Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. MAÍ 2001 9
byggt er á glefsum úr kvikmyndum velur lista-
maðurinn eintök sem hann telur henta sér
hverju sinni. Þessi eintök klippir hann til eftir
því hvaða hluta myndarinnar hann þarfnast til
að bregða ljósi á heildina. Svo umfangsmikil er
þessi aðferð að honum nægði ekkert minna en
gamalt kvikmyndahús til að leggja undir starf-
semina og dugði þó skammt því að lokum fyllti
listamaðurinn hvern krók og kima þessarar
risastóru vinnustofu með haugum af risastórum
ljósmyndum af atriðum úr kvikmyndum og sá
sig tilneyddan að flytja sig um set. Þetta var
ekki í fyrsta skipti sem Baldessari byrjaði aftur
frá grunni. Árið 1970 tilkynnti hann með auglýs-
ingu í dagblaði að hann ætlaði að brenna öll verk
sem hann hefði unnið frá maí 1953 til mars 1966.
Sú táknræna athöfn var eins konar manndóms-
vígsla sem gaf efahyggjumanninum kjark til að
gagnrýna sjálfan sig með óafturkræfum hætti.
Myndin um Rauðhettu er byggð upp með
sama hætti og allar hinar myndirnar í Grimm-
syrpunni. Tólf myndum er raðað með regluleg-
um hætti í stóran ferhyrning. Efst er titill
verksins, Little Red Cap, handskrifaður með
hvítum upphafsstöfum á svartan borða. Síðan
taka við þrjár myndir í fjórum röðum, allar
svarthvítar utan ein, sem er staðsett ofan við
miðju. Þessi litmynd er af laufþykkni með slitri
úr rauðu klæði sem er einna líkast verksum-
merkjum eftir drýgðan glæp. Umhverfis lit-
myndina hverfist sagan um Rauðhettu sögð
með nýjum og nútímalegum hætti. Þetta er
þroskasaga ungrar stúlku og lýsir öllum hætt-
unum sem að henni steðja á leið hennar í ham-
ingjuríka höfn. Tryllt óargadýr eru við hvert
fótmál og hvarvetna leynast freistingar.
Baldessari fylgir ekki aðeins eftir ævintýri
Grimm-bræðra heldur spáir hann jafnframt í
formgerðartúlkun bandarísk-austurríska sál-
fræðingsins Bruno Bettelheim á sögunni. Þar er
amman ekki eins saklaus og hún sýnist í æv-
intýrinu því vitað er að ömmur spilla barna-
börnum sínum með of miklu eftirlæti og stuðla
þannig óbeint að óstöðuglyndi þeirra gagnvart
hættum tilverunnar. Baldessari einskorðar sig
þó hvergi við ævintýrið og túkun Bettelheim á
því heldur keyrir upp atburðarásina með
spennuþrungnum atriðum sem mundu sóma
sér vel í hvaða trylli á hvíta tjaldinu sem vera
skal. Reyndar skapa svarthvítar myndirnar
andrúmsloft sem óhjákvæmilega minnir á film
noir-kvikmyndir fimmta áratugarins. Litmynd-
in af slitrinu í runnanum flytur hugann aftur til
samtímans líkt og þar sé að finna eina áþreif-
anlega minnið um löngu liðna atburði.
Á slóðum gömlu meistaranna
Syrpan með ævintýrum Grimm-bræðra
sýndi hve langt Baldessari var kominn í þróun
tæknibragða sinna í upphafi níunda áratugar-
ins. Tíu árum síðar hafði reglulegur, ferhyrndur
rammi látið undan síga fyrir skærum sem
leyfðu sér alls kyns óreglulega barokktakta. Í
The Phone Call: faceless man (orange) with
glasses – Símtalið: Andlitslaus maður (appels-
ínurauður) með gleraugu, frá 1992, er maður í
teinóttum jakkafötum – sem bendir til að hann
sé athafnamaður eða verðbréfasali – klipptur
eftir útlínum sínum. Andlitið er hulið appels-
ínurauðum akrýllit svo andlitið dragi ekki at-
hyglina um of frá atferlinu, sjálfu símtalinu.
Baldessari leyfir þó gleraugunum að njóta sín á
enninu og undirstrikar með því mikilvægi
augnabliksins.
Undir myndinni af andlitslausa manninum er
rauðleit ormagryfja sem listamaðurinn skerpir
formrænt á tveimur stöðum með einföldum,
grænum vaxlit. Án þess að nokkuð frekar sé
gefið í skyn fá þessar tvær óreglulega skornu
litmyndir hugarflug áhorfandans til að reika.
Óhjákvæmilega fer hann að tengja myndirnar
svo að úr verður samsæriskennd saga. Orma-
veitan bendir til að maðkur sé í mysunni og and-
litslausi maðurinn sé ef til vill mafíós sem
bruggi einhverjum launráð gegnum síma. Þessi
einfalda samsetning tveggja skorinna litmynda
sýnir með hve einföldum ráðum Baldessari
tekst að keyra upp dramatísk áhrif og átök í
myndverkum sínum.
Að þessu leyti líkist hann engum meir en
spænska málaranum Goya, en hann er í miklum
metum hjá Baldessari eins og fram kemur í fjór-
um verkum á sýningunni í Hafnarhúsinu. Það
er ef til vill ekki svo undarlegt þar eð Goya var
fyrsti listamaður síðari alda sem skildi á milli
myndar og merkingar í verkum sínum. Sumir
listfræðingar vilja meina að með því hafi Goya
gerst fyrsti nútímalistamaðurinn. Og víst er að
Baldessari er djúpt snortinn af þessum merka
forvera sínum. Í bleksprautumyndunum úr
Goya-syrpunni – Goya Series, frá 1997, nýtir
hann sér texta Spánverjans úr Hörmungar
stríðsins og skeytir honum við allt aðrar mynd-
ir. Um These too – Einnig þessir, með mynd af
háhæla kvenskóm lét listamaðurinn í veðri vaka
að eigendalaus skófatnaður væri harmrænn í
sjálfu sér vegna þess að ekkert tengdi okkur
eins sterklega við jarðlífið né lýsti betur mann-
legri reisn okkar en skófatnaðurinn.
Ef aftur er horfið til samanburðarins milli
Odd Nerdrum og John Baldessari verður að
viðurkenna að hinum síðarnefnda tekst öllu bet-
ur að færa sagnahefð klassíska skólans yfir til
okkar tíma. Hvarvetna getur áhorfandinn sam-
samað sig persónunum í verkum Baldessari,
ólgunni sem býr innra með þeim, hættunni sem
að þeim steðjar, rafmögnuðum augngotunum
sem þær senda sín í milli og táknmyndum
þeirra; villidýrum merkurinnar eða fuglum him-
insins. Persónur Nerdrum eru miklu fjarlægari
og torræðari. Það er eins og þær séu hvorki af
þessum heimi né öðrum, heldur af ólíku plani
sem ekki á sér neinn tíma. Það er einmitt ástæð-
an fyrir því hve abstrakt þær eru og ólíkindaleg-
ar. Milli okkar og þeirra er ekkert mögulegt
samband.
Það má því segja að John Baldessari hafi með
nútímalegum vinnubrögðum tekist að flytja
okkur myndmál sem er hvorki meira né minna
en endursköpun á aðferðum Giotto og Goya,
þeirra gömlu meistara sem hann metur einna
mest af því að þeir gátu brugðið upp margslung-
inni frásögn með svo einföldum og hnitmiðuðum
hætti. Það er þó aldrei á kostnað þeirra tíma
sem við lifum og því er það að þessi merki kenn-
ari og myndlistarmaður er í meiri metum meðal
ungra listamanna en flestir samferðamenn
hans.
Heimildir:
Coosje van Bruggen: John Baldessari, New York, 1990.
Parkett, no 29: „Collaboration John Baldessari/Cindy
Sherman“, Zürich, 1991.
Terskel/Threshold: Baldessari, Oslo, 1996.
Baldessari, Reykjavík, 2001.
„Goya Series: These too“, 1997. Bleksprautu-
prent og leturskrift á striga, 190 x 152 cm.
Einkaeign. Textinn er fenginn úr Hörmungar
stríðsins eftir Francisco Goya.
„Elbow Series: GNU“, 1999. Bleksprautu-
prent á striga, fólía á vinýl, skrift og akrýl á
striga, 213,5 x 213,5 cm. Eign: Sonnabend
Gallery, New York. Enn ein syrpan þar sem
meistara Goya bregður fyrir hjá Baldessari.
„Commissioned Paintings: A painting by Pat
Nelson“, 1969. Akrýl og olía á striga, 150,5 x
115,5 cm. Eign: Sprüth-Magers, Köln-Münc-
hen. Eitt af málverkunum sem Baldessari
pantaði hjá sunnudagamálara, eftir ljósmynd
sem hann tók sjálfur
Höfundur er listfræðingur.
UM nokkurt skeið hefur sá erþetta ritar birt á vefritinu Múrn-um greinaflokk sem ber heitið„Sjúklega hornið“. Eins og nafn-
ið gefur til kynna er þar um að ræða fróð-
leiksmola úr sögu farsóttafræðinnar þar
sem kastljósinu er beint að skæðum sjúk-
dómum og ólíkum birtingarmyndum
þeirra, meðal annars í bandarískum af-
þreyingarkvikmyndum. Í einni greininni
var vikið að flóknu aðferðafræðilegu
vandamáli sem sagnfræðingar á sviði heil-
brigðissögu eiga við að glíma. Þar er um
að ræða þann vanda sem hlotist getur af
því að nota skilgreiningar og hugtök nú-
tímalæknisfræði á viðfangsefni fortíðar.
Eins og flokkunarfræðin hefur fyrir
löngu kennt fræðimönnum eru flokkunar-
kerfi undantekningarlaust pólitísk í eðli
sínu. Gildir þar einu hvort um er að ræða
skiptingu hvíta minnihlutans á tímum
„apartheid“-stefnunnar í Suður-Afríku á
íbúum landsins í fjóra kynþætti eða land-
fræðilega skiptingu jarðarinnar í sjö
heimsálfur. Vandi fræðimannsins er hins
vegar sá, að eftir því sem flokkunarkerfin
verða stærri, víðtækari og njóta almennr-
ar viðurkenningar eiga þau það til að
hverfa og fá stöðu óumdeilanlegra nátt-
úrulögmála í huga samfélagsins.
Þessi tilhneiging er sérstaklega rík í
heilbrigðissögu þar sem okkur er tamt að
líta á safnheiti þau sem læknisfræðin hef-
ur gefið ákveðnum líkamlegum viðbrögð-
um sem skýrt afmörkuð og áþreifanleg
fyrirbæri. Þannig vísi orð eins og kvef,
lungnabólga eða rykmauraofnæmi ekki til
hagnýtra skilgreininga sem starfsfólk
heilbrigðisstofnana hafi komið sér saman
um, heldur algildra náttúrulegra fyrir-
bæra sem herjað hafi á mannkynið frá
örófi alda og muni halda því áfram uns
Kári Stefánsson og Íslensk erfðagreining
ráði niðurlögum þeirra.
Í fyrrnefndu greinarkorni var sérstak-
lega fjallað um kenningar hins snjalla
franska fræðimanns, Bruno Latour, sem
töluvert hefur ritað um sögu gerlafræð-
innar. Í grein sinni „Ramsès II est-il
mort de la tuberculose?“ sem birtist í
franska vísindatímaritinu La Recherche
árið 1998 ræðir Latour hugsanlegt bana-
mein Ramsesar II, faraós í Egyptalandi á
þrettándu öld fyrir Kristsburð. Raunvís-
indamenn hafa fullyrt að einvaldurinn
hafi látist úr berklum og hefur sá fróð-
leikur ratað inn í alfræðirit og sögubæk-
ur.
Latour er hins vegar á öðru máli. Að
hans mati er slík sjúkdómsgreining jafn
fráleit og að segja Ramses hafa fallið fyr-
ir vélbyssuskothríð eða að hann hafi feng-
ið slag í kjölfar hruns á verðbréfamark-
aðnum. Líkt og vélbyssur og kauphallir
hafi berklabakterían ekki verið komin til
sögunnar á tímum Fornegypta, heldur
hafi hún orðið til þegar Robert Koch lýsti
henni fyrstur manna árið 1882. Þetta við-
horf er í fullu samræmi við fyrri verk höf-
undarins, en í bók hans um Louis Past-
eur, „The Pasteurization of France“,
kemur skýrt fram að Latour telur Past-
eur hafa „fundið upp“ gerla en ekki „upp-
götvað“ þá. Á þessu tvennu er augljóslega
reginmunur.
Póstmódernísk ritdeila?
Guðni Elísson, bókmenntafræðingur,
gerir grein þessa að umfjöllunarefni und-
ir liðnum „Fjölmiðlar“ í Lesbók Morg-
unblaðsins laugardaginn 21. apríl síðast-
liðinn. Raunar beinir hann spjótum sínum
ekki að meginviðfangsefni hennar, heldur
einbeitir sér að einni málsgrein sem áður
hefur verið vitnað til í þar til gerðum
dálki Lesbókarinnar og var birt þar úr
samhengi. Þar sem nú ríkir póstmódern-
ískt ástand í fræðaheiminum er vel til
fundið og afar póstmódernískt að efna til
ritdeilu á grunni hraðsoðinnar endur-
sagnar frekar en þunglamalegrar frum-
gerðar.
Í stuttu máli virðast fjögur atriði fara
fyrir brjóstið á Guðna. Í fyrsta lagi, að ég
telji sum viðfangsefni „fræðilegri“ en
önnur. Í öðru lagi, að ég saki póstmód-
ernista um að láta leti stýra vali sínu á
viðfangsefnum. Í þriðja lagi, að sem sósí-
alisti sé ég svarinn fjandmaður póstmód-
ernismans. Og í fjórða lagi, að ég sé ekki
sjálfum mér samkvæmur þar sem ég
skrifi greinar um teiknimyndapersónuna
Ástrík gallvaska á sama vefrit.
Varðandi spurningu Guðna þess efnis
hvort ritstjórar Múrsins treysti sér „til að
skera úr um í eitt skipti fyrir öll hvaða
viðfangsefni hafi fræðilegt vægi, hvað
heyri undir menningu og hvað ekki“ er
því til að svara að slíkt er vitaskuld ekki
hlutverk ritnefndar Múrsins. Hins vegar
þarf ritstjórnin í sífellu að flokka sín eigin
skrif. Þannig eru birtar undir liðnum
„Menning og þó …“ greinar sem ekki
snúast beinlínis um þjóðfélagsmál og eiga
sumar best heima undir heitinu „og þó
…“. Þessi flokkun hefur þannig ekki þann
yfirlýsta tilgang að skera í eitt skipti fyrir
öll úr því vandasama heimspekilega við-
fangsefni: Hvað er menning?
Mér þykir viðkvæmni Guðna Elíssonar
yfir þeirri tilgátu minni að efnisval sumra
póstmódernista megi skýra með leti und-
arleg. Því fer fjarri að hér sé um nýja
kenningu að ræða. Til dæmis lætur bók-
menntafræðingurinn Jón Yngvi Jóhanns-
son þess getið í grein sinni „Allir skátar
eru góðir lagsmenn“ um kynjaímyndir í
hasarmyndum (sem birtist í bókinni
„Heimur kvikmyndanna“ sem Guðni
raunar ritstýrði), að einn helsti kostur
þessa rannsóknarefnis sé einmitt sá að
gefa fræðimanninum átyllu til að horfa á
hasarmyndir á borð við „Tortímandann“
daginn út og inn.
Fyrir einni öld skýrði þýski stjórn-
málaheimspekingurinn Max Weber efna-
hagslega yfirburði ríkja Norðvestur-Evr-
ópu og uppgang kapítalismans með hinu
sérstæða hugarfari mótmælenda sem
legðu áherslu á iðni og vinnusemi, en
vissu fátt verra en aðgerðarleysi. Er það
ef til vill arfur hins lútherska rétttrún-
aðar sem veldur því að Guðni Elísson
bregst ókvæða við þeirri tilgátu að letin
reki fræðimenn í fang teiknimyndasagna,
sem eru samkvæmt skilgreiningu fáar
blaðsíður og með stórum myndum, í stað
þess að takast á við þykka doðranta með
smáu letri og jafnvel á þýsku?
Seinasta umkvörtunarefni Guðna Elís-
sonar, því að aðstandendur Múrsins hljóti
að vera sérstakir fjandmenn póstmódern-
ismans þar sem ritstjórnarstefnan bygg-
ist á rótttækum sósíalisma vísa ég alfarið
á bug. Póstmódernisminn hefur upp á
margt fleira að bjóða en þá öfgaa-
stæðishyggju sem fær Bruno Latour til
að neita því að Ramses II hafi dáið úr
berklum.
Með skrifum sínum leitast „póstmód-
ernistar til að mynda oft við að rétta
stöðu minnihlutahópa og gefa gaum rödd-
um þeim sem þaggaðar hafa verið niður
af fylgismönnum ríkjandi söguskoðunar
sem hampar trúarbrögðum, gildismati og
menningu vestrænnar yfirstéttar“. Telj-
um við aðstandendur Múrsins það raunar
í góðu samræmi við markmið og stefnu
vefritsins. Í því sambandi er teikni-
myndasöguhetjan Ástríkur hins vegar al-
gjört aukaatriði.
LOF
LETINNAR
E F T I R S T E FÁ N PÁ L S S O N
Höfundur er í ritnefnd Múrsins, vefrits um póli-
tík, þjóðmál og menningu.
AF PÓSTMÓDERNÍSKU ÁSTANDI