Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. MAÍ 2001 3 H UGMYNDIR manna um himnaríki endurspegla þær hugmyndir sem fólk á hverjum tíma gerir sér um sælu og vellíðan, þar sem hið góða ríkir yfir hinu vonda, þar sem er ei- lífur friður og farsæld. Fram eftir öldum, þegar almenningur bjó við örbirgð og hungur, var himnaríki staður hlýju, öryggis, gnægðar matar og hamingju. Á tímum rétttrúnaðarins litu menn svo á að það besta sem gæti hent hinn rétttrúaða mann væri að deyja drottni sínum og öðlast þar með eilíft líf á himnum. Jarðarfarir voru fagnaðarhátíðir. Með vaxandi velmegun og þeirri gnótt þæginda og afþreyingar, sem nútímamaðurinn býr við, má segja að himnaríkishugmyndin verði óhjákvæmilega heldur óljóst hugtak. Það verður stöðugt erfiðara að upphugsa eitthvað sem slær út alla þá möguleika sem nútímamaðurinn hef- ur til skemmtana og afþreyingar. Í einum þætti af hinum vinsælu sjónvarpsþáttum um Frasier, sem sýndur var nýlega, er faðir Frasiers kominn í náinn kunningsskap við ekkju sem nýverið hefur misst eiginmann sinn. Hann spyr vinkonu sína hvort hún hafi ekki áhyggjur af því að maðurinn hennar sálugi fylgist með þeim að ofan. ,,Ekki ef það er íþróttarás þarna uppi!“, svarar hún. Fyrir íþróttaáhugamanninn, sem eyðir stórum hluta frítíma síns til þess að fylgjast með beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum, hlýtur himnaríki án úrvals sjónvarpsrása að vera heildur daufur staður. Með vaxandi vel- megun hefur himnaríkishugmyndin orðið nútímamanninum næsta óljóst hugtak og fæstir trúa því í raun og veru að eitthvað betra geti leynst hinum megin. Þess vegna lítur nútímamaðurinn á dauðann sem eitt- hvað sem fresta verður með öllum tiltækum ráðum. Í lokakafla bókar breska rithöfundarins Julian Barnes ,,Saga heimsins í 101⁄2 kafla“, sem út kom 1989, dreymir sögumann að hann vakni upp í himnaríki. Honum er færð- ur morgunverður í rúmið, sem saman- stendur af öllu því besta, sem hann getur hugsað sér, nema gæðin eru langt fyrir ofan það, sem hann hefur nokkurntíma upplifað í jarðlífinu. Í himnaríki eru allar óskir mannsins upp- fylltar. Sögumaður keyrir um stórmarkaði í rafknúnum vagni og kaupir allt sem honum dettur í hug, peningar skipta engu máli. Hann umgengst allt það fræga fólk sem hann kærir sig um, nýtur kynlífs á hverju kvöldi með fallegum konum. Hann spilar golf og getur farið holu í höggi á hverri braut ef hann kærir sig um. Dagblöðin flytja að- eins þær fréttir sem hann vill fá og upp- áhalds knattspyrnuliðið vinnur að sjálfsögðu alltaf. Búið er að finna lækningu við krabba- meini og öðrum sjúkdómum. Svona getur líf- ið haldið áfram árhundruðum saman og að- eins viljinn ræður ferðinni. Þegar frá líður fara þó hversdagslegar áhyggjur að gera vart við sig, t.d. áhyggjur af bankareikningi þótt engir slíkir séu til í himnaríki. Sögu- maður ráðfærir sig því við umsjónarkonu sína, Margréti að nafni. Hann spyr hvar Guð sé. Honum er tjáð að það sé undir honum sjálfum komið hvort hann hitti Guð. ,,Himnaríki er lýðræðislegt í dag,“ segir Margrét. Himnaríki er semsé það sem hver og einn vill. ,,Við þröngvum ekki himnaríki upp á neinn lengur“ ... ,,Við hlustum eftir þörfum fólks.“ Allir fá það himnaríki sem þeir vilja. Það kemur sem sé á daginn að fólk hefur mismunandi hugmyndir um þennan sælustað og reynt er að verða við öllum ósk- um. Sögumanni til undrunar kemur í ljós að það er líka hægt að deyja í himnaríki, þ.e.a.s. ef menn kjósa að deyja. Í himnaríki er því lítið um óvænt atvik, allt er fyrirsjáanlegt og það veldur leiðindum. En hvernig deyr fólk í himnaríki, fremur það sjálfsmorð eða er það tekið af lífi? Þar sem allt er orðið svona lýð- ræðislegt þá þarf fólk aðeins að langa nógu mikið til að deyja til að sú ósk uppfyllist af sjálfu sér. Í himnaríki er dauðinn ekki dapur líkt og í jarðlífinu. Þar sem fólk deyr af frjálsum vilja er engin sorg. Þótt ótrúlega hljómi þá hefur fólk í himna- ríki áhyggjur af hversdagslegum hlutum og saknar þess að ekkert fari úrskeiðis. Sumir biðja um vont veður eða að eitthvað óvænt komi fyrir og vilja jafnvel fá að finna til sárs- auka. Einn og einn biður jafnvel um upp- skurð og að sjálfsögðu er orðið við slíkum óskum ef fullur vilji er til staðar. Annars er fólki yfirleitt bent á að slíkar óskir séu merki um að eitthvað annað sé að, þetta sé aðeins birtingarform vanlíðunar af einhverjum öðr- um orsökum og á það er oftast fallið. Aðspurð um hve hátt hlutfall fólks vilji deyja í himnaríki svarar Margrét því til að auðvitað sé það 100%. Fyrr eða seinna vilja allir deyja. Andstætt því sem er í jarðlífinu deyr fólk í himnaríki aðeins þegar það hefur fengið nóg af lífinu. Þá deyr það af fúsum og frjálsum vilja. Jafnvel hinir trúuðu sem koma hingað til að vegsama Guð til eilífðar, gefast upp að lokum. Þótt nokkrir slíkir sanntrúaðir séu enn á sveimi þá fækkar þeim stöðugt. En hverjir biðja fyrst um að fá að deyja? Margrét svarar: ,,Að biðja um er kannski ekki rétta orðið. Þetta er spurning um eitt- hvað sem þig langar til. Hér eru aldrei gerð nein mistök. Ef þig langar nógu mikið til þess þá deyrðu, það hefur alltaf verið grund- vallaratriði hér“ ... „,Þeir sem kjósa að eyða lífinu í kynlíf, bjórdrykkju, eiturlyf, hrað- skreiða bíla, þeir ráða sér ekki fyrir gleði í fyrstu, nokkur hundruð árum seinna trúa þeir ekki sinni eigin ógæfu, þeir gera sér grein fyrir því hvers konar menn þeir eru, fastir í sínu hlutverki. Árþúsund eftir árþús- und þurfa þeir að vera þeir sjálfir. Það eru þeir sem hafa tilhneigingu til að deyja fyrst- ir.“ Í nútímaþjóðfélagi þykir það forgangsmál að útrýma sjúkdómum af öllu tagi og skapa manninum sem öruggast umhverfi til að sinna áhugamálum sínum. Það er litið á það sem forgangsmál að lengja líf fólks með öll- um tiltækum ráðum því fæstir vilja yfirgefa þennan aldingarð afþreyingar og óhófs ótil- neyddir enda verða hugmyndir kirkjunnar um himnaríki nútímamanninum stöðugt fjarlægari. Á sama tíma og almennt heil- brigðisástand fer batnandi, lífslíkur lengjast og fleiri og fleiri sjúkdómar verða lækna- nlegir, virðist almenn lífshamingja ekki aukast. Mitt í allri velmeguninni flýja fleiri og fleiri á náðir vímugjafa til þess að deyfa andlegan sársauka. Lífsleiði í formi þung- lyndis fer vaxandi samtímis því að tækni- samfélag nútímans leysir hvert vandamálið á eftir öðru á sviði læknisfræði og lífið verð- ur stöðugt áhættuminna. Þegar allt kemur til alls er það ef til vill sú áhætta sem fylgir lífinu, sem viðheldur lífslöngun og vilja mannsins til að lifa. Þegar áhættan er horfin er lífsleiðinn einn eftir. „HIMNARÍKI Á JÖRÐU“ RABB Á R N I A R N A R S O N ÚR VÖLUSPÁ Þá gengu regin öll á rökstóla, ginnheilög goð, og um það gættust hvort skyldu æsir afráð gjalda eða skyldu goðin öll gildi eiga. Fleygði Óðinn og í fólk um skaut, það var enn fólkvíg fyrst í heimi. Brotinn var borðveggur borgar ása, knáttu vanir vígspá völlu sporna. Þá gengu regin öll á rökstóla, ginnheilög goð, og um það gættust hverjir hefði loft allt lævi blandið eða ætt jötuns Óðs mey gefna. Völuspá er fyrsta kvæði Konungsbókar eddukvæða og er hún höfuðkvæði nor- rænna bókmennta og inngangur að öllu ritinu. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 7 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI Vínland Þorfinns Karlsefnis og Guðríðar Þorbjarn- ardóttur heitir grein Jónasar Kristjáns- sonar þar sem segir meðal annars: „Land- námið á Vínlandi var frá upphafi dæmt til dauða. Vínland var í órafjarlægð frá Græn- landi og enn lengra var frá Noregi þar sem skipin voru smíðuð. Skipakostur Grænlend- inga þvarr og landið sjálft einangraðist gersamlega frá öðrum löndum.“ John Baldessari sýnir nú verk sín í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Halldór Björn Runólfsson fjallar um listamanninn og verkin og segir: „Hvarvetna getur áhorfandinn samsamað sig persónunum í verkum Baldessari, ólg- unni sem býr innra með þeim, hættunni sem að þeim steðjar, rafmögnuðum augngot- unum sem þær senda sín í milli og tákn- myndum þeirra.“ Málfræði málrækt og móðurmálskennsla við aldamót er umfjöllunarefni Höskuldar Þráinssonar í grein þar sem því er meðal annars haldið fram að meðalunglingur í dag hafi meiri orðaforða en Gunnar á Hlíðarenda. World Press Photo var opnuð í Kringlunni í vikunni. Þar getur að líta yfir tvöhundruð ljósmyndir sem unnu til verðlauna á sviði fréttaljósmynd- unar í þessari alþjóðlegu samkeppni. Í um- sögn dómnefndar segir að með sýningunni megi greina ákveðið skref í átt frá hinni stöðluðu ímynd „fréttaljósmyndarinnar“, en áhersla á hversdagsleikann og daglega lífsbaráttu er áberandi í myndunum. FORSÍÐUMYNDIN er eftir bandaríska listamanninn John Baldessari og heitir Pink Pig, 2305 Highland Ave., National City, Calif., 1996.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.