Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.2001, Qupperneq 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MARS 2001 17 P RÓFÞREYTA fyrir aldarfjórð- ungi leiddi nýlega til þess að tvær bækur um víkingaarfleifð Wirral, skaga skammt frá Li- verpoll, litu dagsins ljós. Önnur bókin er greinasafn fræðimanna, ritstýrð af Steve Harding prófessor. Hin er alþýðleg frásögn Hardings af vík- ingatímanum í Wirral, þar sem Magnús Magnússon hefur skrifað formálann. Og bækurnar eru ekki aðeins hugsaðar fyrir enskan markað, því verðið á þeim er gefið upp í enskum pundum, norskum og íslensk- um krónum sem verður að teljast nokkuð einstakt. Það mætti kannski álíta að Harding væri prófessor í sögu, en svo er ekki. Hann er prófessor í lífefnafræði, ættaður frá Wirral og veitir forstöðu „The UK National Centre for Macromolecular Hydrodynamics“. Ensk- an hans er með klingjandi hreim svæðisins og minnir óneitanlega á syngjandann í norsku. Errin hans eru oft á tíðum hreinræktuð íslensk tungubroddserr, svo norrænu áhrif- anna er ekki langt að leita. Það var þegar hann var orðinn þreyttur á að lesa undir próf í eðlisfræði fyrir ald- arfjórðungi og lét augun reika yfir óskyldar bækur í bókasafninu að hann rakst á bók um norrænan arf Bretlandseyja að áhuginn vaknaði fyrir efninu. Nú hefur áhuginn klak- ist út í heilum tveimur bókum. Á næsta ári verða 1100 ár liðin frá víkingalandnáminu á Wirral og Harding vonast eftir að þess verði minnst með tilhlýðilegum hætti. Sagan í fræðilegri og alþýðlegri útgáfu Forsaga norræna landnámsins á Wirral er hliðstæð landnámssögu Íslands. Þegar Haraldur hárfagri sameinaði Noreg flúðu andstæðingar hans ekki aðeins til Ís- lands, heldur einnig til Dyflinnar. Þeir voru þó reknir þaðan burtu en maður að nafni Ingimundur leiddi þá yfir hafið og fékk leyfi til að hann og menn hans settust að nálægt Chester milli ánna Dee og Mersey. Þarna var mýrlent og fremur óbyggilegt en landnemarnir brutu landið undir sig og byggðin stækkaði. Með tímanum varð Wirr- al þéttbýlt, því þarna kom fólk að frá Ír- landi, Mön og Noregi, eins og bæði írskir og welskir annálar herma. Það er þessi saga sem Harding hefur grafið upp hjá eldri fræðimönnum, örnefna- fræðingum og víðar og komið á framfæri, meðal annars í samvinnu við fræðimenn eins og Judith Jesch og Paul Cavill í „Wirral and its Viking Heritage“. Í þeirri bók er safn gamalla og nýrra greina, meðal annars eftir F.T. Wainright, en það var hann sem skrif- aði „Scandinavian England“, bókina sem leiddi Harding á víkingasporið í heimabyggð sinni, þegar hann var þreyttur á próflestr- inum forðum. En Harding langaði til að kynna þessa arfleifð norðursins fyrir fleirum en fræði- mönnum og skrifaði því bókina „Ingimund’s Saga“ um norræna landnámið á Wirral. Upp á von og óvon hafði hann samband við Magnús Magnússon sem var meira en til í að skrifa formála að þeirri bók, enda óþreyt- andi að ýta undir umfjöllun um norræn efni. Norrænar minjar í örnefnum og sögnum Hin norræni bakgrunnur blasir víða við þegar að er gáð. Á miðjum Wirral er Thing- wall, Þingvöllur þeirra Wirral-búa, og ör- nefni eins og West Kirby, Vestur-Kirkju- bær, og Þórssteinn vekja óneitanlega hugrenningar í norðurátt. Þarna eru hvorki meira né minna en 600 örnefni, sem rekja má til norrænna manna, en sum eru líka blanda keltnesku og norrænu sem sýnir á skemmtilegan hátt samkrull þessara þjóða þarna í norræna landnáminu á Wirral. Ýmsar sagnir tengjast einnig örnefnum þarna. Þórssteinn er rauður sandsteinn sem sagt er að sé hamarinn Mjölnir er Þór hafi skilið þarna eftir. Harding segir að ýmsir fræðimenn álíti að Vínheiðarbardagi, sem sagt er frá í Eglissögu hafi átt sér stað á Wirral. Víða um Bretland eru félög, sem hafa víkingaarfinn í heiðri, og þannig er einnig á Wirral. Þar tíðkast að dansa sólar- dans við klett nokkurn við sólarupprás 1. maí. Arfleifð víkinganna mæld í DNA „Bækurnar eru viðbrögð mín við því að flytja frá Wirral,“ segir Steve Harding með bros á vör, þegar sú spurning kemur upp af hverju efnið hafi leitað á hann. Heimaslóð- irnar eigi æ sterkari ítök í honum þótt hann hafi flutt þaðan ungur maður. Honum er líka skemmt yfir að víkingarnir hafi komið hon- um í sjónvarp, útvarp og dagblöð, bæði í Bretlandi og í Noregi. „Vísindin hafa ekki skilað mér svona langt,“ bætir hann við spaugandi. Breskir útvarpsmenn léku sér jafnvel að þeirri hugmynd að Bítlarnir ættu ættir að rekja til víkinganna og sama er með fótboltagleði Liverpool-manna. Vísindin hafa þó nýst Harding beint og óbeint í víkingagrúskinu. Hann var í sam- starfi við vísindamenn í Þrándheimi sem komu honum í samband við aðila þar sem hafa stutt grúskið og bókaútgáfuna, til dæm- is Braathens-flugfélagið. Þegar bækurnar voru kynntar nýlega komu tveir meðlimir borgarstjórnarinnar í Þrándheimi á staðinn, auk þess sem sendiherrahjónin Þorsteinn Pálsson og Ingibjörg Rafnar voru viðstödd kynninguna, þar sem Þorsteinn hélt ávarp. Eins og er vinnur Harding þó að verkefni sem tengir saman hans eigin vísindi og vík- ingagrúskið. BBC er að gera þætti, „Blood of the Vikings“, þar sem reynt verður að varpa ljósi á víkingaarfleifðina bresku með DNA rannsóknum. Einn þátturinn fjallar um víkingana á Wirral. Hluti af þeirri rann- sókn er undir stjórn Hardings og hafa nokkrir tannlæknar á Wirral tekið sýni úr munni karlmanna þar, eldri en 18 ára, sem eiga afa frá Wirral. Þessi sýni verða svo DNA-greind, sem ætti að sýna fram á keltneskan, norrænan eða breskan uppruna þeirra sem taka þátt í rannsókninni. Þar með fæst vísbending um íbúana á Wirral og bakgrunn þeirra. Rann- sókninni lýkur í apríl en þættirnir verða sýndir í haust. „Það kemur kannski í ljós að við erum allir af norrænum uppruna,“ segir Harding af kæti en vísindamaðurinn er einn- ig tilbúinn að taka hvaða niðurstöðum sem er. BÆTT VIÐ BRESKA VÍKINGAARFINN Ljósmynd/Malcolm Goy Steve Harding með rit sitt, Ingimund’s Saga, á bökkum árinnar Mersey í Liverpool. Flestir þekkja til víkinga- arfsins í Jórvík en Steve Harding hefur varpað nýju ljósi á víkingaarf Wirral, lítils skaga við Liverpool. Sumir hafa jafnvel viljað rekja ættir Bítlanna til víkinganna eins og SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR heyrði er hún ræddi við Harding. K ATRÍN Sigurðardóttir opnar myndlistarsýningu í Galleríi Sævars Karls í dag. Katrín hefur lengst af ferli sínum unnið með rými og hallar sér að þessu sinni næst því sem kallað hefur verið innsetn- ingar. Um er að ræða verk sem spannar allt galleríið og verður sett saman úr hefðbundnu iðnaðarhráefni á borð við einangrunarefni og gifsplötur. Katrín stundaði myndlistarnám hér á landi og í Bandaríkjunum og hefur síðustu árin verið á stöðugum þönum milli land- anna með viðkomu víðar. Svo rammt hefur kveðið að ferðalögunum, að haft hefur verið eftir henni að naumast megi segja að hún eigi nokkurs staðar eitt fast heimili. Og, að þessi ferðalög hafi leitt til þess að umhverfi, þ.e. arkitektúr og landslag borgar og sveitar, hafi haft æ meiri áhrif á sig og má segja að það endurspeglist í sýningu hennar nú. „Ég trúi að hægt sé að sjá samhengi í þessu verki og því sem ég hef áður sýnt. Ég er að vinna út frá sömu hugmyndunum og áður þó að hugmyndin á bak við verkið sé í sjálfu sér ný. Hún kom eiginlega bara ofan úr loftinu fyrir nokkrum mánuðum. Hvað varðar verkið sjálft, þá vil ég ekki reyna að lýsa því beinlínis. Það má segja að þetta sé bygging innaní byggingu. Hlutföllin eða skalinn afmarkast af saln- um en eru um leið bæði uppblásin og minnkuð. Með uppsetningu verksins er áhorfandinn settur í óvænt samhengi við rýmið. Þannig verður ferðin í gegnum verkið hluti af verkinu sjálfu. Áhorfandinn sér sjáfan sig t.d. á einum punkti agn- arsmáan gagnvart verkinu og á öðrum punkti risastóran, svo dæmi sé tekið. Ég hef tekið svona á verkum mínum áður, en notað þá önnur efni. En þetta er tilraun að nýrri nálgun,“ segir Katrín. Hún heldur áfram og segir: „Þó að hug- myndalega rísi arkitektúr hátt á sýning- unni eins og stundum áður hjá mér, þá er ég ekki að reyna að vera arkítekt. Ég reyni að nota rými sem myndgervingu, „rýmisgerva“ sálrænt og/eða vitsmunalegt ástand. Þótt ég viti fyrirfram hvernig verkið lítur út, þá veit ég ekki hvernig það orkar á mig eða aðra fyrr en það er komið upp. Þetta er tilraun. Þegar svona er unn- ið þá er tekist á við óvissu og í raun óvíst hver útkoman verður. Það gerir verkið spennandi fyrir mig, gerir það þess virði að láta á tilraunina reyna og sýna verkið.“ Á síðasta ári hlaut Katrín verðlaun úr minningarsjóði Guðmundu Kristinsdóttur og fyrir skömmu var hún tilnefnd til menningarverðlauna DV fyrir framlag sitt til sýningarinnar Veg(g)ir á Kjarvals- stöðum síðastliðið vor. Sýningin í Galleríi Sævars Karls er tíunda einkasýning hennar. TEKIST Á VIÐ ÓVISSU Morgunblaðið/Golli Katrín Sigurðardóttir við undirbúning sýningar sinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.