Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Síða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MARS 2001 M ÁLSTEFNA, málpóli- tík, málrækt. Í öllum málsam- félögum hefur mótast málstefna, þ.e. skráð eða óskráð „stefna“ um mál og málnotkun. Það má t.d. kalla það ákveðna málstefnu að málnotendur á tilteknu landsvæði nota eitt tungumál en ekki annað. Einhvers konar óskráðar eða skráðar venjur um málnotkun við mismunandi aðstæður (s.s. á opinberum vettvangi, við trúarathafnir, í skólum, í viðskiptum o.s.frv.) virðast fylgja öll- um málsamfélögum. Í ýmsum ríkjum er torveldara en á Íslandi að ná víðtækri sátt um slíka málstefnu í sam- félaginu. Þar kemur margt til. Ekki er til dæmis nóg með að mállýskur geti verið fjöl- margar og ólíkar heldur eru ýmis dæmi um ríki með tugi og jafnvel hundruð mismunandi tungumála. Segja má að hér á Íslandi sé sam- band íbúanna og eina opinbera tungumálsins nánast eins einfalt og hægt er að hugsa sér: langflestir íbúarnir eiga íslensku að móður- máli og mállýskumunur í landinu er sáralítill. Þessi einsleitni, þetta tiltölulega einfalda og gróna samband íbúanna við íslenskt mál kann að vísu að breytast til muna á Íslandi á næstu árum og áratugum eftir því sem menning okk- ar verður margbrotnari. Í málræktarfræði er alvanalegt að greina annars vegar á milli stöðu tungumáls gagnvart öðrum málum ásamt þáttum sem hafa áhrif á þá stöðu og hins vegar atriða sem hafa áhrif á það hvernig tiltekið mál er notað og hvernig það þróast. Um hið fyrra mætti nota á íslensku orðið málpólitík og um hið síðara málrækt. Loks má nota orðið málstefna sem yfirhugtak sem felur í sér í senn málpólitík og málrækt enda er það í samræmi við þá málvenju sem hefur verið að mótast í umræðunni hér á landi. Sem dæmi má nefna að það er hluti af íslenskri málstefnu að hér á landi sé íslenska opinbert tungumál (þetta atriði félli nánar tiltekið undir hugtakið málpólitík) en það er einnig hluti ís- lenskrar málstefnu að búa til íslensk nýyrði (það félli nánar tiltekið undir hugtakið mál- rækt). Hugtökin íslensk málrækt og íslensk mál- stefna eru svolítið vandasöm í notkun enda hlýtur málrækt og málstefna á Íslandi að geta tekið til fleiri mála en íslensku þótt hún sé þjóðtungan, eina opinbera tungumálið á Ís- landi. Í því sambandi er nærtækast að benda á að Íslendingar og aðrir, sem búsettir eru á Ís- landi lengur eða skemur, eiga mörg fleiri móð- urmál en íslensku: íslenskt táknmál, pólsku, taílensku, norsku o.fl. Þennan varnagla verður að hafa í huga þegar rætt er um íslenska mál- rækt og íslenska málstefnu. En með hliðsjón af þeirri venju, sem skapast hefur, er með þessum hugtökum hérna aðeins átt við mál- rækt og málstefnu sem beinist að íslensku. Erlend mál og tvítyngi Þáttur stjórnvalda í að móta málstefnu, sem kemur til móts við fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi, er e.t.v. augljósastur í skólakerfinu. Þar hafa lofsverðar breytingar og framfarir orðið á allra síðustu árum að því er varðar menntun barna sem eiga önnur móðurmál en íslensku (sjá t.d. Guðna Olgeirsson 1999). Í nýrri aðalnámskrá grunnskóla, sem tók gildi 1999, er tekið á menntun barna sem eiga annað móðurmál en íslensku, þar á meðal táknmál. Menntun tvítyngdra barna er vitaskuld ekki nýtt viðfangsefni hér á Íslandi en eins og allir vita hafa breytingar í samfélaginu á allra síð- ustu áratugum leitt til þess að brýnt var orðið að taka skipulegar á málum en gert hafði ver- ið. Enn fleira getur tengst málstefnu, s.s. nám og kennsla í erlendum tungumálum. Stefna í kennslu erlendra mála blandast stundum sam- an við umræður um stöðu íslenskunnar gagn- vart erlendum málum. Í því sambandi er t.d. skemmst að minnast umræðu sem spratt upp í fjölmiðlum í febrúar sl. um að Íslendingar ættu að huga að því hvort tímabært væri að stefna að því að þjóðin yrði tvítyngd. Þegar hugmyndir þessar voru skoðaðar nánar og ræddar kom í ljós að í reynd var einkum um það að ræða að stefna að því að gera Íslend- inga færari í ensku en þeir eru nú. Íslensk málstefna Aðalatriði íslenskrar málræktar eru annars vegar varðveisla íslenskunnar og hins vegar efling hennar (sbr. t.d. Guðmund B. Krist- mundsson o.fl. 1986 og Baldur Jónsson 1987) og til grundvallar liggur sú málpólitíska af- staða að íslenska verði áfram opinbert mál í landinu. Með varðveislu er átt við að reyna að varð- veita íslensku eins og hægt er í núverandi mynd. Megintilgangur varðveislunnar er að viðhalda því samhengi sem er í íslensku ritmáli frá upphafi. Íslendingar geta lesið sér til fróð- leiks og skemmtunar (án þess að leggja á sig umtalsverðan lærdóm) það sem ritað hefur verið á íslensku frá því á 12. öld. (Sjá t.d. Bald- ur Jónsson 1997:164.) Þetta er einstakt og mörgum Íslendingum og fleirum, sem til þekkja, þykir mikilvægt að þessi tengsl haldist áfram eftir því sem hægt er. Ýmsar málbreytingar hafa raunar orðið í ís- lensku frá upphafi til nútímans. Þar af eru hin- ar veigamestu í íslenska hljóðkerfinu og þá sérstaklega í framburði sérhljóða (á 12.–16. öld) en þær voru svo kerfisbundnar að þær röskuðu ritmálinu lítið í raun. Setningagerð og beygingakerfi hefur tiltölulega lítið breyst. En mörg ný orð hafa bæst við íslenska orðaforð- ann eins og eðlilegt er á svo löngum tíma þar sem þjóðlíf hefur gerbreyst. Sum gömlu orðanna hafa líka fengið nýja merkingu til við- bótar við hina eldri. En rétt er að benda á í þessu sambandi að mörg algeng orð, sem fólk notar núna dags daglega á Íslandi, eru hin sömu og í forníslensku (norrænu), þ.e. orð eins og t.d. höfuð, auga, himinn, haf, þú, kýr, gras, móðir, faðir, ganga o.s.frv. Með eflingu íslenskunnar er átt við allt sem miðar að því að íslenskt mál nýtist Íslending- um sem best. Þar má nefna 1) að búa til ný orð og orðasambönd eftir því sem þörf er á (þó þannig að það brjóti ekki í bága við hefðir málsins í framburði, beygingum, orðmyndun og setningagerð), 2) að styrkja notkun ís- lensku við hvers kyns aðstæður, 3) að treysta kunnáttu Íslendinga (og annarra sem áhuga hafa) í meðferð íslensks máls og 4) að styrkja trú á gildi íslensku sem móðurmáls velflestra Íslendinga og eina opinbera tungumálsins á Íslandi (sjá nánar Guðmund B. Kristmunds- son o.fl. 1986:27). Þegar talað er um varðveislu í öðru orðinu og eflingu í hinu geta það í fljótu bragði virst andstæður, þ.e. menn gætu talið að hið íhalds- sama varðveislusjónarmið hamlaði eflingu tungumálsins en hún felur m.a. í sér nýjungar. Svo virðist þó ekki þurfa að vera þegar betur er að gáð. Í íslenskri málrækt hefur komið í ljós að heppileg og hagkvæm aðferð við þróun og eflingu nútímamálsins er að taka mið af þeim orðum og því kerfi sem fyrir er. Þetta kemur vel í ljós þegar hugað er að orðaforð- anum. Nýyrði og tökuorð Það er mjög áberandi þáttur í íslenskri mál- rækt að búa til ný orð, nýyrði. Orðaforði ís- lenskunnar hefur t.d. undanfarin 150 ár vaxið gífurlega með nýmynduðum íslenskum orðum, þ.e. orðum sem mynduð eru af öðrum orðum og orðhlutum sem þegar voru til í málinu. Í íslensku eru tökuorð úr erlendum málum talin hlutfallslega færri en í norrænu málunum í Skandinavíu þótt því fari fjarri (sem stundum hefur verið haldið fram) að tökuorð séu bein- línis sjaldgæf í íslensku. Sjá nánar t.d. Baldur Jónsson (1997:167–168). Raunar er ekki hægt að tala með nákvæmni um hvert hlutfall töku- orða er núna í orðaforðanum því að til þess vantar umfangsmeiri rannsóknir. Veigamikið atriði, sem vert er að hafa einnig í huga, er að tökuorð í íslensku virðast oftast þurfa að að- lagast íslenskum framburði, íslenskri stafsetn- ingu og íslenskum beygingum. Í því felst t.d. að hægt er að skrifa orðin þannig að samband milli bókstafa og hljóða fylgi hefð í íslensku rit- máli (squash verður skvass o.s.frv.). Nefna má hins vegar sem dæmi að í dönsku er oft fylgt annarri venju: þar eru tökuorð fremur rituð eins og í málinu sem þau koma úr (computer, copyright o.s.frv.). Á meðan tökuorð eru að festast í sessi er raunar oft óvissa í samfélag- inu um t.d. rithátt, kyn og beygingu: skvass/ skvoss? jógúrtið/jógúrtin? o.s.frv. Kostir nýyrða af íslenskum stofnum eru t.d. þeir að ritháttur og beyging kemur að mestu af sjálfu sér (það leikur enginn vafi á því hvernig skuli rita og beygja nýyrði á borð við vistkerfi o.s.frv.) og þau eru oft nokkuð gagnsæ, þ.e. oft er unnt að ráða í merkingu þeirra á grundvelli einstakra orðhluta. Um hagnýtisrök af þessu tagi (sem og lýðræðis- rök), sem færð hafa verið fyrir nýyrðastefn- unni, sjá t.a.m. Kjartan G. Ottósson (1997:31– 32), Jón Hilmar Jónsson (1988) og Ástráð Ey- steinsson (1998). Breytileiki í málnotkun Einsleitni er sterkt einkenni á íslensku málsamfélagi eins og vikið var að hér á undan. Stundum fer þó ritmál og talmál ólíkar leiðir í íslensku eins og í öðrum málum. Það getur far- ið eftir aðstæðum (eða s.k. málsniðum) hversu trúir íslenskir málnotendur eru íslenskri mál- hefð í orðavali eða málnotkun að öðru leyti. Eins og í öðrum málsamfélögum, sem eiga sér ritmál, er (eða getur verið) nokkur munur á því sem tíðkast að skrifa og því sem fólk segir. Ritmálið getur oft orðið dálítið hátíðlegra eða formlegra en talmálið. Það kemur fram með ýmsum hætti í tungumálum en í íslensku er eitt einkenni þessa munar fólgið í því að fólk virðist fremur nota innlend nýyrði þegar það skrifar enda þótt það noti e.t.v. sitt á hvað inn- lend nýyrði og misjafnlega mikið aðlöguð orð af erlendum uppruna þegar það talar. Við formlegar aðstæður og í ritmáli má frekar vænta orða á borð við tölvupóstur enda þótt sami málnotandi segi ímeil við aðrar aðstæður. Í íslensku er töluvert um þess háttar sam- heitapör með mismunandi stílgildi. Nýyrðastefna og önnur tungumál Kristján Árnason málfræðingur telur (1999) að íslensk málstefna sé ekki hreintungustefna í sama skilningi og þekkist víða um heim og sé „einkar óviðfelldin og minnir á kynþáttahatur. Þetta eru hugmyndir um það að ein tunga sé betri eða hreinni en önnur, eðlari í einhverjum skilningi. Oft tengist þetta stjórnmálum og fjandskap milli þjóða og útlendingahatri. – Ís- lensk málstefna er ekki hreintungustefna í þessum skilningi. Það sem sumir vilja nefna þessu nafni er kosturinn að smíða innlend ný- yrði frekar en nota tökuorð. En þessi aðferð hentar einkar vel þegar laga á íslensku að nýj- um tímum því að óhjákvæmilegt er að beygja og rita þau orð sem verða hluti af íslensku máli. Sá vandi verður oft leystur á einfaldastan hátt með því að smíða orð með heimafengnum orðhlutum sem ljóst er hvernig skrifa á og beygja“ (1999:6). Þeir kostir nýyrðastefnunnar, sem Kristján Árnason nefnir, eru sjálfstæð rök fyrir henni og þurfa ekki að varða meint „óhreinindi“ (sbr. orðið „hreintungu“stefna). MÁLRÆKT: HVERNIG, HVERS VEGNA? Aðalatriði íslenskrar málræktar eru annars vegar varðveisla íslenskunnar og hins vegar efling hennar og til grundvallar liggur sú málpólitíska afstaða að íslenska verði áfram opinbert mál í landinu. Hér er fjallað um íslenska málstefnu og stöðu tungunnar í alþjóðlegu samhengi. E F T I R A R A PÁ L K R I S T I N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.