Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MARS 2001 5
breytingar á dægradvöl almennings. Útvarps-
sendingar hófust árið 1920 og það var á þessum
tíma sem hinum almenna launþega bauðst í
fyrsta skipti að eignast eigin bifreið. Þannig
vörðu margir kvöldunum við að hlusta á út-
varpið og um helgar naut fólk hins nýfundna
frelsis á vegum úti. Þrátt fyrir þetta túlkuðu
umbótasinnar minnkandi aðsókn sem almenna
fordæmingu á siðgæðum kvikmyndanna og
einkalífi leikaranna. Ýmis hneykslismál sem
tengdust kvikmyndagerðarfólki komu að vísu
upp á yfirborðið á þessum tíma og reyndust
sem olía á hreinsunareld umbótasinnanna. Ár-
ið 1921 lágu ríflega eitt hundrað ritskoðunar-
frumvörp fyrir löggjafasamkundum víðs vegar
um Bandaríkin og reglur um hvað mátti sýna
hvar voru hinar ruglingslegustu. Konur máttu
ekki reykja í kvikmyndum sem sýndar voru í
Kansas en gátu gert það í Ohio. Ekki mátti
sýna barnshafandi konu á hvíta tjaldinu í
Pennsylvaníu en það mátti hins vegar í New
York. Í apríl 1921 hóf ritskoðunarsamband
störf í þeirri borg. Brýn nauðsyn var á mótleik
í Hollywood og árið 1922 tóku mógúlarnir
höndum saman og stofnuðu Motion Pictures
Producers and Distributors of America, eða
MPPDA. Kvikmyndaiðnaðurinn var þó ekki
fyrsti afþreyingariðnaðurinn til að stofna
samband til að verja hagsmuni sína því hafna-
boltadeildin hafði þá nýlega stofnsett svipað
félag og einmitt til að bregðast við hneyksl-
ismálum.
Hlutverk MPPDA var m.a. að sjá um sam-
skipti við ritskoðunarnefndir ríkisins og hinna
ólíku fylkja ásamt því að bregða birtu á ímynd
kvikmyndaiðnaðarins í fjölmiðlum. Stórt skref
í átt að því var stigið þegar William Hays, fyrr-
um yfirpóststjóri Bandaríkjanna, var ráðinn
sem formaður sambandsins. Vonir stóðu til að
orðspor þessa máttarstólpa repúblikana-
flokksins bærist að einhverju leyti yfir á kvik-
myndaiðnaðinn. Hays lýsti því einnig yfir að
hann væri „af ástríðu mótfallinn ríkisafskipt-
um af viðskiptum.“ Það er athyglisvert að hann
notar orðið „viðskipti“ en ekki „list“ í þessu
samhengi. Tilkoma talmynda gerði Hays ekki
auðveldara fyrir. Sífellt fleiri hópar og nefndir
kröfðust opinberrar ritskoðunar þar sem þeim
fannst að siðleysi hefði aukist til muna á hvíta
tjaldinu eftir að glæpamenn, lauslætiskvendi
og annað hyski gat farið að standa fyrir máli
sínu. Framvörður umbótasinnanna var Martin
Quigley, trúheitur kaþólikki og útgáfustjóri
kvikmyndarits. Líkt og Hays var hann ósáttur
við ritskoðunarnefndir á fylkisvísu. Það var þó
ekki vegna hugsjóna heldur vegna vanmáttar
sjálfra nefndanna. Hann vildi koma á fót öflugu
ritskoðunarsambandi sem færi höndum um
efnivið kvikmyndanna áður en framleiðsla
væri hafin. Þannig yrðu hinar fjölmörgu og
dreifðu ritskoðunarnefndir sem störfuðu
óþarfar. Hugmyndin var ekki beinlínis bylting-
arkennd. Hays hafði árum saman verið að
reyna að koma slíku fyrirkomulagi á með ýms-
um embættum. Það sem Quigley bætti við hug-
mynd Hays var að nota kaþólsku kirkjuna sem
þrýstisamtök til að knýja kvikmyndaiðnaðinn
til samstarfs. Sjálfur skyldi hann vera í for-
svari fyrir hið nýja ritskoðunarsamband.
Árið 1929 hitti Quigley írska blaðamanninn
Joseph Breen en hann átti eftir að verða einkar
áhrifamikill í Hollywood, Þeir deildu sam-
eiginlegri sýn um hvernig kvikmyndirnar ættu
að vera: „einföld afþreying, ekki þjóðfélagsleg-
ir áfellisdómar“ og umfram allt annað átti ekk-
ert kynlíf að sjást á hvíta tjaldinu. Þeir byrjuðu
að leggja drög að framleiðslusáttmála fyrir
hönd kaþólsku kirkjunnar. Eftir nokkurra
mánaða vinnu þriggja klerka leit merkilegt
plagg dagsins ljós, framleiðslusáttmálinn,
áhugaverð samblanda kaþólskra kennisetn-
inga, íhaldssamrar pólitíkur og einfaldaðrar
sálfræði. Sáttmáli þessi átti eftir að hafa úr-
slitaáhrif á innihald kvikmynda næstu þrjátíu
árin. Aðmati aðstandenda sáttmálans áttu
kvikmyndir að vera gott fordæmi fyrir
fjöldann. Fjöldinn var líka lykilatriði í rök-
semdarfærslu þeirra: Kvikmyndir voru miðill
fjöldans og fjöldinn samanstóð af þverskurði
þjóðarinnar og myndirnar skyldu því veita öll-
um gott fordæmi. Ekker vafasamt rúmaðist á
hvíta tjaldinu.
Kaþólska velsæmissambandið
Hays tók sáttmálanum opnum örmum.
Plaggið var einmitt það sem hann hafði óskað
sér og gekk því heilshugar til liðs við kaþólikk-
ana og kynnti sáttmálann fyrir forstjórum
kvikmyndaveranna í Hollywood. Þeir voru
reyndar ekki jafnhrifnir en samþykktu sátt-
málann með semingi í febrúar árið 1930. Enda
þótt sátt hafi verið náð um að milda efnistök
kvikmyndanna var það aðeins á yfirborðinu. Í
raun voru hagsmunir hópanna gjörólíkir eins
og átti eftir að koma í ljós þegar aðsókn í kvik-
myndahús dróst saman á nýjan leik. Það gerð-
ist innan skamms og þá vegna vaxandi atvinnu-
leysis en ekki myndanna sjálfra, eins og sumir
héldu. Þessar kringumstæður voru afar erfiðar
fyrir kvikmyndaverin. Kostnaður við gerð
myndanna fór stigvaxandi en kvikmyndaverin
höfðu samþykkt að forðast hina ódýru en
áhrifamiklu afþreyingarkosti sem tengdust
kynlífi og ofbeldi.
Árin fjögur milli 1930 og 1934 eru stundum
nefnd „gullnu óþekktarárin“, þar sem fram-
leiðsluáherslum var breytt í átt að glæpamynd-
um, kynhlöðnum gamanmyndum og pólitísk-
um ádeilumyndum. Kvikmyndafræðingurinn
Gregory Black hefur hins vegar bent á að tíma-
bilið milli þess að framleiðslusáttmálinn hafi
verið tekin í notkun og Velsæmissamband kaþ-
ólsku kirkjunnar hóf störf sín fjórum árum síð-
ar sé eitt misskildasta tímabil kvikmyndasög-
unnar. Misskilningurinn felst öðru fremur í því
að dæmin sem eru nefnd séu yfirleitt nokkrar
glæpamyndir og myndir Mae West og Marx-
bræðranna. Samanlagt er þar um að ræða
e.t.v. 20 kvikmyndir, innan við prósenta af
heildarframleiðslu tímabilsins. Það er hins
vegar rétt að Hollywood reyndi að auka vin-
sældir sínar með framleiðslu ofbeldisríkra
kvikmynda, en hafa verður í huga að ofbeldi
sem slíkt hafði aldrei verið jafnmikill þyrnir í
augum umbótasinnanna og kynlíf, sérstaklega
ef glæpamönnunum var refsað fyrir syndugt
lífernið í lokin. Glæpamyndirnar nutu hins veg-
ar aðeins tímabundinnar hylli og um leið og
vinsældirnar byrjuðu að þverra minnkaði að-
sóknin í bíóin. Í örvæntingu sinni drógu kvik-
myndaverin fram síðasta vopnið: Kynlíf.
Myndir á borð við My Sin, Dishonored og
Street Girl komu út í röðum en stóðu sjaldnast
undir „væntingum“. Allar voru þær líka rit-
skoðaðar, bæði í Hollywood og af sjálfstæðum
ritskoðunarnefndum – stundum var ekki einu
sinni hægt að fylgja söguþræðinum þegar
Hays og aðrir voru búnir að fara höndum um
þær. En þótt hægt hafi verið að afsaka og út-
skýra ofbeldi í glæpamyndum (víti til varnað-
ar) var engin ástæða nógu góð til að afsaka
kynlíf. Og að vissu leyti hafði Hollywood skor-
að sjálfsmark með framleiðlsu þessara mynda
því krafan um ritskoðun á vegum ríkisins varð
háværari í kjölfarið.
Þrátt fyrir að félagsvísindin hafi á þriðja
áratugnum haft mikil áhrif á hin ýmsu svið
þjóðfélagsins voru kvikmyndir þar að mestu
undanskildar. Þetta breyttist árið 1929 þegar
Payne-rannsókninni var hleypt af stokkunum
en henni var ætlað að grennslast fyrir um áhrif
kvikmynda á börn og unglinga. Enda þótt
markmið verkefnisins hafi verið að koma höggi
á kvikmyndaiðnaðinn og undirbyggja kröfur
um ritskoðun reyndist rannsóknin ekki endi-
lega neikvæð fyrir Hollywood. Niðurstöðurnar
stóðu nefnilega ekki undir vonum um sannanir
fyrir spillingarmætti kvikmyndanna heldur
staðfestu bara það að myndir hefðu áhrif á
ungdóminn en aðalatriðið væri félagslegt um-
hverfi barnanna. Rannsóknin hafði tekið fjög-
ur ár og til þess að hún kæmi að einhverjum
notum fyrir umbótasinnanna voru niðurstöður
hennar, sem birtust í níu bindum, fengnar
blaðamanninum Henry James Forman í hend-
ur sem skrifaði einnar bókar samantekt sem
nefndist Our Movie Made Children. Öllum vís-
indalegum vinnubrögðum var kastað fyrir róða
og niðurstöðurnar umorðaðar og almennar
ályktanir dregnar af þeim til að gera efnið æsi-
legra. En bókin reyndist einmitt sú „vísinda-
lega“ röksemdarfærsla sem umbótasinnarnir
um landið allt höfðu beðið eftir, sérstaklega
menn eins og Quigley og Breen. Quigley sá nú í
hendi sér að langþráður draumurinn um ær-
lega tiltekt í Hollywood gæti orðið að veru-
leika. Hann fundaði með sérstökum fulltrúa
páfans, Cicognani preláta, og sannfærði hann
um réttmæti baráttu sinnar. Quigley tókst
meira að segja að fá Cicognani til að flytja
ræðu eftir sjálfan sig á kirkjufundi í New York.
Nokkrar stuttar tilvitnanir gefa hugmynd um
innihald ræðunnar: „Það sem á sér stað á
klukkustundarfresti er hvorki meira né minni
en útrýming sakleysis ungviðisins“ og „Kaþ-
ólikkar eru kallaðir til starfa af guði, páfanum,
biskupnum og prestunum til að berjast með
öllum tiltækum ráðum fyrir upphreinsun sor-
ans af hvíta tjaldinu, en kvikmyndirnar eru
lífshættuleg ógn við almennt siðgæði.“ Nú þeg-
ar baráttan gegn Hollywood var orðin opinber
stefna Vatíkansins voru allir kaþólikkar skyld-
aðir til hlýðni. Undir stjórn Quigleys lögðu síð-
an nokkrir háttsettir prestar og biskupar drög-
in að kaþólska Velsæmissambandinu. Sérstök
áhersla var á þrjú atriði: 1) Að koma upp öfl-
ugum þrýstihóp, 2) standa fyrir svörtum lista
yfir ósæmilegar kvikmyndir og 3) styðja hug-
myndir um innri reglusetningu frekar en rík-
isrekna ritskoðun. Prestar um landið allt fengu
söfnuði sína til að hlýða ákvörðunum Velsæm-
issambandsins og sniðganga myndir sem það
bannaði.
Hays varð að bregðast fljótt við og það gerði
menn því að skipa Breen í desember 1933 sem
aðalritskoðara Hollywood. Ástæðurnar að baki
ótta ráðamanna í Hollywood við Velsæmissam-
bandið tengdust að mestu leyti fjölda kaþól-
ikka í Bandaríkjunum (en þeir voru um 20
milljónir, einn fimmti af þjóðinni, og bjuggu
gjarnan í stórborgunum sem voru einmitt svo
mikilvægar fyrir kvikmyndaiðnaðinn) ásamt
því að skipulag kirkjunnar var til mikillar fyr-
irmyndar og öflug félags- og útgáfustarfsemi
var starfrækt sem gerði almenna kaþólikka
mjög meðvitaða um málefni kirkjunnar. Hótun
Velsæmissambandsins um svartan lista myndi
þá ekki einungis skaða tekjur kvikmyndanna
sjálfra heldur einnig sverta ímynd alls kvik-
myndaiðnaðrins. Þjóðin var líka enn í miðri
kreppunni og flest kvikmyndaverin í Holly-
wood riðuðu á barmi gjaldþrots (árið 1933 náði
fjöldi aðgöngumiða sögulegu lágmarki, 28
milljónir á viku, og á næstu tveimur árum urðu
eigendaskipti á þremur af stóru kvikmynda-
verunum). Árið 1934 skírði Hays ritskoðunar-
sambandið Production Code Administration
(PCA) og réð Breen sem yfirmann þess. Kvik-
myndaverin skyldu greiða PCA 25.000 dala
sekt fyrir hverja mynd sem þau gáfu út án
samþykkis og það sem skipti meira máli var að
kvikmyndahús sem voru félagsbundin
MPPDA (en flest þeirra voru það) samþykktu
að sýna ekki kvikmyndir sem ekki höfðu verið
samþykktar. Kvikmyndaverunum var þó gefið
eitt úrræði svo þau stæðu ekki fullkomlega
varnarlaus gagnvart ritskoðunarsambandinu,
en það var sérstök nefnd sem leikstjórar sátu í
og starfaði líkt og hæstiréttur. Þangað var
hægt að áfrýja ákvörðunum eftirlitsins.
Ekki þurfti að koma á óvart að ýmsir óháðir
kvikmyndagerðarmenn sáu í hendi sér tæki-
færi til að græða fúlgur fjár fyrst Hollywood
hafði gefið upp á bátinn þá efnisþætti sem
einna öruggustu vinsælda höfðu notið í fortíð-
inni. Þeim til hægðarauka höfðu umbótasinn-
arnir birt opinberlega leiðbeiningar um hvern-
ig draga skyldi fjölda áhorfenda í kvik-
myndahús, þ.e. framleiðslusáttmálann. Að-
ferðin sem þessir kvikmyndagerðarmenn
notfærðu sér var að taka þætti sem blátt bann
var lagt við í sáttmálanum og hafa að féþúfu.
Þannig má segja að með stofnun PCA árið 1934
og framleiðslusáttmálanum hafi hið gullna
tímabil kynránsmynda (sexploitation) hafist.
Heimildir:
Adorno, Theodor og Horkheimer, Max.: „The Culture
Industry: Enlightenment as Mass Deception“. The Cult-
ural Studies Reader. Ritstj. Simon During. Routledge.
New York og London, 1993.
Bordman, David og Staiger, Janet og Thompson, Krist-
in. The Classical Hollywood Cinema: Film Style and Mode
of Production to 1960. Columbia University Press. New
York, 1985.
Black, Gregory D.: The Catholic Crusade Against the
Movies, 1940-1975. Cambridge University Press. Cam-
bridge, 1998.
D’Emilio, John og Freedman, Estelle B.: Intimate Matt-
ers. A History of Sexuality in America. University of Chic-
ago Press. Chicago og London, 1997.
Klein, Andy: „Censorship and Self-Regulation“. Flesh
and Blood. The National Society of Film Critics on Sex,
Violence, and Censorship. Ritstj. Peter Keough. Mercury
House. San Fransisco, 1995.
Leff, Leonard J. og Simmons, Jerold L.: The Dame in
the Kimono. Hollywod, Censorship, and the Production
Code from the 1920s to the 1960s. Grove Weidenfeld. New
York og London, 1990.
Mailer, Norman: The Prisoner of Sex. Penguin. New
York og London, 1985 (fyrsta útgáfa 1972).
Sklar, Robert: Movie Made America. A Cultural History
of American Movies. Revised and Updated. Vintage
Books. New York, 1994 (fyrsta útgáfa 1975).
Tyler, Parker: Sex in Films. A Citadel Press Book. New
York, 1994 (fyrsta útgáfa 1974).
Þröstur Helgason. „Fjötruð fífl, þjófar að nóttu og álfar í
hulduheimum ofurveruleikans“. Heimur kvikmyndanna.
Ritstj. Guðni Elísson. Forlagið og art.is. Reykjavík, 1999.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Svall heiðingjanna í Intolerance eftir D.W. Griffith frá árinu 1916. Umgjörð myndarinnar var svo
mikilfengleg að fáir fettu fingur út í djörf atriði sem lýstu hóglífi í Babýlónborg til forna.
Clark Gable setti upp skilrúm milli sín og Claudette Colbert og komst þannig hjá ritskoðun kaþ-
ólska Velsæmissambandsins í myndinni It Happened One Night. Ekki fyrr en persónurnar höfðu
gengið í heilagt hjónaband mátti veggurinn falla.
Fyrsti kossinn. Sögufrægur fyrsti koss hvíta
tjaldsins. May Irwin og vinur leika hlutverk
Jane og John Doe í The Kiss frá árinu 1896.