Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. MAÍ 2001
Þ
AÐ verður að teljast merkileg til-
viljun, að ekki sé meira sagt, að
Listasafn Reykjavíkur skuli
kynna samtímis norska málar-
ann Odd Nerdrum og bandaríska
listamanninn John Baldessari.
Ólíkari listamenn er varla hægt
að hugsa sér á sviði tvívíðrar
myndlistar. Úr því að við höfum samanburðinn
og getum leyft okkur að sjá báðar sýningarnar
nær samtímis er ekki úr vegi að geta þess í upp-
hafi sem helst greinir að höfunda þeirra.
Á meðan Odd Nerdrum kaus að feta í fótspor
gömlu meistaranna á ofanverðum sjöunda ára-
tugnum, og gera tæknibrögð Rembrandts og
norska 19. aldar málarans Hertervig að sínum,
reyndi John Baldessari að gleyma því sem hann
hafði lært í listaskólunum í Los Angeles og taldi
byggt á of mikilli hugsun um myndrænar lausn-
ir. Hann tók sér jafnlangan tíma til að rannsaka
hina margvíslegu tjáningarmöguleika sem
stóðu honum til boða og Nerdrum gaf sér lítinn
umhugsunarfrest til að staðfesta þá vissu sína
að nútímalistin væri orðin gömul og ónýt.
Baldessari sætti sig ekki aðeins við sundraða
heimsmynd heldur tvístraði henni enn frekar
með hjálp skæranna og klippitækninnar. Nerd-
rum hafnaði hins vegar brotakenndum tjáning-
armáta nútímans afdráttarlaust. Sama sjón-
ræna reynslan sem varð til þess að hann sneri
endanlega baki við nútímalistinni, hið þekkta
Monogram bandaríska popplistarmannsins Ro-
berts Rauschenberg frá 1960 – uppstoppuð geit
með bíldekk um sig miðja og málningarklessur
á snoppunni – varð Baldessari hvatning til að at-
huga enn frekar samsetningartækni nútímalist-
arinnar. Módernisminn svaraði ekki tilfinninga-
legum kröfum Nerdrum um ómenguð hrif en
hentaði afar vel efahyggjumanninum Baldess-
ari sem telur að listin lifi skammt á hrifningunni
einni saman og verði jafnframt að höfða til vits-
munanna og skopskynsins.
Á mörkum þess að teljast hugmyndlist
John Baldessari fæddist syðst í Kaliforníu –
nánar til tekið í National City, mitt á milli San
Diego og landamæra Mexíkó – árið 1931. Móðir
hans, Hedvig Jensen, var dóttir verslunareig-
anda í Vejle á Jótlandi, en faðirinn, Antonio
Baldessari, var athafnamaður af ætt smá-
bænda, hátt úr dölum ítölsku Alpanna. Vegna
þess að foreldrarnir voru innflytjendur fannst
John Baldessari, barnungum, sem hann ætti
ekki heima í bandarísku samfélagi. Þótt það ylli
engum frekari félagslegum erfiðleikum átti
hann bágt með að kynnast öðrum börnum. Ekki
bætti úr skák að hann varð svo hár í loftinu sem
unglingur að hann bar höfuð og herðar yfir jafn-
aldra sína. Hann var því snemma dæmdur til að
draga sig inn í skel sína og verða sjálfum sér
nógur um félagsskap.
Enn bregður fyrir fjölmörgum dæmum um
píslargöngu einfarans í myndlist Baldessari.
Eitt af yngstu verkunum á sýningunni í Hafn-
arhúsinu, Wading Person/Jumping Person
(With Onlookers) – Vaðandi manneskja/Stökkv-
andi manneskja (Með áhorfendum) – úr mynd-
röðinni The Overlap Series, frá 2001, en mynd-
efnið tengist Íslandi, sýnir pelsklædda veru
vaða krapa. Á efri myndinni er hún á fjórum fót-
um við vökina og líkist þá einna helst górillu. Til
hægri í sama verki sést kengboginn maður í sér-
kennilegu hrapi framan við lyftu og vekur
greinilega megna hneykslan þeirra sem eru að
stíga út úr tækinu. Fátt er eins skelfilegt og það
að verða sér að athlægi og skömm frammi fyrir
samborgurum sínum. Slíkt jafnast vissulega á
við það að vaða elginn, einn og yfirgefinn, í
ótraustum ís og krapa.
Þetta verk er gott dæmi um það hvernig Bald-
essari reynir að leysa viðfangsefni sín í verkinu
sjálfu án þess að áhorfandinn þurfi að leita að
skilningi of langt út fyrir ramma þess. Ólíkt svo
mörgum hugmyndlistarmönnum frá austur-
strönd Bandaríkjanna var hann mun uppteknari
af myndmáli sem slíku en tungumálinu sem mál-
vísindalegum eða heimspekilegum tjámiðli. Þar
af leiðandi hafa margir dregið í efa að hægt sé að
skipa Baldessari á bekk með listamönnum á
borð við Joseph Kosuth eða Lawrence Weiner
þó svo að hann sæki engu minna en þeir til
brautryðjenda hugmyndlistarinnar, þeirra
Marcels Duchamp og René Magritte. Það sem
eflaust gerir gæfumuninn er að verk Baldessari
eru langtum tilfinningalegri og þokkafyllri en
verk áðurnefndra samferðamanna hans.
Þar er átt við hina sjónrænu hlið sem Bald-
essari sótti til Matisse meir en til nokkurs ann-
ars listamanns; einkum til hinna frægu klippi-
mynda hans frá sjötta áratugnum. Marksækni
Matisse með skærin, einstæð tilfinning hans
fyrir þokka og hæfileikar hans til að einfalda til
hins ýtrasta allar myndrænar lausnir áttu eftir
að verða Baldessari mikilvægur vegvísir.
Þekktasta hugmyndlistarverki Baldessari er
reyndar beint gegn hugmyndlist. Það er stórt
akrýlmálverk á striga frá 1966 til 1968 með
einni setningu í prentstöfum á miðjum, einlitum
fleti, í tveim línum: Everything is purged from
this painting but art; no ideas have entered this
work. – Allt nema list er hreinsað úr þessu mál-
verki; engar hugmyndir er þar að finna.
Varla fara þessi orð milli mála, enda skildi
Kosuth þau sem andsvar við sinni eigin fullyrð-
ingu um að listin væri hugmynd. Ýmislegt bend-
ir til þess að hann hafi ekki verið ýkja hrifinn af
Baldessari og jafnvel talið verk hans árás á sig
og hugmyndlistina sem þá var í örri mótun.
Hann hefði þó getað sparað sér tortryggnina
því Baldessari hafði þegar í ársbyrjun 1963 gert
verk sem var sterklega mótað af hugmyndleg-
um þankagangi. Það var litskyggnuröðin The
back of all the trucks passed while driving from
Los Angeles to Santa Barbara, California,
Sunday 20 January 1963. – Bakhlið allra vöru-
bíla sem ekið var fram úr á leiðinni frá Los
Angeles til Santa Barbara, Kaliforníu, sunnu-
daginn 20. janúar 1963.
Töfrar hversdagsleikans
Hafi Baldessari ætlað sér að sýna fram á það
að listaverk þyrftu hvorki að vera flókin, djúp
né táknræn tókst honum það ágætlega með
vörubílamyndunum. Varla er hægt að hugsa sér
bókstaflegri efnistök né ákveðnari afstöðu gegn
vitsmunalegri myndlist. Öll önnur verk Bald-
essari sem varðveist hafa frá sjöunda áratugn-
um eru snöggtum menntaðri. Að vísu eru mynd-
ir hans frá National City á árunum 1966 til 1968,
þar sem hann notaði ljósnæmt efni á striga til að
fanga eins látlausar myndir af ákveðnum stöð-
um í heimabæ sínum og honum var unnt, annað
dæmi um hrein og bein efnistök.
Myndirnar sem Baldessari tók og notaði voru
svo fullkomlega snöggsoðnar að við lá að menn
teldu hann hafa tekið þær blindandi. Það var
einmitt ásetningur hans að svipta þær allri feg-
urð og aðdráttarafli með því að hegða sér eins
og stríðsfréttaritari við töku þeirra. Markmiðið
var að afhjúpa raunverulega ásýnd heima-
byggðarinnar og lýsa henni í sinni hversdags-
legustu mynd. Ljósmyndirnar sem sitja svo lát-
lausar yfir staðarheitum sínum – listamaðurinn
fékk leturteiknara til að rita textann – og minna
einna helst á svarthvítar silkiþrykksmyndir
Andy Warhol eru nú meðal mest metnu verka
Baldessari þótt á sínum tíma hafi enginn fengist
til að sýna þau.
Myndirnar Star Theater og Pink Pig, frá
1996 – á sýningunni í Hafnarhúsinu – eru verð-
ugar tilraunir til að hverfa aftur um þrjátíu ár til
upphafsins þótt Baldessari viðurkenni að þær
búi ekki yfir viðlíka sakleysi og gömlu verkin.
Hitt var mikilvægara fyrir feril hans hvernig
hann setti saman mynd og texta í upphaflegu
syrpunni frá National City, og tefldi þannig
saman ólíkum tjáningarmáta sem virkaði eins
og mismunandi rásir sem varpað er út sam-
tímis.
Þessi merkilega tilraunastarfsemi með við-
vaningslegar ljósmyndir teknar út um bílrúðu
og framkallaðar beint á strigann ofan við texta
sem skiltamálari var látinn sjá um að teikna var
að sumu leyti afleiðing af áhyggjum Baldessari
við að verða innlyksa í hinum afskekkta
heimabæ sínum. Reyndar var hann hálfvegis
búinn að sætta sig við að verða þar framhalds-
skólakennari það sem eftir væri enda þótti hann
hafa einstakt lag á að ná því besta út úr ungling-
um, jafnvel þeim sem lent höfðu á glapstigum
og voru taldir vonlausir. Margir þykjast sjá
kennarann að baki verkum eins og Examining
Pictures – eða Athugun mynda – sömuleiðis frá
1966 til 1968, þar sem lýst er í örfáum setn-
ingum á striga eðli sjálfrar listasögunnar.
Engin verk eru þó talin lýsa kennaranum eins
vel og málverkasyrpan Commissioned Paint-
ings – Pöntuð málverk. Árið 1969 fékk hann
nokkra sunnudagamálara til að mála fyrir sig
málverk eftir ljósmyndum sem hann tók af ben-
difingri kunningja síns sem vísaði á ýmsa hluti
sem Baldessari hafði veitt athygli víðs vegar um
bæinn. Undir hverri mynd í syrpunni var getið
viðkomandi málara. Raunar skýrir þessi pant-
aða syrpa ágætlega yfirskrift sýningarinnar: Á
meðan eitthvað er að gerast hér er eitthvað ann-
að að gerast þar, því listamaðurinn getur þess í
viðtali að jafnan þegar hann var að mála hafi
hann rekið augun í eitthvert ómerkilegt smáat-
riði úti í horni eða út við vegg sem tók fram öllu
því sem hann var að reyna að ná með penslinum.
Af þessu spratt sú sannfæring hans að á meðan
eitthvað væri að gerast hér væri annað og mun
merkilegra að gerast handan við hornið. Veislan
þar tæki langt fram veislunni hér.
Freistingar Rauðhettu
Baldessari sýndi textamálverkin í fyrsta sinn
á einkasýningu í Los Angeles, árið 1968. Eftir
það lá leiðin greið á helstu stórsýningar vestan
hafs og austan. Hann tók meðal annars þátt í
einni þekktustu listsýningu síðari áratuga,
When Attitudes Become Form – Þegar afstaða
breytist í form – sem hinn þekkti svissneski sýn-
ingastjóri Harald Szeemann efndi til í Kunst-
halle Bern, árið 1969. Eins var honum boðið til
Kassel í Þýskalandi, á Documenta 5, árið 1972,
og Documenta 7, árið 1982, en fyrir seinni sýn-
inguna gerði hann fræga syrpu af verkum sem
byggð var á sex ævintýrum úr safni Grimm-
bræðra. Þekktasta verkið úr þeirri syrpu er án
efa Little Red Cap – Rauðhetta – sem nú hangir
uppi í Hafnarhúsinu.
Myndin er einstaklega gott dæmi um aðferðir
Baldessari. Úr risastóru safni ljósmynda sem
BJARGVÆTTUR
FRÁSAGNAR-
HEFÐARINNAR
„Það má því segja að John Baldessari hafi með
nútímalegum vinnubrögðum tekist að flytja okkur
myndmál sem er hvorki meira né minna en endur-
sköpun á aðferðum Giotto og Goya, þeirra gömlu
meistara sem hann metur einna mest af því að þeir
gátu brugðið upp margslunginni frásögn með
svo einföldum og hnitmiðuðum hætti.“
Morgunblaðið/Halldór B Runólfs
„Four Fabrics (patterned): two glasses/passers-by“, 1992. Litljósmynd, svarthvít ljósmynd,
plastmálning, 250 x 219 cm. Eign: Mai 36 Galerie, Zürich.
„The Phone Call: faceless man (orange) with
glasses/entanglement of worms“, 1992. Lit-
ljósmynd, akrýlmálning, vaxlitir, 203 x 119
cm. Sonnabend Gallery, New York.
E F T I R H A L L D Ó R B J Ö R N R U N Ó L F S S O N
UM JOHN BALDESSARI OG VERK HANS
Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚSI