Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.2001, Síða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MARS 2001 M ESSA í c-moll eftir Moz- art er eitt af hinum stórbrotnu verkum tónlistarsögunnar. Hún er samin á árun- um 1782–3 og er fyrir kór, einsöngvara, hljómsveit og orgel. Blaðamaður hitti að máli þau Bernharð Wilk- inson, stjórnanda tónleikanna, og sópransöng- konurnar Þóru Einarsdóttur og Sólrúnu Bragadóttur að lokinni æfingu einsöngvara á verkinu. „Ég er eiginlega alveg eftir mig eftir hverja æfingu. Þetta verk krefst svo gífurlegr- ar tækni, úthalds og einbeitingar bæði fyrir ein- söngvara og kór,“ segir Bernharður og dæsir. Auk þeirra Þóru og Sólrúnar syngja Björn Jónsson tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson bassi, þannig að alls syngja fjórir einsöngvarar í verkinu. Þá leikur stór hljómsveit í verkinu, en konsertmeistari er Rut Ingólfsdóttir. Bernharður hefur verið stjórnandi Söng- sveitarinnar Fílharmóníu undanfarin fimm ár, en sveitin fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu á síð- asta ári. Hann segir það mikilvægan þátt í starfsemi kórsins að flytja eitt stórt verk á hverju ári. „Hugmyndin á bak við Fílharmón- íuna er sú að flutt verði stór verk með hljóm- sveit, og þeirri hefð höfum við lagt okkur fram við að halda,“ segir hann. Undanfarin tvö ár hefur Söngsveitin Fílharmónía flutt glæsileg verk, Immanúel eftir Þorkel Sigurbjörnsson í fyrra og Requiem, eða Sálumessuna eftir Moz- art árið áður. „Nú flytjum við c-moll-messu tón- skáldsins, sem kölluð hefur verið stóra messan, eða Die Grosse Messe.“ Bernharður átti frum- kvæði að efnisvalinu og segir hann verkið held- ur dýrara í flutningi en það sem Fílharmónían hefur fengist við, þar sem þáttur hljómsveit- arinnar er stór. „Við ákváðum hins vegar að fara af stað með þetta og reynum svo bara að lifa það af. Tónlistarmenn eru svoleiðis, músíkin er alltaf fyrir öllu, síðan kemur bara í ljós hvort menn lifa hlutina af,“ segir Bernharður og þre- menningarnir hlæja dátt. Bernharður bætir því við að Fílharmónían hafi verið lánsöm að fá það stjörnulið einsöngv- ara sem syngur með verkinu, auk þess sem hljómsveitin sé mjög fær. Hann segir æfingar hafa gengið vel, enda gefi kórinn, hljómsveitin og einsöngvararnir sig af heilum hug í verkið, „og meira getur maður ekki krafist af fólki“, segir hann. Þær Sólrún og Þóra hafa báðar unnið með Fílharmóníunni áður, sú fyrrnefnda söng við flutning Sálumessunnar og sú síðarnefnda á að- ventutónleikum kórsins fyrir síðustu jól. Þær segja það ákaflega ánægjulegt að taka þátt í flutningi verksins með kórnum, auk þess sem þeim veitist mikilvægt tækifæri að hitta og syngja með öðrum einsöngvurum, sem alla jafna séu á ferð og flugi, hver í sína áttina. „Það er líka alltaf skemmtilegt að syngja fyrir Ís- lendinga. Maður tengist áheyrendum á allt ann- an hátt en erlendis. Hér eru tengslin mun per- sónulegri,“ segir Þóra. Verk mikilla andstæðna Bernharður bendir á að c-moll-messan og Sálumessa Mozarts eigi það sameiginlegt að vera ófullgerð verk. Talið er að Mozart hafi not- að kafla úr eldri verkum við frumflutning verksins, en ekkert er þó vitað um það með vissu. „Þetta er því ekki heil messa í hefðbundn- um skilningi, þar sem við flytjum útgáfu þar sem köflunum sem vantar í messuna er sleppt, en ekki fyllt upp í þá eins og í ákveðnum út- gáfum,“ segir Bernharður. Mozart samdi c- moll-messuna um það leyti sem hann gekk að eiga eiginkonu sína, Constönzu, en flytja átti verkið í brúðkaupinu. Sú áætlun stóðst hins vegar ekki, enda varð tónsmíðaverkefnið mikið að vöxtum. Einsöngsþáttinn í verkinu samdi Mozart að nokkru leyti með eiginkonu sína í huga og er hlutur hans að sögn Bernharðs mun meiri en t.d. í Sálumessunni. „Einsöngskaflarn- ir reyna á hæfni söngvarans á alla mögulega vegu, þeir eru sannkallaðar flugeldasýningar og það af glæsilegra taginu. Erfiðara verður það ekki,“ segir Bernharður. Þær Sólrún og Þóra kinka kolli af faglegri rósemd og hlæja þegar Bernharður líkir einsöngsköflunum við stórskotaárás. Þær viðurkenna þó að mest mæði á sóprönunum í verkinu. „Við syngjum dúett, en einnig tríó og kvartett með hinum söngvurunum,“ segir Þóra. „En síðan syngjum við hvor sína aríuna, en þær eru báðar alveg stórglæsilegar. Mozart samdi þær fyrir eigin- konu sína, og eru þær greinilega til þess gerðar að hún fengi að láta ljós sitt skína.“ Sólrún bæt- ir því við að tónmál messunnar einkennist af miklum andstæðum. „Allir einsöngskaflarnir eru mjög krefjandi. Þeir spanna í raun allt raddsviðið. Mikið er um flúr og stökk úr djúp- um tónum og upp í hæstu hæðir. Þetta er í raun einkennandi fyrir Mozart og má heyra í óp- erunum líka. Hann notar miklar andstæður við það að túlka miklar tilfinningar,“ segir Sólrún. Þremenningarnir ræða verkið sín á milli og benda á að finna megi rómantískar sveiflur jafnt sem þunga, damatíska kafla, líkt og í Kyr- ie- og Qui Tollis-köflunum. „Maður gæti haldið að það hefði eitthvað mikið gengið á í lífi tón- skáldsins þegar hann samdi þessa hluta. En í raun er ekki hægt að benda á einhver áföll eða dramatískar aðstæður sem skiluðu sér í þessum verkum. Mozart er bara svo tjáningarríkur, svo stór og mikill persónuleiki,“ segir Bernharður. Þrátt fyrir hina miklu grósku og fagmennsku sem einkennir tónlistarlíf á Íslandi er flutning- ur Messu í c-moll sjaldheyrður viðburður í tón- leikahaldi hér á landi. Tónleikarnir verða haldn- ir í Langholtskirkju í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, og hefjast þeir kl. 17. „EFTIR MIG EFTIR ÆFINGAR, SLÍK ER SNILLDIN Í VERKINU“ Í dag og á morgun gefst íslenskum tónlistarunnendum tækifæri til að hlýða á Messu í c-moll eftir W.A. Moz- art í Langholtskirkju. Flytjendur eru Söngsveitin Fílharmónía ásamt kammersveit og einsöngvurum. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi við þrjá fulltrúa flytjendanna af því tilefni. Söngsveitin Fílharmónía við æfingar í Langholtskirkju. Morgunblaðið/Jón SvavarssonBernharður Wilkinson, stjórnandi Fílharmóníunnar. Þóra Einarsdóttir, Sólrún Bragadóttir og Björn Jónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.