Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MARS 2001 13
einskonar framleiðsluvöru sem hangir utan á
myndlistinni eins og óværa. Þetta er rangur
skilningur og oftast til frekar mikilla leiðinda í
myndlist. Stílar í listum eru oft hin raunveru-
lega kreppa og það hefur reynst mörgum lista-
manninum skeinuhætt að gangast þeim á hönd
og eyða ævinni í að fylla í númeraða reitina.
Stílbrjótar tuttugustu aldarinnar skildu
skilaboð Cézanne og eiga margir þeirra rætur
að rekja til hans og hafa margundirstrikað það
í eigin verkum og textum – þeir þoldu ekki ein-
sleitnina og brutust með oddi og egg gegn ráð-
andi hugsunarhætti og rákust illa sem hjarð-
dýr.
Einn slíkur var hér á ferð á dögunum og fór
ekki hátt frekar en vænta mátti, en vert er að
geta. Sýning Gerhards Richter í Listasafni Ís-
lands (sem ég vona að landsmenn hafi séð) er á
margan hátt þessu marki brennd, en Richter
er tvímælalaust einn þeirra manna sem ekki
hafa farið troðnar slóðir í list sinni. Eitt verk vil
ég nefna af þeirri sýningu sem snertir þann
þráð sem ég er hér að spinna. Hann setti upp
ættartöflu listasögunnar, og sína í leiðinni, í
verkinu Survey / yfirsýn (1998), og þar mátti
greina Cézanne meðal helstu andans jöfra sög-
unnar sem ættföður stórs hóps myndlistar-
manna sem er virkur í dag. Raunar er þetta
verk sett saman í víðara samhengi þar sem
Richter áréttar þá skoðun sína að framlag
listamanna til sögunnar sé mikilvægt og órjúf-
anlegt frá öðrum andlegum afrekum. Hug-
myndasagan er sett saman úr verkum þeirra
andans manna sem sögulegt samkomulag er
um að eigi að vera þar. Richter er því að minna
á viðurkennda stöðu manna í menningarsög-
unni og það er það sem skiptir höfuðmáli, en
ekki það að verk þeirra ganga kaupum og söl-
um á markaði sem metur þá einungis til fjár.
Richter er náttúrulega sjálfur í þessu sam-
hengi og um það er almennt samkomulag, en
þess má geta að hann er einn af hæst metnu
núlifandi listamönnum heimsins að orðspori og
hugsanlega einnig í peningum talið. Reyndar
má í þessu samhengi, og það er kannski kjarn-
inn í verki Richters, velta því upp hvort svona
frægðarlisti snillinganna sé í takt við okkar
tíma, þar sem „verðfall“ hefur orðið á hug-
myndum í grautarpotti nútímans þar sem hvað
þvælist innan um annað og enginn virðist
„eiga“ það sem svífur um í loftinu. Kannski er
tími þeirra liðinn og minningin ein eftir –
geymdir en ekki gleymdir? Mér hefur oft virst,
þrátt fyrir þessa sögu, sem myndlistarmenn
samtímans séu ekki endilega svo uppnumdir
yfir verkum Cézanne og hafi þau ekki á hrað-
bergi og það er etv. tímanna tákn, nema ef þeir
eru málarar sjálfir og sjái hann fyrir sér sem
MÁLARANN eða stílbrjót í listsögulegu sam-
hengi. Hinir sýnist mér vera fleiri sem horfa til
hans sem hægláts undanfara í því sem kalla má
aðferðina við að skapa myndlist og margir eru
handgengnir – það að skilja og koma listinni frá
sér í hvaða formi sem er, óháð öðru því sem
rogast er með í pokum listasögunnar. Hægt er
að nefna marga myndlistarmenn aðra en
Richter sem hyllt hafa Cézanne vegna þessa
framlags til listarinnar, en einn vil ég þó nefna
sérstaklega. Hér á ég við Hrein Friðfinnsson
og yfirgripsmikið verk sem hann gerði árið
1998. Svo sem áður sagði eyddi Cézanne ævi
sinni í Suður-Frakklandi við fjallsrætur Mont
Sainte-Victoire og málaði sín frægustu verk af
því fjalli. Í þeim rís list hans hæst, sbr. Kletta
og greinar... Þessi verk og framlag Cézanne til
listasögunnar hafði Hreinn í huga við gerð eig-
in verks og gekk hann nokkrum sinnum á fjall-
ið, en í texta með verkinu segir hann: „Þessar
myndir (frottages) eru stroknar yfir blöð sem
lögð eru á yfirborð fjallsins Mont Saint-Vict-
oire í Suður-Frakklandi. Ég læt mér detta í
hug að þetta fjall hafi haft meiri áhrif á þróun
myndlistar á 20. öldinni en önnur fjöll, og vísa
þá til hvernig það birtist í verkum málarans
Paul Cézanne á sínum tíma.“ (1998.) Þessi
fögru verk lýsa á einkar skýran hátt afstöðu
Hreins til framlags Cézanne og granítklapp-
irnar eru í höndum þeirra beggja sá sami
lausnarsteinn sem listinni er svo nauðsynlegur
í leitinni að skilningi og varanlegri fegurð.
Þetta verk gekk nærri Hreini að þreki, að hans
eigin sögn, og var hið mesta puð.
Endurtekningin
Um samhengi listasögunnar, og reyndar
hugmyndasögunnar allrar, þarf ekki að efast
og mönnum því hollast að fara á listasafnið og
spyrja sig þeirra spurninga sem vert er að eiga
við: Hvað hafa þessi verk með samtímann að
gera og frammi fyrir hverju stend ég? Það er
ekki endilega ástæða til að vísa í sköpunarsög-
una til að sýna fram á það að allt eigi sér upphaf
í einhverri mynd, en til mikils væri unnið ef list-
njótendur skoðuðu þessa myndlist opnum huga
og reyndu að láta ljóma hennar lýsa upp fyrir
sér samtímann og skryppu síðan í Nýlistasafn-
ið eða skoðuðu og fylgdust með innkaupum
listasafnanna á nútímalist þegar þau eru sýnd.
Það gæti verið ómaksins vert. Sýningin er
nefnilega þess eðlis að hún er sem kortlagning
þess sem gerðist í annan tíma og þess sem er að
gerast í samtímanum. Í sögulegu samhengi er
svona sýning því uppfræðandi um tíðaranda á
seinni hluta 19. aldar, en um leið frásögn af því
úr hvaða jarðvegi nútímamyndlist er sprottin.
Það er hollt að hugsa til þess eftir að hafa skoð-
að sýninguna að af henni er nær allt okkar um-
hverfi runnið með einum eða öðrum hætti.
Samtímamenn þeirra listamanna sem hér
eiga verk (impressionistanna), höfnuðu þessum
verkum sem hreinni firru og hæddu þá og
verkin jöfnum höndum. Sýningin getur því ver-
ið áminning til samtímans um það hvernig
hamast er gegn nútímalistum þegar tekin er
afstaða. Það er mörgum eiginlegt að dásama
fortíðina, en lifa helst ekki af nema í nýtísku
allra annarra hluta en listarinnar. Þau verk
sem einskis voru metin á sinni tíð, en fá menn
til að súpa hveljur í dag vegna verðmætisins
eins, eru því sem þörf áminning til „listunn-
enda“ um að opna nú augu sín og buddu fyrir
samtímalistinni.
Peningar og listir – það gerist ekki betra. Nú
þegar það hefur verið upplýst og á því hamrað
um tíma í öllum fjölmiðlum að tryggingaverð-
mæti sýningarinnar sé 6.000.000.000 kr. er ekki
úr vegi að velta því fyrir sér hvernig svo mikil
verðmæti geta orðið til. Eru tímamót í listasög-
unni svona dýru verði keypt? Ekki ber á öðru. Í
allri sögulegri sýn er tíminn það afl sem mótar
gildi hugmyndanna og hlutanna og í þessu til-
felli hefur hann líka skapað þau verðmæti sem
hægt er að telja í peningum. En þetta er samt
það fjármagn sem kalla má dautt og hefur ekk-
ert með myndlistarheiminn sem slíkan að gera,
heldur eru þetta þeir peningar sem listhöndl-
arar heimsins láta ganga sín á milli þegar
þannig liggur á þeim, enda um einstaka hluti í
mörgum skilningi að ræða. Myndlistarmönn-
um koma þessir peningar ekki við og almenn-
ingi ekki heldur, þegar grannt er skoðað. Það
er hin hliðin á peningnum sem skiptir máli.
Og í lokin er vert að óska þess að Listasafn
Íslands komi með eðlilegt framhald af þessari
sýningu og sýni þær hræringar sem fylgdu í
kjölfarið á fyrri hluta síðustu aldar og reki sig
þannig áfram til dagsins í dag. Þá er kannski
einhver von til þess að við getum farið að skoða
samtímann í ljósi þekkingar okkar á sögunni.
Heimildir: Saga listarinnar. E.H. Gombrich í þýð. Hall-
dórs B. Runólfssonar. Mál og menning 1998.
Náttúrusýnir. Sýningarskrá Listasafns Íslands. Hreinn
Friðfinnsson. Texti. 1989. Samtal við höf. 2000.
Hluti af myndverkinu Survey eða Yfirsýn eftir Gerhard Richter, 1998.
Höfundur er myndlistamaður.
(Við fyrsta lestur á Eddu Audens og Taylors)
Ég hafði lesið söguna áður og hélt vera
skrá yfir hrylling goðsagna. Nú les ég hana aftur
og veit merkingu hennar. Og ég hugleiði
hvaða hagleikssmiður, bandingi eða þræll,
hafi í biturð síns hjarta,
á ofsafenginni víkingaöld,
hugsað upp þá hrottans föflu.
Þær flugu þrjár gegnum myrkvið,
þríeinar í svanaham, með hvin
um naktar greinar, og dvöldu nauma
níu vetur að ástum. Hurfu síðan.
„Við munum ríða til endimarka jarðar,
austur og suður, að leita þeirra!“ En Völundur sat
í Úlfdölum einn, sló bauga
af rauðagulli. Svo beið hann ef hún koma gerði.
Taldi hann bauga, eins saknaði. Hugði þá í draumi
hún komin væri. Þegar hann vaknaði á ný
var hann í fjötrum; heltur,
á hólma útlægur, nauðugur að smíða
fánýtt glingur.
„Allt skal sagt, allt:
Hvíla lík þinna sveina
undir blóðugum smiðjubelgjum; steypt hef ég
þinni dóttur í drykkjusvall. En nú hefst ég
á vængjum svans. Ég er konungur álfa
og svíf um skýlaust loft.“
(Eins og einnig Díónysos
yfir Penþeifs húsi.)
Svo þeir halda þeir geti listamanninn heft, eða hvað –
hoggið sinar og svipt hann vist með listgyðjunni?
JOHN HEAT-STUBBS (f. 1918)
John Heath-Stubbs er mikið afkastaskáld, orti bestu ljóðin sín innan við þrítugt á fimmta
áratugnum, þar á meðal Völund. Hann hefur þýtt úr arabísku og ítölsku. R. S. Thomas er talinn á með-
al helstu skálda aldarinnar, hann var Wales-maður, prestur og skáld í afar afskekktu sveitaþorpi í Wa-
les. Tom Raworth er eitthvert kunnasta framúrstefnuskáld á Englandi. Hann býr í Cambridge, en hefur
dvalið langdvölum í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og víðar.
VÖLUNDUR
Ekkert stórfenglegt ber fyrir augu
hér, engar eyðimerkur
aðrar en sóun hugvits
sem stafar af uppblæstri andans;
engin gljúfur
þar sem vængur flugeðlu
varpar köldum skugga.
Hæðirnar eru auðvitað ágætar
með sinn vatnshýjung, sem sýnir aldur þeirra,
stungnar hellum,
en í einum þeirra er svefnskáli Artúrs;
hann og riddararnir eru skínandi bjargið
sem þræðir sögu okkar saman,
en smánin hefur komið þeim til að kúra frameftir.
R.S. THOMAS (1913-1999)
WALESBÚI
TALAR VIÐ
TÚRISTA
þú ert dauð gamla og dauður bóndi þinn
rakt lauf dregið í munni þínum sker tunguna
hann gaf þér svo elskulegt augnaráð
nú bera þig hávaxnir menn með göngulag hesta
TOM RAWORTH (f. 1938)
ADAGIO
ÞÝÐANDI: ÁRNI IBSEN