Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MARS 2001 3 Þ ótt ekki sé langt liðið á þetta ár, hafa heyrst ýmsar raddir um að ekki hafi verið haldið eins skynsamlega á fé al- mennings af hálfu rík- isvaldsins á síðastliðnu ári og æskilegt hefði verið. Það er nefnilega sannleikur að það er fé úr vasa mínum og þínum sem ausið hefur verið út af svo miklu örlæti en stundum til vafasamra nota. Okkur finnst svo gaman að breiða úr okkur frammi fyrir útlendingum og sýna þeim fram á hversu miklir menn við séum, hversu áhrifaríkir forfeður okkar hafi verið í heimssögunni og hversu vænlegt sé að efna til sem mestra menningar- og viðskiptasambanda við okkur. Og þó vita flestir útlendingar ekki að við erum til. En það lagast nú bráðum eitthvað, að minnsta kosti í Mósambík, þegar við er- um búin að koma upp sendiráðinu þar. Í sambandi við þessa umræðu flaug mér í hug greinarkorn eftir bandaríska hagfræðinginn Milton Friedman, sem skrifaði fastan dálk í Newsweek um tíma. Efni þess var í stuttu máli þetta: Menn eyða því fé sem þeir komast yfir til umráða, hvort sem sú eyðsla er nauð- synleg eða ekki. Hann tók til dæmis tvö ríki í Bandaríkjunum. Í öðru ríkinu hefðu stjórnendur miklu meira fé til framkvæmda en stjórnendur hins rík- isins. En hvorir tveggja framkvæmdu í stórum dráttum hið sama. Þeir sem minna fé fengu til umráða, fóru bara bet- ur með það en hinir. Því væri þjóðráð að skammta stjórnendum ríkja það fé sem þeir fengju til umráða og fyrir það ættu þeir að framkvæma það sem nauðsynlegt væri. Þeir ættu ekki að fá að ganga í vasa almennings og skammta sér pen- ingana sjálfir því þeir mundu eyða öllu sem þeir kæmust yfir ef þeir fengju að ráða. Þetta hefur mér þráfaldlega dottið í hug síðan, þegar bruðl og heimskuleg eyðsla ríkisins hefur gengið fram af mér, eins og öðrum. Þegar kostnaður við framkvæmdir, eins og byggingar, fer svo hundruðum milljóna skiptir fram úr áætlun. Og það þótt rafmagnið eða kló- settin gleymist! Þegar eytt er hundr- uðum milljóna í kynningarhátíðir erlend- is, sem ekki þjóna neinum teljandi tilgangi, því allflestum útlendingum er akkúrat sama hvort við erum til eða ekki og þá langar ekki neitt til að fræðast um okkur. Duglegir athafna- og hugvits- menn koma sínum erindum á framfæri þótt þeim séu ekki opnaðar fjárhirslur ríkisins, þ.e. Þjóðarinnar. Og þótt við látum smíða bát fyrir 80 milljónir og siglum honum til Ameríku, er og verður yfirgnæfandi meirihluta þarlendra gersamlega ókunnugt um það afrek en við sitjum uppi með fokdýran bát sem enginn veit hvað við eigum að gera við. Og svo vorum það hvorki við né Spánverjar sem fundu Ameríku. Hún hafði verið fundin fyrir langa löngu og afkomendur þeirra landnema bjuggu þar út um allar jarðir. Og framferði nýju „landnemanna“, t.d. í Suður-Ameríku, var ekki slíkt að niðjar þeirra geti verið stoltir af því. Ég held að ráðlegt væri fyrir okkur að fækka blaðurskjóðunum á Alþingi um helming og koma á laggirnar harðvítugri yfirstjórn fjármála sem skammtaði fjár- haldsmönnum framtíðarinnar fé til rekst- urs og framkvæmda. Að gerðar verði raunhæfar fjárhagsáætlanir og staðið við þær. Ekki hlustað á neitt væl um að „þetta hafi nú orðið miklu dýrara í fram- kvæmd en gert hafi verið ráð fyrir“. Eitt sinn þegar Mussolini heitinn var að láta reisa veglega byggingasamstæðu í Róm, þóttist hann sjá fram á að verkinu yrði ekki lokið á tilsettum tíma. Hann til- kynnti þá verktökum og verkamönnum að ef ekki yrði staðið við allt sem lofað hefði verið á réttum tíma, léti hann að framkvæmd lokinni taka tíu starfsmenn af handahófi og skjóta þá. Og verkið var tilbúið eins og samið hafði verið um í upphafi því að menn vissu að sá maður lét ekki sitja við orðin tóm. Ég tek það samt fram að ég er ekki að mæla með að þessari aðferð verði beitt hér. Það eru þó ekki forustumenn ríkisins einir sem fara illa með fé. Dæmin eru svo mörg og æpandi að engum getur dul- ist hversu sjúkt þjóðfélagið er orðið. Ef það er rétt að við njótum einhverra hæstu þjóðartekna á mann sem fundnar verði, ættum við að geta lifað meira sældarlífi en annað fólk hefur tök á. En það virðist nú vera eitthvað annað. Allir kveina og kvarta út af of lágum tekjum og þó höfum við ekki og höfum aldrei haft efni á almennilegri (eða almennilega skipulagðri) heilbrigðisþjónustu og menntun ungs fólks hefur verið í ólestri, aðallega af því að víð höfum ekki tímt að borga hæfum kennurum það góð laun að þeir staðfestist í sinni stétt en tínt sam- an í þeirra stað svonefnda „leiðbein- endur“ og afleiðingarnar leyna sér ekki ef þekking og færni okkar unglinga er borin saman við það sem gengur og ger- ist erlendis. Einhver skrifaði eitt sinn um Þjóð- verja að vandinn við þá væri að þeir fengjust ekki til að eyða peningum. Þeim væri fyrir mestu að leggja þá fyrir og vitanlega helst þar sem þeir fengju hæsta vexti af þeim. Þessu er öfugt farið með okkur. Okkur finnst ekkert eins púkalegt og eiga peninga og við tölum jafnvel í lítilsvirðingartón um þá sem vilja eiga peninga í banka. Við getum sagt um kunningja okkar að hann sé eyðslukló og kunni ekkert með peninga að fara og hann er hreykinn af því, en ef við dróttum því að honum að hann sé sparsamur og nurli saman peningum, megum við þakka fyrir ef hann gefur okkur ekki einn á snúðinn. Við viljum skulda, taka lán til hvers sem okkur dettur í hug, hvort sem nokkrar líkur eru til að við getum endurgreitt það lán eða ekki. Og okkur er alveg sama hvort vextirnir af því eru háir eða lágir. Það gæti alltaf skollið á verðbólga einu sinni enn og í verðbólgu verða skuldir að engu. Svo mikið vitum við um fjármálin á okkar blessaða landi. Það er því ekki von að vel fari þegar fólk með svona hugsunarhátt lendir í því að sinna um peninga, sjálfs sín eða ann- arra. Við skulum biðja hamingjuna að hlífa opinberum sjóðum við því að þannig persónuleikar komist í þá og okkur frá því að horfa upp á hvernig sumt fólk, sem hefur komist í peninga með réttu eða röngu, fer með þá og lætur sig engu skipta þótt mikill hluti jarðarbúa svelti heilu hungri eða tærist upp af sjúkdóm- um. Fer ekki að verða full þörf á að sá komi aftur sem eitt sinn gekk inn í helgi- dóminn, rak út prangarana, velti um borðum víxlaranna og sakaði þá um að hafa gert hús sitt að ræningjabæli? En það er nú kannske bara gamalt og úrelt siðgæði. UM MEÐFERÐ ALMANNAFJÁR RABB T O R F I Ó L A F S S O N TÓMAS GUÐMUNDSSON VIÐ VATNSMÝRINA Ástfanginn blær í grænum garði svæfir grösin, sem hljóðlát biðu sólarlagsins. En niðri í mýri litla lóan æfir lögin sín undir konsert morgundagsins. Og úti fyrir hvíla höf og grandar, og hljóðar öldur smáum bárum rugga. Sem barn í djúpum blundi jörðin andar, og borgin sefur rótt við opna glugga. – – Og þögnin, þögnin hvíslar hálfum orðum – Hugurinn minnist söngs, sem löngu er dáinn. Ó, sál mín, sál mín! Svona komu forðum Sumurin öll, sem horfin eru í bláinn – Ó blóm, sem deyið! Björtu vökunætur, sem bráðum hverfið inn í vetrarskuggann! Hvers er að bíða? Hægt ég rís á fætur, og hljóður dreg ég tjöldin fyrir gluggann. Tómas Guðmundsson (1901–1983) er stundum sagður fyrstur til þess að yrkja af aðdáun og áhuga um Reykjavíkurlíf. Kristján Karlsson fullyrðir „að enginn listamaður [hafi] átt jafnríkan þátt í að móta hugmyndir landsmanna um Reykjavík sem nútímaborg með stórborgarlífi langt umfram stærð sína né vekja skyn þeirra á fegurð hennar“.FORSÍÐUMYNDIN Flugtak í Vatnsmýrinni. Ljósmyndari: Árni Sæberg. Einföld afþreying heitir fyrsta grein af fjórum eftir Björn Þór Vilhjálmsson um forboðnar ímyndir hvíta tjaldsins. Í greinunum verður fjallað um óttann við vond áhrif kvikmynda á almúg- ann þar sem „djarfar“ myndir þóttu sérlega varhugaverðar. Cézanne og samtíminn nefnist grein Kristins E. Hrafnssonar um áhrif Paul Cézanne á listamenn samtímans, bæði innlenda og erlenda, en verk eftir hann má nú sjá á sýningunni Náttúrusýnir í Listasafni Íslands. Líf í borg: Einkavegir er titillinn á grein Þrastar Helgasonar þar sem lesið er í hversdagslíf borgarbúa. Labb og búseta í borginni myndar texta þar sem höfundur finnur andóf gegn vondu skipu- lagi Reykjavíkurborgar. Heimskautslöndin unaðslegu heitir sýning sem opnuð verður í Listasafni Íslands – Hafnarhúsinu í dag. Þar er veitt innsýn í líf, störf og hugarheim Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar. Jónas Gunnar Allansson mannfræðingur fræðir lesendur um nokkra af þeim þáttum sem leitast er við að draga fram á sýningunni. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 0 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.