Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2001, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2001, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. JÚNÍ 2001 IListamenn hafa í gegnum aldirnar gerst mál-svarar ýmissa málefna, eða jafnvel einstaklinga með þeim hætti að það gleymist seint í heimssög- unni. Enn er vitnað til ritgerðar Jonathan Swifts, þess sem skrifaði sögur Gúllivers, þar sem hann skrifaði um hungursneyðina miklu í Írlandi. Í háðsádeilu með afar beittum broddi benti hann breskum stjórnvöldum á leið til að binda enda á hungursneyðina og fólksfjölgunina á Írlandi í eitt skipti fyrir öll; nefnilega með því að borga Írum fyrir að ala börnin sín eins og hver önnur húsdýr og slátra þeim síðan til manneldis. Ritgerðin varð til þess að beina sjónum manna að hörmungum Íra og vekja Englendinga til siðferðislegrar ábyrgðar. Í Frakk- landi lagði rithöfundurinn Émile Zola heiður sinn að veði með greininni „Ég ákæri!“ til þess að verja gyðinginn Dreyfus gegn valdníðslu og fordómum stjórnkerfis franska hersins. Hann vann að lokum ómetanlegan sigur í þágu réttlætisins, sem leiddi meðal annars til aðskilnaðar ríkis og kirkju í Frakk- landi. Og þannig mætti lengi telja. II Bandaríski listamaðurinn Lawrence Weiner hef-ur ætíð verið einlægur talsmaður friðar og jafn- réttis í heiminum. Hann hefur unnið að ýmsum verkefnum víða um heim til að koma ungmennum sem ekki eiga auðvelt uppdráttar til aðstoðar, með- al annars með því að færa listina inn í þeirra nán- asta umhverfi eða gera þeim kleift að kynnast list- sköpun af eigin raun. III Fyrir stuttu kom út merkilegt bókverk eftirWeiner sem hann hefur skrifað fyrir ungmenni á átakasvæðunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Bókin heitir „Out From Under“ og er á þremur tungu- málum, hebresku, arabísku og ensku. Verkið má túlka sem framlag hans til hins erfiða friðarferlis á milli Ísraela og Palestínumanna og er fyrst og fremst hvatning til unga fólkins, þeirra sem eiga framtíðina fyrir sér, um að láta fortíðina liggja á milli hluta og einbeita sér að uppbyggingu. Mynd- rænt form bókarinnar er einkennandi fyrir list Weiners, stílhreint og beinskeytt. Texti bókverksins er afar ljóðrænn, en þó hann virðist í fyrstu óræður ber hann skýr skilaboð sem allir, hvort heldur þeir eru Palestínumenn, Ísraelar eða af öðru þjóðerni, ættu að tileinka sér, friði til framdráttar. IVÍ upphafi bókarinnar vísar Weiner til Pól-stjörnunnar, sem mannskepnan hefur notað sem leiðarljós í gegnum aldirnar. Hann bendir á að hversdagslegri stjörnur séu ekki kyrrar á him- inhvolfinu heldur á stöðugri hreyfingu. Með áherslu sinni á það að ef „hlutirnir passi þá passi þeir / ekki vegna þess að þeir pössuðu áður / heldur vegna þess að þeir passa og hafi ef til vill ekki pass- að áður“, hvetur hann lesandann til að brjótast undan gildum staðnaðrar leiðsagnar sem þröngvað er í gamalt mót. Enda hefur það sýnt sig þegar litið er til samskipta Palestínumanna og Ísraela að ef fortíðin er höfð að leiðarljósi þá verður hún að elds- neyti sem einungis kyndir bál ófriðarins. V Eða eins og segir í bókinni þar sem Weinerhvetur unga fólkið til að taka upp ný viðhorf og leita sátta: „þú verður að koma því til leiðar sem ekki var / til þess að koma því til leiðar sem er“, og „þú verður að sætta það sem er / án þess forms sem var / vegna þess / að maður veit ekkert um það sem er / vegna þess að það var ekki áður / og nú er það“. NEÐANMÁLS ÍSLENDINGAR gætu ugglaust hald- ið áfram að vera þjóð þrátt fyrir að tungan hyrfi sem lifandi mál. Ís- lenskt þjóðerni ræðst af svo ótal mörgu fleiru en tungunni sem töluð er. Að vísu mætti halda því fram að ef hún hyrfi úr sögunni myndi til- finningalegt viðhorf til hennar missa viðfang sitt og þar með væri einni stoðinni kippt undan íslensku þjóð- erni. En ef þjóðernisráðandi viðhorf eru einhvers konar klasi eða knippi, eins og hér er stungið upp á, þá er alls óvíst að þetta breyti miklu til eða frá um íslenskt þjóðerni. Það gæti allt eins orðið ríkur þáttur í þjóðernisviðhorfum Íslendinga eftir daga íslenskunnar að bera taugar til hins forna og útdauða tungu- máls, vera tilbúnir að styðja op- inber fjárútlát til fræðilegra rann- sókna á því og leggja jafnvel á sig að læra eitthvert hrafl í því sjálfir. Sigurður Kristinsson Skírnir Vandi lýðræðisins Vandi nútímafulltrúalýðræðis liggur ekki aðeins í því að þekk- ingin eða upplýsingarnar hafi dreifst og samskiptin breyst; hinir kosnu fulltrúar eiga ekki aðeins að vera „sérfræðingar“ með „þekk- ingu“ á málefnum: þeir eiga að standa fyrir ákveðin sjónarmið, gildismat, þjóðfélagshópa og við- horf. Vandi lýðræðisríkjanna er kannski ekki síst sá að fulltrúarnir eru of þröngur hópur „sérfræðinga“ sem stór hluti þjóðarinnar þekkir sig ekki í og telur að hafi enga þekk- ingu og skilning á stöðu sinni. Vandséð er hvernig tæknin leysir þetta vandamál. Tæknin er einnig innihaldslaus og það er innihald stjórnmálanna sem mestu skiptir þegar upp er staðið. Birgir Hermannsson Skírnir Fjórtán Íslendingar á móti tveimur Dönum Af hverju tökum við Íslendingar þessa hálf hallærislegu söngva- keppni svona alvarlega? Af því að við erum eiginlega engin þjóð. Við erum svo litlir. Það sér okkur eng- inn. Við fáum aldrei að vera með. Nema þetta eina kvöld á ári. Þá fáum við þrjár mínútur á stóra sviði heimsins. Og eigum alveg jafn mikla möguleika og allir hinir. Reynið að skilja okkur. Við mun- um aldrei komast í Evrópukeppnina í knattspyrnu. Aldrei í heimsmeist- arakeppnina. Allavega ekki fyrr en reglunum verður breytt og fjöldi leikmanna inni á vellinum fær að vera í réttu hlutfalli við íbúatölu hverrar þjóðar: Þegar kemur að því að Færeyingar fá að stilla upp tutt- ugu og tveimur mönnum á móti fimm Skotum. Þegar Íslendingar fá að spila með fjórtán menn á móti tveimur Dönum. Hallgrímur Helgason Weekendavisen www.hallgrimurhelgason.is ÞJÓÐ ÁN TUNGUMÁLS? Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Spegill eða veruleiki, stóll eða ekki stóll? NÝ skáldsaga eftir John Irving er væntanleg í byrjun næsta mánaðar. Ber hún titilinn The Fourth Hand (Fjórða höndin) og segir frá sjón- varpsfrétta- manni sem missir aðra hönd sína í gin ljóns þegar hann er við tökur í Indlandi. Slysið á sér stað í beinni útsendingu og í kjölfarið býðst virtur skurðlæknir til þess að framkvæma á fréttamanninum handarágræðslu. John Irving er einn af þekkt- ustu núlifandi rithöfundum í Bandaríkjunum, en hann er m.a. höfundur bókanna The World According to Garp, The Hotel New Hampshire og The Cider House Rules, sem gerðar hafa verið þekktar kvikmyndir eftir. The Fourth Hand kemur út 3. júlí hjá Random House útgáfu- fyrirtækinu. Ritgerðir A.S. Byatt Nýlega kom út hjá Harvard Uni- versity Press ritgerðarsafnið On Histories and Stories (Um Sög- una og sögurnar) eftir breska rithöfundinn A.S. Byatt. Um er að ræða úrval greina og ritgerða sem höfundurinn hefur ritað um bókmenntaleg efni. Þar er m.a. að finna greinar um einstaka rit- höfunda og skrif þar sem Byatt veltir fyrir sér flóknum tengslum sagna- hefðar og mann- kynssögunnar. A.S. Byatt hef- ur ritað bæði skáldsögur og fræðileg verk. Hún vakti fyrst almenna athygli fyrir skáldsög- una Possession sem hlaut Book- er-verðlaunin árið 1990. Byatt kom hingað til lands á síðasta ári í tilefni af Alþjóðlegri bók- menntahátíð í Reykjavík, en þar las hún upp úr verkum sínum og tók þátt í umræðum. Nýjasta bók höfundarins heitir The Biographer’s Tale og kom hún út í janúar síðastliðnum. Fátækt í Ameríku Greinarhöfundurinn og menn- ingarrýnirinn Barbara Ehren- reich hefur sent frá sér athygl- isverða bók, þar sem hún beinir sjónum að fátækt í Bandaríkj- unum. Bókin heitir Nickel and Dimed: On (Not) Getting By in America (Túkall með gati: Um afkomu(leysi) í Ameríku). Ehrenreich lék hugur á að vita hvert hlutskipti hinnar einstæðu lágtekjukonu í Bandaríkjunum væri í raun, og brá hún sér því í slíkt hlutverk um skeið. Hún leit- aði að vinnu sem ekki krafðist sérhæfingar og reyndi að lifa af tekjunum. Eftir að hafa starfað sem framreiðslukona í Flórida, hreingerningarkona í Maine, og starfsmaður í Wal-Mart verslun í Minnesota, komst Ehrenreich að því að jafnvel með því að vinna sjö daga vikunnar í tveimur störfum þar sem hún mátti þola margs konar niðurlægingu, gat hún varla framfært sér. Einn gagnrýnandi bókarinnar segir höfundinn ná á einstakan hátt, að draga hina ósýnilegu stétt fátækra Bandaríkjamanna fram í dagsljósið, og varpa ljósi á tilveru í heimi þar sem borg- araleg réttindi eru fótum troðin og þar sem mýtan um að vinnu- semi skili auknum lífsgæðum, reynist röng. ERLENDAR BÆKUR Ný bók eftir John Irving John Irving A.S. Byatt S KJÁREINN hefur nú riðið á vaðið með fyrstu fræðsluþætt- ina um kynlíf í sögu íslensks sjónvarps. Hinir umtöluðu tantra-þættir hafa verið sýndir á besta sýningartíma stöðv- arinnar á sunnudagskvöldum í nokkrar vikur. Í hverjum þætti koma nokkur pör fram og lýsa reynslu sinni af samlífinu og ýmsum æfingum sem þeim er sett fyrir að prófa í hjónarúminu og fjalla síð- an um kynlíf sitt fyrir og eftir kynnin af tantra. Inn á milli koma myndskeið sem ýmist sýna nakið fólk leika munngælur og vel heppnaðar samfarir þar sem gagnkvæm virð- ing og nautn er í fyrirrúmi eða Guðjón Berg- mann tala um mikilvægi tantra með skíðlog- andi arineld í baksýn. Það lítur út fyrir að menn skipist í and- stæðar fylkingar eftir því hvað þeim finnst um þetta sjónvarpsefni: sumir hafa horft með áfergju á hvern þáttinn á fætur öðrum og jafnvel endursýningarnar líka (aðallega kon- ur?) og aðrir hafa ekki afborið að horfa á heil- an þátt (aðallega karlar?). Áhorfendurnir skiptast svo í mismunandi hópa eftir afstöðu: sumir hneykslast og fárast yfir allri tantra- vitleysunni en aðrir líta á þessa jógaspeki um gagnkvæmt orkustreymi og tilfinningaflæði sem ágætt innlegg í annars frekar fábreytta kynlífsumræðu samfélagsins. Flestum ber þó saman um að þættirnir hafi verið hálf- vandræðalegir, jafnvel neyðarlegir á stundum. Bæði fyrir pörin sem hispurslítið afhjúpuðu leyndustu tilfinningar sínar og ástríðufulla ástarleiki frammi fyrir alþjóð og fyrir áhorf- endur sem höfðu hálfpartinn á tilfinningunni að þeir lægju á gægjum og væru að hnýsast í einkamál annarra. Fólki er yfirleitt ekki tamt að tala um kynlífsiðkun sína í smáatriðum eins opinskátt og tantra-pörin gerðu – enda gripu þau til rósamáls og kynfærin hétu nú língam og jóní. Þar með var búið að pakka þeim inn í plast líkt og tímaritinu Bleiku og bláu og skin- helgin allsráðandi. Á vorum tímum viljum við vera yfirmáta frjálsleg og umburðarlynd, t.d. varðandi skyndikynni, nektardansstaði og vændi, en um leið erum við að berjast við að halda í gömlu gildin um ást sem leiðir til hjónabands og gullbrúðkaups í fyllingu tím- ans. Boðskapur tantra-þáttanna er íhalds- samur að mörgu leyti: fjölskyldan er horn- steinn samfélagsins og til þess að hún rísi undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar verður samruni hjónanna að vera „tantrandi“ traustur. Það er til hagsbóta fyrir alla. Nú hafa tantra-þættirnir lokið göngu sinni og pörin væntanlega farin að iðka sitt göfuga, djúpa og heildstæða kynlíf bak við luktar dyr. Ekki er annað að sjá en framtak hinnar nýju sjónvarpsstöðvar mælist þokkalega fyrir, hneykslisraddir eru a.m.k. hjáróma. Áhorf- endum SkjásEins hefur fjölgað snarlega út á listina að elska almennilega og stór hluti þjóð- arinnar hefur fengið nóg um að tala á kaffi- húsunum, í vinnunni og – vonandi – undir sænginni. FJÖLMIÐLAR KYNLÍFI PAKKAÐ Í PLAST S T E I N U N N I . Ó T T A R S D Ó T T I R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.