Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Blaðsíða 11
sér að almenningur getur ekki með nokkru móti skilið þessa afstöðu né metið sjálfur hvort tiltekið orð muni vera sérfræðing- unum (eða sérvitringunum) þóknanlegt. Slík stefna getur aldrei orðið almenningseign og þá er hún verri en engin, enda er hún í ætt við þá stefnu að hatast við útlendinga bara af því að þeir eru útlendingar. Afstaða til mállýskna og breytileika í máli Þrátt fyrir aukna þekkingu á íslenskum mállýskum og aukið umburðarlyndi gagn- vart mállýskumun hættir okkur þó til að vilja aðeins telja eitt rétt og annað rangt þegar tvær eða fleiri málvenjur eru uppi í landinu. Við erum að vísu tilbúin til að fall- ast á það að Norðlendingar og Sunnlend- ingar megi bera orð eins og stampur og stúlka fram á mismunandi vegu og okkur finnst líka bara gaman að sumir Vestfirð- ingar beri orð eins og langur og söngur öðruvísi fram en þorri landsmanna eða að Skaftfellingar hafi annan framburð en Vopn- firðingar á orðum eins og hagi og flugið. En þegar einn notar eignarfallið Haralds og annar Haraldar fáum við hland fyrir hjartað og viljum banna annað en leyfa hitt – helst leyfa bara -s-eignarfallið. Þó hafa mörg sterk karlkynsorð endað á -ar, önnur á -s og enn önnur haft þessar endingar á víxl allt frá upphafi Íslandsbyggðar. Því getur beyg- ingakerfinu ekki stafað nein hætta af því að einhverjir tali um afrek Haraldar og þess vegna er ekki brýnt að berja það niður ef miðað er við þá málstefnu sem áður var lýst. Einnig mætti nefna það hér að í nágranna- málunum er það einungis -s sem minnir á forna eignarfallsbeygingu svo það er kannski engin sérstök ástæða til að óttast um afdrif þess í íslensku eða verja það gegn ásókn hinnar séríslensku eignarfallsending- ar -ar. Meginatriðið er þó að átta sig á því að beygingakerfið leyfir tilbrigði innan ákveðinna marka, rétt eins og aðrir hlutar málkerfisins, og það er oftast ástæðulaust að hafa áhyggjur af þeim. Móðurmálskenn- arar og aðrir málfarsleiðbeinendur mega gjarna leggja meiri áherslu á aðra þætti. Íhaldssemi og stöðnun Í flestum fræðigreinum á sér stað einhver þróun. Fræðimenn komast að nýjum niður- stöðum og þessar niðurstöður hafa svo smám saman áhrif á það kennsluefni sem er notað í skólum. Það er auðvitað eðlilegt að slíkt taki nokkurn tíma og kennarar og kennslubókahöfundar séu oft tregir til þess að taka þátt í slíku. Þetta er alþekkt í öllum greinum og öllum löndum og þetta hefur komið mjög skýrt fram í íslenskri málfræði og málfræðikennslu eins og margir vita. Ég skal taka tvö dæmi. Í íslenskum málfræðibókum eru fornöfn talin til fallorða. Eitt megineinkenni fallorða er að þau fallbeygjast. Samt stendur í mörg- um íslenskum málfræðibókum að orðin sem og er séu tilvísunarfornöfn. Þó hafa þau alls engin einkenni fornafna eða annarra fall- orða. Þau beygjast t.d. alls ekki neitt og geta aldrei staðið á eftir forsetningu eins og fallorð geta þó jafnan. Misskilningurinn stafar af því að í ýmsum nágrannamálum okkar eru tilvísunarfornöfn, en það eru til- vísunarorð sem hafa einkenni fallorða. Þetta hafa íslenskir málfræðingar lengi vitað, bent á það og fært rök að því. Samt eru enn til þeir móðurmálskennarar og kennslubóka- höfundar sem kenna nemendum að greina sem og er sem tilvísunarfornöfn. Það er auð- vitað tiltölulega auðvelt að læra að greina þessi orð þannig af því að það má læra þetta utan að. Hins vegar kemur slík kennsla í veg fyrir það að nemendur geti áttað sig á því hvað fallorð eiga sameiginlegt af því að þessi orð eiga ekkert sameiginlegt með öðr- um fallorðum. Um leið verður munurinn á íslenskum tilvísunarorðum og til dæmis þýskum alveg óskiljanlegur. Þess vegna er þetta vond kennsla og dæmi um stöðnun og skaðlega íhaldssemi. Í mörgum málum kemur það fram í formi sagnarinnar hvort verið er að vísa til liðins tíma eða ekki. Stundum er líka gerður greinarmunur í formi sagna eftir því hvort vísað er til liðins tíma, yfirstandandi tíma eða ókomins tíma. Þessi greinarmunur er kallaður tíð. Í íslensku er þannig gerður greinarmunur á því sem er liðið og því sem er ekki liðið, sbr. hann svaf / hann sefur, hún vissi þetta / hún veit þetta, ég kom / ég kem. Um það sem er liðið er yfirleitt notuð þátíð, um það sem er ekki liðið er notuð nú- tíð. Þetta er ekki flókið í sjálfu sér. Í sumum íslenskum málfræðibókum stendur hins veg- ar að í íslensku séu átta tíðir og síðan er nemendum kennt að greina þær í sundur. Það geta menn lært utan að samkvæmt ákveðnum reglum. Hins vegar hefur þetta það í för með sér að það er ekki hægt að gefa neina skýringu á því hvað tíð er í raun og veru. Ástæðan er sú að í þessum átta „tíðum“ ægir ýmsu saman og sumt eða flest af því kemur fyrirbærinu tíð ekkert við. Í svokallaðri skildagatíð felst t.d. aldrei nein sérstök tíðarmerking. Þannig kemur kennsla af þessu tagi í veg fyrir það að nem- endur geti áttað sig á því hvað tíð er. Þess vegna er þetta vond kennsla og dæmi um stöðnun og skaðlega íhaldssemi. Hindrunarhlaup, mörgæsir og strútar Sú var tíðin að ritþjálfun í skólum minnti helst á hindrunarhlaup. Stafsetningarþjálfun fólst í því að leggja lævíslegar gildrur fyrir nemendur (og þeir máttu ekki hafa stafsetn- ingarorðabækur til að styðjast við) og leið- beiningar um ritun snertu aðallega einstök orð, annaðhvort vegna þess að þau voru rangt rituð eða þá vegna þess að þau voru ekki af réttu húsi og kynþætti. Nú held ég að þetta hafi breyst mikið, eins og ég nefndi áður. En málfræðiæfingar bera ennþá keim af þessu. Þar hefur lengi tíðkast að leggja aðaláherslu á það sem er skrýtið og af- brigðilegt og hamra á því við nemendur. Það er ekki fyrr búið að vekja athygli á megin- einkennum einhvers málfræðilegs fyrirbæris en farið er að eyðileggja alla tilfinningu fyr- ir því með því að skarka í undantekning- unum. Það er svipað því að öll umfjöllun um fugla og einkenni þeirra í náttúrufræðitím- um snerist um mörgæsir og strúta, en það eru nú ekki dæmigerðustu fuglar sem til eru. Afleiðingin verður sú að nemendur fá það á tilfinninguna að íslenska málkerfið sé ekkert kerfi heldur eintóm flækja eða ákaf- lega ógreiðfær frumskógur sem engum sé fært um nema með leiðsögn þeirra sem hafa sérstakt leiðsögumannspróf. Samt stendur í nýrri námskrá að eitt meginhlutverk mál- fræðikennslu eigi að vera það að nemendur „öðlist trú á eigin málkunnáttu og mál- hæfni“. Kennsla af þessu tagi stuðlar ekki að því. Spurningarnar Lítum nú aftur á spurningarnar sem voru nefndar í upphafi. Fyrst var spurt „Hefur unga fólkið nokk- urn orðaforða?“ Ég hef nú ekki fjallað bein- línis um þetta, en ég get þó fullyrt að ungt fólk hefur einhvern orðaforða. Hann er auð- vitað annar en sá sem miðaldra fólk og gam- alt fólk hefur. Hann er líka sennilega minni en orðaforði miðaldra fólks af því að við höldum flest áfram að heyja okkur orða- forða alla ævi. Það er líka áreiðanlega meiri munur á orðaforða kynslóðanna nú en á fyrri hluta tuttugustu aldar til dæmis. Það er af því að þjóðfélagið breytist mun hraðar nú en það gerði þá. En ég er nokkuð viss um að meðalunglingur núna hefur meiri orða- forða en Gunnar á Hlíðarenda hafði um það leyti sem Hallgerður neitaði honum um hár- ið í bogastrenginn. Ástæðan er sú að þjóðfé- lagið er miklu flóknara nú en það var þá og við þurfum að hafa orð á fleiru. Þetta sést vel ef orðaforði Íslendingasagna er borinn saman við orðaforða í venjulegri nútíma- skáldsögu. Það eru miklu færri orð notuð í Íslendingasögum en nútímaskáldsögum. Þetta er hægt að telja í tölvutækum textum og það hefur verið gert. En við eigum auð- vitað að leggja áherslu á að auðga orðaforða skólanemenda og það má m.a. gera með því að hvetja þá til að lesa mikið en einnig með markvissri þjálfun og kennslu. Önnur spurningin var „Er beygingakerfið ekki að fara veg allrar veraldar?“ Nei, ég held það sé ekki ennþá að fara veg allrar veraldar, en það skiptir miklu máli fyrir samhengið í íslenskri málsögu að varðveita það, eins og áður var nefnt. Við gerum það m.a. með því að leggja áherslu á að unnt sé að beygja öll nýyrði og tökuorð, eins og við höfum gert. En það skiptir engu máli fyrir örlög beygingakerfisins þótt einstök orð flakki eitthvað á milli beygingarflokka og nafn Haraldar pólfara sé beygt öðruvísi en nafn Haralds hárfagra hefur líklega verið beygt. Í þriðja lagi var svo spurt „Er ekki kennd alltof lítil málfræði í skólum?“ og í fjórða lagi „Er ekki lögð alltof mikil áhersla á mál- fræðistagl í skólum?“ Ég ætla að svara báð- um spurningunum eins: „Jú, ég býst við því.“ Ég held það sé yfirleitt kennd of lítil raunveruleg, gagnleg og upplýsandi mál- fræði í skólum og það sé alltof mikil áhersla á það sem er réttnefnt „málfræðistagl“, nefnilega hjakk í einhverjum undantekn- ingum, aukaatriðum og utanbókarlærdómi sem hægt er að prófa menn í og menn geta lært án þess að vera nokkru nær um eðli móðurmálsins eða mannlegs máls yfirleitt. En ég vona að einhver geti sýnt mér fram á að þetta síðasta sé tóm vitleysa í mér. Ég yrði mjög ánægður ef ég fengi ástæðu til að éta það ofan í mig. Höfundur er prófessor í íslensku nútímamáli við Háskóla Íslands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. MAÍ 2001 11 Í SEINNI tíð hefur nokkuð borið á þeirriskoðun að ótækt sé að gera greinarmun áréttu máli og röngu. Að rangt mál sé ekki til,aðeins mismunandi málsnið, og ekki megi segja að einn tali fegurra mál en annar. Þessari skoðun hélt síðast fram Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur í Lesbók Morg- unblaðsins 28. apríl. Á grein hennar er helst að skilja að þeir sem haldi slíku fram séu þjóðern- issinnar af verstu tegund og handbendi ráðandi afla sem vilji halda niðri minnihlutahópum, svo- sem útlendingum og Íslendingum sem af ein- hverri ástæðu ráða ekki við að læra „hreina og ómengaða íslensku“. Ég fæ ekki skilið málflutning Hallfríðar og annarra þeirra sem eru á móti „íslensku hrein- tungustefnunni“ á annan veg en að þau telji var- hugavert að kenna íslensku samkvæmt ákveðn- um reglum um stafsetningu og málfræði, að merking orða skipti ekki máli og nauðsynlegt sé að taka inn í málið sem allra flest alþjóðleg orð, eins og gert sé í tungumálum flestra nágranna- landa okkar. Hallfríði finnst ekkert athugavert við að segja til dæmis hellirar og læknirar, og setningin „það kom skilaboð frá Guðrúnu Þor- steinsdóttir, henni langar svo að heyra í þér“ sé í fínu lagi. Um þetta má að sjálfsögðu deila. En hvað fyndist fólki ef við héldum áfram að segja frá Guðrúnu þannig: „...og vita hvort beibísitter- inn getur verið hjá sér allt víkendið.“ Fyrir utan nokkrar séríslenskar villur (að mati hreintungu- manna) er þessi setning í samræmi við algengt málfar á tungum næstu nágranna okkar aust- anhafs. En hvers vegna skrifaði Hallfríður ekki „heira kvort...“? Reglur um y geta verið snúnar, og samkvæmt algengum íslenskum framburði er eðlilegra að skrifa „kvort“ en „hvort“. Svo vill til að í sama tölublað Morgunblaðsins (bls. 42) skrifar Mike Handley grein undir fyr- irsögninni „Slæm enska getur jafngilt slæmu gengi í viðskiptum“. Þar bendir hann á að Ís- lendingar sem skrifa viðskiptabréf á ensku geri ýmsar villur, sem geti skaðað ímynd fyrirtækja þeirra meðal enskumælandi manna. Hann bendir á nokkrar algengar málfræði- og merkjasetningarvillur og leggur áherslu á að merking orðanna þurfi að vera „rétt og ná- kvæm“ til að hugsunin komist óbrengluð til skila. Þarna skrifar stofnandi þýðinga- og próf- arkalestrarfyrirtækisins Enskrar málstöðvar í Reykjavík. Eins og þetta ber með sér eru gerð- ar strangar kröfur til þess að rétt sé farið með enska tungu. Mike fullyrðir að ekki sé nóg að Íslendingur hafi háskólagráðu í ensku eða hafi verið tíu full- orðinsár í enskumælandi landi til þess að tryggt sé að hann skrifi óaðfinnanlega ensku. Sama gildir um íslensku. Fáum útlendingum tekst að læra hana til hlítar. Þó eru dæmi þess. En for- senda þessarar fullyrðingar er að eitthvað sé til sem kallast megi „rétt“ og „gott“ mál, hvort sem það er enska eða íslenska. Samkvæmt málflutn- ingi andstæðinga „hreintungustefnunnar“ er þó ekkert slíkt til. Að þeirra mati er mikilvægt að hver tali eins og hann hafi vit og hæfileika til, ella sé verið að kæfa frjálsa hugsun manna, koma í veg fyrir að rödd þeirra hljómi. Sé þetta rétt er fallin um sjálfa sig sú fullyrðing sem löngum hefur verið haldið á lofti að forsenda þess að nauðsynlegt sé að hafa gott vald á tungumálinu til að geta komið hugsun sinni skýrt og skilmerkilega til skila. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að þjóðernis- hyggja sé ætíð af hinu vonda, að þeir sem finnist sitt eigið tungumál dýrmætt og þyki mikilvægt að rækta menningu sinnar eigin þjóðar hljóti að gera það á kostnað annarra tungumála og menningar annarra landa. Vitanlega er það ekki svo. Íslensk tunga er talsvert merkileg, ekki síst fyrir þá sök að ritmál hennar hefur breyst minna síðustu þúsund ár en ritmál flestra ann- arra tungumála. Málið hefur breyst svo lítið að hver sæmilega læs Íslendingur getur auðveld- lega lesið þær bókmenntir sem skrifaðar voru hér á landi á 13. og 14. öld. Og jafnauðveldlega getum við lesið rit eins og Konungsskuggsjá, sem var skrifuð í Noregi, af norskum manni, á sama skeiði. Það geta fáir Norðmenn gert. En þótt ég fullyrði að íslensk tunga sé merkileg fullyrði ég ekki þar með að önnur tungumál séu ómerkileg eða minna virði, þaðan af síður menn- ing annarra landa. Tungumál hverrar þjóðar endurspeglar menningu hennar, er samansafn- aður fjársjóður fortíðarinnar, höfuðstóll til þess að nota í nútíð og framtíð. Furðuleg er sú fullyrðing Hallfríðar að mál- pólitík hinna þjóðernissinnuðu málhreinsunar- manna stuðli að málfarslegri og menningarlegri einsleitni. Þvert á móti hefur barátta málvernd- unarsinna beinst í töluverðum mæli að barátt- unni fyrir því að fólk tali sem margbreytilegast og auðugast mál, að fólk noti sem mest af þeim íslenska orðaforða sem hefur safnast saman í aldanna rás, var skráður á bókfell fyrir margt löngu, varð til og lifði í munni íslensks alþýðu- fólks, erfðist frá einni kynslóð til annarrar og rataði á bækur skáldjöfra seinni tíma. Á tímum erlendra yfirráða á Íslandi var dönskuskotin ís- lenska hinsvegar það málafbrigði sem skipaði mönnum í virðingarstöður og var notað til að viðhalda þeirri stéttaskiptingu sem valdhöfun- um var nauðsynleg. Dönskum manni er hins vegar þakkað að íslenskri tungu varð bjargað. Ella væri nú á dögum líklega talaður einhver blendingur af dönsku, ensku og íslensku í þétt- býli en „gamaldags íslenska“ fyrirfyndist ef til vill í munni aldraðs fólks í afskekktustu byggð- um. Ef hún væri ekki alveg horfin. Öll tungumál eru erfið, hvert með sínum hætti, en miserfið. Enska er erfið vegna þess hve orðmörg hún er, og stafsetningin er snúin. Íslenska er einnig orðmörg, en flókið málfræði- kerfi er þó erfiðast viðfangs – ekki eingöngu fyr- ir útlendinga, heldur einnig Íslendinga. Í ensku- mælandi löndum hafa því orðið til mörg málsnið, annars vegar innflytjenda, sem tala hverjir með sínum hætti (ítölsk enska, indversk enska, þýsk enska, íslensk enska og svo framvegis). En enskumælandi fólk hefur einnig mismunandi málsnið eftir menntun og stéttum. Þannig fer ekki milli mála hverjir eru ómenntaðir, af svo- nefndum „lágstéttum, og hverjir vel menntaðir, afkomendur aðals- og menntafólks. Með vax- andi fjölda innflytjenda á Íslandi fjölgar eðlilega málsniðum, en börn þeirra, sem alast hér upp og ganga í íslenska skóla, tala væntanlega eins og hverjir aðrir Íslendingar. Og gætum að því að enginn nær góðum tökum á nýju tungumáli nema hann kunni sitt eigið móðurmál vel. Viljum við að hér festist í sessi málfarslegur munur á fólki eftir menntun og atvinnustéttum? Eigum við að hætta á að hér á landi festist í sessi sá munur á tungutaki sem gefur skýrt til kynna hver uppruni mælendanna sé? Viljum við að í framtíðinni verði töluð á Íslandi annars vegar lágstéttaíslenska, hins vegar menntamannaís- lenska og ef til vill í þriðja lagi sveitaíslenska? Eigum við að einfalda málfræðikerfi íslensk- unnar og leyfa að erfið og sjaldgæf orð falli brott, stefna að því að allir tali sama einfalda málið? Eigum við að einfalda þetta ríka og hljómmikla tungumál (þó alls ekki fallegra en önnur mál) sem runnið er beint frá hinni fornu tungu sem var eitt sinn útbreidd í Englandi, Ír- landi, Skotlandi, Orkneyjum og Hjaltlandi og auðgaði enska tungu meira en margan grunar? Hér er vissulega þegar talsverður munur á tungutaki fólks. En sá munur afhjúpar ekki endilega það hvort það sé komið af verkamönn- um eða menntamönnum, bændum eða sjómönn- um. Meðal allra þessara stétta er fólk sem talar fallegt mál – en einnig fólk sem talar óvandað mál. Og þannig verður það. Það eina sem við getum gert er að halda uppi öflugri íslensku- kennslu og gæta þess að kennarar, fjölmiðla- fólk, rithöfundar, stjórnmálamenn og aðrir þeir sem nota tungumálið opinberlega vegna starfa sinna tali og skrifi gott og fallegt mál. Ég vil ljúka þessu greinarkorni með tilvitnun í skrif manns sem kallaði sig „meistara H.H.“; hann hét Hallbjörn Halldórsson og var prentari, lengi forstöðumaður ríkisprentsmiðjunnar Gut- enbergs, og mikill unnandi íslenskrar tungu. Hann skrifaði og gaf út árið 1944 lítinn bækling til varnar íslenskunni og nefndi Lýðveldishug- vekju um íslenzkt mál. Lokaorð hans eru þessi: „Framtíðarhugsjón vor Íslendinga um ís- lenzkt mál á að vera sú í samræmi við sögu þess og vora að skila því til eftirkomendanna að full- um þúsund árum, þeim er hófust 17. dag júní- mánaðar árið 1944, minna breytt en eftir þús- und árin, er enduðu sama dag en miklum mun auðugra, tamdara, ræktaðra, fágaðra og full- komnara, svo að Íslendingar, er lifa og minnast vor og feðra vorra á þjóðhátíðinni 17. dag júní- mánaðar árið 2944, eigi ekki erfiðara með að skilja ræðu fyrsta forseta Íslands á Lögbergi á Þingvöllum þennan dag í ár en vér til dæmis ræðu Einars Þveræings nú eða Hafursgrið, ef þau eru skilmerkilega lesin og skynsamlega flutt.“ UM HREIN- TUNGUSTEFNU E F T I R Þ O R G R Í M G E S T S S O N Höfundur er rithöfundur í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.