkum fjórtán íslenskra málara af yngri kynslóðinni, undir yfirskriftinni Gullpensill- inn. Eiríkur segir að tímasetningar þessara tveggja sýninga hafi verið valdar með það í huga að fólk geti borið þær saman og dregið sínar ályktanir. Hann segir að á vissan hátt séu frönsku frásagnarmálararnir alþjóðlegir fyrirrennarar hinna ungu íslensku fígúratífu málara. „Þessir menn brutust undan alvaldi afstraktlistarinnar sem var á áratugunum eftir miðja öldina, þeir voru uppreisnarmenn þá. Með öðrum hætti má líta á þetta unga fólk sem nú sýnir undir nafninu Gullpensillinn sem hljóðláta uppreisn gegn hugmyndalist- inni, innsetningum, gjörningum og öðru sem hefur verið hið ríkjandi listform síðustu tutt- ugu árin – án þess að kasta nokkurri rýrð á það. Ég sé talsverða samsvörun í þessu tvennu,“ segir Eiríkur. Morgunblaðið/Jim Smart Jacques Monory: Document n° 4, 1999. Morgunblaðið/Jim Smart Peter Klasen: Iron Lady 1 / L 17, 1998.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.