Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.2001, Page 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JANÚAR 2001 19 Í ANDDYRI Norræna hússins stendur núyfir sýning á teikningum færeyska arki-tektsins J.P. Gregoriussens af færeysk-um kirkjum og kirkjumunum. Sýningin er byggð á ritverki hans, Kirkjurnar í För- oyum, sem út kom í fjórum bindum á árunum 1995–1999 en þar gefur að líta teikningar Gregoriussens af öllum kirkjum í Færeyjum að utan og innan ásamt kirkjumunum. Sýn- ingin, sem er farandsýning, var sett saman í tilefni af kristnihátíðarári í Færeyjum og var sett upp á ellefu stöðum á eyjunum. „Sýn- ingin hefur verið vel sótt og það gleður mig mjög að hún skuli nú vera komin í Norræna húsið í Reykjavík. Í sumar er ferð hennar heitið til Danmerkur, þar sem hún verður sett upp á nokkrum stöðum. Þá eru einnig uppi áætlanir um að fara með sýninguna til Noregs og jafnvel Finnlands,“ segir hann. Hreinræktuð færeysk byggingarhefð „Það sem er mest spennandi á sýningunni er það sem við Færeyingar erum svo stoltir af; gömlu færeysku timburkirkjurnar. Þær eru byggðar í upphafi amtstímans í Fær- eyjum en hann hófst árið 1816. Þá var farið að byggja nýjar kirkjur og á 30 ára tímabili voru byggðar 24 kirkjur; frá 1829 til 1847. Meira en helmingur kirkna í Færeyjum var endurnýjaður. Af þessum kirkjum standa enn eftir tíu sem nú eru friðaðar sem þjóð- argersemar. Þessar kirkjur endurspegla það besta sem við eigum af upprunalegri fær- eyskri byggingarlist sem hefur ekki orðið fyrir áhrifum að utan – hreinræktaðri fær- eyskri byggingarhefð sem nær hápunkti sín- um í þessum kirkjum, sem eru byggðar úr timbri, með torfþaki og hvítum táknrænum turni. Ástæða þess að hinar kirkjurnar hurfu var að þær urðu of litlar og rúmuðu ekki lengur söfnuðinn. Því þegar þær voru byggð- ar var gert ráð fyrir einu sæti fyrir hvert sóknarbarn en þegar fólki fjölgaði í byggð- unum var ekki lengur nægilegt pláss í kirkj- unum og þá voru byggðar nýjar í staðinn. Þessar gömlu timburkirkjur eru álitnar bestu heimildirnar um menningararf okkar Fær- eyinga gegnum aldirnar – að ógleymdum færeyska bátnum,“ segir Gregoriussen. Blés nýju lífi í færeyska byggingarlist Sjálfur er J.P. Gregoriussen fæddur árið 1932. Hann nam arkitektúr í Danmörku og hefur rekið ráðgefandi arkitektastofu í Þórs- höfn frá 1961. Hann var einn stofnenda fær- eyska arkitektafélagsins og er talinn einn fremsti arkitekt Færeyinga, auk þess sem hann hefur skapað sér nafn sem einn helsti listamaður þarlendur á sviði teiknilistar. Gregoriussen hefur haft mikil áhrif á bygg- ingarstíl í Færeyjum síðustu fjóra áratugina. Í byrjun sjöunda áratugarins voru sérkenni húsa í Færeyjum að hverfa en Gregoriussen sneri þróuninni við og blés nýju lífi í fær- eyska byggingarlist með hönnun tréhúsa sem voru í anda hins gamla byggingarstíls með áherslu á handverk og smáatriði í skreyt- ingum. Hann hefur teiknað og hannað hús fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera að- ila. Meðal stærri verkefna hans má nefna Listasafn Færeyja, Útvarpshúsið, Lands- bókasafnið og skólabyggingar víðsvegar um Færeyjar. Sýningin stendur til 12. febrúar nk. og er opin daglega kl. 9–17 og á sunnudögum kl. 12–17. GÖMLU TIMBURKIRKJURNAR BESTU HEIMILDIRNAR UM FÆREYSKAN MENNINGARARF Turnspíran á Havnar kirkju í Þórshöfn, dóm- kirkju Færeyja. Teikning á sýningunni. Morgunblaðið/Sigríður Óskarsdóttir J.P. Gregoriussen, teiknilistamaður og arkitekt, á spjalli við Karl Sigurbjörnsson biskup og Hilm- ar Þór Björnsson arkitekt við opnun sýningar á teikningum hins fyrstnefnda í Norræna húsinu. ÓLÍKLEGT er að nafn Reinhards Keis- ers hringi bjöllum hjá mörgum lesendum. Enda hefur tónlist hans ekki verið aðgengi- leg í hljóðritun fyrr en nú. En þeir sem þekkja til óperusögu Þýskalands hafa ábyggilega séð fjallað um Keiser, sem hann var eitt áhrifamesta óperutónskáld Þýska- lands á fyrri hluta 18. aldar. Reinhard Keiser (1674–1739) stundaði tónlistarnám hjá organistanum og tónskáld- inu Johann Schelle við Tómasarskólann í Leipzig og líkast til einnig hjá Johann Kuhnau, fyrirrennara J.S. Bachs við Tóm- asarkirkjuna. Árið 1694 varð Keiser hirð- tónskáld í Brunschweig og þar leit fyrsta óperan hans dagsins ljós, en alls átti Keiser eftir að semja um 100 óperur. Hann varð aðaltónskáld óperunnar í Hamborg með hléum frá 1697 til 1718. Árið 1723 varð Keiser tónlistarstjóri við hirð Danakonungs en fimm árum seinna sneri hann aftur til Hamborgar til að taka við stöðu kantors dómkirkjunnar. Keiser sneri sér síðustu ár- in í ríkari mæli að kirkjutónlist og eftir hann liggja mörg trúarleg verk. Fyrir undirritaðan, sem ekkert þekkti til tónlistar Reinhards Keisers, eru kynnin af óperunni Croesus hrein opinberun. Þetta er ótrúlega heilsteypt óperuverk og miklu trú- verðugra sem slíkt en maður á að venjast í barokkóperum, sem yfirleitt eru dramatískt ósannfærandi, þótt tónlistin sem slík standi oft fyrir sínu. Í Croesusi er tónskáldið óspart á resítatífin sem oft eru mjög löng og efnismikil. Söngatriðin, aríur og samsöngur, eru hins vegar miklu styttri og alveg hefur Keiser forðast þessar endalausu endurtekn- ingar á sömu línunum sem geta verið svo þreytandi í barokkóperum. Aríur Keisers eru yfirleitt mjög grípandi og gera oft gíf- urlegar kröfur til söngvaranna. Resítatífin eru afar fjölbreytileg og sérstaklega skemmtilega útfærð af René Jacobs semb- alleikara og stjórnanda og félögum hans í fylgiröddinni. Þeir sem sækjast eftir glæsi- legum kóratriðum í Händel-stíl þurfa hins vegar að leita annað. Kórinn kemur fyrir í upphafsatriðinu, bregður fyrir í nokkrar sekúndur í 2. þætti og syngur svo loka- atriðið, alls tæpar 3 mínútur! Verkið er mik- ið að vöxtum, tekur rúma þrjá tíma í flutn- ingi, svo að hlutverk kórsins er ótrúlega lítið. Óperan ber nafn hins vellauðuga Krösus- ar sem var konungur Lýdíu frá 560 til 546 f. Kr. En eiginlega er hann aukaatriði í sögu- þræðinum, sem á útgangspunkt sinn í fall- valtleika þeirrar hamingju sem byggist á ríkidæmi. Fljótlega fer efnið aðallega að snúast um ástarsamband Elmiru prinsessu af Mediu og hins mállausa Atisar, sonar Krösusar. En í söguþráðinn flækjast einnig fleiri persónur, svo sem Orsanes sem elskar Elmiru, Clerida sem elskar Orsanes, Eliates sem elskar Cleridu og sem sagt Atis sem elskar Elmiru, sem virðast eina parið sem elskar hvort annað! Flutningur René Jacobs, hljómsveitarinn- ar Akademie für Alte Musik Berlin og ein- söngvaranna allra með tölu er í einu orði sagt frábær. Sjaldan upplifir maður svo heilsteyptan tónlistarflutning. Það er sama hvert er litið, þetta eru allt tónlistarmenn af allra bestu gerð. En að öðrum ólöstuðum er ástæða til að nefna sérstaklega söngkonuna Dorothea Röschmann sem langmest mæðir á og syngur hreint með ólíkindum vel. Vandaður flutningur er gulltryggður þegar René Jacobs á í hlut og hér hefur sann- arlega tekist ákaflega vel til. Hljóðritunin er ákaflega skýr og hefur mikla fyllingu. Þetta er tímamótaútgáfa sem vafalaust á eftir að sópa að sér viðurkenningum. Þessari nýju útgáfu á Fidelio tekst ekki að sannfæra undirritaðan um það að Fidelio sé það meistaraverk sem sumir vilja halda fram. Reyndar er ólíklegt að það muni nokkurn tíman takast. Það er nokkuð aug- ljóst að Beethoven er ekki á heimavelli þeg- ar um sviðsverk af þessu tagi er að ræða. Þótt hann hefði áður samið fyrir leikhúsið, ballettverkið Sköpunarverk Prómóþeusar, og þótt tíunduð sé í bæklingi diskanna sú reynsla sem Beethoven hafði af að starfa í leikhúsi á yngri árum, þá virðist það ekki hafa nægt til þess að hann gæti samsamað sig þessu listformi. Því hefur verið haldið fram að Beethoven hafi stundum verið nokkuð klaufalegur þegar hann samdi fyrir söngrödd og ekki verður því mótmælt hér. En hvað sem öllu öðru líður þá er svo margt fallegt að finna í óperunni Fidelio, ógleymanlegar laglínur í aríum og sam- söngsatriðum, glæsilegur ritháttur hljóm- sveitarinnar og síðast en ekki síst þessi dæmalausa einlægni sem er eitt meginein- kenni óperunnar. Trú tónskáldsins á að réttlætið og ástin sigri grimmd og kúgun er ómótstæðileg í blindri, já næstum barns- legri einfeldni eins mesta tónskálds allra tíma. Þess vegna eru allar aðfinnslur mark- lausar – þess vegna verða allir unnendur Beethovens að eiga Fidelio. Og hér er nú komin ný útgáfa á þessu verki frá Naxos sem kostar aðeins brot af því sem væri sanngjarnt fyrir svo ágætan flutning. Túlk- un hljómsveitarstjórans Michael Halász er kvik og lífleg, spilamennska ungversku Nicolaus Esterházy-hljómsveitarinnar er hárnákvæm og sérstaklega velhljómandi í framúrskarandi hljóðritun. Stjörnur söngv- araliðsins eru án vafa Inga Nielsen og Gösta Winbergh í aðalhlutverkunum. Frammi- staða þeirra beggja er frábær í alla staði enda eru hér á ferð alþjóðlegir stórsöngv- arar. Sömuleiðis er túlkun hins gamal- reynda Kurts Molls sérstaklega sannfær- andi á hlutverki Roccos, hins tvístígandi en húsbóndaholla góðmennis, sem tekur sig að lokum saman í andlitinu og fylgir sannfær- ingu sinni. Og ekki má gleyma glæsilegri túlkun Alan Titus á illmenninu Don Pizarro. Ekki er reyndar við öðru að búast af tilvon- andi Wotan í Bayreuth næsta sumar. Ef eitthvað mætti setja út á þá væri það Wolf- gang Glashof sem er ansi óöruggur í litlu hlutverki Don Fernandos, ráðherrans sem kemur í eftirlitsferð í fangelsið í lok óp- erunnar. Þetta atriði kemur þó alls ekki í veg fyrir að mæla megi hiklaust með þessari nýju út- gáfu á Fidelio. TVÆR NÝJAR ÓPERUÚTGÁFUR TÓNLIST S í g i l d i r d i s k a r Reinhard Keiser: Croesus. Einsöngur: Dorothea Röschmann (Elmira), Werner Güra (Atis), Roman Trekel (Croesus), Klaus Häger (Orsanes), Kurt Azesberger (Elicius), Johannes Mannov (Cyrus) o. fl. Hljómsveit: Akademie für Alte Musik Berlin. Kórar: RIAS Kammerchor, Knabenchor Hannover. Stjórnandi: René Jacobs. Útgáfa: Harmonia Mundi HMC 901714.16. Heildarlengd: 3’08’02. Verð: 2.999 kr. (3 diskar). Dreifing: Japis. CROESUS Ludwig van Beethoven: Fidelio, op. 72. Ein- söngshlutverk: Inga Nielsen (Leonora/ Fide- lio), Gösta Winbergh (Florestan), Kurt Moll (Rocco), Alan Titus (Don Pizarro), Edith Lienbacher (Marzelline), Herwig Pecoraro (Jaquino) o.fl. Kórsöngur: Kór ungverska út- varpsins. Hljómsveit: Nicolaus Esterházy Sinfonia. Stjórnandi: Michael Halász. Útgáfa: Naxos 8.660070-71. Heildartími: 1’54. Verð: kr. 1.499 (2 diskar). Dreifing: Japis. FIDELIO Valdemar Pálsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.