Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MARS 2001 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrita- sýning opin 1. sept. til 15. maí, þri.– fös. kl. 14–16. Til 15. maí. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Kjartan Guðjónsson. Til 11. mars. Garður, Ártún 3, Selfossi: Kaj Ny- borg, Drive-In. GUK – exhibition placeer Gerðarsafn: Úr einkasafni Sverris Sigurðssonar. Til 31. mars. Hallgrímskirkja: Kristín Geirsdóttir. Til 20. maí. Listasafn ASÍ: Sigrún Eldjárn. Til 11. mars. Listasafn Borgarness: Tolli. Sýningin stendur til 11. mars. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Náttúrusýnir. Verkin öll í eigu Fagurlistasafns Par- ísarborgar, Petit Palais. Til 22. apríl. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Páll Guðmundsson og Ásmund- ur Sveinsson. Til 29. apríl. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Frásagnarmálverkið. Verk frá 1961– 1999: Valerio Adami, Peter Klasen, Jacques Monory, Hervé Télemaque, Bernard Rancillac og Erró. Til 25. mars. Höggmyndnir Roberts Dell í útiprotinu. Til 20. mars. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir: Gullpensillinn – samsýning 14 listamanna. Til 24. mars. Austursal- ur: Jóhannes S. Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: 30 ára tímabil í list Sigurjóns, 1930– 1960. Til 1. júní. Listhús Ófeigs: Ásgeir Lárusson. Til 14. mars. MAN-sýningarsalur, Skólavörðustíg 14: Ingunn Eydal. Til 18. mars. Mokkakaffi: Páll Banine. Til 11. mars. Norræna húsið: Vatnslitamyndir frá Færeyjum í anddyri Norræna húss- ins. Til 25. mars. Sex norrænir ljós- myndarar. Til 18. mars. Nýlistasafnið: Steingrímur Eyfjörð, Ragna Hermannsdóttir, Finnur Arn- ar Arnarsson og Hulda Stefánsdóttir. Til 25. mars. Oddi, Háskóli Íslands: Ljósmynda- sýningin Andlit örbirgðanna. Til 16. mars. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðardóttir staðarlista- menn. Til 31. des. Stöðlakot: Hrönn Eggertsdóttir. Til 11. mars. Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfir fyrirhugaðar og yfirstandandi myndlistarsýningar í öllum helstu sýningarsölum má finna á slóðinni www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Íslenska óperan: La Bohéme. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hljómsveitarstjóri George Pehlivanian. Einleikari er Håkan Hardenberger. Kl. 19:30. Föstudagur Íslenska óperan: La Bohéme. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Blái hnötturinn. Sýnd kl. 14 og kl. 17, sun. 11. mars. Horfðu reiður um öxl, fös. 16. mars. Já, hamingjan, laug. 10. mars. Laufin í Toskana, miðv. 14. mars. Með full vasa af grjóti., fim. 15. mars, laug. 10. mars. Borgarleikhúsið: Abigail heldur partí, laug. 10. mars, fim. 15. mars. Blúndur og blásýra, fös. 16. mars. Móglí, sun. 11. mars. Skáldanótt, laug. 10. mars., fim. 15. mars. Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysing- arnir, fös. 16. mars. Loftkastalinn: Sjeikspír eins og hann leggur sig, laug. 10. mars, fös. 16. mars. Möguleikhúsið: Skuggaleikur, sun. 11. mars., sun. 11. mars. Snuðra og Tuðra, fös. 16. mars, fös. 16. mars. Völuspá, miðv. 14. mars. Leikfélag Akureyrar: Sniglaveislan, laug. 10. mars, sun. 11. mars Smiðjan – Nemendaleikhúsið: Stræti, laug. 10. mars, fim. 15. mars, þri. 13. mars, fös. 16. mars. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U VÍÓLA og píanó er yfirskrift tónleika í Saln- um á sunnudagskvöld. Þar leika Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. Samstarf þeirra má rekja allt til námsára Þórunnar við Tónlistarskólann á Akureyri þar sem hún var nemandi Lilju Hjaltadóttur. Síðan hafa þau haldið tónleika á Akureyri en þetta eru fyrstu einleikstónleikar Þórunnar í Reykjavík frá því hún kom til landsins 1998 og gekk til liðs við Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Þórunn var búsett í Belgíu í sjö ár en hún lauk námi frá Konservatoríinu í Brussel árið 1996 undir handleiðslu Ervins Schiffers. „Efnisskrá tónleikanna hefur að geyma nokkrar af perlum víólutónbókmenntanna. Af rómantísku 19. aldar eyrnakonfekti má nefna Adagio og Allegro eftir Robert Schumann sem Clara kona Schumanns lýsti svo: „Frá- bært verk, ferskt og ástríðufullt; einmitt eins og ég vil hafa það,“ segir Þórunn Ósk. Þá verður flutt Rómansa eftir Max Bruch, verk í síðrómantískum stíl. „Tvö stærstu verk efnisskrárinnar eru frá ofanverðri síðustu öld, en þá höfðu æ fleiri tónskáld hrifist af hinum djúpu og angur- væru tónum lágfiðlunnar og skrifað verk fyr- ir hana. Það fyrra er sónata eftir Paul Hindemith en hann var víóluleikari sjálfur og skrifaði fjölmörg verk fyrir hljóðfærið. Þessi sónata hefur þó nokkra sérstöðu því hún er hefðbundnari að tónmáli og mun lagrænni en við eigum að venjast þegar hann á í hlut. Hann notar raddsvið víólunnar mjög skemmtilega og kemur þekking hans á hljóð- færinu greinilega fram. Hið síðara er sónata Dmitris Shostakovitsj fyrir víólu og píanó op.147, en hún var hans síðasta tónsmíð skrifuð rétt fyrir andlátið, árið 1975. Það má segja að verkið sé skrifað af hjartans ein- lægni þar sem Shostakovitsj opinberar til- finningar sínar við dauðans dyr; þar takast á örvænting hins deyjandi manns og sáttfýsi hans við óumflýjanleg örlög,“ segir Þórunn Ósk. Morgunblaðið/Þorkell Kristinn Örn Kristinsson og Þórunn Ósk Marinósdóttir. HINSTA ANDVARP SHOSTAKOVITSJ ÍSLENSKI dansflokkurinn heldur nú um helgina í sína stærstu sýn- ingarferð til þessa og þá fyrstu til N-Ameríku og verður alls með sex sýningar í Kanada frá 13. til 20. marz, þar af fimm í Harbourfront Centre í Toronto og eina í National Arts Centre í Ottawa, þar sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra verður viðstaddur. Sýnd verða verkin NPK eftir Katrínu Hall, Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur, Kraak een eftir Jo Strømgren og Pocket Ocean eftir Rui Horta. Tvö síðastnefndu verkin voru heimsfrumsýnd í Borgarleikhúsinu laugardaginn 3. marz sl. og sýningum á þeim verður haldið áfram í marz og apríl. Dansflokkurinn hefur á undanförnum þremur árum farið til Avignon, Bergen, Bologna, Caen, Helsinki, Parísar, Prag, Riga og Vilnius og sýnt jafnólík verk og Kippu/Sixpack – dúett við lifandi tón- list múm sem sýndur var í Batofar í París – og Baldur eftir Jorma Uotinen við tónlist Jóns Leifs sem sýndur var í Bergen og Helsinki við undirleik sinfóníuhljómsveita undir stjórn Leif Segerstam. Starfsemi Íslenska dansflokksins er farin að vekja athygli víða erlendis og hann á nú í viðræðum við aðila í Austurríki, Bandaríkjunum, Belgíu, Bretlandi, Frakk- landi, Ítalíu, Sviss og Þýskalandi um sýningar á næstu árum, að sögn Val- geirs Valdimarssonar framkvæmdastjóra. ÍSLENSKI DANS- FLOKKURINN Í FYRSTA SKIPTI TIL N-AMERÍKU Morgunblaðið/Golli Úr sýningu Íslenska dansflokksins á Pocket Ocean eftir Rui Horta.  Gólfið besti vinurinn/Lesbók 6 SÝNINGARGESTUR virðir hér fyrir sér verkið Nakin kona með krosslagða fætur eftir spænska listamanninn Pablo Picasso. Myndina málaði listamaðurinn árið 1903, en verkið er nú til sýnis í Jeu de Paume listasafninu í París ásamt um 350 verkum Picassos sem fengin hafa verið að láni víðs- vegar að úr heiminum. Sýning þessi nefnist Erótísk verk Picassos og hefur hún hlotið umtalsverða athygli í Frakklandi og víðar. AP ERÓTÍSK VERK PICASSOS Í síðustu Lesbók kom það ekki fram að grein Orra Vésteinssonar um heimilda- gildi fornleifa var byggð á erindi fluttu hjá Sagnfræðingafélagi Íslands fyrir skömmu. Grein Einars Más Guðmundssonar um tíð- aranda í aldarbyrjun var einnig byggð á erindi fluttu hjá félaginu en mikið stytt. ATHUGASEMD

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.