Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Page 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MARS 2001 S ÝNINGIN ber yfirskriftina Heimskautslöndin unaðslegu: Arfleifð Vilhjálms Stefánssonar og er hún unnin í samvinnu Stofnunar Vilhjálms Stefáns- sonar, Dartmouth College og Reykjavíkur menningarborgar. Um er að ræða farandsýningu, sem fyrst var sett upp í Listasafninu á Akur- eyri, en mun verða ferðast með til Bandaríkj- anna, Kanada og Norðurlanda. Sýningin lýsir með myndrænum hætti starfi og lífssýn Vestur-Íslendingsins Vilhjálms Stef- ánssonar. Titill sýningarinnar vísar til þeirra já- kvæðu viðhorfa í garð norðurslóða sem Vil- hjálmur leitaðist við að miðla í kjölfar ferða sinna og mannfræðirannsókna á svæðinu, en hugtakið „heimskautslöndin unaðslegu“ er komið frá Vilhjálmi. Á sýningunni verða m.a. sýndar lifandi myndir, teknar á ferðum Vil- hjálms, sem ekki hafa verið sýndar áður. Þá byggist sýningin, auk ljósmynda, að stórum hluta upp af brotum úr dagbókunum sem Vil- hjálmur hélt á ferðum sínum. „Með áherslunni á dagbækurnar er leitast við að veita innsýn í hina persónulegu hlið Vilhjálms, s.s. lífsspeki hans og hversdaglegar vangaveltur, og sýna þannig aðra hlið á honum en birtist t.d. í fræðaskrifum hans og umfjöllun um hann í gegnum tíðina,“ segir Jónas Gunnar Allansson hjá Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar, en hann hefur veg og vanda af hugmyndavinnu og framkvæmd sýn- ingarinnar ásamt Þórunni S. Þorgrímsdóttur sem sér um listræna hönnun og Páli Ragnars- syni ljósahönnuði. „Sýningin er byggð upp sem eins konar ferðalag, ekki aðeins inn í menning- arheim inúíta eins og hann birtist í skrifum Vil- hjálms, heldur einnig inn í hugarheim fræði- mannsins,“ heldur Jónas áfram. „Þannig setur gesturinn sig í spor mannfræðingsins og land- könnuðurinn Vilhjálmur er gerður að rannsókn- arefni, enda var hann mjög athyglisverður fræðimaður í sínum samtíma, og hefur mikið verið um hann deilt og skrifað,“ bætir Jónas við. Ljósmyndirnar á sýningunni eru gerðar eftir myndskyggnum sem Vilhjálmur notaði sjálfur í fyrirlestrum sínum, og í textum við myndirnar er reynt að líkja eftir vísindaaðferðum mann- fræðinga. Við þær eru festir merkimiðar með stikkorðum, og dagbókarbrotum er komið fyrir í plastpokum sem innsigla „gögnin“. Þannig leggja skipuleggjendur áherslu á að setja við- fangsefninu ekki of þröngar skorður, og láta sýningargestum eftir ákveðið rými til túlkunar. Innsýn í lífshætti inúíta Vilhjálmur Stefánsson var sonur íslenskra foreldra sem flutt höfðu til Kanada. Hann er frægur fyrir starf það sem hann vann á sviði landkönnunar en hann fór þrjá langa leiðangra um heimskautssvæði Kanada á árunum 1913– 1918. Á ferðum sínum kortlagði Vilhjálmur stór landsvæði, jafnframt því sem hann stundaði mannfræðirannsóknir á menningu og lifnaðar- háttum inúíta. Að loknum ferðunum starfaði hann sem fræðimaður, þar sem hann vann að því að vekja athygli manna á lífsháttum á norð- urslóðum. Fræg bók hans um efnið ber titilinn Heimskautslöndin unaðslegu og vísar sýningin í það hugtak í yfirskrift sinni. Jónas bendir á að sýningunni sé skipt í þrjá hluta, sem lýsa hver um sig á ákveðnu tímabili í æviskeiði hans. Fyrsti hlutinn lýsir bakgrunni Vilhjálms og æsku en Jónas segir að uppruni hans sem Vestur-Íslendings hafi haft mikil áhrif á ævistarf hans og sjónarmið. „Þótt Vilhjálmur hafi búið í Bandaríkjunum hafði hann mjög sterk tengsl við íslenskan veruleika, enda var æskuheimili hans hefðbundið íslenskt sveita- heimili. Þetta má meðal annars ráða af því hvernig hann ber samfélag inúíta saman við ís- lenska menningu.“ Annar hluti sýningarinnar lýsir rannsóknar- leiðöngrum Vilhjálms, en sérstök áhersla er lögð á leiðangurinn þar sem hann hafði upp á byggðum koparinúítanna svokölluðu, sem kenningar eru uppi um að séu afkomendur nor- rænna manna á þessum slóðum. Á ljósmyndum og dagbókarbrotum þeim tengdum má sjá þær aðferðir sem Vilhjálmur beitti í leiðöngrum sín- um. „Hann tók upp aðferðir inúítanna sjálfra í ferðunum. Hann ferðaðist ásamt fámennum hópi inúíta á hundasleðum og veiddu leiðang- ursmenn sér til matar. Þannig hafnaði Vilhjálm- ur hinni evrópsku, vísindalegu aðferð, þar sem menn komu með vistir með sér og studdust við vestræna tækni. Þetta var jafnframt hluti af að- ferð Vilhjálms við mannfræðirannsóknir, en hann taldi mjög mikilvægt að taka þátt í menn- ingunni í viðleitni sinni að skilja hana, sem er og verður klassískt stef í aðferðafræði mannfræð- innar.“ Lífssýn Vilhjálms Jónas bendir einnig á að aðferðirnar hafi end- urspeglað þá lífssýn Vilhjálms að með þekkingu og virðingu fyrir náttúrunni gætu menn byggt upp lífvænlegar aðstæður á þessum svæðum. „Vilhjálmur varpaði að mörgu leyti þeirri þekk- ingu sem hann öðlaðist á lifnaðarháttum inúíta yfir á vestræn samfélög. Hann setti til dæmis spurningarmerki við það hvort efnisleg gæði veittu mönnum hamingju. Vilhjálmur var mjög framsýnn og róttækur að þessu leyti og vann hann mikilvægt starf við að kortleggja menn- ingu þessara svæða um það leyti sem nýlendu- stefnan byrjaði að teygja anga sína inn á norð- urslóðir. Hann lagði áherslu á að lifað yrði í sátt og samlyndi við náttúruna, en það var sjónar- horn sem lítið var í deiglunni á þessum tíma,“ segir Jónas. Þriðji hluti sýningarinnar fjallar um það starf sem Vilhjálmur vann eftir að ferðum hans lauk, en þá tók hann til við að skrifa bækur og halda fyrirlestra þar sem hann miðlaði fróðleik sínum og viðhorfum. „Vilhjálmur lagði áherslu á það í fræðastarfi sínu að vera í beinum tengslum við almenning í stað þess að hreiðra um sig í há- skólasamfélaginu, enda naut hann mikilla vin- sælda, beggja vegna Atlantshafsins, ekki síst á Íslandi þar sem hann var hafinn upp sem hetja,“ segir Jónas og minnir að lokum á að með sýn- ingunni sé reynt að gefa fólk tækifæri til að mynda sér eigin skoðun á Vilhjálmi Stefánssyni og ævistarfi hans. Sýningin stendur til 4. júní. Vilhjálmur Stefánsson tileinkaði sér aðferðir inúíta á ferðum sínum um heimskautslöndin. Í öðrum leiðangri sínum fann Vilhjálmur byggðir koparinúítanna svokölluðu, fyrstur Evrópubúa. Vilhjálmur var vel að sér í tungu inúíta og gat því talað við þá á þeirra eigin tungumáli. Á SLÓÐ LANDKÖNNUÐARINS UM HEIMSKAUTSLÖNDIN Opnuð verður sýning um Vilhjálm Stefánsson landkönnuð í Listasafni Íslands – Hafnarhúsi í dag kl. 16. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR naut leiðsagnar Jónasar Gunnars Allanssonar mannfræðings um sýninguna. ÞÓR ELÍS Pálsson vinnur um þessar mundir að heimildarmyndinni Frosið heimsveldi um Vilhjálm Stefánsson. Þar er fjallað um rann- sóknarleiðangrana sem Vilhjámur fór um slóðir inúíta á norðurheimskautinu á árunum 1913 til 1918. Sérstakri athygli er beint að hinu umdeilda Karluk-slysi sem átti sér stað í síðustu ferð hans, en þá fórust ellefu menn af skipinu Karluk eftir að Vilhjálmur varð við- skila við það. „Í myndinni rekjum við sögu og aðdraganda þessa slyss, sem átti mikinn þátt í að skapa þá miklu gagnrýni sem beinst hefur að Vilhjálmi í gegnum tíðina,“ segir Þór Elís. „Þar komum við m.a. fram með nýjar upplýs- ingar um afstöðu Vilhjálms til málsins, sem fengnar eru úr persónulegum bréfum hans.“ Þór Elís segir ferðirnar fyrst og fremst mynda umgjörð um myndina, þar sem meg- inmarkmiðið er að varpa ljósi á persónuna Vilhjálm Stefánsson og komast að því hver undiraldan var að hinum stóru og miklu æv- intýrum sem margir þekkja svo vel. „Við fór- um reyndar mjög erfiða leið að viðfangsefn- inu, þar sem við látum Vilhjálm sjálfan segja söguna. Þ.e. öll frásögn í myndinni er tekin upp úr dagbókum hans, bréfum og öðrum skrifum.“ Þór Elís leikstýrir og framleiðir myndina en handrit skrifa þeir Garðar Baldvinsson bókmenntafræðingur og Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Kvikmyndatöku annast Guð- mundur Bjartmarsson og Ólafur Rögnvalds- son. Meðframleiðandi myndarinnar í Kanada er Lorne McPherson. Myndin er styrkt af Kvikmyndasjóði Íslands, Landafundanefnd og erlendum kvikmynda- og sjónvarpssjóðum. Áætlað er að frumsýna heimildarmyndina næstkomandi haust. Frosið heimsveldi hefur verið rúm þrjú ár í vinnslu og er að sögn Þórs Elís með stærri heimildarmyndaverkefnum sem unnin hafa verið hér á landi. Myndin er unnin fyrir alþjóðlegan markað, og er því all- ur texti á ensku en séríslenskuð útgáfa verður sýnd hér heima. Aðstandendur leituðu víða fanga eftir efni, en myndin er fyrst og fremst byggð upp á kvikmyndaefni og ljósmyndum sem Vilhjálmur réð m.a. vin sinn Wilkins til að taka á ferðunum en það er varðveitt hjá Nat- ional Filmboard of Canada. Þá var Vilhjálmur talsvert í sviðsljósinu í samtíð sinni og er því nokkuð af efni um hann. „Talsvert af þessu efni hefur ekki komið fyrir sjónir almennings áður en það varpar skýru ljósi á þær aðstæður sem Vilhjálmur og leiðangursmenn hans þurftu að berjast við. Vinnuheiti myndarinnar er Heimskautslöndin unaðslegu, hugtak sem komið er frá Vilhjálmi, og í myndinni verður sú sýn á heimskautslöndin sem felst í orð- unum undirstrikuð í allri sinni fegurð,“ segir Þór Elís að lokum. Þór Elís Pálsson leikstýrir heimildarmynd um Vilhjálm Stefánsson „LÁTUM VILHJÁLM SJÁLF- AN SEGJA SÖGUNA“ Ljósmynd/Þór Elís Pálsson Guðmundur Bjartmarsson við tökur á vettvangi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.