Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MARS 2001 7
Það var því mikil upplifun fyrir mig að fara og
sjá Guernicu í Madrid á meðan ég var þarna úti.
Ég upplifði hana alveg upp á nýtt með barns-
legri gleði. Ég sá að hún er full af tilfinningu og
gerð af miklum innileika.
Þessi mikla saga og menning sem er allt um
kring þarna á Spáni átti vel við mig, öfugt við
suma sem þrífast illa í svo menningarþrungnu
umhverfi og leita til svæða þar sem menningin
er ekki mjög sýnileg. Þetta truflaði mig hins
vegar alls ekki, heldur veitti það mér mikinn
innnblástur. Við áttum t.d. heima við hlið Fede-
rico Garcia Lorca-garðsins og þegar maður fór
út í banka þá hengu þar nokkrar teikningar eft-
ir Salvador Dali uppi á veggjum án þess að mik-
ið væri látið með það. Á Spáni er tíminn líka svo
skemmtilega blandaður af því gamla og nýja.
Þarna rétt hjá heimili mínu úti var að finna
10.000 ára gömul hellamálverk en einnig það
nýjasta í tískunni t.d. Á Spáni teygjast tímarnir
svona fram og aftur og nútíminn verður eins
konar blanda af gömlum tíma og nýjum. Mér
leið eins og alvöru manneskju á Spáni, um-
kringdur aldagamalli menningu.“
En hvað varð til þess að þú fórst að læra
myndlist í upphafi? Þú byrjaðir t.d. frekar seint
í myndlistarnámi, um þrítugt, varst búinn að
starfa við smíða og fleira í allnokkurn tíma.
Ánægður með líf mitt
„Ég hef teiknað og málað frá því ég var barn
og ég ætlaði upphaflega að fara í myndlistar-
skóla strax eftir stúdentinn en ekkert varð af
því. Í dag er ég eiginlega mjög feginn því. Þá
hefði maður kannski lent í einhverjum allt öðr-
um farvegi en ég er í dag en ég er mjög ánægð-
ur með líf mitt eins og það er í dag.“
Verk Hjartar eru litrík og lifandi, nokkuð
sem Íslendingar þarfnast í skammdeginu.
Leggjast verkin þín ekki vel í landann?
„Íslendingar vilja bara kaupa eitthvað sem
þeir þekkja. Einhverja þúfu, flóa eða klett sem
þeir kannast við. Íslendingar horfa ekki nógu
mikið á hver annan og þekkja hver annan því
ekki nógu vel. Af þessari ástæðu held ég að þeir
kaupi ekki mikið af myndum af fólki, alla vega
ekki til að hengja upp heima hjá sér, ég held að
þetta sé feimni. Fólk er ekki eins feimið við
Þingvelli,“ segir Hjörtur og hlær.
Á meðal manntegunda sem heilla Hjört og
endurspeglast í verkum hans er líkamsrækt-
arfólk. Sjálfur stundar Hjörtur heilsurækt
reglulega og sameinar þannig tvennt; að halda
skrokknum í lagi og ná í efnivið fyrir myndir
sínar.
„Myndlistarmenn hafa verið að teygja og
toga líkamann í myndlist í gegnum aldirnar en
núnar eru mennirnir farnir að gera þetta við lík-
amann á sjálfum sér, móta hann með tækjum og
tólum og mishollum efnum. Mér finnst þetta
mjög skemmtilegt.“ Hjörtur brosir kankvíslega
og ég sé hann fyrir mér á líkamsræktarstöðinni
að virða fyrir sér tröllin lyftandi lóðum, alls
ómeðvituð um að þau verði gerð ódauðleg á
pappír Hjartar. „Líkamsræktarstöðvar eru haf-
sjór af myndrænu áreiti,“ segir Hjörtur og bæt-
ir við:
„Svo er þessi áhugi minn á líkamanum ekki
síst sprottinn af umræðunni í þjóðfélaginu og
allt í kringum í mig. Í fjölskyldunni minni hafa
verið t.d. hjúkrunarfræðingar, læknar, lyfja-
fræðingar og sjúklingar þannig að ég hef alltaf
þurft að taka þátt í umræðum um virkni lík-
amans.“
Þú kallar sýningar þínar gjarnan Nýjar
teikningar. Af hverju?
„Ég vil bara vera sannur í því sem ég er að
gera. Stundum hef ég mikið að segja en stund-
um lítið en alltaf eru þetta nýjar teikningar.“
Mér finnst nýjustu myndirnar þínar vera
teygja sig aðeins í átt til hins óhlutbundna. Ertu
eitthvað að færa þig í þá átt?
„Ég tek aldrei ákvörðun um fara í einhverja
nýja átt. Slíkt gerist af sjálfu sér ef maður er
sannur í því sem maður er að gera, og þá stend-
ur maður heldur ekki í vegi fyrir þróuninni. Ég
held líka með hið óhlutbundna að eftir því sem
hlutir eru málaðir oftar þá verða þeir einfaldari
í hvert skipti þar til þeir hreinlega leysast upp.“
Í Ískúnst sýnir Hjörtur 18-20 myndir en
einnig ætlar hann að sýna skissur af teikningum
til að fólk geti gert sér grein fyrir vinnuferli
hans. Og Hjörtur verður sjálfur viðstaddur opn-
unina.
„Ég myndi ekki fyrir nokkurn mun vilja
missa af neinni opnun. Það er nauðsynlegt að
vera á staðnum og sjá viðbrögð fólks við mynd-
unum og tala við það.“
Svo ertu með sýningu í Hafnarborg í haust. Á
hverju er von þar, ætlarðu að sýna sömu teikn-
ingarnar þar og í Noregi?
Nei, mér finnst óþarfi að vera sýna það sama
oftar en einu sinni. Ég vil alltaf vera með eitt-
hvað nýtt og ferskt. Svo mun ég líklega tefla
fram annarri tegund verka sem myndu þá kall-
ast á við teikningarnar. Ég held að það sé tíma-
bært að gera það, enda hef ég unnið í alla miðla
og langar að halda áfram. Teikningin er fyrir
mér eins og dagbók og verður því alltaf til stað-
ar þó að maður vinni í aðra miðla af og til, um-
fjöllunarefnið er alltaf hið sama hver sem miðill-
inn er.“
H
VAÐ þarf til að gera óperu-
sýningu eftirminnilega?
Auðvitað góðan tónlistar-
flutning, góða leikstjórn og
vel heppnaða sviðsmynd og
búninga. En það sakar ekki
að sjálft óperuhúsið sé
skemmtilegt heimsóknar –
og einmitt þannig er Covent Garden. Þar er
vítt til veggja, nóg af stöðum til að verða sér úti
um hressingu í hléinu og húsið er í einu orð
sagt alveg einstaklega gott að vera í.
Covent Garden var lokað í nokkur ár vegna
meiriháttar uppgerðar hússins.
Útkoman er sannarlega góð. Kjarninn í hús-
inu er auðvitað salurinn en í hléinu færist
þungamiðjan út í Vilar-salinn, þar sem er hægt
að kaupa vín og frábærar samlokur, eða setjast
upp á svalirnar þar sem er veitingahús.
Salurinn er einnig notaður til tónleikahalds.
Uppi er annar stór bar, líka með samlokum
og öðrum drykkjarföngum og annað veitinga-
hús. Þar er hægt að fara út á svalir, þar sem sér
yfir Covent Garden, gamla markaðssvæðið og
njóta útsýnisins. Allt þetta ytra gerir heimsókn
í Covent Garden einkar notalega, en það besta
er þegar sýningin í salnum er í sama stíl. Það
gerist auðvitað ekki alltaf, en heldur ekki svo
sjaldan.
Þegar allt gengur upp
La Cenerentola er sagan um Öskubusku,
færð í óperubúning af Gioachino Rossini
(1792–1868). Tónlist Rossinis er í líkum anda
og tónlist Mozarts, er léttur og leikandi, en
vantar einhvern veginn þennan himneska inn-
blástur sem einkennir Mozart svo oft. Tónlistin
í Öskubusku er af þessu tagi. Algjör skemmtan
en engin djúpnæring fyrir sálina.
Öskubuska er ekki næstum eins vinsæl og
Rakarinn frá Sevilla ef marka má fjölda upp-
setninga og upptaka af óperunni. Af Ösku-
busku er aðeins til um 15 upptökur, en upp-
tökur á Rakaranum eru yfir fimmtíu. En í jafn
góðri uppsetningu og nú í Covent Garden veitir
hún frábæra skemmtun, þótt sorglegar óperur
með góðri tónlist spili kannski á fleiri tilfinn-
ingastrengi. Í þessari uppsetningu virðist ein-
mitt allt ganga upp, bæði tónlistin, leikur, bún-
ingar og sviðsmynd. En þetta er engin
púfferma- og hárkolluuppfærsla, því uppsetn-
ingin er með sniði sjöunda áratugsins.
Af ótal útgáfum Öskubuskusögunnar valdi
Rossini einfalda sögu. Engin dís í graskers-
vagni, heldur bara vondu systurnar tvær,
pabbinn, prinsinn, þjónn hans og kennari, auk
kórsins. Í uppsetningu frönsku leikstjóranna
Patrice Caurier og Moshe Leiser, sviðsmynda-
hönnuðarins Christian Fenouillat og búninga-
hönnuðarins Agostino Cavalca er ímynd sjö-
unda áratugsins leiðarljósið. Bleik beibí doll
náttföt og hárrúllur leggja línurnar og skapa
fjörlegt, sjónrænt umhverfi. Lýsing Christop-
her Forey ljósameistara er undurfalleg og
skemmtileg og ljær sviðinu og því sem þar ger-
ist einkar heillandi blæ.
Söngvaravalið var í stíl við hin sterku og vel
heppnuðu sjónrænu áhrif og mynduðu frábæra
heild. Það má deila um hversu miklu máli það
skiptir að útlit söngvaranna falli að hlutverki
þeirra en það er óneitanlega gleðilegt þegar
þeir geta bæði sungið og leikið og falla lík-
amlega vel að hlutverkinu.
Hin franska Sophie Koch er frábær söng-
kona, með hreina, leikandi og klingjandi rödd.
Og leikræn túlkun hennar er ekki síður hríf-
andi en sú söngræna. Hún er hin fædda Ross-
ini og Mozart söngkona og nautn að horfa og
hlusta á hana. Faðir systranna, Ítalinn Bruno
Pratico, átti sviðið í hvert skipti, sem hann birt-
ist. Leikræn tilþrif hans voru skemmtileg, án
ofleiks og raddlega var hann eins og fiskur í
vatni í hlutverkinu.
Landsmenn hans Lucio Gallo og Lorenzo
Regazzo í hlutverkum Dandini og Alidoro voru
á sama háa raddlega og leikræna stigi og aðrir.
Sama var með hinn bandaríska Kenneth Tarv-
er í hlutverki Don Ramiro og systurnar,
sungnar af Jenny Grahn og Leah-Marian Jon-
es, sem báðar tilheyra föstum söngvurum Cov-
ent Garden. Það er með sýningu eins og þess-
ari, undir tryggri hljómsveitarstjórn Marks
Elders að Covent Garden sannar að þar fer
fram lifandi sköpun, ekki aðeins varðveisla
hefðarinnar.
Það er ekki hægt að segja að uppsetning
Covent Garden á Toscu sé óáhugaverð, en við
hliðina á La Cenerentola er útkoman rýrari.
En sýningin er líka dæmi um hvernig stóru
húsin endurnýta traustar uppsetningar fram í
rauðan dauðann enda nýjar uppsetningar gríð-
arleg fjárfesting, sem þarf að nýta aftur og oft.
Sjónrænt er sýningin mjög í smekk þeirra sem
kunna að meta hefðbundnar og ögn rykfallnar
sýningar. Þar er ekkert sem kemur á óvart.
Tosca, sem gengur í Covent Garden þessi ár-
in er uppsetning kvikmyndaleikstjórans
Franco Zeffirellis frá ársbyrjun 1964, þegar
sjálf Maria Callas söng titilhlutverkið, Renato
Cioni Cavaradossi og Tito Gobbi Scarpia. Af
öðrum söngvurum sem hafa sungið í þessari
uppsetningu síðan má nefna Montserrat Cab-
allé, José Carreras, Ingvar Wixell, Brace
Bumbry, Kostas Paskalis, Hildegard Behrens,
Neil Scicoff, Samuel Ramey, Plácido Domingo
og Justino Diaz: Óneitanlega glæsilegur listi.
Í þetta skipti var Tosca sungin af Nelly Mir-
icioiu sem skilaði hlutverkinu af öryggi og inn-
lifun. Einhver hafði á orði að hún væri nú kom-
in yfir sitt besta en góðir söngvarar vinna oft
eitthvað í túlkun þó röddin dali og hún er ein
þeirra. Rússneski tenórinn Vladimir Galouzine
er ungur söngvari, sem syngur nú í fyrsta
skiptið við Covent Garden. Einhvern veginn
tókst honum ekki alveg upp. Það var eins og
það vantaði ákefð og fyllingu í röddina.
Þýski söngvarinn Albert Dohmen sem
Scarpia skilaði sínu vel en einnig hjá honum
vantaði upp á fyllstu sannfæringu.
Tosca er dæmi um sýningu sem því miður
sjást of oft í stóru óperuhúsunum.
Það er allt í þokkalegu lagi, handverkið gott,
en án þess að nokkuð feyki áheyrandum upp í
æðri hæðir.
Miðar samdægurs –
líka þegar er uppselt
Og svo er að muna að þótt það sé nánast allt-
af allt uppselt með löngum fyrirvara á sýningar
í Covent Garden er nánast undatekningalaust
hægt að fá miða samdægurs. Þeir eru seldir
þegar miðasalan er opnuð kl. 10, kosta 28 pund.
Hluti þeirra er fyrir miðju uppi, ágætir mið-
ar. Hluti er á svölum til hliðar, ekki eins góðir.
Með því að mæta upp úr kl. 9 er hægt að vera
öruggur um að fá miða nema einhver stór-
söngvari sé að syngja en gallinn er að það er
aðeins seldur einn miði á mann, svo ætli tveir
saman verða tveir að mæta í miðakaupin. Til að
fylgjast með verkefnaskránni er hægt að fara
inn á slóðina: www.royalopera.org.
Ljósmynd/Clive Barda
La Cenerentola í Royal Opera House. Leah-Marian Jones sem Tisbe, Bruno Pratico sem Don Magnifico og Jenny Grahn sem Clorinda.
ÖSKUBUSKA Í NÚTÍMA-
BÚNING OG TOSCA
Í HEFÐBUNDNUM STÍL
Stórt óperuhús eins og
Royal Opera getur spann-
að allt frá því hefðbundna
til hins óvænta og nútíma-
lega eins og SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR sá nýlega í
Covent Garden.
TOSCA OG LA CENERENTOLA Í COVENT GARDEN Í