Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MARS 2001
B
RESKI rithöfundurinn sir Mal-
colm Bradbury lést seint á síð-
asta ári, en hann hafði um langt
skeið verið einn áhrifamesti
maður í breska bókmennta-
heiminum. Bradbury vann alla
tíð jöfnum höndum að háskóla-
kennslu, fræðimennsku, gagn-
rýni, skáldsagna- og handritagerð, en skáld-
sögur hans og sjónvarpsþættir fjölluðu iðulega
á gamansaman hátt um vitsmunakreppu
menntamannsins í vestrænu samfélagi. Bækur
hans hafa því stundum verið skilgreindar sem
„campus novels“ eða háskólasögur, en Brad-
bury var óvenju glöggskyggn á viðmið hvers
æviskeiðs í lífi mannsins og þróun tíðarandans
hverju sinni í öllum sínum skáldverkum. Ef til
vill varð sú glöggskyggni til þess að hann var
jafn eftirsóttur og raun bar vitni sem leiðbein-
andi rithöfunda, en hæfileiki hans til að tengja
orsök og afleiðingu í félagslegu og sálfræðilegu
samhengi, koma auga á ákveðnar hneigðir,
þróun og nýsköpun var annálaður. Í Bretlandi
og Bandaríkjunum nutu verk hans því óhemju
vinsælda sem góðlátleg gagnrýni á samfélag
mannanna og þörf menningarfræðileg grein-
ing um leið.
Malcolm Bradbury starfaði lengst af sem
prófessor við East Anglia-háskólann í Norwich
en hann, ásamt Angus Wilson, stofnaði þar
námskeið í skapandi skrifum árið 1970. Nám-
skeið þetta er orðið mjög þekkt og hefur haft
mótandi áhrif á bókmenntakennslu þar og víða
annars staðar þar sem meiri áhersla er lögð á
markvissa greiningu sköpunarferlisins og hug-
myndafræðilegs bakgrunns en áður.
Síðdegi nokkurt síðla árs 1996, skömmu eftir
að hann lét af störfum eftir tuttugu og fimm
ára störf við háskólann átti blaðamaður langt
samtal við Bradbury á heimili hans í Norwich.
Yfir rjúkandi tebolla og með pípuna í hönd
spjallaði Bradbury þar um lífshlaup sitt og þær
miklu hugmyndafræðilegu hræringar sem
hann hefur orðið vitni að á löngum ferli.
„Ég fór að skrifa á sjötta áratugnum mjög
ungur að árum,“ rifjar hann upp um leið og
hann kveikir í pípunni. „Fyrstu bókina mína
„Eating People is Wrong“ („Það er rangt að
éta fólk“) skrifaði ég þegar ég var enn við nám
við háskólann í Leicester. Á þeim tíma var
skáldsagan að ganga í gegnum mikið breyt-
ingaskeið í Bretlandi. Módernisminn var búinn
að vera, tími Virginiu Woolf, James Joyce og
þeirrar menningar sem átti rót sína að rekja til
Bloomsbury-hópsins var liðinn undir lok. Þetta
var tími reiðinnar og fyrstu bækur Kingsley
Amis, Iris Murdoch, Doris Lessing og Anthony
Burgess voru að koma út, svo það var mikið að
gerast á sviði skáldsagna.“
„Þessi bók kom út í lok sjötta áratugarins,
árið 1959,“ heldur Bradbury áfram, „og frá
mínum bæjardyrum séð var hún eins konar
uppgjör á þeim áratug sem hafði svo sannar-
lega haft mjög hvetjandi áhrif á mig. Síðan fór
ég í framhaldsnám til London þar sem ég vann
á British Museum. Þar kynntist ég mörgum
eldri rithöfundum, meðal annarra Angus Wil-
son sem ég átti svo eftir að vinna náið með
seinna. Ég skrifaði lokaverkefni um „avant
garde“-hreyfinguna og bresk tímarit tengd
framúrstefnu. Í tengslum við það hitti ég T. S.
Eliot, Ezra Pound, John Neighman, Conolly og
flesta ritstjóra þessara merkilegu tímarita. Allt
hafði þetta auðvitað mikil og mótandi áhrif á
mig. Í kjölfarið fór ég til Bandaríkjanna þar
sem tími „beat“ kynslóðarinnar var runninn
upp, en ég sótti þar námskeið í skapandi skrif-
um í ýmsum háskólum. Ég hitti t.d. Ginsbourg
og Saul Bellow og að sjálfsögðu skilaði það sér
beinlínis í því sem ég var sjálfur að skrifa,“ seg-
ir hann og hlær dátt. „Ég var því vissulega
þátttakandi í breytingum þessa tíma, lifði og
mótaðist mikið af þeim breytingum sem kenna
mætti við anda eftirstríðsáranna,“ segir Brad-
bury.
-------------------------
„Næsta bók sem ég skrifaði, „Stepping
Westward“ („Skroppið vestur“), gerist því
reyndar í Bandaríkjunum og fjallar í rauninni
um þetta sem ég er að lýsa fyrir þér,“ segir
Bradbury. „Þegar ég sneri svo hingað heim
aftur upplifði ég enn á ný áhugaverðar hrær-
ingar í upphafi sjöunda áratugarins sem kalla
mætti uppgang háðsádeilunnar. Ég fór að
skrifa fyrir sjónvarp, meðal annars þáttinn
„That Was the Week that Was“ („Þetta var lið-
in vika“) sem var einn fyrsti vikulegi háðs-
ádeiluþátturinn hér, en hann naut mikilla vin-
sælda. Ég bjó í Birmingham og hafði töluverð
afskipti af sjónvarpi því þar var stórt upptöku-
ver sem varð síðan að leiklistardeild BBC-sjón-
varpsins. Þessi reynsla leiddi mig inn í leik-
húsvinnu, sem reyndist mér framúrskarandi
veganesti þegar ég svo kom hingað til Norwich
þar sem ég hef starf-
að síðustu áratug-
ina.“
Um aðdraganda
þess að Bradbury
kom til Norwich seg-
ir hann að hann hafi
verið beðinn um að
setja á laggirnar nám
í bandarískum fræð-
um. Hann hafði
frjálsar hendur og
fékk áhugavert fólk
til starfa sem var
boðberar nýrra og
ferskra hugmynda.
Þróun deildarinnar
varð því mjög hröð
og innan skamms var
hún orðin sú stærsta
á sínu sviði í Bret-
landi. Vegna þess hve
vel tókst til fékk
hann tækifæri til að
setja á stofn nám-
skeiðið í skapandi
skrifum sem hafði
lengi verið draumur
hans.
Í sínum eigin
skáldskap hafi Brad-
bury þann háttinn á
að gera ætíð reynslu
sinni af samtímanum
góð skil. Hann segist
því einnig hafa hvatt
nemendur sína í
skapandi skrifum til
þess að taka púlsinn
á hræringum í um-
hverfi sínu. Hann
áleit meðvitund um
samtímann mikil-
vægan þátt í sköpun-
arferlinu, hvernig
svo sem hver rithöf-
undur kysi svo að
vinna úr reynslu
sinni.
„Það má eiginlega segja að skáldsögurnar
mínar haldi áfram að rekja hugmyndafræðilegt
ferli samtíma míns og þær hugarfarsbreyting-
ar sem ég upplifði við uppbyggingu háskólans,
því sögusvið þeirrar þriðju „The History Man“
(„Maður mannkynssögunnar“) er einn af þess-
um nýju háskólum,“ segir hann. Verkið fjallar
um endalok hins róttæka sjöunda áratugar og
það vitsmunalega áfall sem fylgdi dauðateygj-
um ákveðinna hugsjóna. Þannig var kraftur
ólíkra tímabila mér mikill innblástur í mínum
þroskaferli sem rithöfundur og það endur-
speglast greinilega í skáldskapnum.“
Bradbury segir hins vegar að það sem við
tók, áttundi áratugurinn, hafi verið afar
drungalegt tímabil í allri Evrópu. „Þetta var
tími olíukreppunnar og einhvers konar ráða-
leysis í kjölfar þeirrar miklu uppbyggingar
sem einkenndi eftirstríðsárin. Ein afleiðingin
var sú að Margaret Thatcher komst til valda
árið 1979. Mér virðist eins og eftirstríðsárin
einkennist af tveimur tímabilum hvað hug-
myndafræði varðar – mitt líf raunar einnig – og
„History Man“ fjallar um umskiptin úr einu
tímabili í annað. Eftir þá bók breytist viðfangs-
efni bóka minna talsvert.“
Næsta bók Bradbury „Rates of Exchange“
(„Gjaldgengi“) gerist austan járntjaldsins, en
hann heimsótti mörg austantjaldslönd á vegum
British Council og þekkti því ágætlega til
handan tjaldsins. Margir telja verkið vitnis-
burð um glöggskyggni hans varðandi heims-
mynd kalda stríðsins sem var byrjuð að liðast í
sundur án þess að nokkur tæki eftir því.
„Bókin byggist á sterkri tilfinningu sem ég
hafði og reyndist rétt þegar upp var staðið.
Hún fjallar um byltingu í harðlínuríki komm-
únista, byltingu sem átti sér svo stað nokkrum
árum síðar í fjölmörgum löndum. Þegar Berl-
ínarmúrinn féll í nóvember 1989 urðu svo enn á
ný mikil umskipti sem ég reyndi síðan að
bregðast við í bókinni „Dr. Criminale“. Það
verk fjallar um það sem allir hafa áhyggjulaust
sameinast um að nefna „hina nýju heims-skip-
an“ þó hún hafi í rauninni snúist í „heims-óskip-
an“,“ segir Bradbury og hlær lítillega.
Það er greinilegt að umskiptin sem urðu við
fall múrsins voru Bradbury mjög hugleikin og
tal okkar barst að því hvaða áhrif fall múrsins
og undanhald marxískrar hugmyndafræði
hefði haft á fræðasamfélagið í Evrópu.
TÍMI HÆTTU-
LEGRA
HUGMYNDA
Sir Malcolm Bradbury, einn þekktasti rithöfundur sinnar kynslóðar í Bretlandi, stýrði um ald-
arfjórðungsskeið frægasta námskeiði í skapandi skrifum þar í landi. Hann var lærifaðir
sagnameistara á borð við Ian McEwan, Kazuo Ishiguru og Rose Tremain og kynnti nýja kyn-
slóð höfunda til sögunnar sem breyttu breskri skáldsagnagerð. Bradbury bauð FRÍÐU BJÖRK
INGVARSDÓTTUR í heimsókn endur fyrir löngu og sagði henni undan og ofan af þeim
straumum sem hann kynntist í lífi sínu og hvernig þeir mótuðu skáldskap hans sjálfs.
Í BÓKINNI „Unsent Letters“ („Ósend bréf“) frá árinu 1988, segir
Malcolm Bradbury frá mótunarárum sjötta áratugarins með gam-
ansamri eftirsjá eins og honum einum er lagið. Hann lýsir vel upp-
lausn þessa tíma sem að hans mati var undanfari póstmódernism-
ans: „Já, sjötti áratugurinn, sjötti áratugurinn okkar! Þvílíkir
tímar, finnst þér ekki? Eða hvað? Því meira sem ég hugsa um
þennan tíma, því minna virðist ég muna af því sem gerðist í raun
og veru – þótt ég eigi erfitt með að ákveða hvort það stafi af
hrörnandi heilasellum eða af eiginleikum sjálfs tímabilsins. Jú,
smjörskömmtunin tók enda, man ég, og einhver fann upp þvotta-
vélina – samt ekki í fyrsta skipti að ég held. Ríkið var með óskap-
leg umsvif í tannlækningum og ég ber þess merki enn í dag ...
Þetta var nýi tíminn, uppfullur af hættulegum hugmyndum.
Það þurfti að takast á við atómssprengjuna, helförina, kalda stríð-
ið og tilvistarkreppuna. Beckett var á sínum stað, existensialism-
inn, aðstæðurnar og angistin. Ég man að vegna þess hve fá pláss
voru laus í djasshljómsveitum, langaði alla til að verða rithöf-
undar. Reiðin hélt innreið sína og heiftugir ræðumenn hófu að
öskra á sviðinu um eyðileggingu fortíðarþrárinnar og meydóms-
ins, alveg eins og ég sé þá gera í dag. Hins vegar vilja allir nú til
dags tilheyra einhverjum hópi, en í þá tíð vildu allir vera ut-
angarðs. Það kvað reyndar svo rammt að þeirri tilhneigingu að
fólk reyndi að skrá sig úr öllu sem mögulegt var, meira að segja
sínum eigin blóðflokki. Þetta var tími hinna miklu bókmennta-
hneyksla, þegar gagnrýnendur lentu í handalögmálum á barnum.
Ég man ekki hvort slagsmálin snerust um tilgang lista eða hver
átti að borga. Einhver hýddi Colin Wilson fyrir hugsunarlausa at-
hugasemd um Nietzche og Dylan Thomas var á endalausu ferða-
lagi um Ameríku, aðstoðarritstjórum til mikillar ánægju og eig-
inkonum háskólamanna til enn meiri ánægju, eftir því sem maður
heyrði hvíslað. Espresso barinn var fundinn upp, svo allt í einu var
hægt að sitja allt til hálfellefu á kvöldin, yfir kaffibolla með hvítri
froðu. Málstaðir voru í tísku og rithöfundarnir voru eilíflega að
taka þátt í mótmælagöngum eða að setjast niður á miðjum götum
með kröfuspjöld. Allt þar til í næstu kosningum var komið að því
að kjósa frambjóðanda íhaldsins á nýjan leik.
... Vorum við reiðir? Við vorum ekki alls kostar ánægðir get ég
sagt þér, og við vorum ekki hræddir við að sýna það þó í mínu eig-
in tilfelli hafi það síður verið reiði en Angst. Því, eins og ég segi,
þá var þetta tími tilvistarstefnunnar. Við viðurkenndum allir
skoðun Sartre á „Tilvistinni og tóminu“ og ímynduðum okkur að
hann hlyti sjálfur að hafa dvalið um skeið í Nottingham.“
Tilvistin og tómið