Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.2001, Síða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. MAÍ 2001 E INHVERJU sinni snemma hausts 1975 sátu þeir Björn Guðjónsson, stjórnandi Skóla- hljómsveitar Kópavogs, og Gunnar Guðmundsson, þáver- andi skólastjóri Kársnesskóla, yfir kaffibolla á kennarastof- unni og eins og oft áður barst talið að tónlist. Lýsti Gunnar yfir áhuga sínum á að stofna barnakór við skólann og bað Björn að finna fyrir sig kórstjóra. Björn brást skjótt við og hringdi í Tótu, 21 árs frænku sína, gaml- an liðsmann Skólahljómsveitarinnar og klarin- ettleikara Hornaflokks Kópavogs, en hún var þá í miðju kennaranámi við Tónlistarskólann í Reykjavík. Samtalið var sem hér segir: Björn: „Þú átt að mæta á morgun í Kárs- nesskóla og hitta Gunnar skólastjóra.“ Tóta: „Til hvers?“ Björn: „Þú átt að stjórna barnakór.“ Tóta: „En ég kann það ekki.“ Björn: „Þá verðurðu bara að læra það.““ Þannig hljóðar upphaf greinar um sögu kór- starfs í Kársnesskóla, í nýútkomnu afmælisriti kórsins. Tóta, er engin önnur en Þórunn Björnsdóttir kórstjóri, sem fagnar því um þessar mundir með kórum sínum í Kársnes- inu, að 25 ár eru nú liðin frá því að kórstarf hófst í Kársnesskóla. Skólakór Kársness hefur fyrir löngu skapað sér sess sem einn af fremstu barnakórum landsins. Það hefur æv- inlega fylgt kórnum og margoft verið ítrekað í umfjöllun um söng hans, að þar er sungið af meiri gleði en gengur og gerist. Í dag eru kór- ar skólans orðnir sex: Litlikór, Miðkór, Stóri- kór, Drengjakór og Stjörnukór auk hins eig- inlega Skólakórs Kársness. Kórstarfið eðlilegur hluti skólastarfsins Í Kársnesskóla hefur sú stefna verið mörk- uð að kórstarf sé hluti af eðlilegum skóladegi yngstu barnanna. Öll börn í þriðja og fjórða bekk eru í kór á skólatíma, og er kórinn þá við- bót við almenna tónmenntatíma. Í hverjum kórtíma í þessum hóp syngja þrír bekkir sam- an. Drengjakórinn er skipaður strákum 10–12 ára, en einnig er kór fyrir stelpur á þessum aldri. Að sögn Þórunnar Björnsdóttur er þess- um aldurshópi skipt eftir kynjum í því skyni að strákar og stelpur fái að njóta sín á eigin for- sendum hvor hópur um sig, og segir hún kynin njóta sín mun betur í kórstarfinu á þennan hátt. „Ég hef skipt þessu svona markvisst, fyrst og fremst vegna þess að þessi aldurshópur var orðinn of stór til að vera í einum kór; hátt í hundrað krakkar. Þá fannst mér það einnig vel til fallið að leyfa þeim að spreyta sig svona hvorum í sínu lagi og það hefur gefið mjög góða raun.“ Eftir tólf ára aldurinn fara strák- arnir smám saman að tínast úr af líffræðileg- um ástæðum, en stelpurnar fara þá í hinn eig- inlega Skólakór Kársness, þá þrettán ára, og að sögn Þórunnar punta þann kór nokkrir úr- vals strákar sem enn geta og vilja vera með. „Þegar strákar venjast því strax í þriðja bekk að vera í kór, eins og í leikfimi eða mat- reiðslu, þá er þetta ekkert mál; þetta er bara eðlilegur hluti af skólastarfinu. Það eru álíka mikil afföll af stelpum og strákum þegar komið er yfir tíu ára aldurinn; þá eru krakkar bara farnir að vera í svo mörgu.“ Starfsdagur barnanna langur Að sögn Þórunnar hefur lenging skóladags- ins komið illa við kórstarf í skólum, eins og annað tómstundastarf. Nú eru börn ekki búin í skólanum fyrr en klukkan tvö, þrjú á daginn, og þá eiga þau eftir að fara í tónlistarskólana, á íþróttaæfingarnar, í dans, á kóræfingarnar og allt þetta sem þau eru að fást við, og þegar því lýkur eiga þau líka eftir að læra. Þannig er starfsdagur barnanna orðinn ansi langur þeg- ar upp er staðið. „Ég er mikill talsmaður þess að sem mest af þessu starfi verði fært inn í skólastarfið. Ég er samstarfsfólki mínu og skólastjórnendum mjög þakklát fyrir það hvað þau hafa komið til móts við mig og kórstarfið hérna. Þegar ég var að byrja í Kársnesskóla var framboð á tóm- stundum fyrir börn nánast ekkert, þannig að krakkar höfðu miklu meiri tíma til að sinna kórstarfi; það var ekki svona margt sem kallar á börn. Ég held að þetta sé mesta breytingin sem orðið hefur á þessu starfi þennan aldar- fjórðung. Reyndar eru krakkar í dag opnari og frakkari en þau voru fyrir 25 árum, en það skil- ar sér í tjáningunni. Þau eru ekki eins hlédræg og feimin og þau voru áður, og ég hef mjög gaman af þessum litlu óþekktaröngum mínum, sem geta tjáð sig svo skemmtilega í söng.“ En aftur að kórunum sex. Kór fyrrverandi nemenda Skólakórs Kársness er stofnaður af tilefni afmælis kórsins nú í vor. Þórunn sendi út bréf til nokkurra fyrrverandi kórfélaga sem hún hefur verið í sambandi við, og bað þá að hjálpa sér við að safna í kór. „Ég verð að viðurkenna að ég fór næstum því að skæla af gleði þegar þau troðfylltu sal- inn hjá mér á fyrstu æfingunni, og það er mik- ill þrýstingur á mig að þessi kór haldi áfram að æfa. Þau hafa sýnt mjög góða takta og hafa engu gleymt.“ Samhygð barna mikilvæg Þórunn Björnsdóttir kveðst alla tíð hafa átt mjög gott samstarf við foreldra, og segir þá hafa staðið heils hugar á bak við kórstarfið. „Ef eitthvað er hefur það aukist, og þátttaka foreldranna í kórstarfinu er almennari í dag. Foreldrar vilja auðvitað börnunum sínum það besta, ég held að þeir hafi séð að samvinna barna er almennt vanræktur þáttur í skóla- starfi. Samvinna barna, samhjálpin og sú væntumþykja sem skapast þegar unnið er að verkefni eins og að æfa upp lag er mjög mik- ilvæg og gefur krökkunum mjög mikið; – ég tala nú ekki um þegar er svo klappað fyrir þeim úti í sal; þetta eykur sjálfstraust þeirra og virðingu hvers fyrir öðru. Í dag er alltaf meir og meir lagt upp úr einstaklingnum og því að sinna honum vel, en þátt samvinnunnar og samhygðarinnar má ekki vanrækja.“ Þórunn er ekki í vafa um að kórstarfið sé börnum hollt og gott veganesti út í lífið. „Þeim hlýtur að líða sæmilega vel úr því þau eru í kórstarfinu ár eftir ár. Ég heyri það kannski mest frá mínum fyrrverandi kórfélögum hvað þetta hefur gefið þeim mikið. Margir af þeirra bestu vinum eru gamlir kórfélagar. Þau hafa gert svo margt saman og farið saman í ferða- lög, og þau hafa svo oft þurft að standa sig sem hópur. Gamlir kórfélagar tala gjarnan um það hvað það sé tómlegt hjá þeim í desember, þeg- ar þau eru ekki lengur að þeytast út um allar jarðir að syngja fyrir fólk. Það er svo margt í þessu sem gefur þessum krökkum annars kon- ar reynslu en þau upplifa í öðru starfi, og þá er það enn og aftur þessi samvinna og samhug- urinn sem er börnunum svo nauðsynlegur, og það að fá að tilheyra hópi. Það er nokkuð sem er að verða æ sjaldgæfara og þarf að rækta og stuðla betur að í uppeldinu.“ Það skal engan undra að í desember færist tómleiki yfir þau börn sem eru vaxin upp úr kórnum. Á síðustu árum hafa kórarnir haldið hátt í fjörutíu tón- leika á aðventu; á sjúkrahúsum, á aðventu- kvöldum, jólafundum, í kirkjum og fyrir fyr- irtæki og verslanir svo eitthvað sé nefnt. Skólahljómsveitin plægði akurinn Þórunn Björnsdóttir kemst á flug þegar hún talar um börnin sín í kórum Kársnesskóla. Kórstarfið er henni augljóslega annað og meira en vinna; það er henni hugsjón. Hún fylgist með krökkunum áfram og segir mörg þeirra hafa haldið áfram í tónlist af einhverju tagi, og hún er viss um að í mörgum tilfellum hafi það verið kórstarfið sem kveikti hjá þeim neistann fyrir tónlistinni. Meðal fyrrverandi kórfélaga eru tónmenntakennarar, ung tón- skáld, sem hafa samið fyrir kórinn, hljóðfæra- leikarar og söngvarar sem sumir hverjir eru að gera það gott í útlöndum. Þórunn segir þetta gleðja sitt gamla hjarta. En þegar hún er spurð að því hvers vegna kórstarfið hafi blómstrað svona sérstaklega vel í Kársnes- skóla, umfram aðra skóla, bendir hún af hóg- værð á það, að grunninn að því hafi aðrir en hún lagt. „Ég vil þakka það, að Skólahljóm- sveit Kópavogs var til húsa í Kársnesskóla. Ég byrjaði sjálf að spila í skólahljómsveitinni þeg- ar ég var tólf ára gömul. Þegar ég byrjaði svo með kórinn áratug síðar var komin á það hefð að þessi skóli ómaði allur af tónlist. Það var alltaf verið að spila einhvers staðar í skólan- um; það voru alls staðar hljóðfæratöskur innan um leikfimipokana frammi á göngum. Tónlist- in var aldrei neitt sérstakt þarna, hún var allt- af eðlilegur þáttur af skólastarfinu, og ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en á síðari árum hvað það voru mikil forréttindi að vinna í svona skóla. Svona þyrfti þetta auðvitað að vera alls staðar.“ Mikið grátið fyrir heimferð Skólakór Kársness hefur farið sautján sinn- um til útlanda til að taka þátt í kóramótum, og verið fulltrúar Íslands á erlendum hátíðum víða. „Það er eitt í þessu sem er svo gaman fyr- ir börn að upplifa. Þau geta verið sjálfum sér til svo mikils sóma, og líka landi sínu og þjóð. Þannig tækifæri fást ekki hvar sem er. Þetta byggist auðvitað á samvinnunni. Á kóramótum hafa líka myndast sterk og mikil tengsl við krakka frá öðrum löndum, og oft hefur verið mikið grátið kvöldið fyrir heimferð.“ Enn talar Þórunn um samvinnu og samkennd. Börn frá ólíkum löndum eiga ekki í vandræðum með að syngja saman, þótt margt annað kunni að skilja þau að. Skólakór Kársness hefur líka tekið á móti erlendum kórum, og hafa íslenskir foreldrar þá opnað hús sín fyrir erlendu gest- unum. Þarna segir Þórunn að hafi skapast tengsl sem hafa ekki rofnað. Það er tvennt sem Þórunn Björnsdóttir seg- ir standa upp úr þegar hún lítur yfir þessi 25 ár sem hún hefur stjórnað kórunum í Kársnesi. „Það er ótrúlegur sigur að finna að börnum þyki það eðlilegt að syngja í kór; það er stærsti sigurinn minn. Hinn er sá, að þorri krakkanna skuli vilja koma aftur og aftur, ár eftir ár.“ Það er ljóst að símtalið sem Tóta fékk frá frænda sínum fyrir liðlega aldarfjórðungi hefur borið ríkan ávöxt. Hvað sem Tóta hefur þá kunnað í þeirri kúnst að stjórna kór hefur hún alltént búið yfir þeirri eindrægni og elju sem þurfti til að skapa kórunum sínum það orð sem af þeim fer í dag. Og hún kann að stjórna kór; um það efast enginn sem hefur heyrt í einhverjum þeirra. En það sem kannski mestu hefur skipt er það sem hlýtur að sitja eftir í huga þeirra sem heyra hana tala um kórana sína, hvað hún Tóta ann þessu starfi sínu af mikilli einlægni og hvað hún talar um það af mikilli ástríðu. Afmælistónleikar Skólakórs Kársness verða í Háskólabíói í dag kl. 14.00, en kl. 13.45 hefst í salnum sýning á myndum úr kórstarfinu. SAMHUGURINN MIKILVÆGUR Skólakór Kársness fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir, með útgáfu geisladisks, afmælisblaðs og tón- leikum í Háskólabíói í dag kl. 14. BERGÞÓRA JÓNS- DÓTTIR ræddi við Þórunni Björnsdóttur, ástríðufullan kórstjóra kóranna í Kársnesinu, um kórstarfið og gildi þess að börn læri að vinna saman. Morgunblaðið/Jim Smart Þórunn Björnsdóttir og hluti kórsöngvaranna í Kársnesinu. begga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.