Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Page 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MARS 2001
Á
SJÖUNDA áratugnum kom
fram það sem kallað hefur
verið hugmyndalist. Hug-
myndalistin lagði mikla
áherslu á að útrýma hlut-
gervingu listaverksins.
Þvert á móti poplistinni sem
framleiddi hluti og listaverk
í massavís og sagðist vera og vildi vera hluti af
markaðnum, vildu þeir listamenn sem komu
fram með hugmyndalist breyta einmitt þessu.
Þeir vildu sýna fram á spilltan markað, útrýma
gullkálfunum. Þeir voru ekki svo einfaldir að
halda að þeir gætu staðið utan við listmark-
aðinn, og vildu það auðvitað ekki heldur því
þetta var þeirra lifibrauð, – en verk þeirra voru
í upphafi ekki beint söluvæn. Síðar, eins og allt-
af gerist á nokkrum árum, voru verkin auðvitað
orðin jafnsjálfsögð söluvara og hvað annað,
markaðurinn finnur alltaf einhverja leið.
Orðið hugmyndalist felur auðvitað í sér hvað
um var að ræða – listaverk sem voru hug-
myndir en ekki hlutir. Einfaldasta leiðin til að
koma hugmynd frá sér er að segja öðrum frá
henni eða skrifa hana niður – sem sagt með
hjálp tungumálsins. Með hugmyndalistinni
flæddu því orðin inn í listina sem aldrei fyrr.
En að segja frá listaverki með orðum, þýðir
ekki að listaverkið byggist upp á þeim eða að
listamaðurinn fáist sérstaklega við orð í list
sinni, þótt hann noti þau sem hjálpargagn.
Aragrúi listamanna kom hugmyndum sínum á
framfæri með hjálp orða á þessum tíma, og
segja má að allar götur síðan hafi orð verið
sjálfsagður hluti af listinni, hvernig svo sem
þau eru notuð.
Bara að nefna þá flesta gæti fyllt þennan
dálk og fleiri auðveldlega. Þegar nefna á til þá
sem fengist hafa við orðin sérstaklega, sem
efnivið verka sinna er listinn nærri því jafn-
langur. Það er ógjörningur að tína alla til og því
þarf að velja og hafna. Það eru þess vegna bara
nokkrir öfgasinnar – en öfgarnar leggja gjarn-
arn línurnar í upphafi og svo þynnast þær út –
og uppáhöld – því það er tungunni tamast sem
hjartanu er kærast – sem sagt verður frá hér.
Sá hópur sem fjallað er um í þessari grein er
því annars vegar af þeim sem ekki verður
framhjá gengið og svo hef ég valið fáeina lista-
menn sem allir nota tungumálið á mjög ólíkan
hátt í list sinni, og hafa ekki sérstaklega verið
kynntir hér á landi svo ég viti.
„List & tungumál“
Ég myndi vissulega flokka hóp þann sem
kallaði sig „Art & Language“, eða „List &
tungumál“, undir öfgasinna, þó að ekkert of-
beldi væri viðhaft, – þeir gengu alla leið í hug-
myndum sínum um stöðu, eiginleika og hlut-
verk listarinnar.
Fyrsta tölublað Art-Language, eða List-Mál,
kom út 1969 í Coventry, Englandi. Þar segir
Terry Atkinsson m.a. „Til dæmis er spurningin
ekki einfaldlega þessi: „... eru listfræðileg verk
hluti af verkfærum hugmyndalistamanna, og
geta slík verk, sem slík, þegar þau eru sett
fram af hugmyndalistamanni, verið tekin með í
reikninginn sem listaverk? Það sem þarf að
hafa í huga hér er ætlun listamannsins. Það er
mjög til efs að listfræðingur hefði sett fram
eitthvað af verkum sínum sem „listaverk“ til
dæmis árið 1964, þegar fyrstu vísar að ein-
hverri afar frumstæðri meðvitund um hugmynd
um hugmyndalist komu ekki fram fyrr en um
1966. Ætlun „hugmyndalistamannsins“ hefur
verið aðskilin frá ætlun listfræðingsins vegna
þess hvað samband þeirra við listina og viðhorf
þeirra til hennar voru ólík áður.“ Þeir hjá L&T
vilja nefnilega leggja niður listfræðinga. Lista-
menn eiga að sjá um þann hluta listarinnar
sjálfir, og hvers vegna ekki kalla skrif þeirra
listamanna sem sjálfir skilgreina verk sín út í
ystu æsar listaverk, spyr Atkinsson. Hann
stingur upp á því að hugmyndalist verði hluti af
listfræðinni, en leggur líka til að listfræðin
flokkist undir listina, verði listgrein. Hann talar
einnig um þrepaskiptingu tungumála við skoð-
un og skilning á myndlist. Frummálið er sjón-
rænt, hjálpartækin hafa tekið á sig form skrif-
aðs máls. „Það sem kemur á óvart er að þó að
kjarninn hafi verið tungumál í stöðugri þróun,
virðist enginn þar til núna hafa látið sér detta í
hug að taka hjálpartækin með í kjarnann.
... Innan ramma hugmyndalistarinnar er list-
sköpun og sköpun ákveðinnar hugmyndafræði
oftar en ekki sama ferlið.“
Það er eins og ekki hafi verið hægt að gera
nokkurn skapaðan hlut á þessum tíma nema
með fylgdi stefnuskrá listamannsins, um það
hvernig líta ætti á verkin, hvar og hvernig þau
ættu að vera staðsett eða sýnd og svo fram-
vegis. Flestir hugmyndalistamenn þessa tíma-
bils settu fram slíka stefnuskrá um eigin verk
og ef ekki, þá aðhylltust þeir stefnuskrár ann-
arra.
Einn þeirra fyrstu sem settu fram stefnuskrá
var Lawrence Weiner (1942), en það er óger-
legt að skrifa um orð í myndlist án þess að
minnast á hann. Lýsti hann þar hvernig um-
gangast ætti verk hans. Eins og þekkt er orðið
eru verk hans nokkurs konar uppástungur, í
fyrstu lýsingar á þrívíðum verkum, til dæmis úr
pappa, en síðari verk eru þekktari, eins og
uppástungan: „marglitir hlutir sem raðað er
hlið við hlið til að mynda röð af marglitum hlut-
um“. Þetta var byltingarkennt á sínum tíma.
Verkin voru fyrst aðeins til sem uppástungur í
skissubókum hans, þar til einhver bauð honum
að útfæra verkið, gallerí eða listasafn. Hann
vildi líka gjarnan setja verk sín upp á stöðum
sem ekki voru sérstaklega ætlaðir fyrir list, og í
gegnum árin hafa ótal verk hans verið sett upp
í almenningsrými, á torgum, gangstéttum og
húsveggjum. Setningar hans hafa verið settar
upp út um allan heim, á mismunandi hátt, oft-
ast málaðar á veggi. En þó að Weiner hafi not-
að tungumálið manna mest í list sinni er tungu-
málið ekki innihaldið í list hans. Hann gerir
engar tilraunir með tungumálið, hann spyr ekki
spurninga um það hvernig kerfi tungumálið er
eða hvernig það virkar, – innihald verka hans
er frekar spurningin um tilvist listaverksins, –
er það hér eða er það í huga áhorfandans sem
ímyndar sér það sem setningar hans oft á tíð-
um lýsa? Weiner er einn af þessum „einnar
hugmyndar mönnum“ sem halda áfram með
sömu hugmyndina áratugum saman. Verk hans
sem voru byltingarkennd í upphafi eru nú
löngu orðin viðurkennd, – að þeim alls ólöst-
uðum.
Weiner var auðvitað ekki sá eini sem ein-
beitti sér að hvarfi listaverksins ef svo má
segja, á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann
og Joseph Kosuth voru til dæmis spyrtir dálítið
saman um tíma, ásamt fleirum, þeim til mis-
mikillar ánægju. Í viðtali sem tekið var við þá
félagana 1969 eru þeir spurðir hver afstaða
þeirra sé til tungumálsins, og hvernig notkun
þeirra á því er frábrugðin ljóðlist eða bók-
menntum. Weiner finnst þetta vera meiriháttar
vandamál því hann gæti líka birt verk sín í bók-
arformi, þau þyrftu ekki að vera útfærð. (Síðan
hefur hann gefið út margar bækur). Hann segir
að verk hans séu frábrugðin ljóðlist að því leyti
að þau snúist um að miðla upplýsingum á eins
einfaldan hátt og mögulegt sé. Fegurð tungu-
málsins eða spennandi möguleikar þess eru
ekki viðfangsefni hans. Weiner leggur áherslu á
mikilvægi upplýsinga. Kosuth segist hins vega
nota tungumálið til að komast handan við
tungumálið, – tungumálið sé hlutlaust og gegn-
sætt og að þegar það sé notað sem miðill verði
það ósýnilegt. Hann hefur líka sagt annars
staðar að orð hafi enga liti.
„List sem hugmynd sem hugmynd“
Kosuth (1945), er einn af þeim sem hefur
notað tungumálið á margræðan hátt í verkum
sínum, bæði til að setja fram hugmyndir sínar
um list og til að leggja áherslu á það sem ekki
verður sagt með orðum. Hann er undir miklum
áhrifum frá heimspekingnum Wittgenstein en
sú setning hans sem frægust hefur orðið er
eitthvað á þá leið að það sem ekki verði sagt,
um það sé best að þegja. Kosuth var mikill
hreinlínumaður í hugmyndalistinni og til dæmis
ekki par ánægður með að vera settur á sama
bás og Lawrence Weiner, sem honum fannst
hafa álpast inn í hugmyndalistina óvart og ekki
flokkast til alvöru hugmyndalistamanna eins og
hans sjálfs og til dæmis þeirra í L&T.
Kosuth sagði að öll listaverk væru, eða ættu
að vera, tillögur byggðar á rökgreiningu og
gerði verk í samræmi við það. Mottó hans er
„List sem hugmynd sem hugmynd“. Þá á hann
við að hugmyndir séu efniviður hugmynda
hans. Ein af fyrstu sýningum hans var að fara
með einkabókasafn sitt í galleríið og setja þar
borð og stóla svo að áhorfendur gætu lesið í
bókunum. Ekkert annað verk var á staðnum.
Hann hefur líka mikið notað tilvitnanir, stækk-
að upp tilvitnanir úr orðabókum, eins og út-
skýringar á orðinu „ekkert“, og sett fram á
veggspjöldum til dæmis. Hann leggur til að
listin taki við af heimspekinni, að listin sé, eða
verði heimspeki. Samansafn skrifa hans ber
nafnið „List eftir heimspeki og eftir“. Það má
kalla hann forföður hugmyndalistarinnar, og
hann hefur haft víðtæk áhrif. Áratugum síðar
eru listamenn enn að endurtaka hugmyndir
hans, meðvitað eða ómeðvitað. Ein stærsta sýn-
ing hans er kölluð „Leikur að hinu ósegjanlega,
– Ludwig Wittgenstein og list tuttugustu ald-
arinnar“. Sýningin var afar umdeild, sumum
þótti hann fara offari með listaverk annarra
listamanna, taka þau úr samhengi svo þau glöt-
uðu merkingu sinni, en öðrum þótti mikið til
um. Kosuth hefur skrifað fjölda greina og mikið
af þeim um eiginleika tungumálsins, allt á mjög
heimspekilegum nótum. Hann fylgdist með
skrifum frönsku heimspekinganna sem slógu í
gegn á sjöunda og áttunda áratugnum eins og
Michel Foucault og Jaques Lacan og hann
reynir að heimfæra málvísindi upp á listina. Fá-
ir hafa lýst yfir dauða málverksins (og högg-
myndarinnar) af jafnmiklum sannfæringar-
krafti. „Sá sem málar málverk spyr sig ekki að
því hvað list er,“ segir hann, „hann er fastur í
gömlum viðteknum hugmyndum. Verk mín eru
arftakar málverka og höggmynda en þau eru
hvorugt, verk mín eru rannsókn á því hvað list
er, og þannig á öll list að vera.“ Hann segir
einnig að grundvallarspurning listamannsins
eigi ekki að vera „hvernig?“, heldur „hvers
vegna?“ Listamaður sem spyr sig að því hvers
vegna hann máli málverk fæst við annað en sá
sem spyr sig að því hvernig hann eigi að gera
slíkt hið sama. Þar sem Kosuth er mjög á móti
list sem byggist á litum og formum hefur hann
mikið til kosið að nota eingöngu svart /hvítt í
verkum sínum, og sem minnst af skrautlegum
þáttum. Hann sleppur þó auðvitað ekki undan
því að list hans hefur, eins og öll list, ákveðið
sjónrænt yfirbragð og fagurfræði, þó hann
ORÐ Í MYNDLIST FYRR OG NÚ – ÞRIÐJ I HLUTI
„MYNDLISTIN ER
EKKI LEIKUR MEÐ
LITI OG FORM“
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, 1969.
E F T I R R Ö G N U S I G U R Ð A R D Ó T T U R
„List & tungumál“, „List sem hugmynd sem hugmynd“,
bækur, brýr, svampur, gangstétt, gata.
Ulrich Meister, 1992. Úr bókinni Ulrich Meister.
Edition Patricia Schwarz.
Einn og þrír stólar, Joseph Kosuth, 1965, Pompidou-safnið, París.