Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. MAÍ 2001 7
Í draumi sérhvers manns er fall hans falið.
Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið
á bak við veruleikans köldu ró.
Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir
að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess, sem lifir,
og þó er engum ljóst, hvað milli ber.
Gegn þinni líkamsorku og andans mætti
og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú,
í dimmri þögn, með dularfullum hætti
rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú.
Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum
í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann lykur um þig löngum armi sínum,
og loksins ert þú sjálfur draumur hans.
(Ferð án fyrirheits, 1942.)
Steinn Steinarr (1908–1958) telst til frumkvöðla hinnar svokölluðu formbylt-
ingar í sögu íslenskrar ljóðagerðar, þótt engan veginn yrði hann fyrstur til að
leita nýrra leiða í formi. Því má ekki heldur gleyma að mikill hluti kvæða hans er
ortur á fullkomlega hefðbundinn hátt með reglubundinni hrynjandi, stuðlum og
rími. Samt eru þau fersk og nýstárleg, eins og draumkvæði þetta sýnir glögg-
lega. Í hefðbundum brag verður listin til fyrir togstreitu milli frelsis hugsunar
og fjötra formsins. Galdurinn er þá að ná slíkum tökum á bragnum að lesandi
finni hvergi kreppt að tjáningu hugans. Vandinn við slíka hefð er sá að jafnvel
haganlega ort kvæði verður oft kunnuglegt líkt og maður hafi lesið það áður, –
nema þar sé einhver sá ferskleiki sem gerir hefðina ekki langslitna. Þetta leysir
Steinn með frumlegu myndmáli og frjórri hugsun, sem oftlega stefnir reyndar
inn úr rökhyggju með þversögnum. Þar með getur afstrakt fyrirbæri orðið líkt
og áþreifanlegt og sýnilegt, – skynjanlegt ef ekki alls konar skiljanlegt.
Að ytra formi er þetta kvæði sem sé fullkomlega hefðbundið: fjögur fjögurra
lína erindi, fimm bragliðir hvert vísuorð, auk forliða, réttir tvíliðir sem enda á
stýfðum lið í jöfnu hendingunum, víxlrím og regluleg stuðlasetning. Ekkert
óvænt eða nýstárlegt. En öðru máli gegnir um hugsunina og hvernig henni er
komið á framfæri.
Ljóðið hefst á fullyrðingu sem hljómar eins og málsháttur. Í draumi sérhvers
manns er fall hans falið. Svo er eins og skáldið búist við þeirri spurningu hvað
hann eigi eiginlega við með slíkri fullyrðingu, því að framhaldið er einskonar út-
legging á þessari fyrstu málsgrein, sem ekki er auðvelt að skilja svona um-
svifalítið. Af hverju felst fall okkar, okkar allra, í draumi okkar? Þetta er heim-
spekileg fullyrðing, sem kallar á ýtarlega útlistun. Skáldið grípur þá til
myndmáls, því að með því móti getur hann sýnt lesanda það sem ekki er svo
auðvelt að útskýra.
Aðferð Steins er fólgin í því að tengja saman ytri og innri veruleika. Draum-
urinn fæðist innra með okkur og þar ölum við hann og berum hann með okkur. Í
þeim innlöndum kunnum við víst ærið fá kennileiti, og því bregður skáldið á það
ráð að taka mið af ytri veruleika, hinni köldu ró hans, sem er þá um leið mynd-
hverfing. Með annarri myndhverfingu ferðumst við þarna innra um dimman
kynjaskóg sem er búinn til úr blekkingum sem í draumnum örlagaríka eru
fólgnar. Með öðrum orðum: við sköpum okkur draum sem er blekking, og við
ráfum um hann rammvillt eins og í dimmum kynjaskógi.
Fyrst sköpum við drauminn og svo göngum við honum á vald. Hinn dimmi
kynjaskógur blekkinganna stækkar og verður að bákni innra með okkur og nær
valdi á lífi okkar. Og loks snýst allt við. Það sem við skópum vex okkur úr greip-
um, verður ofjarl okkar. Hann er persónugerður í lokin þar sem hann „lykur um
þig löngum armi sínum“, tekur okkur þar með í faðm sér og gerir okkur að
draumi sínum. Blekkingin hefur sigrað.
Hver er svo þessi draumur? Ljóðmælandinn gerir ekki vart við sig. Upphafs-
fullyrðingin er almenn en svo tekur við ávarpið „þú“, og því er haldið kvæðið á
enda. Þar með verður rödd ljóðsins á vissan hátt ágeng við lesandann og hljóm-
ar líkt og viðvörun. Varaðu þig á draumi þínum, varaðu þig á því sem býr hand-
an veruleikans, varaðu þig á því að gefa þig á vald hugaróra sem þú stjórnar
ekki og ræður ef til vill ekki við. Þar sem draumurinn er aldrei skilgreindur, er
hann táknrænn, og lesandanum látið eftir að skilja og varast sinn draum. Hann
getur snúist um hugmyndafræði, frægð og frama, auðæfi og velgengni, og ótal
margt annað. Gangir þú slíkum draumórum á hönd, getur þú misst vald á veru-
leika þínum.
Í DRAUMI SÉRHVERS MANNS
STEINN STEINARR
LJÓÐRÝNI
N J Ö R Ð U R P. N J A R Ð V Í K
saman í frumeindakjarna. Það er fyrst og
fremst sterka víxlverkunin, sem kemur við
sögu í beislun kjarnorku, bæði í friðsamlegum
tilgangi og ófriðsamlegum, og er þar enn eitt
dæmi um hvernig heimurinn sem við búum í
hefur mótast af skammtafræðinni. Burðaragn-
ir rafsegulverkunarinnar kallast ljóseindir en
þær geta m.a. komið fram sem sýnilegt ljós.
Hinar víxlverkanirnar eiga sér sínar burðar-
agnir, sem einungis verða greindar í tilraunum
með agnahröðlum.
Víxlverkunum öreindafræðinnar er öllum
lýst með svonefndum kvarðakenningum, sem
þróuðust á síðari hluta 20. aldar upp úr rafseg-
ulfræði Maxwells frá ofanverðri 19. öld. Raf-
segulverkunin og veika víxlverkunin fléttast
reyndar saman í einni kvarðakenningu og er
það dæmi um vel heppnaða sameiningu kenn-
inga, sem áður voru taldar lúta að ólíkum fyr-
irbærum. Sameiningin opnar nýja sýn á nátt-
úruna þar sem hin ólíku fyrirbæri koma fram
sem mismunandi birtingarform á einum og
sama hlutnum. Eldri dæmi um slíka samþætt-
ingu eru þyngdarfræði Newtons, þar sem
gangi himintunglanna og hegðun ávaxta á
jörðu niðri var lýst með einu lögmáli, og áð-
urnefnd rafsegulfræði Maxwells, sem spyrti
saman rafmagn og segulmagn. Slíkar samein-
ingarhugmyndir hafa verið ofarlega á baugi
við kenningasmíði í framhaldi af hinu viðtekna
líkani öreindafræðinnar. Það lá beint við að
freista þess að fella kvarðakenninguna um
sterku víxlverkunina saman við hinar tvær í
svonefndri sameinaðri sviðskenningu. Frá
fræðilegu sjónarmiði bar sú sameining athygl-
isverðan árangur en erfitt hefur reynst að
skera úr um réttmæti kenningarinnar með til-
raunum. Hið sama á reyndar við um nánast
alla framsækna kenningasmíði öreindafræð-
inga á síðustu árum. Fræðin lýsa ferlum, sem
koma fram í árekstrum öreinda er skella sam-
an nánast á ljóshraða, en sú tækni sem þarf til
að framkalla svo orkumikla árekstra í agna-
hröðlum er ekki fyrir hendi í dag. Þróunar-
kostnaðurinn við hvert skref upp á við í orku
agnahraðlanna er orðinn slíkur að jafnvel auð-
ugustu þjóðir heims ráða vart við hann, og því
miður vantar mörg skref upp á að ná þeirri
orku sem kenningarnar fjalla um.
Kenningasmiðirnir halda samt ótrauðir
áfram og hafa sett markið hátt. Þeir stefna að
fræðum, sem sameina ekki aðeins allar kvarða-
víxlverkanir öreindafræðinnar heldur ná einn-
ig yfir þyngdaraflið. Slík allsherjarkenning
verður að samræma lýsingu skammtafræðinn-
ar á hinu smáa og lýsingu almennu afstæð-
iskenningarinnar á hinu stóra í alheiminum.
Þetta er erfitt verkefni, því að þessar kenn-
ingar eru mjög ólíkar að uppbyggingu og fara
ámóta vel saman og olía og vatn. Það má hins-
vegar færa rök fyrir því að í árekstrum við
nógu háa orku gæti þyngdaraflsins til jafns við
hinar víxlverkanirnar og til að lýsa slíkum ferl-
um verði að koma til einhvers konar þyngd-
arskammtafræði, sem jafnframt nær yfir hinar
víxlverkanirnar. Í þessu samhengi eru miklar
vonir bundnar við svonefnda strengjafræði, en
það er kenning sem kom fyrst fram í lok sjö-
unda áratugarins og var þá ætlað að lýsa
sterku víxlverkuninni einni. Hún reyndist
frekar illa í upphaflegum búningi og var fljót-
lega rutt úr vegi af kvarðakenningu sem lýsti
sterku víxlverkuninni mun betur. Fámennur
hópur hélt áfram rannsóknum á strengjafræði
þrátt fyrir það og komst fljótlega að þeirri nið-
urstöðu að kenningin hentaði ákjósanlega til
að lýsa skammtafræði þyngdaraflsins í stað
sterku víxlverkunarinnar. Eftir að ákveðnum
hindrunum í stærðfræðilegri framsetningu
kenningarinnar var rutt úr vegi á fyrri hluta
níunda áratugarins gekk strengjafræðin í end-
urnýjun lífdaga sem sameiningarkenning allra
víxlverkana, og allar götur síðan hafa strengja-
rannsóknir átt hug þeirra öreindafræðinga
sem fást við grundvöll fræðanna. Þetta er flók-
in kenning og útreikningar þungir í vöfum. Það
má vafalaust að einhverju leyti rekja til þess
hve takmarkaða þekkingu við höfum á þessum
efnum ennþá og vonir standa til þess að með
dýpri skilningi náist einfaldari og markvissari
framsetning fræðanna.
Eins og nafnið bendir til byggist strengja-
fræðin ekki á punktlaga öreindum heldur ein-
víðum einingum eða strengjum. Þessir streng-
ir eru reyndar afar stuttir, mun styttri en
öflugustu mælitæki í dag fá greint, og þeir
koma því fram sem punktlaga agnir í tilraun-
um. Lengd strengjanna skiptir hinsvegar
sköpum, þegar skoðuð eru öreindaferli við svo
háa orku að þyngdarinnar tekur að gæta, og
hún leiðir kenninguna framhjá ýmsum þeim
keldum sem flestar aðrar kenningar um
þyngdarskammtafræði sitja fastar í. Strengja-
fræðin gengur skrefi lengra í sameiningarferl-
inu en aðrar kenningar því hún fléttar ekki að-
eins saman lýsingu á öllum þekktum
víxlverkunum náttúrunnar heldur koma bæði
burðaragnir og efnisagnir fram sem mismun-
andi sveiflur á einum og sama strengnum. Í
kenningunni eru öreindirnar tónar og efnis-
heimurinn tilkomumikil hljómkviða leikin á
strengi. Hljómkviðan fer reyndar fram í tíma-
rúmi sem inniheldur ekki aðeins tímann og
þessar þrjár rúmvíddir, sem við eigum að venj-
ast, heldur einnig nokkrar rúmvíddir að auki.
Þetta þarf ekki að standa í mótsögn við dag-
lega reynslu okkar ef aukavíddirnar ná aðeins
yfir örstuttar vegalengdir miðað við það sem
við getum greint í mælingum. Raunar sýna ný-
legir útreikningar að jafnvel bestu mælingar í
dag séu alls ekki mjög næmar fyrir slíkum
aukavíddum. Auk þess gegna aukavíddirnar
lykilhlutverki í kenningunni því án þeirra tæki
hún aðeins til þyngdaraflsins en ekki kvarða-
víxlverkana öreindafræðinnar.
Því miður eru litlar líkur á að hægt verði að
sannreyna strengjafræði eða aðrar kenningar
um þyngdarskammtafræði með tilraunum á
rannsóknarstofum í náinni framtíð. Þetta setur
kenningasmiði í vanda því að eðlisfræðin á sér
langa hefð sem tilraunavísindi þar sem ofgnótt
fræðilegra vangaveltna er jafnan skorin niður
með ströngum samanburði við athuganir.
Margir málsmetandi eðlisfræðingar hafa af því
áhyggjur að óheft hugmyndaauðgi fræði-
manna komist fljótt úr tengslum við raunveru-
leika náttúrunnar. Ein leið er að halla sér í
auknum mæli að stærðfræðinni við þessa
vinnu og hefur það leitt til frjórrar samvinnu
við stærðfræðinga en þó að kröfur um að kenn-
ing sé án innri mótsagna veiti visst aðhald
koma þær seint í stað mælinga og tilrauna.
Leiðin út úr þessari kreppu er vandfundin
en hennar er ef til vill helst að leita í heims-
fræðinni, sem rætt var um í byrjun þessa pist-
ils. Það kann að hljóma undarlega að leita vís-
bendinga um lausn gátunnar um innstu gerð
efnisins í athugunum á óravegum alheimsins.
Það er hinsvegar löngu þekkt að heimsfræðin
og öreindafræðin tengjast sterkum böndum í
gegnum þau ferli sem voru ráðandi í upphafinu
við miklahvell. Með ítarlegum reikningum,
sem byggjast bæði á heimslíkönum afstæðis-
kenningarinnar og hinu viðtekna líkani
öreindafræðinnar, má til dæmis reikna út
skiptingu efnisins í hinar ýmsu tegundir frum-
eindakjarna á fyrstu sekúndum alheimssög-
unnar. Hlutfall helíns og vetnis í heiminum í
dag reynist í góðu samræmi við slíka útreikn-
inga. Með því að skoða ferli við enn hærri þétt-
leika og hitastig má skýra í stórum dráttum
hvers vegna efni myndaðist umfram andefni í
öndverðu, en umhverfi okkar hefði aldrei orðið
stöðugt ef enginn munur hefði verið þar á. Að
lokum má nefna mjög athyglisverðar kenning-
ar um óðaþenslu í upphafi, sem tengja ræki-
lega hið stóra við hið smáa, því samkvæmt
þeim er allur hinn sýnilegi alheimur sprottinn
úr rúmmáli sem er aðeins brot af rúmmáli
minnstu frumeindakjarna í dag. Svo ævintýra-
lega sem þetta hljómar þá hafa nákvæmar at-
huganir undanfarin misseri á svonefndum ör-
bylgjuklið, sem er elsta geislun sem við
nemum utan úr geimnum, rennt stoðum undir
óðaþenslukenningar.
Heimsfræðilegar athuganir eru eitt virkasta
rannsóknasvið í stjarneðlisfræði og standa
vonir til að þær varpi ljósi á sífellt eldri skeið í
myndunarsögu alheimsins og gefi okkur þann-
ig óbeina vitneskju um öreindaferli, sem eru
langt utan seilingar tilrauna í agnahröðlum.
Eins og áður var nefnt snýst heimsfræðin
einnig um framtíðarþróun alheimsins og á
allra síðustu árum hafa heimsfræðiathuganir
vakið upp gamlan draug, svonefndan heims-
fasta. Einstein áttaði sig á því á sínum tíma að
leyfilegt væri að bæta lið í jöfnur almennu af-
stæðiskenningarinnar, sem lýsir jafndreifðri
orku er býr allstaðar í tómarúmi geimsins. Ef
þessi orka er yfir ákveðnum mörkum hefur
hún afgerandi áhrif á þenslu alheimsins þegar
fram í sækir. Lengi vel gáfu allar athuganir til
kynna að heimsfastinn væri hverfandi en nú
hefur þetta breyst og stjarneðlisfræðingar
halda því fram að hann sé lítill en mælanlegur
þó. Ef þetta reynist rétt verður það eitt helsta
verkefni kenningasmiða 21. aldarinnar að
finna viðhlítandi skýringar.
Vandinn er ekki sá að finna heimsfastanum
stað í fræðunum, því að í skammtafræði býr
alltaf orka í tóminu. Hún er í tengslum við svo-
nefndar núllsveiflur, sem eru bein afleiðing af
óvissulögmálinu. Vandinn er miklu fremur að
útskýra hversvegna heimsfastinn sé ekki
miklu stærri en raun ber vitni. Enn sem komið
er á strengjafræðin ekkert svar við þessari
gátu og reyndar bendir margt til þess að
heimsfasti og strengir fari illa saman.
Kenningasmiða framtíðarinnar bíða mörg
önnur krefjandi verkefni, til dæmis að útskýra
stigskipan öreindafræðinnar, þ.e.a.s. hvers
vegna þyngdaraflið er svona miklu veikara en
aðrar víxlverkanir, og leita dýpri skilnings á
svonefndri ofursamhverfu, sem tengir efnis-
agnir við burðaragnir og gegnir lykilhlutverki í
strengjafræði og fleiri kenningum, en ekki
verður farið nánar út í þá sálma hér.
Höfundur er prófessor í eðlisfræði
við Háskóla Íslands.