Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.2001, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. MAÍ 2001 13 NÚTÍMALIST hefur selst vel hjá uppboðshúsum New York- borgar undanfarið og var á dögunum greitt metverð fyrir verk samtímalistamanna hjá uppboðshúsi Christie’s. Það voru verk listamannanna Bruce Nauman og Maurizio Cattelan, listamann sem fáir höfðu heyrt minnst á fyrir tveimur árum, sem hvað mesta athygli vöktu. Verk Neumans „Henry Moore Bound to Fail (baksvipur)“ frá 1967, sem sýnir vaxmynd af baki listamannsins bundið með snæri, seldist fyrir 9,9 milljónir dollara eða einar 990 milljónir króna, sem er metverð fyrir verk Neumans. Verkið er af mörgum sérfræðingum talið eiga öruggan sess í lista- sögubókum framtíðarinnar. Verk Cattelans vakti þá ekki minni athygli, en um var að ræða verkið „The Ninth Hour“, innsetningu af herbergi sem geymir raunsæja vaxmynd af Jóhannesi Páli páfa II, íklædd- um hvítum kyrtli, og hefur páfi verið felldur til jarðar af loft- steini sem fallið hefur í gegn- um þakglugga. Innsetningin, sem ekki hefur áður verið sýnd í Bandaríkjunum, seldist fyrir tæpar 90 milljónir, og hafa ýmsir gagnrýnendur þakkað það góðri markaðsstarfsemi af hálfu Christie’s. Ekki seldust þó öll verk jafn háu verði og urðu ýmsir yngri listamenn að sætta sig við að ekki virðist sama eftirspurn eftir verkum þeirra og áður. „Það er ekki sama eftirvænting tengd verkum yngri lista- manna,“ sagði Lucy Mitchell- Innes, einn af listaverkasölum borgarinnar. „Það á sér- staklega við um þá listamenn sem hafa gert fleiri en eina út- gáfu af verkum sínum. Fólk hefur áttað sig á að það er óþarfi að greiða háar fjárhæðir fyrir verk þeirra, þegar allt eins er líklegt að annað eins skjóti upp kollinum.“ Menning tengd viðskiptalífinu MENNING og sköpunargleði eru gáfuleg fjárfesting að mati danska þjóðþingsins, að því er dagblaðið Berlingske Tidende greindi frá á dögunum. En danska ríkisstjórnin hefur nú fastsett sér að samstarf við iðn- að og viðskiptalíf megi ekki vera á kostnað menningar og núverandi styrkjakerfis. Menn- ingin eigi þess í stað að styrkja dönsku þjóðina á alþjóðavett- vangi með því að veita tengsl við atvinnulífið. „Danmörk á að sækja fram á við með sköp- unargleði og framleiðslu, með sál og sögu. Og því náum við með samvinnu menningar-, at- vinnu- og viðskiptalífs,“ sagði Ole Sohn, atvinnumálaráðherra Dana við þingheim fyrir stuttu. En velta danska kvikmynda-, tónlistar-, og listaiðnaðarins hefur aukist ört frá upphafi ní- unda áratugarins og nemur nú rúmum 760 milljörðum, sem að mati þingsins hefur í för með sér að menningin telst til þeirra þátta sem sýna nú hvað mesta vaxtamöguleika fyrir danskan efnahag. ERLENDAR BÆKUR Metverð fyrir verk Neumans Verk Cattelans. AP S ÝNING á nýjum málverkum Braga Ásgeirssonar verður opnuð í sýningarsal Sævars Karls Ólasonar kl. 14 í dag og önnur á mánudag í Listhús- inu Fold. Í báðum tilvikum er um að ræða boðssýningar, en Bragi verður stjötugur á mánudag og tekur sérstaklega á móti gest- um á afmælisdaginn í Listhúsinu Fold milli kl. 17 og 20. Á sýningunni hjá Sævari verð- ur rúmur tugur málverka, flest af stærri gerðinni, en um og yfir þrjátíu í baksal og rauða innskotinu í Fold. Allt eru þetta nýjar myndir, í olíu á masonit og nær allar unnar eftir að Bragi hætti kennslu við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996, flestar á síð- ustu tveim til þrem árum og hafa aldrei ver- ið sýndar opinberlega áður. Áhrifin segist listamaðurinn yfirleitt sækja til umhverfisins og er þá nærtækt útsýnið úr gluggum vinnustofu hans frá toppi háhýsis við Austurbrún. Þar sér vítt yfir einkum til Viðeyjar og fjallgarðsins, enda bera myndir hans nöfn eins og Sumar með Sundum, Móska með Sundum Apríl með Sundum. „Er þá í senn vísað til árstíða og veðrabrigða, með hughrifin í sjálfu sér sem leiðistef og skjalfestingu sjónrænna lif- ana.“ Bragi Ásgeirsson hefur verið mikilvirkur á sýningavettvangi frá fyrstu sýningu hans í Listamannaskálanum gamla við Kirkju- stræti vorið 1955, kennari við MHÍ á tíma- bili er spannar 40 ár, listrýnir Morgunblaðs- ins og höfundur hundruða greina um listir heima og erlendis í bráðum 36 ár. Hann var í sýninganefnd FÍM í 5 ár 1969–74, yfirsýn- ingarstjóri samnorrænu sýningarinnar á Kjarvalsstöðum 1972, sem var fyrsta stór- sýningin í öllu húsinu. Meðlimur í al- þjóðlegri nefnd í sambandi við Eystrasalts- tvíæringinn í Rostock frá 1967–81 og sérstakur heiðursgestur síðasta árið. Verk hans eru í eigu flestra safna á Íslandi og margra opinberra stofnana og hafa að auki dreifst víða erlendis. „Það má alveg fullyrða að ég hafi gengið í endurnýjun lífdaga eftir að ég hætti kennslu,“ segir listamaðurinn. „Ég hef ekki getað einbeitt mér eins vel að málverkinu í heil 40 ár og vex stöðugt ásmegin. Hugðist annars hætta alfarið kennslu 1977, enda gekk mér þá allt í haginn í listinni, en fyrir ófyrirsjéða atburðarás tókst það ekki í það sinnið og kannski má segja að ég sé að bæta mér það upp núna. Mér finnst ég vera í miðju verki og hef ótal margt á prjónunum. Ég var engan veginn tilbúin með sýningar núna, hugsaði ekkert um þá hlið málsins. Markaðssetning eigin verka er ekki mín hlið og fyrri sýningar hélt ég flestar til að ná endum saman í fjármálum, sem tókst yf- irleitt prýðilega. Satt að segja hugðist ég dvelja erlendis á þessum tímamótum og þá helst í Róm, en þangað hef ég einhvern veg- inn sterkar taugar um þessar mundir, hef ekki komið til Rómar og Flórens síðan ég dvaldi þar í 10 mánuði á árunum 1953–54 og þykir tilhugsunin óbærileg. München er næst á óskalistanum, en helst vildi ég flakka um Evrópu og heiminn í eitt ár og drekka í mig andrúm staðanna. Bretta svo upp erm- arnar á ný. En það er fjarlæg óskhyggja því málverkið togar í mig í síauknum mæli, lík- ast vímuefni, og ég vona að mér endist full- ur starfsþróttur að minnsta kosti tíu ár í viðbót. En þegar þau Elínbjört og Tryggvi í Fold buðu mér að sýna og hafa móttöku um leið, stóðst ég ekki freistinguna og um svipað leyti bauð Sævar Karl mér að sýna í húsa- kynnum sínum og óforvarandis á líkum tíma. Þá þótti mér tilvalið að kynna á mér ólíkar hliðar í tveim ólíkum sölum svona til samanburðar, en vitaskuld er sami undir- tónninn í öllum myndunum. Þótt ég hafni engan veginn blómvöndum eru penslar og léreft, svo og annað í þá átt- ina jafn gjaldgengt, sný ég mér meira að léttara efnum í framtíðinni...“ Tvær afmælissýningar Braga Ásgeirssonar Morgunblaðið/Jim Smart Móska með Sundum. Olía á masonít, 2001. Apríl með Sundum. Olía á masonít, 2001.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.