Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. MAÍ 2001 Á BORÐANUM stóð skrifað „Glæpalaust lýðræði!“ Tvær konur á áhorfenda- pöllum neðri deildar kan- adíska þingsins breiddu úr honum yfir höfðum þing- manna meðan á þingfundi stóð. Konurnar grýttu leik- fangaböngsum í þingmennina í gríð og erg, þangað til öryggisvörðum tókst að grípa þær. Lögregla var strax kölluð á vettvang og hand- tók hún konurnar. Þetta athæfi kvennanna tveggja var aðeins ein af mörgum mótmælaað- gerðum sem efnt var til um allt landið vegna handtöku Jaggi Singh, vel þekkts andófsmanns. Singh hafði verið haldið í fangelsi, án þess að hægt væri að fá hann lausan gegn tryggingu, meðan á fundi leiðtoga Ameríkuríkja um frí- verslunarsvæði stóð í Quebec-borg í síðastliðn- um aprílmánuði. Singh var einn af 463 mönnum sem handteknir voru fyrir að gagnrýna þá leynd sem hvíldi yfir áætlunum um að tengja öll ríki Norður- og Suður-Ameríku, nema Kúbu, í eitt fríverslunarsvæði. Eftir 17 daga varðhald var Singh hleypt út gegn tryggingu, með því skilyrði að hann stæði ekki fyrir mótmælaað- gerðum og bæri ekki á sér gjallarhorn. Ekki er laust við að manni finnist kaldhæðnislegt að setja yfirlýstum stjórnleysingja, sem hefur hvað eftir annað lýst því yfir að hann sé ekki leiðtogi neinnar hreyfingar, slíka skilmála. Af hverju leikfangabangsar? Lögreglan hafði ákært Singh fyrir að hafa undir höndum hættu- legt vopn, stóra valslöngvu úr tré, sem dómari úrskurðaði reyndar síðar að væri leikhúsmun- ur. Hópur sem kallar sig Miðaldasamtökin, til að hæðast að hinni rammgerðu víggirðingu sem sett hafði verið upp kringum fundarstaðinn í ör- yggisskyni, hafði notað valslöngvuna til að kasta leikfangaböngsum í einkennisklædda óeirðalögreglumenn er stóðu í röðum fyrir inn- an girðinguna sem umlykur leiðtogafundinn. Það skal tekið fram að Singh er ekki félagi í þessum hópi. Mörgum vikum áður en fundurinn hófst var víggirðingin, sem gerð er úr steypu og járnhlekkjum, orðin að illræmdu tákni fyrir þá ákvörðun stjórnvalda að meina mannréttinda- samtökum, verkalýðsfélögum og umhverfis- verndarhópum aðgang að viðræðunum um þessa víðtæku áætlun um fríverslunarsvæði. Andstæðingar fríverslunarsvæðis Ameríku- ríkja höfðu krafist þess að fá aðgang að fund- arstaðnum sjálfum, og sumir höfðu ferðast til Quebec-borgar í því augnamiði að brjóta niður girðinguna, en þá athöfn töldu þeir táknræna fyrir baráttuna fyrir lýðræðislegu frelsi. Sjónarvottar herma að Singh hafi verið að reyna að róa fólk og beina því burtu frá girðing- unni þegar ofbeldið hófst fyrsta kvöld fundar- ins. Þrír lögreglumenn, sem voru dulbúnir sem andófsmenn, stukku á hann, sneru hann niður, spörkuðu í hann og börðu þrisvar með kylfum sínum áður en þeir fleygðu honum inn í sendibíl sem stóð þar hjá. Singh hefur áður lent í „geðþóttahandtöku“. Í Vancouver árið 1997, nokkrum dögum fyrir fund Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrra- hafsríkja (APEC), var hann sleginn niður úti á götu, handjárnaður og handtekinn fyrir að ráð- ast á lögreglumann. Hann hafði víst nokkrum vikum áður talað of hátt í gjallarhorn og skaðað með því heyrn lögreglumannsins. Þessar fárán- legu ákærur voru síðar felldar niður, en lög- reglan hafði með þeim náð markmiði sínu: Hún hafði komið í veg fyrir að Singh héldi ræðu á mótmælafundi gegn viðræðunum, en hann er mjög áhrifamikill ræðumaður. Singh var hand- tekinn aftur í Montréal, á meðan á mótmælum gegn fundi fjármálaráðherra 20 stærstu iðn- ríkja heims og þróunarlanda um efnahagsmál (G-20 summit) stóð, og ákærurnar, sem síðar var fallið frá, voru einnig ýktar. Lögreglan virð- ist ákveðin í að gera Singh að leiðtoga, og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort dökkt litarhaft og asískt eftirnafn (Singh fædd- ist í Kanada) geri hann berskjaldaðri fyrir áreitni. Eins og Naomi Klein, höfundur hinnar vin- sælu bókar No Logo: Taking Aim at the Brand Bullies, sagði um valslöngvuna, þá var það ekki bara brandarinn sem lögreglan skildi ekki, heldur virðist hún ekki gera sér grein fyrir eðli þeirra pólitísku mótmæla sem hinn póstmód- erníski nútími hefur tekið upp. Það var engin ein manneskja, eða hópur, sem gat aflýst mót- mælunum, vegna þess að þeir tugir þúsunda sem komu til að mótmæla samningaviðræðum um fríverslunarsvæði Ameríkuríkja eru hluti af hreyfingu sem hefur hvorki leiðtoga né miðstöð, ekki einu sinni ákveðið nafn. Singh stjórnaði ekki neinu; hann var hluti af einhverju. Ofbeldi og nýja árþúsundið Ég er ekki ein af þeim sem veltir fyrir sér tíð- arandanum. Mér fannst árþúsundaskiptin ekki neitt mál, og best að leiða þau hjá sér. Ég ætti þó að nefna að á gamlárskvöld 1999 fögnuðu vinir mínir og ég nýja árþúsundinu undir eftir- liti lögregluþyrlu. Kastljós frá þyrlunni lýsti upp staðinn þar sem við nutum hitans frá litlum varðeldi. Þetta var ekki í Los Angeles, eins og ætla mætti, heldur í dauflegum (sumir myndu segja leiðinlegum) bæ, þar sem glæpatíðni er mjög lág, London, Ontaríó. Þegar þetta gerðist hafði þessi illræmda þyrla truflað svefnfrið bæj- arbúa í marga mánuði. Hvernig heimi heldur lögreglan í London, Ontaríó, að við búum í ef hún telur að hún þurfi þyrlu til eftirlitsstarfa? Til allrar hamingju voru nógu margir af þeim sem kvörtuðu yfir hávaða, og kostnaðinum sem hlaust af því að lýsa upp grillveislur í bakgörð- um bæjarbúa eins og þeir væru íþróttaleikvang- ar, mikilsmetnir borgarar, svo að lögreglan sá sér ekki annað fært en að skila hinu nýja leik- fangi sínu aftur til seljandans, og lýðræðið hrós- aði sigri yfir viðskiptum. Vandamálin sem við stöndum frammi fyrir nú á dögum urðu ekki til við árþúsundaskiptin. Þau eru hin sömu og siðmenntuð þjóðfélög hafa verið að fást við í nærri tvær aldir: Hvernig get- um við náð því markmiði að allir í heiminum búi við sanngjörn lífskjör og njóti friðsæls lífs, en ekki aðeins fáir útvaldir? Hvaða framtíðarsýn verður ofaná? Svarið virðist komið undir því hvað við gerum núna. Ég ákvað að skrifa um leiðtogafundinn í Quebec-borg vegna þess að ég held að hann veki mikilvægar spurningar um hvaða hlutverk fjölmiðlar hafa með höndum og hvaða hlutverki þeir ættu að gegna í lýðræðissamfélögum. Á tímum þegar stór fjölþjóðafyrirtæki ráða í vax- andi mæli yfir samskiptatækninni, og ákvarð- anir sem hafa áhrif á líf okkar eru teknar í fjar- lægum fundarherbergjum, verður enn brýnna að stjórnmálamenn sinni skyldum sínum gagn- vart almenningi og geri opinskátt hvernig risa- fyrirtækin starfa. Ofbeldið, og umfjöllun fjölmiðla um það, varpar ljósi á þetta mál. Mánuðina á undan leið- togafundinum fjölluðu kanadískir fjölmiðlar af- ar sjaldan um innihald þeirrar gagnrýni sem stéttarfélög, trúarhópar, sérfræðingaráð, um- hverfisverndarsinnar, þingmenn í stjórnarand- stöðu og fleiri settu fram á samningaviðræð- urnar um fríverslunarsvæði í Suður- og Norður-Ameríku. Þess í stað beindu þeir sjón- um sínum að hugsanlegum óeirðum, eins og þær væru það sem málið snerist um. Um það bil fimmtíu þúsund manns tóku þátt í mótmælun- um, en fjölmiðlar lýstu einungis árekstrum milli lögreglu og þeirra tæplega 100 manna sem tókst að fella girðinguna um koll og reyndu að ryðjast í gegnum raðir lögreglumanna. Mjög auðvelt reyndist að stöðva þá og var það sam- stundis gert. Fjölmiðlar og lögreglan virðast eiga það sam- eiginlegt að hrífast af ofbeldi, rétt eins og sá litli hópur öfgamanna sem brýtur rúður og ræðst á lögreglumenn til að koma kapítalismanum á kné. Vinur minn lýsti síðastnefnda hópnum sem hvítum amerískum karlmönnum er væru svo ógnvekjandi að aðrir mótmælendur forðuðust þá. Þeir voru meðlimir í „Svarta flokknum“, öfgafullum armi stjórnleysingja, sem fyrst varð vart við í mótmælunum í Seattle í Bandaríkj- unum. Vera þeirra í Quebec-borg var umdeild, og flestir hópar og einstaklingar sem komu þangað til að taka þátt í mótmælum gáfu greini- lega í skyn að þeir væru andsnúnir ofbeldis- fullum aðferðum við að láta pólitíska skoðun sína í ljós. Þegar „Svarti flokkurinn“ braut glugga bauluðu aðrir mótmælendur á þá og margir reyndu að koma í veg fyrir skemmd- arverkin. Fjölmiðlar létu hjá líða að greina frá þeirri ábyrgð sem mikill meirihluti mótmæl- enda sýndi og samkenndinni sem menn fundu fyrir. Yfirgengileg viðbrögð lögreglu við mót- mælum gegn viðskiptafundunum í Seattle, Washington, Davos og Prag hafa orðið vinsælt umræðuefni á alþjóðavettvangi, sem er þó ekki hægt að merkja af hinum helstu fjölmiðlum. En viðskiptafundir eru ekki hið eina sem um er deilt. Fyrsta maí síðastliðinn, í London (Eng- landi), rak lögreglan um 6000 friðsama mót- mælendur inn á Oxford Circus, hélt þeim þar innilokuðum ásamt ferðamönnum og gangandi vegfarendum í sjö klukkustundir án nokkurs til- efnis, og án þess að fólkið hefði aðgang að mat, vatni eða salernum. Á öllum þessum stöðum fylgja aðferðir lögreglu ákveðnu munstri: Neita öllum sem líta út fyrir að ætla sér að taka þátt í mótmælaaðgerðum um inngöngu í landið; byggja upp ótta í hugum fólks fyrirfram til að letja það til þátttöku; nota ákveðnar aðferðir til að skapa óeiningu meðal hinna ólíku hópa sem þátt taka í mótmælunum. Kanadískir fjölmiðlar hafa ekki andmælt þeirri staðhæfingu Jean Chretiens forsætisráð- herra að lögreglan hafi einungis verið að halda uppi lögum og reglu. Þeir láta hjá líða að segja frá fjölda atvika þar sem menn voru handteknir án tilefnis, urðu fyrir líkamsárásum og skerð- ingu á lýðræðislegu tjáningarfrelsi. Óháðir fjöl- miðlar, stjórnarandstaðan og mörg frjáls félagasamtök halda því statt og stöðugt fram að lögreglan sé að skapa andrúmsloft ofbeldis og ótta, með því að bregðast við öfgamönnum með táragasi, gúmmíkúlum og kylfum. Hættan sem steðjar að lýðræðinu felst í virkri stigmögnun átakanna, sem fjölmiðlar, lögreglan og öfgamenn taka fullan þátt í. Engu að síður hafa fjölmiðlarnir og lögreglan mesta valdið. Þeir hafa einnig vald til að velja að líta ekki á lýðræðisleg mótmæli og félagslegar að- gerðir sem glæpi. Mál Singhs er mest áberandi, en þúsundir manna urðu fyrir óþægindum vegna ofstækis- fullra öryggisráðstafana, þegar ský úr táragasi umluktu borgina. Á þeim þremur dögum sem fundurinn stóð skaut lögreglan 1700 hylkjum af táragasi, og þegar þau voru á þrotum pantaði hún með hraði nýjar birgðir frá bandarísku fyr- irtæki. Fjölskyldur í úthverfum borgarinnar neyddust til að halda börnum og gæludýrum innandyra, og fylla upp í allar rifur í dyrum og gluggum til að halda gasinu utanhúss. Asma- sjúklingar fylltu bráðadeildir sjúkrahúsa og margir þjást ennþá af ofnæmissjúkdómum og húðkvillum vegna táragassins. Þegar fundinum var lokið þurfti að eyða eitrinu úr fjölda bygg- inga. Stundum skaut lögreglan táragassprengjum hundruð metra aftur fyrir framlínu þeirra sem þátt tóku í mótmælunum, þar sem fólk hafði safnast saman friðsamlega eða var einfaldlega að reyna að forðast vandræði. Stundum beindu þeir hinum brennheitu hylkjum að brjóstum fólks, sem þá brenndist og marðist, auk þess sem leið yfir það. Þeir sem komu fórnarlömb- unum til aðstoðar urðu einnig fyrir árásum. Ein frásögn er af manni sem býr í nágrenni við víg- girðinguna og fékk gashylki í augað þegar hann gekk út um útidyr sínar. Annar, sem fékk gúmmíkúlu sem er í laginu eins og korktappi úr kampavínsflösku, í hálsinn, þurfti að gangast undir neyðaraðgerð á barka og óvíst er hvort hann getur talað eftir þetta. Þingmaður einn fékk högg aftan á annan fótlegginn þegar hann leiddi friðsamlegan hóp mótmælenda í burtu frá átakasvæðinu. Annar fékk skot í brjóstið. Einn andófsmaður var handtekinn fyrir að taka ekki af sér trefil sem huldi andlit hans. Kona sem vann í bráðabirgðaeldhúsi, sem dreifði mat til mótmælenda, greindi frá því að lögreglan hefði brotist inn í eldhúsið, hrint sér niður á gólf, handjárnað sig og handtekið. Hún var 21 klukkustund í varðhaldi, í einmenningsklefa ásamt þremur öðrum. Lögreglan beitti gasi á bækistöð óháðra fjölmiðla og mölvaði glugga- rúður þar. Fréttamenn sögðu að fréttamanna- passar þeirra hefðu ekki haft neitt að segja. Lögreglan handtók ljósmyndara. Frést hefur að lögreglumenn hafi dulbúið sig sem andófs- menn, með prjónahúfur á höfðinu og hálsklúta fyrir andlitinu. Táragasi var beint að fólkinu, jafnvel þótt fáir væru nálægt afgirta svæðinu. Fimmtugur karl- maður hefur greint frá því að þegar hann, og nokkrir fleiri, voru á leið í bifreiðar sínar til þess að yfirgefa svæðið hefði lögreglan gert áhlaup á þá og notað við það táragas. Hann hljóp að ná- lægu almenningssalerni, þar sem hann rakst á 80 ára gamla konu í göngugrind, sem var að reyna að þvo táragasið af líkama sínum. Nem- andi í York-háskóla, sem er frá Bangladesh og hefur lent í ofbeldisaðgerðum lögreglu þar gegn stúdentum, sagði að hann hefði aldrei séð neitt jafnskelfilegt og þegar kanadíska lögreglan réðst á alla sem voru innan skotfæris. Flestar handtökurnar áttu sér stað mörgum klukku- stundum eftir stóru mótmælagönguna á laug- ardeginum, þegar fólk slappaði af í nokkurri fjarlægð frá hinu svokallaða „rauða svæði“ kringum öryggisgirðinguna. Margir hinna 463ja andstæðinga fríverslun- arsvæðisins sem voru handteknir sögðu frá bar- smíðum lögreglu, og konur greindu frá líkams- leit sem fór fram undir umsjón karlmanna. Allir sem fluttir voru í fangelsið voru afklæddir og köldu vatni sprautað á þá úr slöngu til að fjar- lægja táragas, en síðan voru menn skildir eftir klukkutímum saman í troðfullum fangaklefum. Sumir kvörtuðu yfir að hafa verið neitað um lög- T ÍÐARANDI Í ALDARBYRJUN LÝÐRÆÐIÐ LYKT- AR AF TÁRAGASI ÞESSA DAGANA E F T I R A N N E B RY D O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.