Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Side 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MARS 2001 M EÐ nokkurri einföldun má segja að tvö ólík viðhorf í garð fjölda- menningar hafi tekist á um nokkurt skeið. Togstreitan birtist annars vegar í hug- myndinni um að ein- sleit menningarframleiðslan hafi forheimsk- andi áhrif á almúgann og hins vegar í þeirri hugmynd að í fyrsta skipti hafi þorri fólks að- gang að menningu af ýmsu tagi og því beri að fagna. Jafnframt fylgir sú skoðun seinna við- horfinu, sérstaklega á síðari tímum, að neysla fjöldans á menningu sé bæði skapandi og gagn- rýnin. Viðhorf í garð kvikmyndaframleiðslu hafa þó lengstum borið keim af fyrra viðhorf- inu, enda hefur kvikmyndin ekki alltaf verið álitin listform, allra síst sú bandaríska. Í þeirra augum var sennilega engin af framleiðsluvél- um auðhyggjunnar verri en lítið úthverfi Los Angeles borgar: Hollywood, draumaverk- smiðjan sjálf sem spýtti út lágmenningu yfir gjörvalla heimsbyggðina. Aldrei fyrr höfðu efnahagsleg rök – hreinn kapítalismi – verið jafnráðandi þáttur í menningarframleiðslunni og í tilviki kvikmyndanna. Í Hollywood var kvikmyndagerð bundin í form verksmiðju- framleiðslu þar sem það eina sem virtist skipta máli var að finna hið hagstæðasta hlutfall sem völ var á milli útlagðs kostnaðar og tekna. Auk þess var upphaflegur tilgangur frum- kvöðla kvikmyndatækninnar ekki listræns eðl- is heldur vísindalegur, ætlunin var að þróa tækjabúnað sem hægt væri að nota við rann- sóknarvinnu á hreyfingum manna og dýra. Að- dráttarafl lifandi mynda var þó mikið og fram- sæknir athafnamenn voru ekki lengi að eygja gróðamöguleika. Umhverfis framleiðslu sýn- ingarvéla og myndefnis spratt heilmikill iðn- aður og tækninni fleygði fram. Veturinn 1895- 96 var farið var að varpa myndum á tjald og í Bandaríkjunum færðust sýningarnar úr fjöl- leikahúsum yfir í sérstök kvikmyndahús. Þeim fjölgaði ört og árið 1907 voru daglegir við- skiptavinir kvikmyndahúsanna orðnir ríflega milljón talsins. Óhætt er að fullyrða að kvik- myndin hafi þar með verið orðin fyrsti afþrey- ingarmiðill fjöldans. Í stórborgum var sýning- arstaðina þó fyrst og fremst að finna í fátækari hverfum og þar sem innflytjendur höfðu sest að. Í því sambandi var mikilvægt að þöglu kvikmyndirnar voru nánast eina afþreying þessa tíma sem ekki krafðist tungumálakunn- áttu. Ýmsir höfðu þó horn í síðu nýja fyrirbær- isins sem slíkt ægivald átti að hafa yfir lægri stéttunum og töldu umbóta þörf. Félagsmála- yfirvöld og borgarasamtök lýstu m.a. yfir áhyggjum af því að börn og unglingar eyddu frítíma sínum opinmynnt frammi fyrir ímynd- um hvíta tjaldsins á kostnað uppbyggilegrar menntunar. Ekki tókst að sýna fram á skað- vænleg áhrif kvikmyndanna með rannsóknum, en fjölmörg samtök voru engu að síður stofnuð með það að leiðarljósi að hafa áhrif á innihald myndanna. Óttans í garð sístreymis ímynda og áhrifa þeirra á almúgann gætti því á fleiri stöðum en hjá „vitundarvörðunum“ sem stóðu gætur um menningarleg gildi. Í rauninni var það hjá hin- um ýmsu óveraldlegu vörðum siðgæðis, s.s. kaþólsku kirkjunni, og veraldlegri valdhöfum eins og borgaryfirvöldum og dómstólum, sem hugmyndin um að almúgann skorti mótstöðu- afl gagnvart (ó)menningarframleiðslunni fékk sína kraftmestu birtingarmynd. Það voru ekki hámenningarleg gildi sem þessir aðilar óttuð- ust að verið væri að kaffæra – „menning“ sem slík var jafnvel ekki ofarlega í huga þeirra – heldur var það innræting siðleysis og rótleysis í lægri og ómenntuðu stéttunum sem olli þeim áhyggjum. Sérstaklega voru það „djarfar“ myndir sem vöktu ugg í brjóstum þeirra. Verðir hins andlega lífs Kynferði reyndist nefnilega helsta bitbeinið milli þeirra sem áhrif vildu hafa á innihald kvikmyndanna og þeirra sem þær gerðu, enda þótt baráttan hafi í sinni víðustu mynd verið háð um almenna merkingarmiðlun formsins. Því má líka halda fram að tilraunir kvikmynda- gerðarmannanna til að lýsa samskiptum kynjanna, hvort heldur sem það var í metn- aðarfullum verkefnum stóru kvikmyndaver- anna líkt og Gone With the Wind eða ódýrum kynlífstryllum hafi haldist í hendur við breytt samfélagsviðhorf í garð kynferðis. Erfitt er að vísu að fullyrða mikið um hið flókna áhrifa- samband kvikmynda og samfélags en engu að síður er það söguleg einföldun að álíta Holly- wood einsleita framleiðsluvél lágmenningar án nokkurrar innri togstreitu, átaka, valdabar- áttu og félagslegra tengsla. Hollywood-mynd- um verður ekki stillt upp í blákalda andstöðu við varnarlausa áhorfendur. Þróunin í átt að stórum afþreyingariðnaði felur í sér flóknara ferli en svo og Hollywood hefur alltaf verið átakasvæði ólíkra hagsmuna þar sem aðilar innan iðnaðarins skipast jafnvel í andstöðu við forheimskandi öfl. Þó var sem afturhaldsöflin innan og utan Hollywood hefðu á ákveðnu tímabili farið með sigur af hólmi og náð stjórn á innihaldi kvikmyndanna. Áfellisdómur þýsku heimspekinganna Theodors Adorno og Max Horkheimers yfir bandaríska kvikmyndaiðn- aðinum eins og hann birtist í merkri grein er sennilega kraftmesta birtingarmynd þeirrar gagnrýni sem Hollywood-myndir hafa löngum sætt, og þá sérstaklega myndirnar sem gerðar voru á hinu svokallaða gullaldartímabili. Að þeirra mati var menningin orðin að iðnaði og stjórnunartæki valdastéttanna. Mismunurinn milli einstakra mynda var óverulegur og lægstu staðlar hafðir að leiðarljósi. Að auki gat sönn listræn tjáning aldrei lifað í verksmiðju- umhverfi kvikmyndaveranna. Þetta eru harð- skeyttar og umdeilanlegar staðhæfingar og hafa verður í huga að framleiðsla „alvörulausra og veruleikafirrtra glansmynda“, sem vitund- arverðirnir gagnrýndu svo harðlega, var ein- mitt mótuð undir oki smásmugulegrar ritskoð- unar. Undir sléttu og felldu yfirborðinu ólgaði þó alltaf mótstöðuafl. Óháðir kvikmyndagerð- armenn stunduðu til að mynda framleiðslu sem oft var í beinni andstöðu við stóru kvikmynda- verin. Þegar litið er í gegnum sígilda bók kvik- myndafræðingsins Parker Tylers, Sex in Films, vekur eitt atriði sérstaka athygli. Í þessari vel myndskreyttu og nokkuð ítarlegu bók er áberandi lítil umfjöllun um kvikmyndir gerðar í Hollywood á árunum 1934–1968. Fáar ljósmyndir úr myndum frá þessu tímabili hafa augljósar kynferðislegar skírskotanir, mun fleiri dæmi eru úr myndum sem gerðar voru fyrir 1934 og ljósmyndirnar verða í auknum mæli kynferðislegar eftir 1968. Hvað átti sér stað á árunum 1934–1968, þriðjungi kvik- myndaaldarinnar og afkastamesta tímabili Hollywood? Ástæðan er ritskoðun, eða innri reglusetningar eins og það var kallað í kvik- myndaiðnaðinum. Framleiðslusáttmáli kaþ- ólska Velsæmissambandsins var tekinn í notk- un árið 1934, eftirlit með innihaldi kvikmynda jókst til muna og kvikmyndaverin voru beygð til hlýðni. Kynferðisleg endurreisn Þriðji áratugurinn var tímabil mikilla og örra félagslegra og menningarlegra breytinga í Bandaríkjunum. Kynferðisviðhorf fóru ekki varhluta af þeim eða eins og rithöfundurinn Norman Mailer hefur orðað það: „Þriðji ára- tugurinn var tímabil kynferðislegrar endur- reisnar er maðurinn kom undan hinni löngu miðaldalegu nótt viktorískra siðferðisgilda.“ Það var sérstaklega meðal unga fólksins sem nú sótti í auknum mæli menntaskóla sem breytinga í kynhegðun gætti. Aukið „athafna- frelsi“ fylgdi aukinni bílaeign en færslan frá hámenningarlegum gildum til fjöldamenning- ar hvítu millistéttarinnar skipti þó meira máli. Með útvarpinu og kvikmyndum minnkaði stéttaskiptingin sem hafði einkennt neyslu á menningarefni fram að þessu og hegðunar- mynstur sem höfðu tilheyrt minnihlutahópum, s.s. blökkumönnum, voru innlimuð í mildaðri mynd í daglegt líf millistéttarinnar. Þá ber einnig að geta útbreiðslu hugmynda fræði- manna á borð við Sigmund Freud og Havelock Ellis, eins og þær birtust í einfaldaðri mynd, en þeim fyrrnefnda var m.a. boðið að koma til Hollywood til að skrifa kvikmyndahandrit. Hann afþakkaði boðið. Þessi skref í átt að auknu frjálslyndi voru illa séð af umbótasinnum en þeir beindu spjótum sínum sérstaklega að kvikmyndum þar sem áhrifamáttur þeirra þótti með einsdæmum og aðrir miðlar ekki taldir ýta að sama skapi undir þessar viðhorfsbreytingar. Enda þótt umbóta- sinnarnir kæmu úr ólíkum áttum (trúarhópar, kvennafélög og borgarstjórnir voru t.d. áber- andi) og hefðu ólík markmið sameinuðust þeir í fordæmingu sinni á opinskáu kynferði á hvíta tjaldinu. Tillit verður að taka til þess að um bannárin er hér að ræða og Bandaríkin höfðu ásamt bandamönnum sínum sigrað í heims- styrjöld en með minni tilkostnaði en Evrópu- þjóðirnar. Þannig höfðu umbótasinnarnir að bakhjarli það almenna viðhorf að Bandaríkin væri efnahagslegur og siðferðilegur leiðtogi heimsins. Tvær röksemdarfærslur birtust aft- ur og aftur í þessari umræðu. Annars vegar að frjálslyndi í kynferðismálum ógnaði bæði hefð- bundnu fjölskyldumynstri og siðgæði ung- dómsins og hins vegar gagnrýni á fjöldamenn- ingu sem lævísri lágkúru. Þess má geta að útbreiðsla á kynferðisefni hefur ávallt tengst fjöldamenningu nokkuð nánum böndum. Þessi rök sameinast í orðum íhaldssama félagsfræð- ingsins E.A. Ross en hann hafði umtalsverðar áhyggjur af spillingarmætti djarfra mynda: „Unglingar eru kynfræddir, kynóðir og kyn- ferðislega þenkjandi (Š). Kynhneigð þeirra er gangsett fyrr en áður voru dæmi um hjá ungu fólki frá góðum heimilum, þökk sé ótímabærri reynslu þeirra af kynferðislega æsandi kvik- myndum. Afleiðingin er að ástamál eru þeirra helsta áhugamál.“ Eftir verðbréfahrunið árið 1929 og meðan á kreppunni stóð urðu raddir umbótasinnanna sífellt háværari. Frjálslyndi „jazz“-áratugarins varð blóraböggull fyrir þá efnahagslegu lægð sem yfir þjóðina gekk. Þetta var heimfært af sérstakri hörku á Hollywood þar sem stjörn- urnar lifðu í vellystingum og hegðuðu sér að sumu leyti sem aðalsborið fólk. En framsetn- ing kvikmyndanna á (kvenlegu) kynferði sem sölu- og markaðsvöru vó þar einnig þungt. Þannig má skoða sífellt háværari kröfur um ritskoðun sem tilraun fyrir þjóð sem átti í mikl- um erfiðleikum að hverfa aftur til gilda feðra- veldisins. Rök þeirra sem vildu meina að Holly- wood væri gróðrastía slæmra fyrirmynda voru þó misjafnlega langsótt. Óttinn við áhrif Hollywood-kvikmynda á þriðja heiminn er hins vegar ein af þeim forvitnilegri. Á þriðja ára- tugnum voru bandarískar myndir seldar um heim allan og nutu gríðarlegra vinsælda. Meint siðleysi myndanna, sem án undantekninga skörtuðu al-hvítu leikaraliði, olli mörgum áhyggjum á þeim forsendum að verið væri að grafa undan yfirburðum hins hvíta kynstofns í huga nýlendubúa og annarra undirokaðra þjóða. Hreinsunareldur umbótasinnanna Aðsókn í kvikmyndahús er lykilatriði þegar fjallað er um viðhorf Hollywood til ritskoðun- ar. Kvikmyndaiðnaðurinn gekk vel og stækk- aði ár frá ári allar götur til 1922 en þá dróst að- sóknin saman í fyrsta skipti. Komu þar til EINFÖLD AFÞREYING Óttans í garð sístreymis ímynda og áhrifa þeirra á almúgann gætti á fleiri stöðum en hjá „vitundarvörð- unum“ sem stóðu vörð um menningarleg gildi á síðustu öld. Í rauninni var það hjá hinum ýmsu óveraldlegu vörðum siðgæðis, og veraldlegri vald- höfum, sem hugmyndin um að almúgann skorti mót- stöðuafl gagnvart (ó)menningarframleiðslunni fékk sína kraftmestu birtingarmynd. Sérstaklega voru það „djarfar“ myndir sem vöktu ugg í brjóstum þeirra. E F T I R B J Ö R N Þ Ó R V I L H J Á L M S S O N Rudolph Valentino getur með góðri samvisku kúrt með Agnes Ayres í fanginu því bæði eru full- klædd, og hann að auki slasaður sem átti að gefa til kynna að hann væri óvígur í rúminu. Mynd þessi birtist í tímaritinu Life árið 1946 þar sem gert er grín að ákvæðum framleiðslu- sáttmálans og þeim steypt saman í boðorðin tíu um hvað skuli ekki sýna í kvikmyndum, en það er: 1) Lög vanvirt. 2) Kvenmannslæri inn- anvert. 3) Kynþokkafullan náttklæðnað. 4) Lík. 5) Eiturlyf. 6) Áfengisdrykkkju. 7) Kven- mannsbarm. 8) Fjárhættuspil. 9) Byssu sem beint er að manni. 10) Vélbyssu. Boðorðin eru öll þverbrotin á myndinni þar sem fáklætt flagðið stendur með vinstri fótinn ofan á líki lögreglumanns og beinir að því byssu með síg- arettu í munni og vínglas í annarri hendi. FORBOÐNAR ÍMYNDIR HVÍTA TJALDSINS - FYRSTI HLUTI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.