Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. MAÍ 2001
Á
RIÐ 1998 kom eftir undir-
ritaðan bók sem bar heitið
Veröld víð. Undir titli bók-
ar stendur til skýringar:
„Skáldsaga um ævi og ör-
lög Guðríðar Þorbjarnar-
dóttur – víðförlustu konu
miðalda.“ Við undirbúning
þessa verks reyndi ég að vitja allra þeirra staða
þar sem Guðríður á að hafa dvalist, um lengri
eða skemmri tíma, allt frá því að hún fæddist á
Laugarbrekku á Snæfellsnesi til þess er hún
bar bein sín að Glaumbæjarkirkju í Skagafirði.
Þá vaknaði löngun mín til að kanna nánar Vín-
land hið góða þar sem hún dvaldist um þriggja
vetra skeið með bónda sínum Þorfinni karlsefni
og ól sitt fyrsta barn.
Drög að eftirfarandi ritsmíð voru samin fyrr
á þessu ári vegna afmælisrits sem helgað er
Haraldi Bessasyni sjötugum. Það rit var gert af
nokkru alvöruleysi til skemmtanar honum og
öðrum; en seinna „skrifaða eg þessa of hið sama
far ... og jók eg því er mér varð síðan kunnara
og nú er gerr sagt á þessi en á þeirri“.
Vínlandssögurnar
Helstu heimildir um Guðríði og bónda henn-
ar Þorfinn karlsefni eru tvær Íslendingasögur
sem venjulega eru nefndar Grænlendingasaga
og Eiríks saga rauða. Grænlendingasaga er
varðveitt í hinu fræga handriti Flateyjarbók, en
Eiríkssaga er geymd á tveimur skinnbókum
sem nefndar eru Hauksbók og Skálholtsbók.
Flateyjarbók er rituð seint á 14. öld, og er
viðbúið að sagan hafi tekið ýmsum breytingum
og villur slæðst inn í hana á vegferð gegnum
margar uppskriftir. Eiríkssaga er hóti betur
geymd: Handritin eru tvö og bæta hvort annað
upp að nokkru. Hauksbók er eldri, rituð laust
eftir 1300; þar er sögutextinn dálítið styttur, en
þó er þar margt réttara en í Skálholtsbók sem
ekki er rituð fyrr en á öndverðri 15. öld.
Heiti sögunnar er í Skálholtsbók Saga Eiríks
rauða. Í Hauksbók er fyrirsögnin nú ólæsileg,
en þar hefur sagan líklega verið kennd við Þor-
finn karlsefni, og væri það réttnefni því að
meira segir frá honum og Guðríði konu hans
heldur en Eiríki rauða. Margir fræðimenn, til
dæmis Jón Jóhannesson, nefna og söguna Þor-
finns sögu karlsefnis.
Sögurnar tvær herma að nokkru frá sama
fólki og sömu atburðum, en margt ber á milli.
Það misræmi stingur mest í augu að í Eiríks-
sögu er Leifur Eiríksson, auknefndur hinn
heppni, sagður fyrstur manna hafa fundið Vín-
land og önnur fjarlæg lönd í vestri, en síðan fer
Skagfirðingurinn Þorfinnur karlsefni og kann-
ar hin nýju lönd. En í Grænlendingasögu er
Bjarni nokkur Herjólfsson frá Drepstokki við
Eyrarbakka látinn finna löndin, en er ófús til
landgöngu, og fellur nánari könnun í hlut Leifs.
Þannig leikur Leifur í Grænlendingasögu svip-
að hlutverk sem Þorfinnur í Eiríkssögu.
Það hefur leikið á ýmsu hvorri sögunni menn
trúa betur. Lengi var Eiríkssaga í meiri met-
um, vegna þess að hún er lengri og ítarlegri og
einnig í betra samræmi við önnur fræg fornrit
svo sem Landnámu og Heimskringlu Snorra
Sturlusonar. (Raunar gættu menn þess ekki að
ein mun verið hafa undirstaða allra þeirra rita
sem eigna Leifi landafundina, hvort sem það
hefur nú verið eldri Landnáma, eldri Eiríks-
saga eða eitthvert enn annað rit sem nú er glat-
að í upphaflegri mynd.)
Vegur Eiríkssögu stóð í fyrstu lotu fram til
1956. Þá kom Jón Jóhannesson prófessor til
skjala og reit grein í Nordælu, afmæliskveðju
til Sigurðar Nordals á sjötugsafmæli hans. Jón
hóf Grænlendingasögu til vegs, taldi að hún
væri með hinum allra elstu Íslendingasögum,
og væri Eiríkssaga ekki annað en teygð og
breytt endursögn hennar. Ritgerð Jóns var
þýdd á ensku og varð því nokkuð kunn. Meðal
annars hefur hún að líkindum verið brúkuð sem
heimild að Vínlandskortinu. En í áletrun korts-
ins er miðlað málum og þeir Bjarni og Leifur
látnir verða samferða til Vínlands. Og síðan
stóð gengi Grænlendingasögu mjög hátt um
hríð. Þannig er hún eina Íslendingasaga sem
nýtur þeirrar náðar að vera notuð sem heimild í
fyrsta bindi Þjóðhátíðarsögunnar 1974 (Jakob
Benediktsson).
En alveldi Grænlendingasögu entist ekki
lengi. Árið eftir skrifaði ég undirritaður í annað
bindi hátíðarsögunnar og reyndi enn að lyfta
Eiríkssögu nokkuð, þótt í stuttu máli væri.
Þremur árum síðar kom svo Ólafur Halldórs-
son og leitaði jafnvægis milli sagnanna í Græn-
landsriti sínu (Grænland í miðaldaritum, 1978).
Ólafur gerir ráð fyrir „að hvorki hafi höfundur
Eiríks sögu rauða þekkt Grænlendinga sögu,
né höfundur Grænlendinga sögu þekkt Eiríks
sögu rauða, heldur „styðjist [þær] við munn-
legar sagnir og að til þessara sagna megi rekja
sameiginleg efnisatriði í sögunum“ (bls. 398–
400). Þetta hefur síðan verið haft fyrir satt, og
horfir til þess að flestir muni trúa því meðan við
Ólafur lifum.
Ólafur telur upp 18 efnisatriði sameiginleg í
sögunum tveimur og segir síðan (bls 371):
„Þetta er í stórum dráttum sá efniviður sem er
sameiginlegur í báðum sögunum, og má búast
við að hér sé um að ræða þann kjarna í munn-
legum sögnum, sem báðar sögurnar eru smíð-
aðar úr.“ Að öðru leyti metur Ólafur báðar sög-
urnar með varúð sem heimildarrit.
Síðar komst ég ekki hjá því að bera saman
sögurnar tvær og meta gildi þeirra þegar ég tók
að rita sögu mína um Guðríði. Og þá varð nið-
urstaða mín sú að í flestum greinum væri Ei-
ríkssaga ekki aðeins lengri og ítarlegri heldur
og sannfróðari en Grænlendingasaga.
Látum liggja á milli hluta hvor hafi fundið
Ameríku, Leifur Eiríksson eða Bjarni Herjólfs-
son. Persónulega hallast ég að því að þeir hafi
fundið hana báðir, en þó ekki verið samferða
eins og á Vínlandskortinu. Ef menn ætla að
sigla frá Íslandi eða Noregi stystu leið út til
Brattahlíðar, þarf ekki miklu að skeika til að
lenda framhjá Grænlandi, og þá hljóta menn,
fyrr eða síðar, að rekast á Ameríku. Líklega
hafa þeir kumpánar þá villst þangað vestur um
svipað leyti úr því að báðum er eignaður fund-
urinn. En ef öðrum ber meiri heiður af fundi
Vínlands þá hallast ég fremur að Bjarna. Leif-
ur, sonur landnámsmannsins og landshöfðingj-
ans og kristniboði Grænlands, er líklegri til að
draga til sín meiri vegsemd en honum ber með
réttu.
Í Eiríkssögu er aðeins greint frá þremur Vín-
landsferðum: (1) Landafundaför Leifs heppna.
(2) Villuför Þorsteins Eiríkssonar. (3) Land-
námsför Þorfinns karlsefnis. Þess er ekki getið
að Leifur reisi neinar „búðir“ á Vínlandi, enda
hafði hann hvorki ástæðu né tóm til þess í Ei-
ríkssögu.
Samkvæmt Grænlendingasögu voru farnar
fleiri Vínlandsferðir, og er þó sýnilega að miklu
leyti um að ræða sömu ferðir sem í Eiríkssögu,
en oft með öðrum þátttakendum og breyttum
aðstæðum. Þannig svarar landnámsför Þor-
finns karlsefnis í Eiríkssögu til þriggja Vín-
landsferða sem lýst er sérstaklega hverri um
sig í Grænlendingasögu (eftir að Bjarni Herj-
ólfsson hefur fundið löndin): (1) Könnunarför
Leifs; (2) feigðarför Þorvalds Eiríkssonar, og
(3) landnámsför Karlsefnis sjálfs sem frá er
sagt í báðum sögunum.
Aukreitis er í Grænlendingasögu ógnarför
Freydísar Eiríksdóttur er hún drap hina aust-
firsku bræður Helga og Finnboga og fylgdarlið
þeirra. Annaðhvort hefur höfundur Eiríkssögu
ekki vitað um þá för eða ekki viljað lýsa slíkum
ósköpum.
Eiríkssaga traustari en
Grænlendingasaga
Þegar kemur að frásögnum af Guðríði Þor-
bjarnardóttur og Þorfinni karlsefni þá trúi ég
Eiríkssögu betur en Grænlendingasögu, og
skal nú nefna nokkur dæmi því til styrkingar:
(1) Eiríkssaga er sú heimild sem mest kann
að segja frá þeim hjónum, einkum Guðríði, enda
telur Ólafur Halldórsson að hún ætti í raun og
veru að heita Guðríðar saga Þorbjarnardóttur.
Í sögunni er framætt Guðríðar skilmerkilega
rakin, og sama ættartala er í Landnámu.
En Grænlendingasaga kann ekkert að segja
frá uppruna Guðríðar. Henni skýtur þar upp
ættlausri og skipreika á skeri úti fyrir ströndu
Grænlands ásamt bónda hennar, ókunnum
norskum manni sem Þórir er nefndur. Síðan
losar sagan sig skjótlega við Þóri þennan, lætur
hann andast á sóttarsæng. (Eins og í Eiríks-
sögu er Guðríður síðan gefin Þorsteini Eiríks-
syni rauða og eftir lát hans Þorfinni karlsefni.)
(2) Fræðimönnum ber saman um að Hellu-
land sagnanna muni vera það land sem nú nefn-
ist Baffinsland, og þykir þó lýsing Eiríkssögu
eiga betur við það en lýsing Grænlendingasögu.
Í Grænlendingasögu segir: „Jöklar miklir voru
allt hið efra en sem ein hella væri allt til jökl-
anna frá sjónum, og sýndist þeim það land vera
gæðalaust.“ En Eiríkssaga segir svo: „Þá fundu
þeir land og reru fyrir á bátum og könnuðu
landið og fundu þar hellur margar og svo stórar
að tveir menn máttu vel spyrnast í iljar.“ Páll
Bergþórsson telur í bók sinni Vínlandsgátan að
þetta sé svokallað „svartmelmi“ eða „horn-
blendi“ sem gnótt sé af á Baffinslandi. „Jöklar
hafa brotið [berglögin] og borið kolsvört stykk-
in með sér og dreift þeim yfir ljósara umhverfi.
Þessi björg eru oft eins konar blakkir eða hellur
með láréttum rákum. ... Stærsta hellan er þar
minnst 9 tonn að þyngd og gæti verið 1–3 metr-
ar á hvern kant, ekki fjærri því að tveir menn
gætu spyrnst í iljar“ (Vínlandsgátan, bls. 34).
Birtir Páll mynd af einni slíkri hellu (bls. 21).
(3) Fyrir nokkrum áratugum fann Norðmað-
urinn Helge Ingstad norrænar rústir nyrst á
Nýfundnalandi þar sem nú kallast L’Anse aux
Meadows (nafnið er aflagað úr frönsku). Geisla-
kols-aldursgreiningar benda til að rústir þessar
séu um það bil þúsund ára gamlar. Margir vís-
indamenn hallast að því að þarna muni fundnar
leifar Leifsbúða sem nefndar eru í Grænlend-
ingasögu, en þar hafði Leifur vetursetu – og síð-
an fleiri könnuðir, meðal annarra Þorfinnur
karlsefni samkvæmt Grænlendingasögu.
Karlsefni hafði með sér „allskonar fénað“ af því
að hann hugðist „byggja landið“. Í L’Anse aux
Meadows hafa hinsvegar ekki fundist neinar
minjar eftir búfénað, og hafa menn saknað
þess. En það þarf raunar engan að undra ef Ei-
ríkssögu er fylgt: Þar er alls ekki getið um
Leifsbúðir, og þá að sjálfsögðu ekki að Karls-
efni hafi haft þar vetursetu. Hann fer austan við
landið samkvæmt Eiríkssögu svo sem brátt
mun rakið verða.
(4) Í Eiríkssögu býr Karlsefni „norður í
Reyninesi í Skagafirði er nú er kallað <Staður í
Reyninesi>.“ Og eftir Vínlandsævintýrið fer
hann „heim til bús síns í Reynines“. Í Græn-
lendingasögu er ekki getið bústaðar Karlsefnis
fyrir vesturförina, og er hann í reiðileysi fyrsta
veturinn eftir heimkomuna. „En um vorið
keypti hann Glaumbæjarland og gerði bú á og
bjó þar meðan hann lifði.“ – Það er heldur ólík-
legt að slíkur auðmaður sem Karlsefni hafi ekki
átt að neinni staðfestu að hverfa á Íslandi. Og
um kaup hans á Glaumbæ og búsetu þar segir
Matthías Þórðarson í útgáfu sinni (bls. 268-69
nm.): „Þessa er hvergi getið annars staðar, né
að sú jörð hafi verið í eigu þessara ættmenna;
en Reynines, þar sem sagt er í Eir. s. r. að þau
Þorfinnur hafi búið, var í ættinni allt til 1259, er
Páll, sonur Kolbeins kaldaljóss, seldi það Gizuri
Þorvaldssyni ... en hann gaf staðinn til klaust-
urs þar áður en hann dó (1268).“
Vínlandssigling Þorfinns karlsefnis
Allt þetta og raunar enn fleira bendir ein-
dregið til þess að Eiríkssögu sé betur treyst-
andi en Grænlendingasögu, og er nú kominn
tími til að líta nánar á það merkilega heimild-
arrit. Ég mun næst leitast við að rekja Vín-
landsför þeirra Karlsefnis og Guðríðar svo sem
henni er lýst í Eiríkssögu.
Í leiðangrinum voru alls þrjú skip. Með
Karlsefni á skipi var Snorri Þorbrandsson úr
VÍNLAND ÞORFINNS
KARLSEFNIS OG GUÐRÍÐ-
AR ÞORBJARNARDÓTTUR
„Látum liggja á milli hluta hvor hafi fundið Ameríku,
Leifur Eiríksson eða Bjarni Herjólfsson. Persónulega
hallast ég að því að þeir hafi fundið hana báðir, en
þó ekki verið samferða eins og á Vínlandskortinu“,
segir í þessari fyrri grein höfundar um Vínland.
E F T I R J Ó N A S K R I S T J Á N S S O N
Ljósmynd/Gunnlaugur Jónsson
Leiðangursmenn 1999 á báti Haralds Manuels, albúnir til siglingar um Bay of Exploits.