Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Page 14
Á
SÝNINGUNNI er að finna
207 verðlaunamyndir úr
alþjóðlegri samkeppni
fréttaljósmyndara sem
World Press Photo stend-
ur fyrir. Sýningunni er
skipt í níu flokka, þar sem
veitt eru verðlaun fyrir
þrjár bestu myndirnar í hverjum flokki, auk
þess sem veitt eru sérstök verðlaun sem valin
eru af dómnefnd skipaðri börnum. Úr öllum
myndunum er valin fréttaljósmynd ársins, sem
í ár kom í hlut bandaríska ljósmyndarans Lara
Jo Regan, en mynd hennar sýnir fátæka inn-
flytjendafjölskyldu í hrörlegum húsakynnum.
„Þótt þriðji heimurinn komi ósjálfrátt upp í
huga áhorfandans, er reyndin sú að verðlauna-
ljósmyndin er tekin í Texas, ríkasta ríki
Bandaríkjanna, sem nýlega gat af sér 43. for-
seta öflugasta ríkis heims eftir umdeildar
kosningar,“ segir m.a. í umsögn Roberts
Pledge, formanns dómnefndar keppninnar. Í
úrvali verðlaunamyndanna má greina nokkur
sterk þemu, sem ná m.a. lýsa aðstæðum inn-
flytjenda og flóttamanna, fólks um allan heim
sem leggur allt í sölurnar í von um betra líf í
farsælu landi. Þetta þema kjarnast í verð-
launamyndinni en er einnig að finna í myndum
frá Spáni og Suður-Afríku. „Verðlaunamyndin
vísar til eins helsta mannúðarmáls sem við
munum standa frammi fyrir á tuttugustu og
fyrstu öldinni, vanda sem er fylgisfiskur stríða
og ófriðar, náttúrahamfara og efnahagslegra
hörmunga á þeirri tuttugustu,“ segir Pledge.
Óhefðbundnar ímyndir
Hversdagsleikinn og líf „venjulegs“ fólks eru
einnig áberandi myndefni á sýningunni, en þar
er tekið ákveðið skref í átt frá hinni hefðbundnu
ímynd „fréttaljósmyndarinnar“. Að mati dóm-
nefndar má greina tilhneigingu meðal ljós-
myndara til að marka sér sérstöðu innan þess
sístreymis ímynda sem fjölmiðlaheimur nú-
tímans einkennist af í sífellt auknum mæli.
„Verðlaunaljósmyndirnar endurspegla mis-
munandi stíla og efnistök. Sjónarhornið er oft
persónulegt og bregður út af stöðluðum aðferð-
um. Þar koma saman litir og svarthvítt, filma,
hið stafræna og ólík form sem spanna vítt fag-
urfræðilegt litróf, sem nær allt frá hinu hefð-
bundna til hins framsækna,“ segir Robert
Pledge um myndir sýningarinnar.
World Press Photo samtökin eiga sér upp-
runa í Hollandi og hafa starfað frá árinu 1955.
Samkeppnin er sú stærsta og þekktasta í heim-
inum og vex sífellt fiskur um hrygg. Undanfarin
ár hafa samtökin lagt æ meiri áherslu á fræðslu
og menntun, en árlega heldur World Press
Photo ljósmyndanámskeið, þar sem lögð er
áhersla á að styðja hæfileikaríka ljósmyndara
um allan heim, ekki síst í löndum utan Vest-
urlanda.
Í LEIT AÐ BETRI HEIMI
Í vikunni var ljósmyndasýningin World Press Photo
opnuð í Kringlunni. Þar gefur að líta verðlaunaverk
fréttaljósmyndara, stakar ljósmyndir og ljósmynda-
raðir, sem gefa innsýn í tilveru fólks um allan heim.
© Paul Lowe/Magnum Photos
Ljósmynd Bretans Paul Lowe vann til 2. verðlauna í flokki fólks í fréttum. Við leit í fjöldagröfum í
Bosníu eru föt fórnarlambanna lögð til sýnis, ef ske kynni að ættingjar bæru kennsl á þau.
© Bill Frakes og David Callow/Sports Illustrated
Þessi ljósmynd hlaut 1. verðlaun í flokki íþrótta. Hún sýnir sigursprett íþróttakonunnar Marion
Jones í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney.
© Amit Shabi/Reuters
Ljósmyndarinn Amit Shabi frá Ísrael hlaut 2. verðlaun í flokki almennra frétta. Myndin sýnir deil-
ur ísraelsks landamæravarðar og Palestínumanns í Jerúsalem.
© Zijah Gafic
Ljósmyndaröð Zijah Gafic, frá Bosníu-Herzegóvínu, vann 2. verðlaun í flokki portrettmynda.
Röðin sýnir aldraða íbúa í afskekktu þorpi í Bosníu.
© T.J. Lemon/Sunday Independent Newspaper
Suður-Afríkubúinn T.J. Lemon vann til 1. verðlauna í flokki listrænna mynda fyrir ljósmyndaröð
sína. Þessir námaverkamenn í Suður-Afríku hafa það að reglu að klæða sig upp á laugardags-
kvöldum til að dansa og syngja hver fyrir annan.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. MAÍ 2001